Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Þingnefnd vill Samper sýknaðan Bogota. Reuter. ^ Carl Bildt ræðir við Chirac Frakklandsforseta Vill aðstoð Frakka til að koma Karadzic frá París, Madríd. Reuter. RANNSOKNARNEFND kólumb- íska þingsins lagði í gær til að Er- nesto Samper, forseti landsins, yrði sýknaður af ásökunum um að hann hafí þegið sex milljónir dala, um 400 milljónir ísl. kr af Cali-eiturlyfja- hringnum til að fjármagna kosninga- baráttu sína árið 1994. Meirihluti þingnefndarinnar, tíu af þrettán nefndarmönnum, telja að hreinsa eigi Samper af ásökun- um, en þrír eru því andvígir. Segj- ast nefndarmenn ekki hafa fundið nægar sannanir fyrir þessum ásök- unum. Niðurstaða hennar kemur NÝ ríkisstjórn mið- og vinstrifiokka á Ítalíu hélt auðveldlega velli er greidd voru atkvæði um traust á hana í öldungadeild þingsins í gær. Atkvæði féllu 173-139 en einn sat hjá. Stjórn Romanos Prodis, sem vann trúnaðareiða sl. laugardag, þarf nú Kúbuheimsókn Prímakovs lokið Stefnt að auknum samskiptum Havana. Reuter. FIDEL Castro Kúbuforseti seg- ir samskiptin við Rússland fara batnandi eftir nokkra óvissu um tíma. Castro lét þessi orð falla er hann kvaddi Jevgení Prím- akov, utanríkisráðherra Rúss- lands, í lok þriggja daga Kúbu- heimsóknar hans. Til þess var tekið að Castro sá ástæðu til að fylgja gesti sínum til flugvaliarins. Er það talið til marks um þá áherslu sem yfirvöld á Kúbu leggja á að bæta samskiptin við Rússa. Castro og Prímakov áttu langar viðræður á fimmtudag og sagði Kúbuleiðtoginn að heimsókn utanríkisráðherrans hefði verið „í heildina mjög góð“ og ráðherrann „viðkunn- aniegur og vel gefinn maður“. í heimsókn sinni gerði Prím- akov það ljóst að Rússar ætluðu sér að setja fram stefnu í mál- efnum Kúbu sem væri óháð Bandaríkjunum. Rússar hygð- ust styrkja efnahagsleg tengsl að nýju og auka samskipti land- anna að öðru leyti, án þess að auka þrýsting á Kúbu. Á mið- vikudag gáfu þjóðimar út sam- eiginlega yfirlýsingu sem víkur að þessu, en þar segjast þær stefna að aukinni samvinnu, án þess að henni sé „beint gegn þriðja landi“. Lítill vafi er talinn leika á því að átt sé við Banda- ríkin. ekki á óvart, þar sem flokksmenn hans í Fijálslynda flokknum eru í meirihluta nefndarmanna. Kemur nú til kasta kólumbíska þingsins, sem greiðir atkvæði um málið en Fijálslyndi flokkurinn er þar í meiri- hluta. Samþykki þingið að láta ákærurn- ar niður falla, eru litlar líkur til þess að Samper verði sóttur til saka. Hins vegar hafa andstæðingar hans í stjórn, menn úr viðskiptalífinu og kirkjuleiðtogar sagt að þeir muni hvergi hvika frá þeirri kröfu að hann segi af sér. einnig að sigra í slíkri atkvæða- greiðslu í fulltrúadeildinni nk. föstu- dag en þar eiga sæti 630 manns. Flokkasamtök ríkisstjórnarinnar, Ólífubandalagið, fengu ekki meiri- hluta í fulltrúadeildinni en munu a.m.k. í fyrstu geta treyst á stuðning 35 þingmanna kommúnistaflokksins. N-kóreski flóttamaðurinn Þokan til bjargar Seoul, Reuter. NORÐUR-kóreskur flugmaður, sem flúði á Mig-19 þotu sinni til Suður-Kóreu á fimmtudagsmorg- un, segist hafa gert árangurslausa tilraun til flótta einu sinni áður en orðið að hætta við vegna eldsneyt- isskorts. Hann hefur á undanförn- um 10 árum aðeins flogið saman- lagt 350 stundir. Sérfræðingar segja að þessi stutti flugtími hjá háttsettum orr- ustuflugmanni sé greinileg vís- bending um að flugher norðan- manna eigi í miklum erfiðleikum og verði að spara eldsneyti meira en gert er í öðrum löndum. Flugmaðurinn segist hafa tekið þátt í æfingu þriggja flugvéla en tekist að fljúga á brott án þess að félagar hans tækju eftir því. Síðan faldi hann vélina í þykkri þoku og flaug mjög lágt til að ratsjárstöðv- ar yrðu ekki varar við hann. STJÓRN Frakklands staðfesti í gær að mannræningjar í Alsír hefðu myrt sjö franska munka, sem höfðu verið í haldi þeirra frá 27. mars. Alain Juppe forsætisráðherra fordæmdi drápin og hvatti franska borgara, sem eru enn í Alsír, til að sriúa heim hið snarasta. „Ég vil segja að allir samlandar JAVIER Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO, vísaði í gær á bug fréttum um að Vesturlönd íhuguðu að fallast á að Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu- Serba, og Ratko Mladic, yfirmaður hers þeirra, sætu áfram við völd. Þá hyggst Carl Bildt, sem stjómar uppbyggingarstarfínu í Bosníu, ræða við Jaqcues Chirac Frakk- landsforseta um það hvernig herlið NATO geti aðstoðað við að koma Karadzic frá völdum. Bandaríska blaðið The New York Times birti í gær frétt þess efnis að bandarísk stjórnvöld og banda- menn þeirra hygðust fallast á samn- ing um að Karadzic og Mladic héldu embættum sínum, svo fremi sem Karadzic hyrfi úr sviðsljósinu og okkar sem eru í Alsír - og við höfum margoft sagt þetta - verða nú að koma sér úr landinu, þar sein ekki er lengur hægt að tryggja öryggi þeirra,“ sagði Juppe. Róttæk hreyfing innan Islömsku frelsishreyfingarinnar, sem hefur verið bönnuð, hóf að hætti að sinna formlegum embætt- isskyldum. „Það hefur ekki verið gert neitt samkomulag við stríðs- glæpamenn og verður ekki gert,“ sagði Solana í gær. Hann lýsti því yfir fyrr í vikunni að innan skamms yrðu gerðar breytingar á friðargæsluliði NATO í Bosníu, IFOR, til að gera eftirlýst- um mönnum á borð við Mladic og Karadzic ómögulegt að ferðast um Bosníu. Karadzic og Mladic eru eft- irlýstir af stríðsglæpadómstóli SÞ í Haag og er búist við að gefnar verði út handtökuskipanir á þá í júlí. Carl Bildt, sem staddur er í Par- ís, sagði að Karadzic væri greini- lega í mikilli varnarstöðu og að nú væri tækifæri fyrir IFOR til að grípa inn. „Það er aðalhlutverk drepa útlendinga í Alsír árið 1993 eftir að hafa gefið þeim mánaðar frest til að fara úr landinu. Nokk- ur þúsund Frakka flúðu landið næstu mánuðina, frönskum skól- um var lokað og stjórnin í París hvatti alia nema þá sem gegndu „nauðsynlegu hlutverki“ í Alsír til að snúa til heimalandsins. IFOR-liðsins að tryggja ferðafrelsi, en ekki endilega þeirra sem eru ákærðir fyrir stríðsglæpi." Kosið í Mostar í júní Yfirstjórnandi starfsliðs Evrópu- sambandsins í Mostar í Bosníu, Ricardo Perez Casado, sagði í gær að samkomulag hefði náðst á milli Króata og múslima í borginni um að gengið yrði til kosninga þar í síðari hluta júní. Kosningarnar áttu að fara fram 31. maí en múslimar höfðu hótað að sniðganga þær, yrði þeim ekki frestað. Ottuðust þeir að fólk sem hraktist frá Mostar á árun- um 1993-1994 fengi ekki að kjósa en Casado sagði í gær að tryggja ætti öllum þeim sem búsettir hefðu verið í borginni 1991 kosningarétt. Þremur árum síðar eru enn 8.300 franskir borgarar í Alsír, þar af eru um 2.000 aðeins með franskan ríkisborgararétt. Páfagarður lýsti drápunum á munkunum sem „alvarlegum glæp við Guð og menn“ og „einum dapurlegasta kaflanum í sögu Alsírs“. ítalska öldungadeildin Prodi hiaut traust Róm. Reuter. Bjargað frá Bangui Reuter FRANSKUR hermaður hjálpar lítilli stúlku inn í herflutningabíl sem ók frönsku flóttafólki til flugvallarins í Bangui, höfuðborg Mið-Afríkulýð- veldisins, í gær. Átök voru í borginni í gær en hópur hermanna hefur risið upp gegn forseta landsins, Ange-Felix Patasse. Franskt herlið hefur aðstoðað stjórnarhermenn við að dreifa mannsöfnuði. Vitni úr röðum andstæðinga for- setans segja Frakkana hafa skotið upp í loftið en ekki er ljóst hvort þeir hafa beinlínis tekið þátt í bardögum. Landið er fyrrverandi, frönsk nýlenda. Dráp á 7 munkum í Alsír fordæmd París. Reuter. Bretar íhuga að stöðva aðstoð til þróunarlanda EVRÓPA^ Brussel. Reuter. BRETAR kunna að hindra fram- gang þriggja mála á fundi þróun- armálaráðherra Evrópusambands- ins næstkomandi þriðjudag. Um er að ræða aðgerðir gegn alnæmi í þróunarríkjunum, aðstoð . við flóttamenn í Asíu og Rómönsku Ameríku og aðgerðir til að sam- ræma þróunaráætlanir umhverfis- sjónarmiðum. „Öll [þróunarjmál, sem sam- þykkja verður samhljóða, kynnu að verða stöðvuð," sagði ónefndur brezkur embættismaður í samtali við Reuters-fréttastofuna. Að sögn embættismanna ESB hafði Bretland fallizt á samþykkt allra málanna áður en John Major forsætisráðherra sagði öðrum að- ildarríkjum ESB stríð á hendur og hótaði að stöðva framgang allra mála, sem hægt væri, þar til út- flutningsbanni ESB á brezkar nautaafurðir vegna ótta við kúar- iðu yrði aflétt. Hins vegar er ekki ljóst hvort Bretar hyggjast stöðva öll mál á fundi þróunarmálaráð- herranna eða hvort þeir munu velja nokkur úr. Fyrir fundi þróunarmálaráð- herranna liggur meðal annars að samþykkja 45 milljóna ECU (3,7 milljarða króna) fjárveitingu til að beijast gegn útbreiðslu alnæmis í fátækustu löndum heims. Önnur eins upphæð er ætluð til að hamla gegn jarðvegseyðingu og upp- blæstri. Tæplega 20 milljarðar eru ætlaðir til að aðstoða flóttamenn í Asíu og Rómönsku Ameríku. Rifkind ver ákvörðun Breta Malcolm Rifkind, utanríkisráð- herra Bretlands, skrifaði í gær grein í Le Soir, víðlesnasta dag- blað Belgíu, og varði ákvörðun Breta um að stöðva framgang ýmissa mála innan ESB. „Ákvörðun okkar ... hefur ekki breytt þeirri bjargföstu skoðun okkar að Bretland eigi heima í Evrópusambandinu... Við leitumst ekki heldur við að lama ESB,“ skrifar Rifkind. „Það, sem nú þarf á að halda, er að menn takist á við nautakjötsmálið af þroska og yfirvegun og blandi ekki móður- sýki eða tilfinningasemi í málið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.