Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 HVENÆR STUNDAR MAÐUR DANS OG HVENÆR STUNDAR MAÐUR EKKI DANS? I/iitu dansa MIKIL gróska hefur verið í dansheiminum hér á landi upp á síðkastið. Skemmst er að ------------7------------ minnast vel lukkaðs Islandsmóts og árang- urs íslensku keppendanna á Blackpool- mótinu í byrjun þessa mánaðar. SIGURSTEINN Stefánsson og Elísabet Haraldsdóttír sigruðu á Blackpool-mótinu. Á Bur áþekkt færni BRESKIR danssérfræðingar eiga vart orð til að lýsa hrifningu sinni á Sigursteini Stefánssyni og Elísabetu Haraldsdóttur, sem sigruðu nýverið á opna Blackpool-mótinu. í vikublaðinu Dance News segja Sammy Stopford og Barbara McColl: lfAð gagnrýna nokkurt par í úrslitunum væri algjörlega ósanngjarnt, þar sem frammistaða þeirra var mun betri en hægt var að ætlast til í unglingaflokki. Sigurvegaramir [Elísabet og Sigursteinn] sýndu fæmi sem ég hef aldrei séð áður og ég hef sótt öll unglingamót Blackpool síðan 1972.“ Auk Sigursteins og Elísabetar komust tvö íslensk pör í átta manna úrslit, en það er að sögn kunnugra einsdæmi. Brynjar Þorleifsson og Sesselja Sigurðardóttir lentu í þriðja sæti og Benedikt Einarsson og Berglind Ingvars- dóttir í því fimmta. Blackpool-mótið hefur oft verið kallað óopinbert heimsmeistaramót í yngri aldursflokkum, þar sem ekki er um neitt slíkt opinbert mót að ræða. BJuggust ekhi viá að sigra „Ég get ekki sagt að við höfum búist við að sigra, þótt stefnan hafi að sjálfsögðu verið sett á að gera sitt besta,“ segir Elísabet Haralds- dóttir. Hún segir að öll bestu danspör heims hafi tekið þátt í keppninni. „Við erum bæði fimmtán ára og höfum stundað dansinn í sex ár. Sigursteinn verður reyndar sextán ára á þessu ári, þannig að við getum ekki tekið þátt í keppninni á næsta ári þar sem aldurstakmark- ið er fimmtán ár,“ segir Elísabet. Hún segir að þau hafi dansað saman nokkum veginn frá BRYNJAR Þorleifsson og Sesselja Sigurðardóttir urðu í þriðja sæti. BENEDIKT Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir lentu í fimmta sæti. byrjun dansferils þeirra. Af hverju byrjaði hún að læra dans? „Eg hreinlega man það ekki,“ segir hún og hlær. „Tvær vinkonur mínar voru reyndar í dansi og það hefur ' v kannski haft einhver áhrif.“ Árangur Elísabetar og Sigursteins hlýtur að byggjast á miklum æfingum. 1Í|| „Jú, við æfum venjulega fimm daga í viku, -’i; en ef við erum að undirbúa okkur fyrir ’ keppni er ein æfing á dag.“ Hún segir aðalkeppnistímabilið vera yfir veturinn. „Samt tökum við eina og eina æfingu á sumrin.“ Nú er sumarið einmitt að hefjast og lítið að gerast í dansheiminum. Hvað er framundan hjá þeim? „Við ætlum að sjálfsögðu að halda áfram að æfa og síðan er stefnan tekin á að taka þátt í einhverjum mótum fyrir eldri dansara næsta vetur,“ segir Elísabet að lokum. Ht/ad segir danskennarinn ? ‘ VARLA HEFUR farið fram hjá nein- um að danslíf íslendinga stendur í miklum blóma og fjöldi para hefur staðið sig vel jafnt hér heima sem erlendis. Jón Pétur Úlfljótsson og Kara Arngríms- dóttir eru eitt þessara para, en þau hafa löngum verið áberandi 1 dansheiminum og fengist við kennslu sfðustu ár. Þau eru nú stödd á Englandi, þar sem Blackpool-mótið í flokki atvinnumanna fer fram. Blaðamaður sló á þráðinn til þeirra og spurði Jón Pétur hvort hægt væri að tala um „sprengingu" í danslífinu hér heima. „Nei, ég held við getum ekki sagt það. Dansáhugi íslendinga er síður en svo nýr af nálinni, en upp á sfðkastið finnst mér stöðugleikinn hafa aukist til muna. Fólk veit miklu betur núna en áður um hvað dans snýst,“ segir hann. „Það er alveg víst að þetta er ekki bóla sem springur eftir smátíma. Uppgangurinn hefur verið stöðugur sfðan 1986, sérstaklega vegna þess að fólk hefur fengið að sjá mun meira af dansi en áður.“ Þurf að fsera hennsluna mæli, inn í fyrstu bekkina. Fyrr verður dans- iðkun, með öllum þeim kostum sem henni fyl- gir, ekki almenn hjá krökkum. Það hefur borið við að drengir í yngstu bekkjum grunnskóla hafa ekki þorað að segja frá dansiðkun sinni í skólanum af ótta við að verða strítt. Við höfum reyndar gert svolítið af því að fara í grunnskóla til að kynna dansinn og það hefur tekist mjög vel,“ segir Jón Pétur. Jón Pétur segir að íslendingar eigi mörg ung pör sem séu komin í fremstu röð í heiminum. „Sigur Sigursteins og Elfsabetar í 12-15 ára flokki í Blackpool-mótinu segir okkur það. Svo má ekki gleyma að við áttum tvö önnur pör í hópi átta efstu; Brynjar Þorleifsson og Sesselju Sigurðardóttur, sem lentu í þriðja sæti, og Benedikt Einarsson og Berglindi Ingvarsdóttur, sem lentu í fimmta sæti. Það er aldeilis frábær árangur og raun- ar einsdæmi að svo mörg pör frá einu landi komist í úrslit," segir Jón Pétur. Eáð uppbggging inn í skálakerfíð Biaðamaður minnist þess að á yngri árum hans þótti ekki sérstaklega „töff“ að stunda samkvæmisdansa. Hefur það breyst að mati Jóns Péturs? „Nei, ég held að það sé ósköp svipað núna. Að mínu mati þarf að færa danskennsluna inn f skólakerfið f auknum Hvernig stendur á þessum góða árangri? „Það er náttúrulega uppbyggingin, enda höfum við lagt mikla rækt við ungu dansarana í gegnum tíðina. Það er altalað í dansheiminum ytra að við séum með mikinn efnivið í höndunum. Þeir dómarar, sem komið hafa til landsins, hafa mikið talað um hversu góðir yngri flokkarnir séu og þar byrjar þetta auðvitað." leta þessi ungu og efni- legu pör vænst þess að geta lifað á dansi f framtíðinni? „Þetta er náttúrulega mjög harður heimur og það er erfitt að lifa á dansinum einum saman. En þau ættu sum hver að geta það, en til þcss þurfa þau að komast f hóp 10-12 bestu ■ heiminum.“ Hvað kostum er góður dansari gæddur? „Hann þarf að vera þolinmóður, enda byggist þetta á iniklum æfingum eins og í öðruni fþróttum. Ilann þarf að vera tilbúinn til að leggja á I I [ 1 I Morgunblaðið/Jón Svavarsson JÓN PÉTUR tílfljótsson og Kara Arngrímsdóttir eru nú stödd á Blackpool-mótinu, þar sem þau keppa í flokki Sg* atvinnumanna. sig að æfa 5-6 sinnum í viku. Hann þarf að hafa eyra fyrir tónlist og takt- skynið þarf að vera í lagi. Svo þarf hann auðvitað að vera ákveðinn,“ segir Jón Pétur, ákveðinn að sjálfsögðu. I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.