Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 25 MAÍ 1996 2 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR vín (oftast rauð- vín) er geymt í nýjum eikartunnum tekur vínið á sig aðra mynd. Það sýgur í sig bragðefni og lit úr viðnum, verður meira um sig, flóknara og dýrara auk þess sem vínið gerjast og þroskast á allt annan hátt í eikartunnum hel- dur en öðrum geymum, s.s. stál- tönkum. Notkun eikar, yfirleitt í anda Bordeaux í 225 lítra tunn- um er nefnast barrique, hefur aukist stórlega á síð- asta einum og hálfa áratug og má segja að nú sé enginn víngerðarmaður, sem ætlar sér stóra hluti, með mönnum nema hann eiki vín sín verulega. Fyi-st og fremst er eikin notuð við framleiðslu vína í Bordeaux og eru bestu vín héraðsins oft látin liggja í tunnunum í kringum tvö ár áður en þau fara á flöskur. í Bourgogne eru hvítvín og rauðvín látin gerjast í tunnum og síðan þroskast í þeim áfram, þó yfirleitt ekki jafnlengi og í Bordeux. Búrgundarbúar kalla tunnur sínar piéce og rúma þær 228 lítra. Víngerðarmenn annai-s staðar í heiminum, hvort sem er í Kali- forníu, Italíu eða Astralíu, er vilja gera vín í anda þessara frægu frönsku héraða nota því ekki bara sömu þrúgurnar (Cabernet Sauvignon og Chardonnay) held- ur einnig sömu eikina. Eikaræðið náði hámarki í lok síðasta áratugar þegar farið var að eika ótrúlegustu vín. Voru jafnvel dæmi um þýska vín- gerðarmenn sem fóru að geyma hvítvín sín í barríques jafnvel þótt að engin hefð væri fyrir slíku og vínin gátu með engu móti veitt eikinni nauðsynlegt viðnám. Þegar svo var komið að mörg Kaliforníuvín voru ekki farin að bragðast sem vín heldur spýtur fóru menn loks að bremsa sig af. Þótt rétt eikarnotkun geti gert kraftaverk á hún alls ekki alltaf við og getur stundum hreinlega spillt víni með því að valta yfir þau fínlegu brögð sem einkenna á viðkomandi vín. Ehhi hi/aða eik sem er Eihin Jr mm «« t/fflfcl Fátt hefur meiri áhrif á hvernig vín bragðast heldur en hvort að vínið hafi verið látið gerjast og þroskast á eikartunn- um eða ekki. Steingrímur Sigurgeirsson, sem nýlega heimsótti hið brennda vín sitt, sem í dag gengur undir nafninu koníak, í tunnum smíðuðum úr eik er kom frá nágrannahéraðinu Limousin. Það var hins vegar ekki fyrr en í lok síðustu aldar að vín- gerðarmenn fóra markvisst að láta vín eldast og þroskast í eikartunnum. Miklu skiptir að réttur viður sé notaður í eikartunnurnar. Besti viðurinn kemur frá skógum í mið- og austurhluta Frakklands og era tunnurnar flokkaðar eftir upprana: Allier, Nevers, Trongais eða Vosges svo nokkur dæmi séu nefnd. Fyrir víngerð er brán eik er á latínu nefnist Quercus petraea sú eftirsóttasta. Þessi eikartegund hefur að geyma mun meira magn bragðefna en aðrar tegundir og hún gefur frá sér nægilegt magn tannína (sútunarsýra) til að magna upp þau tannín, sem er að finna í vínþrúgunum. Þá er eik þessi einstaklega þéttriðinn sem dregur mjög úr snertingu vínsins við loft. Er æskilegt að trén séu 150-230 ára gömul, um 30 metrar á hæð og 45-55 sm í þvermál. Yfirleitt er hægt að smíða tvær litlar tunnur úr viðnum úr einni slíkri eik. Aðrar eikartegundir, frá Limousin í vesturhluta Frakk- lands, era notaðar fyrir koníaks- geymslu þar sem að þörf er á mikilli uppgufun og öflugri tannínum, er gefa koníakinu lit sinn. Enn í dag er flesta beykja að finna í Charente og er þekktasti framleiðandinn líklega Seguin- Moreau í bænum Cognac, er framleiðir um 50 þúsund tunnur á ári. beykjunahjá Seguin- Moreau segir eikarnotkunina stundum nálgast trúarbrögð þó að mestu öfgarnar hafi nú slípast af. Viðartunnur hafa um margra alda skeið verið notaðai- til að flytja vín og aðrar matvörur á milli landa. Fyrir tæpum þremur öldum hófu bændur í Charente-héraðinu að geyma I/iðurinn t/erður ad ehlasZ Eftir að trén hafa verið höggvin er fyrsta skrefið að kljúfa trjá- bolina í um þriggja til fjögurra sm þykka planka. Þeim er síðan staflað upp og látnir liggja úti við i tvö til þrjú ár til að þorna. Vökvastig viðarins verður að lækka úr 50% í um 12-15% áður en hægt er að nýta hann. Einungis 20% viðarins sem höggvinn er koma til tunnu- gerðarinnar og eftir að búið er að kljúfa viðinn eru einungis um tut- tugu prósent af afganginum, sem notaður er í tun- nugerðina. Það sem ekki fer í hana nýtist í annars konar framleiðslu. En þótt franska eikin sé í dag sú eftirsóttasta er það tiltölulega nýtt fyrirbæri. Fyrir rússnesku byltinguna var það eik frá Eystrasaltsríkjunum, sem menn borguðu hæsta verðið fyrir. Amerísk eik er undirstaða bourbon-framleiðslu og einnig tölu- vert notuð við víngerð. Hún er bragðmeiri en sú franska og einkennist af sætri vanillu. Hún hentar best bragðmiklum vínum og er fyrst og fremst notuð í Kaliforníu, Astralíu og á Spáni. Eikartunnur era ekki ódýr vara og má gera ráð fyrir að ný 225-lítra tunna kosti hátt í fjörutíu þúsund krónur. Noti víngerðarhús einungis nýja eik hefur hún því veruleg áhrif á verð vínsins. Sumum vínum hentar hins vegar betur að nota 1-2 ára tunnur, þegar eikin hefur ekki lengur jafnmikil áhrif á bragðið, og sum víngerðarhús nota blöndu af nýjum og eldri tunnum. I Nýja heiminum, þar sem víngerðarmenn era ekki ragir við að brjóta gamlar franskar hefðir er algengt að viðarbútum sé sturtað ofan í stáltankana sem vínið er gerjað í. Þannig næst hið eftirsótta eikarbragð fyrir lítinn pening þótt að víngerðarmennh'nir njót ekki góðs af öðrum kostum eikargerjunar, t.d. varðandi loftsnertingu. EFTIR að eikin hefur þornað úti við í að minnsta kosti tvö ár taka beykjar við að siníða eikartun- nurnar. Viðurinn er skorinn til og hitaður undir eldi þannig að hægt sé að sveigja ijalirnar inn í málmumgjarðiruar. Loks eru tunnurnar brenndar að innan, mismikið eftir því hvernig á að geyma í þeim. Því meira sem tunnurnar eru brenndar, því minna bragð gefa þær af sér. BHSHHHHHi Morgunblaðið/Halldór KÁNTRÍDANSAR verða sífellt vinsælli hér á landi. Kántrídansar KÁNTRÍDANSAR hafa notið sívaxandi hylli hér á landi á síðustu mánuðum og er Jó- hann Örn Ólafsson einn af örfáum kennurum í þeirri gi-ein dansins. Hann segir að um töluverða bylgju sé að ræða. „Eg hef samt aldrei auglýst þetta að ráði. Þetta hefur smám saman spurst út og undið allhressi- lega upp á sig,“ segir hann. Hann hefur stundað kántn'danskennslu í eitt ár og segir nemendur skipta hun- druðum. ,Annaðhvort kemur fólkið til mín eða ég er fenginn til að heim- sækja árshátíðir og ýmiss konar samkomur. Ég hélt meðal annars 14 vikna námskeið í vetur sem var mjög vel sótt,“ segir hann. Að mati Jóhanns er kennslan alls ekki bundin við kántríunnendur. Hann segir að hver sem er geti haft gaman af dönsunum. „Þeim sem finnst kántrítónlist leiðinleg snýst oft hugur eftir að hafa lært þessa dansa,“ segir hann. „Það eru til mörg afbrigði af kántrídönsum, en ég er að kenna svokallaða línudansa. Þetta eru hópdansar og galdurinn er sá að fólk þarf ekki að hafa dansfélaga með sér. Það hefur gefið þessu eilitla vítamínsprautu, að fólk geti bara drifið sig af stað, óháð öllum öðrum.“ Engin ahiurs- tahmarh Nemendur íýkántrídönsum eru á öllum aldri. „Á byrjendanámskeiði sem hófst um áramót voru þrír hópar. í einum þeirra voru ungling- ar, 12-13 ára og í öðrum fullorðið fólk, allt upp í sextugt. Aldurs- takmörkin eru engin.“ Að sögn Jóhanns Arnar þarf vissu- lega ekki sömu færni til að dansa kántrídansa og samkvæmisdansa. „En sá sem hefur lært kántrídansa hefur talsvert forskot þegar að sam- kvæmisdönsunum kemui'. Þetta ei'U áþekk spor að mörgu leyti, til að mynda eru sígildu sporin „hliðar saman hliðai'" alltaf til staðar. Kántrídansar eru tiltölulega ein- faldir og sumir ná tökum á þeim strax eftir að hafa horft á kennarann í smástund. Aðrir þurfa nokkrar yfir- ferðir, en ég hef ekki enn hitt þann nemanda sem ekki hefur náð ein- hverjum af þessum dönsum sem ég er að kenna.“ Jóhann Orn kennir í Danssmiðju Hermanns Ragnars, en hann lærði sjálfur kántrídansa á Keflavíkur- flugvelli. „Þar er klúbbur sem heitir „Top of the World Two Step Club“, skipaður dansglöðum Bandai'íkja- mönnum. Eg náði sambandi við for- mann klúbbsins fyrir tveimur ái-um og svo hefur kunnáttan komið smám saman. Eg hef keypt nokkur mynd- bönd frá Bandaríkjunum, búið til fáeina dansa sjálfur og nú er ég kominn með dágóðan fjölda af döns- um. Það líður varla sá dagur að ég setji ekki upp hattinn og taki ekki nokkur spor.“ ÞAÐ VAKTI nokkra athygli á ís- landsmótinu í grunnsporum fyi'ir skemmstu að systurnar Erna Hall- dórsdóttir 7 ára og Halldóra Sif Halldórsdóttir 10 ára urðu tvöfaldir íslandsmeistarar ásamt dansherrum sínum, Stefáni Claessen 7 ára og Davíð Gill Jónssyni 10 ára. Þau sigruðu bæði í suður-amerískum og standard-dönsum í sínum aldurs- flokki. Bæði pörin tóku þátt í Blackpool- mótinu um páskana og þóttu standa sig með eindæmum vel. Stefán og Ema voru yngstu fulltrúar íslands og Halldóra og Davíð, sem eru marg- íslenska dansparið. faldir íslandsmeistarar, sigruðu í jive-keppninni, lentu í öðru sæti í cha-cha-keppninni og því fimmta í suður-amerísku dönsunum. Ekki er hægt að tala um systkini í dansi án þess að minnast á Ama Þór og Erlu Sóleyju Eyþórsbörn, en þau dansa saman og era efst íslendinga á heimslistanum; Þau hafa verið svo til ósigrandi á íslandsmótum síðast- liðinna ára. Stefan Claessen, Erna Hall- dórsdóttir, Halldóra Sif Hall- dórsdóttir og Davíð Gill Jónsson með verðlaunagripina fyrir tvö- falda sigra á íslandsmótinu sem haldið var fyrir skömmu. Knmnir tii að t/era
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.