Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ VIKU LM BEKKJARMYNDI N A Iþjóáastjórnmél menningarinnar má nefna að árið sem ég var í nemendamótsnefnd tók kórinn fyrir lög úr Hárinu. I þeirri uppfærslu gegndi ég hlutverki ljósameistara.“ HIN alræmda ritnefnd Viljans, sem gerði allt vitlaust með fyrsta tölublaðinu. Steingrímur Þormóðsson, Björn Valdimarsson, Guðlaugur Guðmundsson, Jóhann Páll Valdimarsson ritstjóri, Albert Jónsson. ALBERT Jónsson gluggar í bók fjórða bekkjar í Versló frá skólaárinu 1970 til 1971. vel úr hendi. „Sögukennsla var með miklum ágætum og efldi áhuga minn á sagnfræði. Einnig eru mér minnisstæðir nafnarnir Gísli As- mundsson þýskukennari og Gísli Guðmundsson, sem kenndi vöru- fræði, vegna sérstæðs persónuleika beggja þótt gjörólíkir væru.“ Hippamenningin Þegar Albert var í Verslunar- skólanum var hippamenningin að ryðja sér til rúms og segir hann að það hafi vissulega haft áhrif á lífs- skoðanir og tísku Verslunarskóla- nema sem og annarra ungmenna á þeim árum. „Samt held ég að við höfum verið seinteknari en flestir aðrir jafnaldrar okkar hvað þetta varðar," segir hann. „Ég man þó eftir því að það varð allt vitlaust þegar fyrsta tölublað Viljans, undir stjórn þeirrar rit- nefndar sem ég sat í, kom út. Blaðið þótti verulega „fríkað“ bæði hvað varðaði útlit og efnistök. Það varð talsvert uppistand út af þessu og Mánudagsblaðið tók málið fyrir undir fyrirsögninni „Stóðlífí og has- sreykingar grassera í Verslunar- skólanum". Sem annað dæmi um áhrif hippa- Að loknu stúdentsprófi 1973 kenndi Albert um skeið ensku og landafræði í Alftamýrarskóla, en hóf síðan nám í sagnfræði og stjórn- málafræði við Háskóla Islands og lauk þaðan BA-prófí. Leiðin lá síðan til Englands þar sem hann lauk mastersgráðu í alþjóðastjórnmálum frá „The London School of Econo- mics and Political Science“ árið 1979. Hann stundaði síðan frekara nám og rannsóknir í alþjóðastjórn- málum í London næstu tvö árin. „Þegar ég kom heim 1981 fór ég að vinna við rannsóknir og útgáfu hjá öryggismálanefnd, sem þá var nýstofnuð og auk þess fór ég að kenna alþjóðastjórnmál í stundakennslu við há- skólann og geri enn. Ég var einmitt að sækja áðan 57 próf sem ég þarf að fara yfir á næstu dögum og verð að taka mér frí frá vinnu til að ljúka því í tæka tíð. Auk þess er ég að vinna með einum nemanda í BA-rit- gerð.“ Albert var um skeið fréttamaður á ríkisút- varpinu og síðar Sjón- varpinu, en var síðan ráðinn framkvæmda- stjóri öryggismálanefnd- ar. „Þegar nefndin var lögð niður ákvað for- sætisráðherra, Davíð Oddson, að ráða utanrík- ismálaráðgjafa við ráðuneytið og tók ég við því starfí í ársbyrjun 1992,“ segir hann um tildrög þess að hann tók við núverandi starfí sínu í forsætisráðuneytinu. 16 ára áhugamái Aðspurður um tómstundir og áhugamál kveðst Albert hafa haft eitt áhugamál um langt skeið, sem hafí yfirskyggt öll önnur, og hann verður sposkur á svip þegar hann afhjúpar leyndarmálið: „Mitt „hobbý“ undanfarin 16 ár er doktorsritgerð, sem ég hef verið að vinna að síðan ég lauk námi í ÞEGAR ég lít til baka, til námsáranna í Versló, koma aðeins skemmtilegar minningar upp í hugann. Hafi ég átt þar daprar stundir eru þær gleymdar," segir Albert Jónsson þegar hann skoðar gömlu bekkjarmynd- ina af 4. bekk A frá 1970 til 1971. „Það má orða það svo að mér hafí sjaldan leiðst í skólanum. Félagslíf var með miklum blóma og það styrkti sam- heldnina í árgang- inum. Við þurftum í rauninni lítið að sækja út fyrir skól- ann hvað varðar uppfyllingu félags- legra þarfa. í Versló var bæði mikið skemmtanalíf ogfjölskrúðug félags- málastarfsemi. Ég starfaði meðal annars í ritnefnd Viljans og Nem- endamótsnefnd og hafði bæði gam- an og gagn af,“ segir Albert ennfremur. „Við strákamir í bekknum héld- um nokkuð vel saman í skemmt- analífínu og brugðum okkur oft á dansleiki utan skólans, til dæmis í Glaumbæ, þar sem við þurftum stundum að beita brögðum til að komast inn þar sem við vorum undir lögaldri. Við höfðum til umráða gamalt og velkt nafnskírteini ein- hvers manns úti í bæ og þegar sá Fyrir réttum 25 árum sat Albert Jónsson, deild- arstjóri í forsætis- ráðuneytinu, í fjórða bekk A í Verslunarskóla Islands. Hann kveðst eiga ljúfar minningar frá nám- sárum sínum í skólanum og segir námið hafa að mörffli leyti reynst hagnýtt. fyrsti var kominn inn út á skírteinið, fór hann upp á loft og kastaði því út til hins næsta og þannig komumst við stund- um fimm eða sex inn á skírteinið." Hagngtt nám „Námið í skól- anum hefur að mörgu leyti reynst hagnýtt. Ég hef til dæmis oft þakkað mínum sæla fyrir að hafa lært vélritun, þótt mér hafi leiðst það fag ákaflega mikið í skólanum. Eg hafði heldur ekki sérlega mikinn áhuga á hagfræði og bókfærslu, kennslan í þessum fögum hefur þó borið þann árangur að maður þekkir helstu grundvallarhugtök þessara færði- greina og það hefur komið sér vel. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á sögu, íslensku og bókmenntum og íslenskukennslan í Verslunar- skólanum var mjög góð að mínu mati. Einkum stóðum við framar- lega í íslenskum nútímabókmennt- um og skákuðum oft mennt- skælingum á því sviði ef ég man rétt.“ Albert kvaðst ekki vilja gera upp á milli kennaranna í Verslunar- skólanum. Kennaraliðið hefði allt verið sómafólk og farist kennslan Hvað er geðhvarfasýki ? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR FJALLAR UM FURÐUR SÁLARLÍFSINS Spurning: í kjölfar pistils um sorg og þunglyndi fyrir hálfum mánuði óskaði lesandi eftir að fjallað yrði um geðhvarfasýki. Svar: Þunglyndi hefur verið flokkað annars vegar í útlægt þunglyndi, þar sem orsakanna er einkum að leita í sálrænum þátt- um og áhrifúm frá umhverfinu, og hins vegar í innlægt þunglyndi, þar sem orsakimar eru af arf- gengum og líkamlegum toga. Hið síðamefnda þunglyndi telst til alvarlegri geðsjúkdóma og hefur verið nefnt geðhvarfasýki (manio- depressive psychosis), en hið fyrmefnda flokkast með hugsýki (neuroses). Skilin á milli þessara tveggja flokka eru þó óljós, auk þess sem þunglyndi getur verið eitt af megineinkennum annarra geðsjúkdóma. Þunglyndi er nú fremur flokkað eftir því hvort það birtist eingöngu sem þunglyndi án tillits til þess hversu einkennin eru alvarleg, og nefnist þá ein- hverflyndi, eða hvort það kemur fram í sama einstaklingi sem sveiflur á milli þunglyndis og örlyndis, og nefriist þá tvíhverf- lyndi. Ég kýs hér að halda mig við hina eldri og hefðbundu skil- greiningu og líta á geðhvarfasýki eingöngu sem meiri háttar geð- sjúkdóm eða geðveiki (psychosis), þunglyndi sem getur hvort heldur sem er verið einhverft eða, með örlyndi, tvíhverft. Einkenni þunglyndis eru m.a. neikvæðar hugsanir, sektarkennd og sjálfsásakanir, lágt sjálfsmat, jafnvel sjálfsvígshugmyndir. I alvarlegu þunglyndi geta auk djúpstæðra þunglyndiseinkenna einnig komið fram einkenni sem heyra til geðveiki, rofín tengsl við raunveruleikann, ranghugmyndir og ofskynjanir. Oft er erfitt að greina á þessu stigi hvort um geð- klofa eða geðhvarfasýki er að ræða og ræðst það af framvindu sjúkdómsins eftir fyrstu meðferð. Þegar geðhvarfasjúklingurinn er kominn út úr bráðaástandi sínu kemst hann venjulega í eðlileg raunveruleikatengsl og einkum sýnir hann eðlileg tilfinninga- tengsl við aðra, þar sem geðklofa- sjúklingurinn býr fremur enn yfir sínum ranghugmyndum og tengsl hans við aðra eru skert. Batahorf- ur einstaklings með geðhvarfa- sýki eru að jafnaði mun betri en geðklofasjúklings og hann getur náð fullri heilsu á tiltölulega skömmum tíma og verið laus við sjúkdómseinkennin í ár eða ára- tugi. Alltaf er þó hætta á að sjúk- dómurinn taki sig upp og er mikil- vægt að vel sé fylgst með honum og haft eftirlit með lyfjagjöf. Þegar um tvíhverfa geðhvarfa- sýki er að ræða getur sjúkdóm- urinn byrjað hvort heldur sem er með þunglyndi eða örlyndi. Þegar sjúklingurinn verður örlyndur (manískur) byrjar það oft með ofvirkni og athafnasemi. Hann getur ekki sofið, hugsunin fer á flug og hann er fljótur að taka ákvarðanir. Hann fer kannski að taka íbúðina í gegn, þrífa og þvo eða henda öllu út úr geymslunum. Hann þarf að vera mikið á ferð- inni, tala við marga, er hávær og jafnvel ofsakátur. Oft fylgir þessu ruglingsleg hugsun og ranghug- myndir. Eftir nokkum tíma er hann útkeyrður. í kjölíárið fylgir síðan gjarnan djúpt þunglyndi með fyrrgreindum einkennum. Sumir vilja líta svo á að örlyndið sé nokkurs konar vörn gegn þunglyndi, andhverfing á því, og við sálfræðilegar prófanir á sjúk- lingum í örlyndisástandi kemur þunglyndið oft skýrt fram undir niðri. Hins vegar eru flestir þeirr- ar skoðunar að orsaka geðhvarfa- sýki sé að leita í líkamlegu ójafn- vægi og að arfbundnir þættir leiki þar stórt hlutverk. Oft hefur ver- ið deilt um það hvort geðsjúk- dómar séu arfgengir eða orsakist af uppeldi og umhverfisáhrifum. Vísast á hvort tveggja sinn þátt í meira eða minna mæli, en rann- sóknir hafa sýnt að í geðhvarfa- sýki er erfðaþátturinn mjög áber- andi, meira en í öðrum geðsjúk- dómum. Meðferð við geðhvarfasýki er fyrst og fremst í höndum lækna og þá aðallega lyfjameðferð. Fyr- ir nokkrum áratugum var ekki margra kosta völ í þeim efnum. Dr. Helgi Tómasson yfirlæknir á Kleppsspítala leit svo á að geð- hvarfasýki stafaði af röskun á efnajafnvægi í líkamanum og gerði merkar rannsóknir á árunum fyrir seinna stríð á blóð- söltum hjá geðhvarfasjúklingum. Síðar kom í ljós að frumefnið lithium, sem er náskylt matar- salti, var mjög áhrifaríkt í að koma á jafnvægi og draga úr sveiflum, hvort heldur til þung- lyndis eða örlyndis. Segja má að þetta hafi valdið straumhvörfum í fyrirbyggjandi meðferð á geð- hvarfasýki. Stöðugar framfarir hafa verið í gerð þunglyndislyfja og hefur árangur af lækningum með þeim stöðugt farið batnandi. Oðrum tegundum meðferðar hef- ur einnig verið beitt við geð- hvarfasýki. Við þrálátu þunglyndi hefur töluvert verið beitt raflost- meðferð, oft með góðum árangri, en þessi meðferð hefur verið umdeild, þar sem hætta er á minnistruflunum. Við vægara þunglyndi er sálfræðilegri við- talsmeðferð oft beitt og hún getur einnig átt rétt á sér í meiri háttar þunglyndi eða geðhvarfasýki samhliða annarri læknisfræði- legri meðferð. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn uni það sem þeim liggur á hjarta, tekið er á nióti spumingum á virkuni dögum milli klukkan 10 og 17 í sínm 569 1100 og bréfum eða símbróf- um merkt: Vikulok, Fax 5691222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.