Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 35 AÐSEIMDAR GREINAR -I GALDa' . ITlÍÐASOLAn OPÍn K4. 15-19 nEmA món. sími 551-1475 ÍSLEnSNfl ÓPERön leið. Þar eru ræddar leiðir til að auka sveigjanleika á vinnumarkaði og til að lækka framleiðslukostnað svo að hægt sé að bæta samkeppnis- stöðu viðkomandi atvinnugreina. Þar er ekki rætt um af neinni al- vöru að létta á skattgreiðslum eig- endanna. Með frumvarpi ríkisstjómarinnar er fyrst og fremst verið að lækka skatta á einstaklingana sem eiga hlutabréfin. Það flokkast ekki undir bætt rekstrarskilyrði atvinnulífsins heldur eingöngu tilfærslu á skatt- byrði. Það hefur engin bein áhrif á atvinnuuppbyggingu. Það er þó ekki ólíklegt að ásókn í að kaupa hluta- bréf geti aukist við þetta. Skortur á fjármagni til að kaupa hlutabréf stendur íslenskum fyrirtækjum ör- ugglega ekki fyrir þrifum. Af því er blessunsrlega enginn skortur. Aukin atvinnuppbygging strandar ekki á því. Þessi breyting hefur eng- in jákvæð samfélagsleg áhrif. Hún eykur hinsvegar á ranglæti sem nóg er fyrir af. Það er satt best að segja nötur- legt til þess að vita að samtök ís- lenskra erfiðismanna - sjálft Al- þýðusamband íslands - skuli komið í slíka hafvillu að það mælir með samþykkt þessa frumvarps ríkis- stjómarinnar. Það er þyngra en tár- um taki. Höfundur er hagfræðingur. Um fjármagnstekjuskatt - áfangi eða útför? FYRIR Alþingi Is- lendinga liggja nú tvö fmmvörp um fjár- magnstekjuskatt. Annað er frá ríkis- stjóminni hitt frá for- mönnum þriggja stjórnarandstöðu- flokka. Það er þörf á því að skýra betur fyrir almenningi hvað hann á í vændum ef frum- varp ríkisstjórnarinnar verður samþykkt. Með frumvarpi ríkis- stjómarinnar er verið að flytja til skattabyrði Þröstur óiafsson í stærra mæli en við höfum áður séð - frá efnafólki til almennings. Áður en lengra er haldið er rétt að fara nokkrum orðum um tilkomu þessa máls. Fyrrverandi ríkisstjóm gaf út yfírlýsingu í desember 1994, þar sem hún ákvað að ijármagns- tekjuskatti skyldi komið á og bauð öllum þingflokkum, auk ASÍ og VSÍ aðild að nefndinni sem semja skyldi drög að fmmvarpi um málið. Þegar nefndin skilaði af sér í nóvember sl. fylgdi því sérálit full- trúa stjórnarandstöðunnar, þar sem þeir gerðu grein fyrir ágreiningi sín- um um nefndarálitið og tilkynntu að þeir áskildu sér allan rétt. Á þessu stigi vildu þeir þó ekki tjúfa samstöð- una að fullu, því mikilvægt var að málið kæmist til umræðna og fengi þinglega meðferð. Menn óttuðust að yfírlýsing fulltrúa stjórnarand- stöðunnar um að þeir stæðu ekki á nokkum hátt að framlagningu nefndarálitsins myndi í reynd þýða endalok málsins um skeið. Verkefni nefndarinnar var í reynd að gera tillögur um skattlagningu þeirra íjármagnstekna sem ekki vom skattlagðar fyrir þ.e. vaxta- tekna. Núverandi tekjuskattskerfi er heilstætt álagningarkerfi sem meðhöndlar allar tekjur á sambæri- legan máta, hvort sem um er að ræða launatekjur, tekjur af eigin atvinnurekstri, arð af hlutabréfum, söluhagnað eða leigutekjur . Jaðar- skattur á þessar tekjutegundir er 41,94%-46,94%. Aðeins vaxtatekjur em enn undanþegnar tekjuskatti. Um það átti málið að snúast. Hlutverk nefndarinnar var því fyrst og fremst að fínna skynsama útfærsluleið til að skattleggja vax:ta- tekjur innan þess tekjuskattskerfis sem við búum við og hefur reynst vel. Það virðist eins og fulltrúar fjár- magnseigenda hafí fengið sjálfdæmi um að ákveða hvernig þeir vildu láta skattleggja sig. Þeim hefur greinilega tekist að selja stuðning sinn við vaxtaskattinn háu verði. Skattalækkun til eignafólks Framvarp ríkisstjómarinnar má draga efnislega saman í tvö megin atriði. Annarsvegar er búið til nýtt skattkerfi vegna vaxtateknanna. Búið er til nýtt kerfi til hliðar við gildandi tekjuskattskerfi sem skatt- leggur vaxtatekjur með flötum 10% skatti. Hinsvegar er skattlagning annarra fjármagnstekna s.s. arðs af hlutabréfum, leigutekjur og sölu- hagnaður aðlagaður því skattkerfi sem búið er til fyrir vaxtatekjurnar og þessar tekjutegundir tekin útúr gildandi tekjuskattskerfí. Eg er þeirrar skoðunar að það hefði verið hægt að lifa við það til bráðabirgða að búa til sérstakt skattkerfi utan um vaxtatekjumar, enda hefði skattlagning ann- arra fjármagnstekna verið óbreytt. Það er að vísu aðferð sem sæmilega þróað hag- kerfi getur ekki lifað við til lengdar, vegna þeirrar skattalegu mis- mununar sem þar kem- ur fram milli vaxta- tekna annarsvegar og annarra fjármagns- tekna hinsvegar. Við það mátti hinsvegar lifa um tíma enda höfum við búið við þennan mun um áratuga skeið. Einhver fá miss- eri til viðbótar hefðu ekki skipt sköp- um efnahagslega séð. Þetta er reyndar leið sem enn er opin og rétt væri að leita sátta um. Margt góðviljað fólk trúir því að með þessu framvarpi ríkisstjórnar- innar sé stigið langþráð skref í átt að fjármagnstekjuskatti. Það verður að harma að svo er ekki. Hér er miklu frekar að fara fram útför fjár- magnstekjuskattsins, því í reynd er verið að leggja hann af. Það þarf ekki að eyða miklu máli í vaxtaskattinn sem slíkan. Það era flestir sammála um að koma honum á. Aðalatriðið er sú mikla skatta- lækkun sem eignamenn fá við það að lækka skattinn á arð, söluhagnað og leigutekjur. Það er gjömingur sem ekki má undir neinum kring- umstæðum ná fram að ganga. 'Því miður virðast margir ekki hafa áttað sig á því hvað þetta þýð- ir miklar tilfærslur á skattgreiðslum frá eignafólki til almennings. Hlutafélög era nú í óða önn að birta ársreikninga sína og skila eig- endum sínum góðum arði í greiðslum og auknu verðgildi hlutabréfa. Ef við tökum dæmigert hlutafélag sem borgar 50 m.kr út í arð, þá fá eigend- ur 14.3 m.kr.í skattalækkun sam- kvæmt leið ríkisstjómarinnar auk þeirrar skattalækkunar sem hlutafé- lagið fær vegna hækkunar á skatt- fijálsri úthlutun arðs. Þar getur ver- ið um verulegar fjárhæðir að ræða allt eftir því hvað fyrirtækið á mikl- ar ónýttar heimildir til útgáfu jöfn- unarhlutabréfa. Ef nú eigendur sem eiga t.d. helming hlutabréfanna ákveða að selja bréfín sín og gengi bréfanna er sexfalt þá er markaðsverð allra hlutabréfanna um 3 m.kr. Markaðs- verð bréfa fyrmefndra tíu eigenda er þannig um 1,2 milljarðar kr. en nafnverð þeirra er 200 m.kr. Sam- kvæmt gildandi lögum myndu þessir eigendur að líkindum greiða 335 m.kr. af söluhagnaðinum í skatt. Ef frumvarp ríkisstjórnarinnar verð- ur að lögum munu þeir aðeins þurfa að greiða 80 m.kr. Hér er um hreina skattalækkun að ræða sem nemur 255 m.kr. Jafn- vel þótt bréfin verði ekki seld er niðurstaðan engu að síður raunveru- leg. Hún þýðir einfaldlega að verð- mæti bréfanna í hendi eigendanna hækkar um 255 m.kr. Svipuð niðurstaða fæst ef skoð- aðar era afleiðingar þessa fram- varps, sem fiótti í önnur rekstrar- form mun hafa í för með sér. Þegar einkarekstri er breytt í hlutafélög, en sú tilhneiging hefur farið stórlega Það er þyngra en tárum taki að vita, segir Þröstur Olafsson, að samtök íslenskra erfiðismanna skuli mæla með samþykkt þessa frumvarps. vaxandi að undanförnu, mun það hafa í för með sér stórfeldar skatta- lækkanir til handa þeim, sem fram- vegis greiða sér tekjur í formi arðs, sem skattlagður er með 10% skatti, en áður þurftu að greiða 41,94% af þessum tekjum. Að hygla þeim efnuðu Það var ekki við öðra að búast en að fjármagnsarmar Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarfiokksins myndu beijast til þrautar fyrir þessu „réttlætismáli“. Þeir fá ríkulega umbun fyrir. Fyrir þá er þetta ein- hver mesti fjárhagslegi hvalreki sem þeir gátu látið sig dreyma um. Mik- ið lengra er ekki hægt að ganga við að afnema skatta hjá þeim sem best mega sín. Fjármagnseigendur hafa líka komið sér upp rökum til að réttlæta þennan gjöming.Þeir segja að sam- ræmi verði að vera á milli skattlagn- ingar hinna mismunandi tegunda fjármagnstekna. Það hefur að vísu ekki verið svo hér á landi nokkurn- tíma. Það verður það ekki heldur með þessu frumvarpi. Við þetta hafa menn þó getað lifað. Þetta er hins- vegar eðlilegt markmið til lengri tíma litið. Hin rökin era þau að þetta muni hvetja til atvinnuuppbyggingar og muni örfa fjárfestingar. Engin leið er að færa neinar sönnur á að svona skattalækkun arðs muný auka fjár- festingu í atvinnulífínu. íslensk fyr- irtæki búa nú þegar við eitt hag- stæðasta skattakerfi og rekstrar- umhverfi í Evrópu. Aðrar þjóðir sem glíma þó við mun alvarlegri atvinnu- leysisvanda en við hafa ekki látið sér detta í hug að fara þesskonar c x Verið velkomin í Tuqlatiúpiá, vinsœlasta skemmtistað veraldar í ár. Eiqendurnir RoU Will iams oq Matlian Lane taka vel á móti öllum qestum. Komdu til dqpanna eins oq |dú ept klœddup! Nl Góáa skemmtun! w-'TÍf’ vm 'W' 'W 'W 'W 'W W y&r WWllr’W # W'W' 'WK':::WP::áéBr ww r -mtr Xttr illlll æL.jL.M-.M m..lM 11II11111 FRUMSYND 31. MAÍ HÁSKÖLABÍÓ Sýning í Eden Þjóðlífemyndamálarinn Bjarni Jónsson hefur opnað sýningu á litlum myndum í Eden - Hveragerði. Sýningin stendur frá 20. maí til 2. júní. nÝ ÓPER^ EFtÍR^jÓn ÁSCEÍILSSOn I. iúm UPPSELt OG 4. iOní UPPSELt nÆstu sÝnincAKj. júní 8. júní n. júní oc i4. júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.