Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 42
-,42 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ SJÓNMENNTAVETTVANGUR Ríkdómur skreytísins 'Barbara Ámason kom með alveg sérstaka yfirvegaða og agaða skreytihefð frá heimalandi sínu, sem hér hafði ekki sést áður, og bakgrunnurinn var mjög ströng skólun í akademískum grunnatriðum, skrifar Bragi Ásgeirsson í tilefni yfirlits- sýningar á verkum Barböru sem nú stendur yfir í Gerðarsafni. BARBARA Árnason (1961) HIÐ hreint skreytikennda í myndlist, eins og fram kemur í myndum William Morris og fleiri ágætra listamanna frá Bretlands- eyjum, listamanna Nabis-hópsins og æskustílsins festi fyrst rætur hér á landi með ensku listakon- unni Barböru (Moray Williams) Árnason. Að vísu má slá því föstu, að Kjarval hafi verið fyrstur til að innleiða skreyti í íslenzka málara- 'list, en það var öðru fremur á artis- tískan hátt. Léttur leikur hugar- flugsins og óformlegur tjámáti á myndfleti í bland við skáldlegar sýnir, á stundum með kúbísku ívafi. En Barbara Árnason kom með alveg sérstaka yfirvegaða og ag- aða skreytihefð frá heimalandi sínu, sem hér hafði ekki sést áður, og bakgrunnurinn var mjög ströng skólun í akademískum grunnatrið- um. Skólunin mun hafa verið nokkuð íhaldsöm, en allur ferill Barböru ber því vitni hve hinn strangi menntunargrunnur opnaði henni margar leiðir til ólíkra átta -innan myndlistar og listíða. Einnig að ekki hafi nemendum verið gert að loka að sér á afmörkuðu sviði eins og svo algengt er á seinni tímum samfara aukinni samhæfni og hópefli í myndlistarskólum. Barbara valdi sér grafík sem sérgrein með áherslu á tréstungu, sem er sérstök útgáfa tréristunnar sem landi hennar Thomas Bewich þróaði um 1800. Viðurinn var harðari, gjarnan sortulyngsviður, og skurðaijámin hvassari. Trést- ungutæknin bar í sér ýmsa eigin- leika koparstungunnar og tré- stokkinn var mun auðveldara að tengja prentverkinu, sem leiddi til þess að tæknin var fljótlega mikið notuð til myndlýsinga í bækur og tímarit. Barbara var framúrskarandi nemandi og elstu myndir hennar á sýningunni bera vott um hið mikla vald sem hún hafði á tækn- inni, sem vafalítið hefði komið henni í fremstu röð í heimalandi sínu hefði hún ekki ílenst á ís- landi. Skurðurinn er afar fínn og skreytiblæbrigðin hrein, mynda yfirleitt mjög einfalda og markaða heild. En hér hefur vafalítið ekki verið grundvöllur til að halda áfram á fullu, vegna þess hve markaðurinn var takmarkaður og skilningurinn á verðmæti þessara smáu mynda lítill. Hins vegar var sjálf þrykktæknin lítið vandamál og útheimti ekki mikið rými né flókin tæknibúnað. Vafalítið var Barbara fyrst til að kynna þessa tækni hér á landi, en hún útbreiddi hana ekki og þannig mun Hans Alexander Múiler fyrstur manna hafa kennt hana á námskeiði við Handíða- og myndlistarskólann upp úr miðbiki aldarinnar. Samt telst Barbara í hópi brautryðjenda islenzkrar grafíklistar, en það voru fleiri sem gripið höfðu til hinna ýmsu tækni- bragða grafíklistarinnar á námsárunum ytra og unnið á verk- stæðum, og voru þeir Guðmundur frá Miðdal og Jón Engilberts hér mest áberandi. Flestir áttu það sameiginlegt að hætta er heim kom vegna aðstöðuleysis, en Bar- bara gat hægast gripið til tré- stungunnar í Ijósi yfirburða þekk- ingar sinnar og hve auðveld hún var í þrykkingu. Á þessu sérsviði sínu hafði hún tvímælalaust meiri þekkingu og þjálfun en íslending- arnir á sínum, og er mikill skaði að hún skyldi ekki miðla henni til annarra að einhveiju leyti. En á þessum árum héldu menn yfirleitt fast utan um sérþekkingu í list- greinum sem má vera skiljanlegt í ljósi aðstæðna, en hins vegar hélt Barbara námskeið í vefi með nál fyrir áhugafólk. „ÞRASTARUNGI", tré- stunga, 1937. Það var hins vegar mikil gæfa íslenzkri list, að Barbara skyldi geta helgað sig myndlist og listíð- um í þeim mæli sem hún gerði, en hún var harðdugleg í öllu sem hún tók sér fyrir hendur og bjó manni sínum, Magnúsi Á. Árna- syni listmálara og syni þeirra, ein- stakt heimili. Fyrst við Fúlalæk við Borgartún þar sem stórhýsið Klúbburinn reis löngu seinna í næsta nágrenni, og var þá fljót- lega flutt í rólegra umhverfi í Kópavoginum. Mér er litla húsið við Fúlalæk mun minnisstæðara stórhýsinu við hliðina, því mér þótti það líkast vin og ævintýri og andrýmið sömuleiðis meira inn- an veggja þess, en ég kynntist því vel er Veturliði Gunnarsson bjó þar. Átti eftir að koma nokkrum sinnum í Kópavoginn og þar var sama menningarlega andrýmið, sem byggðist ekki á veraldlegum auði, snobbi og fáfengilegu prjáli, heldur tilfinningu fyrir því sem er fagurt sérstakt og ekta. Barbara skar sig líka úr hvar sem hún kom fyrir glæsileika, það var einhver hressilegur og menn- ingarlegur gustur og funi er fylgdi henni og þó hélt hún fólki í hæfi- legri fjarlægð, var ekki allra. Spyija má hvað þessi hlýja opna og glæsilega kona var að gera hér í þessu kaldhamraða landi, innan um þetta hráa lokaða fólk og sérvi- tru myndlistarmenn. Og þó unni hún landinu heitar en margur ís- lendingurinn, einkum voru henni óbyggðirnar og Landmannalaugar kærar en þangað ók Veturliði þeim hjónum margoft. Svo auðug sem listakonan var af mannviti, atorku og Iraustri grunnmenntun gat hún töfrað fram fagra handgerða hluti, sem FJÖLBRAUTASXÓUNN BREIOHOLTI RAFVIRKJUN Fjölbrautaskólinn Breiðholti Grunndeild rafiðna (1 ár) Rafvirkjun í verknámsskóla (3 ár) Rafvirkjun fyrir nema á samningi FB þegar þú velur verknám fólk hafði ekki séð hliðstæðu til áður og sóttist eftir að eignast. Það var lengstum lifíbrauðið ásamt vatnslitamyndum af lands- lagi og rissum af börnum en þar var hún í sérflokki um þokkafull strik. Og fyrir það hve allt lék í höndum hennar var hún eftirsótt til að myndlýsa bækur, teikna frí- merki og jólakort og hvað eina sem skreyti kom nálægt, og um langt skeið voru hinir sérstæðu stóru og fögru skermar augnayndi á sýningum og draumur margra. Skreyti hennar var hreint, tært og ómengað, laust við alla væmni og tilgerð, þar var engu ofaukið, hvert tilbrigði og hver eining hluti af stærra og mörkuðu samhengi. Fjölhæfni, sem kemur af nauð- syn frekar en listrænni þörf og ástríðu, er hveijum listamanni hættuleg, en hér tókst Barböru að stýra fram hjá mörgum blind- boðanum, þótt fullvíst megi telja að hugur hennar hafi staðið til marktækari verkefna. Og í þau fáu skipti sem hún hlaut slík leysti hún sitt hlutverk á þann veg að þau báru ótvírætt kennimark hennar svo sem veggskreytingin í Mela- skóla er helst til marks um ásamt myndlýsingu Passíusálmanna. Sjálf áleit hún myndlýsinguna há- mark listferils síns og mun það mikið rétt í ljósi þess að þar hlaut hún loks verðugt verkefni í þeirri tækni sem hún var skóluð í og mega menn geta sér til um árang- urinn hefði hún fengið fleiri slík. En svo er líka spurn hvort hámark- ið liggi ekki í vatnslitaþrykkjunum sem hún gerði á síðustu árum sín- um og sýndu hina miklu hæfileika hennar til að vinna á nær óform- legum grunni, láta hugarflugið ráða innan marka yfirburða þekk- ingar og hugsæi á efni og út- færslu viðfangsefnisins. í þeim myndum er listferlið sértækast, öll smáatriði og skreyti þurrkuð út og einungis myndbirtingin eft- ir, hin eina og ómengaða kraftbirt- ing myndflatarins. Ég hef valið að lýsa í fáum dráttum manneskjunni að baki myndverkanna, því sjaldgæft er að listamenn séu jafn sannir í verk- um sínum og Barbara Árnason, sem setti mark sitt á allt sem frá henni fór, jafnvel þótt í akade- mískum búningi væri. Og henni tókst að forðast þá tæknilegu til- gerð og andlausu endurtekningar sem loðir við svo marga vel skól- aða listamenn með flinka hönd. Hver mynd var þannig sem ný lif- un, ný opinberun. Þetta kemur fram í elstu mynd- um sýningarinnar svo sem dúkrist- unum „Tré“ (1) og „Drengur" (2) frá 1931, tréstungunum „Danse macabre“ (16) frá 1932, „Móses falinn" (19) og „Biðukollur" frá 1934 og „Skipamálarar“ (34) frá 1936. Heldur svo áfram í tréstung- unum „Bijóstmylkingur“ (41) frá 1939 og „Kettir" (42) frá 1944, kvíslast svo í ýmsum tilbrigðum og efnistökum um feril hennar allan. Eftirtektarvert er hve hin stóru opnu form voru listakonunni hugleikinn jafnt í mjög iitlum myndum, sem hún hlóð kannski miklu skreyti, og í hreinum línu- teikningum. Þannig leitar augað alltaf heildarinnar en rennur yfir smáatriðin án þess að festast við einstaka þætti þeirra sem er aðall allra frammúrskarandi lista- manna. Fyrir. jafn fjölhæfri listakonu voru deilur um listastefnur vísast framandi og þannig var hún hlut- laus er þær riðu yfir og hún tók ei heldur virkan þátt í félagsmál- um, kaus að vera óvirkur meðlim- ur félagssamtaka myndlistar- manna. Vinnan hafði forgang, sköpunin var lífið sjálft. Sýningin er opin alla duga nema mánudaga frá kl. 12 til 18. Til 9 júní. Aðgangur 200 kr. Verkaskrá 100 kr. Sýningarskrá / bók 270 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.