Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR LAUGARDAGUR 25. MAÍ1996 45 I. I I I I I I ; 8 I ) R 1 STEINÞÓR ERLENDSSON + Steinþór Er- lendsson fædd- ist B. september 1918 í Kollstaða- gerði á Völlum. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Egilsstöð- um 19. maí sl. Hann ólst upp á Eiðum, fluttist þangað á barnsaldri með for- eldrum sínum, Þóru Stefánsdóttur og Erlendi Þorsteins- syni. Þóra var frá Ketilsstöðum á Völlum. Móðir hennar var Rannveig Þórðar- dóttir frá Ljótshólum í Vestur- Húnavatnssýslu. Stefán Árna- björnsson, faðir Þóru, var Fljótsdælingur og bjó á Ketils- stöðum á Völlum. Þóra andaðist 1974. Erlendur, faðir Stein- þórs, Fljótsdælingur að ætt, ólst upp hjá foreldrum sínum á Egilsstöðum. Þau voru Þor- steinn Vigfússon og Guðrún Erlendsdóttir. Erlendur var danskmenntaður búfræðingur og bóndi í Vallahreppi þar til hann réðst að Gróðrarstöðinni á Eiðum. Hann lést 1950. Eftirlifandi kona Steinþórs er Ragnheiður Þor- steinsdóttir frá Sandbrekku í Hjaltastaðaþinghá. Synir þeirra tveir, Erlendur, fæddur 1961, og Þorsteinn, fæddur 1968, eru báðir búsettir og starfandi á Egils- stöðum. Þeim fædd- ist einnig andvana drengur 1967. Kona Erlendar er Þor- björg Gunnarsdótt- ir frá Hjarðarfelli á Snæfellsnesi. Börn þeirra eru Atli Þór, fæddur 1987, og Elísabet, fædd 1992. Steinþór ólst upp í foreldra- húsum, var nemandi á Eiðum og búfræðingur frá Hvanneyri 1940. Meðfram námi vann hann mest við bústörf en 1946 gerð- ist hann verkstjóri hjá Vega- gerð ríkisins og vann við það ásamt öðrum störfum á veturna allt til ársins 1966, en hætti þá og hóf skömmu síðar störf í Mjólkursamlaginu á Egilsstöð- um. Útför Steinþórs fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þegar ég var lítil drengur á vori þá dansaði ég í vorinu eftir óheyraniegri músík og þögulli hrynjandi minn eigin vordans, horfandi á rautt naut vorsins stanga frosinn hestinn, vetrarhestinn gráa Ofanritað er upphaf ljóðs eftir Kormák, bróður Steinþórs, sem hann nefndi Vordans. Með ýmsum hætti var Steinþór alla tíð tengdur vorinu í huga mér. Til þess liggja þær ástæður að í minni næstum veglausu bernskusveit var það til- hlökkunarefni þegar framkvæmd- ir hófust við uppbyggingu nýrra vega á vorin. Steinþór var þá verk- stjóri hjá Vegagerðinni og vann að lagningu vegar til Njarðvíkur og Borgartjarðar sem stóð yfir á þessum árum. í hans flokki voru meðal annars eldri bræður mínir og um helgar þegar þeir komu heim heyrði ég talað um þessa framkvæmd og af tali þeirra fannst mér ég þekkja dálítið til Steinþórs, þó svo að kynni væru raunar lítil allt til þess tíma er þau Ragnheiður giftust og settust að á Egilsstöðum. Þá kynntist ég mági mínum vel og var alla tíð góður vinskapur með okkur. Stein- þór var hæglátur maður, lét lítið yfir sér en í dökkum augum hans brá oft fyrir kímni sem hann gat beitt á báða vegu, svo undan sveið eða skemmtun olli, og alla tíð var stutt í bros hans er við ræddum saman. Umræðuefni okkar voru af ýmsum toga sprottin en oftar en hitt bárust þær að einhveiju tengdu íslenskri náttúru eða öðru því sem íslenskt er. Hann hafði alla tíð áhuga á öllu slíku, velti mikið fyrir sér steinum af öllum toga og hugleiddi mikið alls konar náttúrufar. Hann unni mjög allri útivist og þó svo hann ræddi það ógjarnan, fann ég það vel að hann taldi það góð ár, þá hann eyddi sumrum á Fjöllum við vegagerð. Steinþór var pólitískt sinnaður, ræddi þó stjórnmál ógjarnan nema eftir væri leitað, en þá kom í ljós að hann var þar vel heima og hafði á þeim fastmótaðar skoðan- ir. Hann var þeirrar gerðar manna að skammtímaminni hans var betra en margra annarra. Eg minnist þess að heyra hann ræða eldhúsdagsumræður frá Alþingi, og verulega var gaman að hlusta á hann bera saman málefni og ræður manna áður, og svo aftur nú. Ekki leyndi sér hvar samúð hans lá en engan greinarmun gerði hann í palladómi sínum á samheij- um eða andstæðingum. Heimili þeirra Ragnheiðar var oft samkomustaður fjölskyldunnar af ýmsum tilefnum, og mörg eru þau skipti sem Steinþór tók á móti mér við komu austur. Mér fannst á stundum ég fyrst vera á Héraði er ég hafði tekið í hönd hans. Steinþór var fjölskyldumað- ur í víðasta skilningi þess orðs, fylgdist vel með yngri kynslóðum og með smábrosi sagði hann stundum frá síðustu brekum eða afrekum þeirra. Nú í gróandanum hefur sláttu- maðurinn slyngi enn verið á ferð. Að þessu sinni til að sækja þennan prúða mann með sína græna fing- ur sem ég tengdi svo mjög við vorið í bernsku minni. Hann lést að kvöldi 19. maí eftir vikulegu á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti og söknuður. Minn- ingin um þennan ágæta mann mun lifa. Megi hann hvíla í friði. Þráinn Þorsteinsson. Það eru liðlega fimmtán ár síðan ég, ung og ástfangin af einum bekkjarbróður mínum í MA, var heima í páskafríi að glugga í gaml- ar myndir foreldra minna. Allt í einu fannst mér ég horfa á mynd af unnusta mínum á görrilu skóla- spjaldi frá Bændaskólanum á Hvanneyri. Það gat ekki staðist svo ég gáði betur. Þetta var þá mynd af Steinþóri Erlendssyni föð- ur unnasta míns. Feður okkar Erlendar höfðu því verið samtíða í Bændaskólanum á Hvanneyri, en það höfðum við Erlendur ekki vitað fyrr. 17. júní sama ár, við útskrift okkar úr MA, hitti ég til- vonandi tengdaforeldra mína í fyrsta sinn. Eg var feimin og upp- burðarlítil, sagði fátt, en mér var strax tekið opnum örum af þeim báðum, og hef verið hluti af fjöl- skyldunni síðan. Steinþór var hæglátur maður og dulur að eðlisfari, en afskap- lega ljúfur og dagfarsprúður. Skaplaus var hann ekki, en fór vel með og aldrei sá ég hann skipta skapi. Steinþór hafði ákveðnar skoðanir á stjórnmálum, en flíkaði þeim sjaidan. Stundum heyrði ég á honum að hann sá eftir því að hafa ekki átt kost á meira skóla- námi, og syni sína studdi hann til náms með ráðum og dáð. Þegar börnin okkar fæddust hændust þau að afa Steinþóri og hann gaf sér alltaf tíma til að sinna þeim. Mér er minnisstætt, þegar Atli Þór var um 2ja ára aldur, þá tók hann ástfóstri við tréhamar sem hann átti. Það var því mikil sorg, þegar hamarinn týndist einn daginn. Þá fór afi Steinþór út í skúr og smíðaði nýjan hamar handa afadrengnum sínum, sem tók strax gleði sína á ný. Nú síðustu ár var Steinþór orð- inn heilsulítill og hafði nokkrum sinnum fengið hjartaáföll og verið á sjúkrahúsi til lækninga. Alltaf náði hann sér þó á ról á ný og komst fljótlega aftur heim. Þegar hann fékk hjartaáfall nú í sl. viku vonuðumst við því til að sjá hann hressast á ný, en brátt var ljóst að þetta hafði gengið of nærri heilsu hans og endalokin urðu ekki umflúin. Kallið var komið. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð blessi minningu Steinþórs Erlendssonar. Þorbjörg Gunnarsdóttir. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjöm Egilsson) Elsku afi Steinþór. Við þökkum þér fyrir hvað þú varst alltaf góð- ur við okkur. Aldrei skammaðir þú okkur þótt við værum stundum að ærslast og hefðum hátt. Alltaf tókstu svo vel á móti okkur, þegar við komum á Laufásinn, oft svöng eftir skólann og leikskólann. Þá fórst þú með okkur inn í eldhús og gafst okkur rúgbrauð með kæfu eða eitthvað annað gott að borða. Svo leyfðir þú okkur að horfa á sjónvarpið inni í stofu. Stundum fórstu út í skúr að smíða fyrir okkur eða þú gafst okkur spýtur og nagla og lánaðir okkur hamar, svo máttum við smíða sjálf. Ef við fórum í ferðalag með mömmu og pabba, gafstu okkur peninga svo við gætum keypt okk- ur eitthvað í ferðalaginu. Elsku afi, nú líður þér vel hjá Guði, laus við allar þrautir. Hvíl í friði. Atli Þór og Elísabet. BORGAR APÓTEK Álftamýri 1-5 GRAFARVOGS APÓTEK Hverafold 1-5 eru opin til kl. 22 —fö— Næturafgreiöslu eftir kl. 22 annast Borgar Apótek BRYNHILDUR PÁLSDÓTTIR + Brynhildur Pálsdóttir fæddist í Reykjavík 13. maí 1920. Hún lést á Dvalarheimili Sjálfsbjargar í Reykjavík 28. júní 1995 og var jarðsett frá Fossvogskapellu 5. júlí. Brynhildur kvaddi þennan heim fyrir tæpu ári, eftir langvinn og erfið veikindi. Nú er kominn maí- mánuður, afmælismánuðurinn hennar Binnu, og allur gróður er að leysast úr læðingi vetrarins. Ég trúi því að þeir fjötrar sem heftu frelsi Binnu í lifanda lífi hafi nú hrokkið af og að nú sé hún frjáls eins og fuglinn. Undanfarið hafa minningar um samferð okkar Binnu sótt á, en fátt mun sett á blað. Báðar vorum við Binna fæddar við Bergstaðastræti og ólumst þar upp. Stutt var milli heimila okkar, þó kynntumst við ekki fyrr en á unglingsárum. Fyrsta minning mín um Binnu er frá þeim tíma þegar ég, þá átta ára stelpu- hnokki, stóð á móts við Bergstaða- stræti 6c. Þar var fjós og voru fjós nokkuð algeng í miðjum bæ á þessum árum auk þess sem fjós- ið í Laufási og Briemsfjós voru í útjaðri bæjarins. Fjósið við Berg- staðastræti 6c, þar sem nú er bíla- stæði, lokkaði unga krakka að, einkum þegar reka átti kýrnar suður í Vatnsmýrina. Það var ævintýri að elta kýrnar og kúas- malann þangað þar sem þær undu sér daglangt og voru svo sóttar á kvöldin. Oft komum við krakkarn- ir heim með nokkrar baldursbrár í hendi, þótt fyrirmælin að heiman væru þau að rífa ekki upp blessuð blómin. Þar sem ég beið þarna eftir kúnum leit ég Binnu fyrst augum. Ég gerði mér strax ljóst að Binna gat ekki ólmast eins og önnur börn. Binna var fötluð. Ég gerði mér ekki ljóst á þessum tíma hve alvarlegt þetta var, en síðar frétti ég að jafnvægisskyn hennar væri skert og að hún ætti mjög bágt með að fá augun til að vinna sam- an. Ég frétti líka að hún ætti góða fjölskyldu að, foreldra sem unnu henni og stóran hóp systkina sem vernduðu hana. Árin liðu og einn fagran haust- dag hittumst við Binna í Kvenna- skólanum í Reykjavík og settumst í sama bekk. Það sem kom mér og öðrum bekkjarsystrum hennar á óvart var hve vel henni gekk í námi, enda samviskusöm. Hann- yrðir hennar vöktu aðdáun allra sem sáu. Stórir dúkar með alls konar grunnum og balderaðir upp- hlutsborðar vöktu mikla athygli á vorsýningum skólans. Eftir þriggja ára nám í Kvennaskólan- um lá leið Binnu í Hússtjórnar- skóla Reykjavíkur. Þar endurtók sig sama sagan. Allt var unnið af mikilli list. Eftir það bauðst Binnu starf við hannyrðaverslun Augustu Svendsen, einni virðulegustu handavinnuverslun landsins. Þær voru margar konurnar sem fengu alls konar mynstur teiknuð af Binnu og sýnishorn saumuð af henni. En sá tími kom að augun henn- ar Binnu þoldu ekki álagið og hún varð að segja starfi sínu lausu. Það hefur ekki verið sársauka- laust. En Binna var ekki á því að gefast upp. Hún fór í tvígang til Svíþjóðar til þess að leita sér lækn- inga. Þrátt fyrir að allt væri gert sem hægt var henni til hjálpar endaði þessi átakanlega sjúkra- saga á því að Binna varð að not- ast við hjólastól. Bekkjarsysturnar í Kvennaskól- anum stofnuðu saumaklúbb fyrir meira en hálfri öld. Þá var nota- legt að fá ráðgjöf frá Binnu um hannyrðir, mynstur og litasam- setningar. En eftir að hjólastóllinn varð hennar fararskjóti mætti ætla að hún gæfist upp. En svo var þó ekki. Binna var kona sterk og hugrökk. Hún var ein af þeim sem ávallt varpaði birtu á um- hverfi sitt. Smám saman dró úr krafti Binnu og oft átti hún bágt með að halda höfði. Stundum héld- ” um við að hún hefði sofnað og höfðum orð á því. Þá svaraði hún að bragði og hló við. Hún færi nú líklega ekki að sofna frá þessum uppbyggilegu umræðum okkar. - Binna var grínisti. Það kom að því að henni hrak- aði ört og að lokum kom að því að hún gat ekki tekið þátt í sam- fundum okkar. Binna átti gott heimili um áratuga skeið í Sjálfs- bjargarhúsinu við Hátún. Þar átti hún því láni að fagna að vera í góðum höndum og eignast góða vini. Ég hefí oft hugsað til Binnu. Ég held að hún hafi með lífi sínu, hvernig hún tók óblíðum örlögum, kennt mörgum umburðarlyndi og leitt þá til aukins þroska. Með virðingu og þakklæti kveðj- um við Binnu okkar. Blessuð sé minning hennar. Áslaug Friðriksdóttir. Minmngargreinar og aðrar greinar FRA áramótum til 15. febrúar sl. birti Morgunblaðið 890 minn- ingargreinar um 235 einstakl- inga. Ef miðað er við síðufjölda var hér um að ræða 155 _síður í blaðinu á þessum tíma. I jan- úar sl. var pappírskostnaður Morgunblaðsins rúmlega 50% hærri en á sama tíma á árinu 1995. Er þetta í samræmi við gífurlega hækkun á dagblaða- pappír um allan heim á undan- förnum misserum. Dagblöð víða um lönd hafa brugðizt við mikl- um verðhækkunum á pappír með ýmsu móti m.a. með því að stytta texta, minnka spássíur o.fl. Af þessum sökum og vegna mikillar fjölgunar aðsendra greina og minningargreina er óhjákvæmilegt fyrir Morgun- blaðið að takmarka nokkuð það rými í blaðinu, sem gengur til birtingar bæði á minningar- greinum og almennum aðsend- um greinum. Ritstjórn Morgun- J blaðsins væntir þess, að lesend- ur sýni þessu skilning enda er um hófsama takmörkun á lengd greina að ræða. Framvegis verður við það miðað, að um látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd en lengd ann- arra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksentimetra í blaðinu. í mörgum tilvikum er samráð milli aðstandenda um skrif minningargreina og væntir Morgunblaðið þess, að þeir sjái sér fært að haga því samráði á þann veg, að blaðinu berist ein- ungis ein megingrein um hinn látna. Jafnframt verður hámarks- lengd almennra aðsendra greina 6.000 tölvuslög en hingað til hefur verið miðað við 8.000 slög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.