Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MATTHÍAS JÓNSSON SANDRA DROFN BJÖRNSDÓTTIR + Matthías Jónsson kennari fæddist í Kollafjarðarnesi í Strandasýslu 23. apríl 1917. Hann lést á Landspítalanum 24. apríl síðastliðinn og fór útförin fram frá Akraneskirkju 3. maí. Við vorum samvistum okkar bemsku- og æskuár á mannmörgu heimili í sveit á öðrum og þriðja áratug aldarinnar. Hann var sonur presthjóna, ég bam hjóna sem dvöldu á prestssetrinu nokkur ár í húsmennsku. Hann var tveimur áram yngri en ég, fæddur 1917. Við vomm leikfélagar í æsku og tengdumst ungir vináttu- og tryggðarböndum sem aldrei slitn- uðu þótt leiðir okkar skildu nokkuð meðan við enn vomm ungir að ámm og við síðan veldum okkur búsetu hvor í sínum landsíjórðungi, enda störf okkar manndómsára um margt mjög ólík. Matthías var einn af 8 bömum prófastshjónanna á Kollafjarðamesi, Guðnýjar Magnúsdóttur og séra Jóns Brandssonar, er náðu fullorð- insaldri. Hann varð snemma tápmik- ill og frískur og hneigður fyrir íþróttaleiki hverskonar og kenndi seinna íþróttir um alllangt skeið. Systkinahópurinn á Kollafjarðar- nesi var glaðvær og listfengur og Matti var þar engin undantekning. Á því heimili var mikið söng- og tónlistarlíf á okkar æskuámm og urðu bræðumir þekktir orgel- og harmonikuleikarar innan við tvítugs- aldur og því eftirsóttir á öllum skemmtunum sveitanna um stóran hluta sýslunnar. Magnús var þeirra fremstur, en með harmonikuna stóð Matti honum lítið að baki og saman fóm þeir bræður margar ferðimar á hestum langan veg til að skemmta á sumarhátíðum. En yfir vetrartím- ann var farið gangandi eða á skíðum og hljóðfærið þá borið á bakinu. Ég minnist ferða með þeim bræðmm á vetrarskemmtun á Hólmavík á skíð- um. Það var ekki talið tiltökumál í þá daga þótt slík ferð tæki allt að sólarhring og ekki farið að sofa fyrr en heim var komið, vegalengdin er rúmir tuttugu kílómetrar. Löngu liðinna samvistarára með þeim systkinum á Kollafjarðamesi er mjög ljúft að minnast. í fari þeirra og framkomu allri dafnaði aðeins það góða. + Laufey Svava Brandsdóttir var fædd í Reykjavík 16. september 1908. Hún lést 15. mai síðastiiðinn og fór útförin fram frá Dómkirkjunni 21. maí. Núna, þegar Laufey Svava er dáin, sækja að manni ótal minningar. Ég hitti Svövu fyrir um það bil tólf árum því hún var fyrsta mann- eskjan í fjölskyldu mannsins míns, fyrir utan tengdaforeldra, sem mað- urinn minn kynnti mig fyrir en Svava er ömmusystur hans. Það fór undir eins vel á með okkur Svövu og næstu árin var ósjaldan skeiðað á Birkimelinn. Svava var hafsjór af fróðleik um gömlu Reykjavík og það var auðvelt að sitja löngum stundum og hlusta á hana segja frá. Mann rak í rogastans að hlusta á hvernig almenningur bjó þegar hún var að alast upp, heilu fjölskyld- umar með örfáa fermetra til um- ráða fyrir sig og sína. Breytingam- ar á þjóðfélaginu urðu gífurlegar á þeim tíma sem Svava var og hét. Ég hugsaði oft með sjálfri mér þeg- ar Svava kom í heimsókn, bæði til okkar og annarra, og fór hlýjum orðum um þau heimili sem hún kom á, hvort hún væri ekki alveg bit á öllu þessu plássi sem nútímafólk telur sig þurfa á að halda. En því var nú öðm nær, aidrei bar á Matti stundaði öll algeng störf til sveita á sínum unglingsárum eins og þá tíðkaðist. Um tíma vomm við samvistum á sjó á litlum bát hjá Karli Aðalsteinssyni á Smáhöm- mm, en þaðan var stundað útræði fram undir 1950. Báturinn sem við vomm saman á hét Sigurfari. Eftir á að hyggja finnst mér eins og far- sæld hafi fylgt honum í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur um dag- ana. Tel ég þó að í æðum hans hafi ekki rannið sjómannsblóð. Matti nam í æsku jákvætt viðhorf og umburðarlyndi til flestra þátta í umhverfí sínu og honum var ljúf framkoma og jafnlyndi einstaklega eðlileg sem fullorðnum manni. Að launum hygg ég að honum hafi hlotnast bæði friður og vellíðan svo öllum hlaut að líða vel í návist hans. Og er nú hægt að hugsa sér far- sælli lífsstefnu? Gamansemin var ríkur þáttur í hans fari. Hún var ætíð bæði ein- læg og sönn. Ég tel að hann hafi haft ótvíræða leikhæfileika. Margra atburða löngu liðinna sam- vistarára okkar er ljúft að minn- ast. Lítils atburðar vil ég geta. Þá var ég orðinn fjölskyldumaður og búsettur niðri á tanganum á Hólmavík. Þar var nokkuð þéttbýlt og stutt á milli húsa, bæði stórra og smárra. Ég var að leggja af stað gangandi frá húsi mínu, vetur var og nokkur nýfallinn snjór. Allt í einu fæ ég snjóbolta í mig. Ég stansa og lít í kringum mig en sé engan og hugsa að nú séu strák- arnir að hrekkja mig og legg af stað að nýju en hef ekki gengið langan spöl þegar ég fæ aftur snjó- bolta í mig. Rétt á eftir kemur fullorðinn maður fram úr fylgsni sínu. Þetta er þá Matti, æskuvinur- inn sem verið hefur í leyni fyrir mér og gerir fyrst vart við sig með þessum hætti. Hann var þá gest- komandi í bænum og nokkuð langt um liðið frá því fundum okkar hafði borið saman og þama urðu miklir fagnaðarfundir. Þannig var Matti, ailtaf svo óút- reiknanlegur en góðvildin og gam- ansemin ætíð á sínum stað þó æsk- an væri þá langt að baki. Guð blessi minningu hans og veri með eftirlifandi eiginkonu og afkomendum öllum um ókomna tíð. Ásgeir Ó. Sigurðsson. hneykslun hjá Svövu heldur fylgdist hún af miklum áhuga með hýbýla- prýðileik okkar hjóna og sjálfsagt annarra. Svava var svo sjálfsagður hluti af okkar tilvem að ég minnist þess að þegar við hjónin giftum okkur fómm við ekki ein úr brúðkaups- veislunni til okkar heima heldur var Svava með í ferð. Hún fylgdi okkur að vísu ekki alla leið í himnasæng- + Snælaugur Kristinn Stef- ánsson fæddist að Árbakka á Árskógsströnd 18. október 1945. Hann lést 16. maí síðast- liðinn og fór útförin fram frá Akureyrarkirkju 24. maí. Okkur setti hljóð á uppstigning- ardag er við fréttum um sviplegt fráfall mágs okkar og svila. Við sem þekktum Snælaug vissum að hér var á ferðinni rólegur og vel gerður maður, sem ekki bar tilfinningar sínar á torg. Svo við tökum okkur í munn orð Matthíasar Jochumssonar: + Sandra Dröfn Björnsdóttir var fædd 15. mars 1979. Hún lést af slysförum á Sauðár- króki 13. maí síðastliðinn. Útför hennar fór fram frá Hofsóskirkju 18. maí síðastlið- inn. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér, var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð um þúsund ár. Hvað jafnast á við andardráttinn þinn? Hve öll sú gleði er fyrr naut hugur minn er orðin hljómlaus utangátta og tóm hjá undrinu að heyra þennan róm. Hjá undri því, að líta lítinn fót í litlum skóm og vita að heimsins gijót svo hart og sárt er honum §arri enn, og heimsins ráð sem brugga vondir menn, já vita eitthvað anda hér á jörð er ofar standi minni þakkargjörð í stundareilífð eina sumarnótt. Ó alheimsljós, ó mynd sem hverfur skjótt. (Halldór Kiljan Laxness) Kveðja frá Ommu og afa. Elsku Sandra. Hver hefði getað trúað því að þessir dagar, sem við náðum fyrst saman skyldu vera þeir síðustu. Þegar þú fluttist til okkar varst þú bara frænka okkar utan af landi, sem við höfðum sjaldan hitt. En þegar þú kvaddir varstu orðin eins og systir okkar. Þessar vikur sem við áttum hurfu að mestu í próflestur og daglegt amstur. Engu að síður áttum við margar góðar stundir með þér. Þegar við komum þreytt heim úr skóla eða eftir erfiðan dag við lest- ur gátum við alltaf treyst því að þú lýstir upp tilvemna með þínu bjarta brosi og skemmtilegu sög- um. Þú fræddir okkur um ágæti lífsins úti á landi, á svo sannfær- andi hátt, að við trúðum því að án „Neistaballanna" og vina á Sauð- árkróki væri líf manns innantómt. Nú þegar þú ert farin hefur það orðið svo. Húsið sem áður ómaði af hlátri er þögult og sporin heim orðin þung. Við söknum þín, Sandra, en innst inni vitum við að þú ert ekki ina heldur fór í sína sæng á Birki- melnum. Hægt var að læra ýmislegt af Svövu og er mér þá ofarlega í huga hreinskilni hennar um menn og málefni því ekki var til hræsni í Svövu. Hún sagði hlutina stundum á svo skemmtilega umbúðalausan hátt að maður fór stundum að skellihlæja, ekki af því hvað hún sagði heldur hvernig hún sagði það og hún hafði alveg húmor fyrir því. En nú er Svava ekki lengur hjá okkur og söknuðurinn mikill. Það er þó huggun að hún liflr áfram í huga okkar og hjörtum. Sólveig Einarsdóttir. Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni, að eigi geti syrt eins sviplega og nú og aldrei svo svart yfir sorgarranni að eigi geti birt fyrir eilífa trú. Elsku Magga, Baddý, Olla og Margrét Björk, guð varðveiti ykk- ur. Okkur innilegustu samúðar- kveðjur til allra sem eiga um sárt að binda. Baldvina, Anton, Gunnlaugur, María, Egill, Guðfinna, Ragna, Olöf og fjölskyldur. farin langt. Við finnum alltaf fyrir nærvera þinni og vonum að þér líði vel. Fjölskyldu þinni, Bassa, Sigrúnu, Kristínu, Boggu, Hafdísi og fjöl- skyldum sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur og veiti ykkur styrk. Barbara, Ævar Rafn og Gústaf Smári. Heilsa, máttur, fegurð, fjör, flýgur burt sem elding snör. Hvað er lífið? Logi veikur, lítil bóla, hverfull reykur. (B. Halldórsson.) Þegar mér barst sú hörmulega fregn að Sandra, vinkona mín, væri dáin spurði ég sjálfa mig. að því hver hefði vald til þess að gera svona nokkuð, að taka frá okkur þessa yndislegu stúlku sem átti allt lífið framundan. Þú sem varst svo hraust, dugleg, og ósérhlífin, í blóma lífsins. Þú varst yndisleg vin- kona og þó að okkur lenti stundum saman þá vorum við fljótt orðnar vinkonur aftur. Ég man sérstaklega eftir því þegar ég byrjaði í skólanum á Hofsósi að þú og bekkjarsystur okkar tókuð mér svo vel strax fyrsta daginn og hvað mér þótti vænt um það. Á amfælisdaginn þinn þann 15. mars sl. komstu hingað, á Sauð- árkrók, og heimsóttir mig. Þú hafð- ir fengið ökuskírteinið fyrr um dag- inn og svo „rúntuðum" við um Krókinn allt kvöldið. Þú sagðir mér að þú ætlaðir jafnvel að koma á Krókinn í skóla næsta haust og við töluðum um allt sem við ætluðum að gera saman en það verður að bíða betri tíma, elsku Sandra mín. Þú fékkst veigamikið hlutvekrk sem þú verður að sinna. Elsku Sigrún, Bassi, Kristín, Bogga, Hafdís og aðrir aðstandend- ur og vinir, megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Vertu sæl, elsku vinkona. Guðrún Þóra Helgadóttir. Skammt er á milli lífs og dauða. Á örskotsstundu ráðast örlög manna og enginn fær þau umflúið. Þvílíkur harmur sem heltók okkur þegar bróðir minn hringdi og sagði að Sandra Dröfn okkar hefði lent í umferðarslysi og væri dáin. Við gátum ekki trúað að þetta hefði átt sér stað. Engu að síður blasti sú staðreynd við, hún var frá okkur horfm. Lái okkur hver sem vill þó að augnablik höfum við efast um til- vist almættisins, þegar spumingar sem þessar fara að leita á hugann. Hvers vegna er ung stúlka aðeins 17 ára gömul tekin frá okkur? Var ekki lífið rétt að byija? Hún var enn að búa sig undir framtíðina full af lífskrafti og löngun til þess að ná árangri. Það fer eflaust betur á því að okkur er ekki ætlað að skilja tilganginn þegar ástvinur er kvadd- ur á brott um það leyti sem lífíð er að byija. En við verðum að halda í þá trú að handan grafar sé henni ætlað enn stærra og meira hlut- skipti sem við erum sannfærð um að hún ræki af sömu samviskusemi og heiðarleika sem einkenndu hana í námi og öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Þegar hugurinn leitar til baka er margs að minnast, ekki síst þegar við vomm í sumarleyfi með Söndra og foreldram hennar ásamt eldri systur. Þær vikur vom okkur öllum yndislegar og gleymast aldrei. Sorgin og söknuðurinn er sárari en orð fá lýst, og seint mun tíminn græða þau sár sem í hjörtum okkar em, en við vitum að guð gefur okk- ur styrk og sefar sorgir okkar, og linar þjáningar. Það er dásamlegt að eiga þær minningar sem við eig- um um frænku okkar. Þær minn- ingar munu lýsa skærar en allar stjömur alheimsins, og hjálpa okkur í sorginni. Guð blessi minningu hennar. Við biðjum góðan guð að blessa foreldra hennar og systur og veita þeim og fjölskyldum þeirra styrk og stuðning og megi algóður guð lina þjáningar þeirra, blessa þau og varðveita og halda sinni verndar- hendi jrfír þeim um alla framtíð. Indriði, Kristjana, Sævar Már, Steinar Örn, Hilda Björk, Aðalbjörg Rósa. Elsku Sandra mín. Ekki gmnaði okkur að við væmm í síðasta skipti saman um páskana. Það var nú meira brasið á okkur þá, en eftir stendur stofan hjá ömmu og afa stórfín. Ég minnist þess hvað þú varst alltaf mætt snemma og hvað þú gerðir grín að því að ég var aldr- ei komin á fætur þegar þú komst frá Hofsósi. Það átti sko ekki að slá slöku við. Sama sagði afí um þig þegar hann lýsti því hvemig þú málaðir húsið þeirra að utan. Ég held að það hafí verið sama hvað þú varst beðin um, þú varst alltaf til í að hjálpa öllum. Á leiðinni í og úr páskafríinu fómm við í rútu, þú varst^ auðvitað með svæfilinn með þér. Á leiðinni talaðirðu svo mikið um alla vini þína sem þú hafðir hitt um helgar fyrir norðan, allir spurðu þig hvort þú ætlaðir ekki að koma á Krókinn í skóla. Það em svo margir sem sakna þín sárt, þú, sem varst alltaf svo glaðleg, ert farin, en ég veit að þú vakir yfir okkur. Sigrún, Bassi, amma, afí, Kristín, Bogga, Hafdís og fjölskyldur, guð gefí ykkur styrk í þessari miklu sorg. Þó ég sé látin, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta, ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt það sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Óþekktur höfundur, Neistar frá sömu sól.) Þín frænka, Auður. Elsku Sandra mín. Það var erfíð stund þann 13. maí þegar mér var tilkynnt um lát þitt. Við áttum margar góðar stundir saman og mig óraði ekki fyrir því að sú síðasta væri í febrúar þegar þú birtist skyndilega á Króknum, hjá ömmu og afa án þess að ég vissi nokkuð um ferðir þínar. Þar áttum við góðar stundir þessa stuttu helgi. Þær vom ófáar stundirnar sem við áttum saman í dúkkuhúsinu á Króknum eða þegar þú vaknaðir í hillunni fyrir ofan rúmið einn morg- uninn þegar við höfðum sofíð báðar á mjóum bekk. Einnig þegar ég kom með þér í skólaferðalagið til að koma í ferminguna þína. Alltaf varstu svo glöð og til í að gera hvað sem var og svo fljót að koma til hjálpar. Það vom ófá bréfin sem ég fékk á Eiðum í vetur og hvað þau veittu mér mikla ánægju. Já, svo oft kom maður af pósthúsinu með bros á vör og bréf í hendi frá þér. Það hefði orðið gaman að vera með þér á Króknum næsta vetur í skóla eins og við voram búnar að ætla okkur og það verður erfítt að vera án þín þar, en ég veit að þú verður hjá mér og okkur öllum. Elsku Sandra, vonandi líður þér vel þar sem þú ert núna og megi góður Guð varðveita þig og minn- ingu þína. Elsku Sigrún, Bassi, afi, amma, Kristín, Hafdís, Bogga og fjölskyld- ur, megi Guð gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg. Þín frænka, Ingunn Berglind. LAUFEYSVAVA BRANDSDÓTTIR SNÆLAUGUR STEFÁNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.