Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 47 Sigurður Hjálmar Jóns- son fæddist á ísafirði 27. mars 1959. Hann lést 7. mai siðastliðinn og fór útför hans fram frá Akrakirkju 17. maí. í formála minningargrein- anna um Sigurð sem birtust á blaðs- íðu 41 í Morgun- blaðinu á þriðju- dag, 21. maí, var Steingerður móðir hans sögð Jónsdótt- ir, en hún er Gunnarsdóttir. Eru hlutaðeigendur innilega beðnir afsökunar á þessum mis- tökum. Með nokkrum fátæklegum orð- um, viljum við skólasystkini Sigga Bóa minnast hans, nú þegar hann er horfinn til hinna eilífu skíða- landa, þar sem allir sigra að lok- um. Eins og svo margir í þessum hópi var Siggi fullur af fjöri og lífsgleði. Þótti mörgum sem þessi árgangur ’59 hefði fengið stóran skammt af uppátækjum og ærslum í vöggugjöf. Síðan lagði þessi hóp- ur af stað út í lífið og gekk þar á ýmsu eins og hjá fólki yfirleitt. Siggi Bóa varð sá eini af okkur, sem um fermingu var orðinn fræg- ur á landsvísu fyrir ótrúlega leikni á skíðum. Mikill kraftur var þá að færast í skíðaíþróttina hér á ísafirði og áhugi fólks almennur. Næsti áratugur fór í ferðalög og keppni um heim allan hjá Sigga. Þar þurfti hann ungur að standa á eigin fótum, við ýmsar aðstæður á spennutímum og tók það sinn toll af honum. Enda þótt tími saknaðar og trega hafi nú um skeið fyllt hugi okkar bekkjarsystkin- anna vegna hins svip- lega fráfalls Sigga, þá mun í framtíðinni fæ- rast gleðibros yfir and- lit okkar, þegar við í sameiningu minnumst hans og allra þeirra skemmtilegu stunda sem við áttum með honum. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til ástvina hans á þessum skilnaðartímum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Bekkjarsystkinin frá ísafirði. Það er erfitt að trúa því að hinn mikli afreksmaður og góði drengur Sigurður H. Jónsson skuli vera fallinn frá langt fyrir aldur fram. Við sunnlenskir skíðamenn heyrð- um fyrst af vestfirska undrabarn- inu í kringum 1970. Þá þegar var þessi ungi drengur byijaður að ógna hinum eldri í skíðabrekkum landsins; þvílíkir voru hæfileikar hans. Það er óhætt að segja að enginn íþróttamaður, hvorki hvorki fyrr né síðar, hafi verið jafnþekkt- ur um land allt jafnungur og Sig- urður var eða aðeins 10-12 ára. Enda kom það á daginn að tvö orð áttu eftir að verða þekkt í heimj skíðamanna, orðin Siggi Bóa. I barna- og unglingaflokkum var ferill Sigurðar samfelld sigurganga svo að með óíkindum má telja. Aðeins 14 ára hafði hann náð besta árangri keppendá á skíðalandsmóti fullorðinna á ísafirði, þar sem hann fékk að keppa sem gestur, því að með réttu hefði hann átt að keppa í unglingamóti með okkur hinum. Það verður að segjast eins og er að þegar Sigurður tók þátt í móti á íslenskri grund, létu aðrir kepp- endur sér nægja að binda vonir sínar við að ná öðru sæti. Þvílíkir voru yfirburðir Sigurðar bæði í unglinga- og karlaflokki. Ungur hélt Siggi utan til keppni og æfinga og sýndi og sannaði að þar var skíðamaður á heimsmæli- kvarða. Á þessum árum fylgdumst við stoltir með afrekum Sigga á stórmótum erlendis í sjónvarpi og blöðum. Nú er komið að kveðjustund. Við eigum ekki eftir að sjá Sigga birtast í brekkunum. Hann hefur veitt okkur og öðrum mikla ánægju í gegnum tíðina. Við kveðjum góð- an dreng sem var fyrirmynd okkar hinna. I huga okkar mun hann ávallt skipa ákveðinn sess. Við vottum fjölskyldu og ástvinum Sig- urðar innilega samúð okkar. Björn Ingólfsson, Jónas Ólafsson. Hvenær getur nei verið meint eins sterklega, ákveðið og jafn- framt í mikilli vantrú, og einmitt þegar manni er tilkynnt um andlát kærkomins mágs og vinar? Þannig hrópaði ég út mitt nei þegar mér var tilkynnt um andlát Sigga. Siggi var mágur minn og vinur og líka mjög góður nágranni, beint á móti. í þessari nálægð við þau sá ég Sigga sem eiginmann og fósturföð- ur fjögurra barna. Fyrir átti Siggi soninn Jón Karl, sem hann hafði myndað náin og góð tengsl við síð- ustu misserin. 011 börnin sakna hans nú sárt. Mér fannst hann hugrakkur að hafa gifst henni systur minni, sem hefur alltaf verið hreinskilin og ákveðin. Þegar tíminn leið sá ég hvað þau í raun uppfylltu þarfir hvort annars vel. Það var ákveðin upplifun og gleði að sjá og heyra þau tala saman og vera saman. Það „að vera“ átti vissulega við þau. Margar voru hugmyndir þeirra og yfirleitt voru þær fram- kvæmdar umsvifalaust þegar mögulegt var. T.d. ferðir þeirra hjóna út í náttúruna, sem jafnt voru farnar að degi sem nóttu til gönguferða eða veiða. Sveitin, kyrrðin, fegurð fjallanna og árnið- urinn sameinaði þau. Þegar þau komu til baka voru þau glæný. Siggi studdi Ólöfu alltaf í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hann var afar stoltur af henni þegar hún hannaði eða smíðaði úr gleri, járni og steinum. Nánd og eining var ríkur þáttur í öllu samstarfi þeirra til heimilis og allra starfa. Þó gátu þau gefið hvort öðru rými til að athafna sig sitt í hvoru lagi. Þegar Siggi gaf, þá gaf hann sitt besta, en vegna hógværðar sinnar fannst mér hann ekki alltaf trúa því hve góðúr hann var í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Árangur hans innan fjölskyldunn- ar, á skíðum og í starfi var alltaf þannig að fólk tók eftir einlægni, væntumþykju og góðum dreng- skap í fari hans. Eg spurði systur mína hvað hafi verið það mikilvægasta í þeirra sambandi. „Siggi leyfði mér ætíð að vera einsog ég er. Hann kenndi mér að elska og vera elskuð.“ Elsku Siggi minn. Nú þegar ég kveð þig, græt ég. Ég sakna þess að heyra ekki oftar: „Svana, þú ert frekari en systir þín.“ „Svana, áttu kaffi?“ „Svana, ertu með.“ Börnin mín þakka þér fyrir sam- fylgdina og góða nærveru. Kristo fannst hann hafa átt mjög góðan vin í þér, Siggi minn. Pabbi og mamma muna þig sem tengdason, sem tók iðulega öllu með stökustu ró og þolinmæði. Hlýja þín var þeim svo mikilvæg þegar þú komst í kaffisopa til þeirra. Megi okkar góði Guð styrkja ykkur, Ólöf mín, ívar, Ási, Hálf- dan, Lísbet og Jón Karl. Styrkur ykkar er yndisleg minning um góðan eiginmann, föður og fóstur- föður. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég foreldrum og systkinum Sigga. Takk fyrir þig, kæri mágur og vinur, alla tíð. Guð blessi þig. Þín mágkona, Svana Lísa. Ég vil þakka þér, elsku Siggi minn, fyrir að vera besti fóst- urpabbi sem ég gat átt. Minning- arnar sem eru mér kærastar eru þegar þú horfðir á mig í fótbolta, þegar við fórum að veiða, þegar þú keyrðir mig á hveijum degi í skólann, þegar þú hjálpaðir mér með heimanámið og þegar við fór- um á skíði saman. Ég fékk alltaf að vera ég sjálf þegar við töluðum saman. Elsku Siggi, ég sakna þín. Þín fósturdóttir, Lísbet Harðardóttir. SIGURÐUR HJÁLMAR JÓNSSON FANNAR ÖRN ARNLJÓTSSON + Fannar Örn Arnljótsson fæddist 20. júní 1978. Hann lést í bílslysi í Eyjafirði laugar- daginn 18. maí og fór útför hans fram frá Glerárkirkju 24. maí. Góðvinur okkar og einstakt ljúf- menni, Fannar Örn Arnljótsson, er látinn. Þessi geðgóði drengur sem gerði allt fyrir alla með glöðu geði er á braut úr þessum heimi okkar. Eftir er sár sem vonandi á eftir að gróa með tíð og tíma. Fannar var fljótur að falla inn í hópinn þegar hann fluttist hingað í sveitina og byijaði hér í skóla haustið 1990. Kátína og gleði einkenndi þennan strák. Hann lét skapið aldrei hlaupa með sig í gönur. Léttleiki og bros var hans lífsmottó. Og þótt hann væri ósáttur við eitthvað var sem hann bæri þær byrðar sjálfur í stað þess eins og sumir gera, að láta næsta mann bera þær byrðar með sér. Og þó að maður fyndi fyrir smá stríðni af hans hálfu þá vissi maður að hún var aldrei illa meint. Þegar svona hlutir gerast þá getur vinahópurinn oft verið þeim góð hjálp sem hvað mest eiga um sárt að binda, þeir geta eins og stendur í kvæðinu „gert krafta- verk“, það er nefnilega mun auð- veldara að standa með einhvern við hliðina á sér í sorginni heldur en að standa einn og í þessu sambandi eiga nokkrir af bestu vinum Fann- are og reyndar miklu fleiri lof skilið. Ég vil votta öllum aðstandendum mína dýpstu samúð. Fyrir hönd nokkurra úr kunn- ingjahópnum, Bergur Þorri. Besti vinur minn er dáinn. Kæri Fannar. Það er erfitt að átta sig á því, að þú sért farinn. Ég sakna þín meira en orð fá lýst. Þú varst orðinn svo stór hluti í lífi mínu að það verður erfitt að halda áfram án þess að hafa þig mér við hlið. Samt mun ég reyna að brosa í gegnum tárin því tilhugsunin um að þú sért nú kominn á betri stað veitir mér þó einhveija huggun. Vinátta okkar var einstök og mun enginn geta skilið hana til fulls. Margir áttu erfitt með að skilja hvernig svona ólíkir persónu- leikar gætu verið vinir. En einhvers staðar segir að andstæður dragist saman. Það átti sérstaklega við okkar tilfelli. Vinskapur okkar hófst fyrir alvöru sumarið sem við lukum 9. bekk. Upp frá þeirri stundu höf- um við tveir eytt ótrúlega miklum tíma saman. Þessi tími hefur verið dásamlegur og hefur gefið mér mikið. Með okkur höfðu tekist sér- stök vináttubönd sem aldrei munu rofna. Ég veit að þú munt vera með mér í anda um alla tíð. Ég get ekki komið því í orð hvaða áhrif þú hefur haft á líf mitt. Þú varst alltaf til staðar þegar ég þarfnaðist þín og stóðst með mér í gegnum súrt og sætt. Ég vil þakka þér innilega fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum saman. Mér þykir vænt um þig og mun aldrei gleyma þér, kæri vinur. Élsku Anna og fjölskylda og aðr- ir ástvinir, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Enginn mun koma í stað Fannars. Ég veit að hann mun lifa áfram í hjörtum okkar og huga. Guðmundur Ævar Oddsson. Ég er ekki enn búinn að sætta mig við það að hann Fannar sé ekki meðal okkar og mun aldrei gera það. Það á enginn skilið að deyja svona ungur þegar framtíðin blasir við. Fannar var alltaf i góðu skapi og alltaf að grínast. Þannig mun ég minnast hans. Það er skrítið að ég eigi aldrei eftir að heyra hann hlæja oftar. Mér finnst eins og hann eigi eftir að koma aftur í heimsókn til okkar en ég er hræddur um að það verði eilíf bið. Ég á eftir að sakna Fannars mjög mikið en ég get huggað mig við það að hann er nú hjá Guði. Ég, Bjarki, mamma og pabbi vilj- um votta fjölskyldu hans og öllum ættingjum og vinum okkar innileg- ustu samúð. Að lokum vill pabbi benda á það að hláturmildi Fannars lifir áfram í svo ótal mörgu, eins og t.d. í kveð- skap höfuðskálds Önfirðinga: Það er ekkert svo hugljúft sem hlátur, er hann hljómar frá einlægri sál. Hann er gæfunnar leikandi geisli, hann er gleðinnar fegursta mál. Þó að bregðist þér björtustu vonir, þótt þú búir við sorgir í dag, er ég viss um að hægt er að hlæja inn í hjarta þitt gæfunnar lag. Og með gleðinni vonirnar vakna, yfir vegina framtíðin skín, og með hugljúfum, fagnandi hlátrum kemur hamingja lífsins til þín. (Guðm. Ingi Kristj.) Ásmundur Hreinn Oddsson. Sérfræðingar í blómaskrcytinguiii við öll tækilæri I[T| blómaverkstæði dlNNA,, Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, INGVAR AGNARSSON, Hábraut 4, Kópavogi, andaðist í Landakotsspítala fimmtudag- inn 23. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Aðalheiður Tómasdóttir, Sigurður Ingvarsson, Ágústa Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÁRNIJÓSEPSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Grund 22. maí. Guðrún Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR ÁRNASON frá Oddgeirshólum, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, aðfaranótt 19. maí. Útförin fer fram frá Selfosskirkju miðvikudaginn 29. maí kl. 13.30. Guðmunda Jóhannsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.