Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 51 Skiptiferðir á vegimi Rótarý Morgunblaðið/Ásdfs ÞÁTTTAKENDUR eru f.v.: Víðir Stefánsson, Margrét I. Ásgeirs- dóttir, Egill Jónsson, Sólveig Samúeisdóttir og Helgi Jónsson. Morgunblaðið/Ásdís Vatnaveröld FIMM manna hópur íslendinga fór 4. maí sl. í starfshópaskiptiferð til Bandaríkjanna á vegum rótarýs og dvelur ytra í einn mánuð. I ferð- inni er einn rótarý-félagi, sem jafn- framt er fararstjóri, aðrir í hópnum eru tvær konur og tveir karlmenn, öll í kringum þrítugt með háskóla- menntun og í leiðandi störfum. Þátttakendur voru valdir til farar- innar af sérstakri undirbúnings- nefnd. Þeir mega ekki vera rótarý- félagar, synir eða dætur rótarý- félaga eða starfsfólk rótarýs. 5. júní nk. kemur sams konar hópur hingað til lands og mun dvelja hér í 5 vikur. Tilgangur ferðar sem þessarar er að kynnast menningu og at- vinnuháttum annarra þjóða. Ferðir milli umdæma eru kostaðar af rót- arýsjóðnum en dvalarkostnaður er Stofnfundur Vinafélags Landakots- skóla FORELDRARÁÐ og nokkrir vel- unnarar Landakotsskóla hafa ákveðið að gangast fyrir stofnun Vinafélags skólans. Verður það opið öllum þeim sem bera hlýhug til skólans. Hefur frú Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands, fallist á að verða verndari félagsins. Til- gangur Vinafélags Landakotsskóla er að viðhald tengslum milli fyrrver- andi nemenda og efla þau, að til- kynna viðburði í skólastarfinu sem kunna að vera opnir almenningi og að sýna hver spor starfsemi skólans hefur markað í íslensku þjóðlífi í nærfellt eina öld. Starfandi foreldaráð skólans skal gangast fyrir því að Vinafélagi Landakotskóla verði kjörin þriggja manna stjórn. í henni sitji einn full- trúi fyrrverandi nemenda, einn full- trúi úr starfandi foreldraráði og einn fulltrúi starfandi kennara. Stjórn félagsins mun undirbúa einn fund árlega, þar sem öllum félögum verður boðið að hittast. Þess má geta að félagsgjöld verða engin. Stofnfundur verður haldinn laug- ardaginn 1. júní 1996 kl. 15 og eru fyrrverandi og núverandi nemend- ur, aðstandendur þeirra, svo og velunnarar skólans hvattir til að mæta á fundinn. Hefst hann með stuttri dagskrá í Kristskirkju og að henni lokinni verður gengið í skóla- húsið, þar sem tækifæri gefst á að hitta gamla kunningja og spjalla saman yfir kaffibolla. Réttindi barnsins ÍSLENSK stjórnvöld tilkynntu í Genf á framlagafundi með mann- réttindafulltrúa Sameinuðu þjóð- anna, formanni nefndar um réttindi barnsins og aðstoðarframkvæmda- stjóra Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um 500 þús. króna framlag til sérstakrar fram- kvæmdaáætlunar til eflingar samn- ingsins um réttindi barnsins. Skólaslit Trygginga- skólans TRYGGINGASKÓLANUM var slit- ið miðvikudaginn 22. maí sl. Alls stunduðu 34 nemendur nám við skólann í vetur. Af þeim stóðust 28 próf. Við skólaslitin var nemend- um afhent prófskírteini en frá greiddur af klúbbum og félögum í því rótarý-umdæmi, sem. heimsótt er, en starfshópaskiptin fara fram á milli rótarý-umdæma. Starfshópaskiptin eru milli ís- lenska rótarý-umdæmisins og rót- arý-umdæmis, sem er Wyoming- fylki, norður hluti Colorados og vestur Nébraska. Dvalið verður á um það bil 10 stöðum, aðallega á heimilum rótarý-manna. Stofnanir og fyrirtæki verða heimsótt og skoðað það markverð- asta á hvetjum stað. Að meðaltali er dvalið þrjá daga á hverjum stað. Þriðji hver dagur er ætlaður til hvíldar eða fyrir við- komandi til að kynna sér starfs- grein sína með aðstoð rótarý- félaga. Þátttakendur munu kynna ísland á heimilum, rótarý-fundum og stofnunum. stofnun skólans hafa verið gefin út 923 prófskírteini frá Trygginga- skólanum. Formaður Sambands íslenskra tryggingafélaga, Ólafur B. Thors, aflienti tveimur nemendum bóka- verðlaun fyrir góðan prófárangur. Nemendur sem verðlaun hlutu að þessu sinni voru þær Ásta Leifs- dóttir frá Vátryggingafélagi íslands hf. og Guðrún Birna Finnsdóttir frá Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Námi í skólanum er skipt í tvo meginþætti þ.e. annars vegar langt og viðamikið grunnám og hins veg- ar sérnám, sem eru námskeið um afmörkuð svið vátrygginga og vá- tryggingastarfsemi og er ætlað þeim er lokið hafa grunnámi. Nám- skeiðum skólans lýkur að jafnaði með prófum. Einnig gengst skólinn fyrir fræðslufundum og hefur með höndum útgáfustarfsemi. Opnun nýrrar Olís-stöðvar við Sæbraut í Reykjavík OPNUÐ verður ný þjónustustöð Olís í dag, laugardaginn 25. maí, kl. 11.30. Elsti starfsmaður félags- ins, Ólafur G. Jónsson, mun vígja stöðina, en hann hefur starfað hjá félaginu í 53 ár. Stöðin er við Sæ- braut (Kleppsveg) á gatnamótum Sundgarða og Dalbrautar. í stöðinni er verslun, sem verður opin til kl. 23.30 alla daga. Þar verður boðið upp á algengustu neysluvörur. Boðið er upp á þá nýjung að viðskiptavinir geta tekið ljósrit og sent fax. Á stöðinni er auk þess bílalúga, þvottaplan og sjálfsali, sem tekur við eftir lokun. Fyrstu vikuna verður boðið upp á 5 króna afslátt á öllu eldsneyti og auk þessa verður efnt til happ- drættis þar sem gestir setja nafn sitt í lukkupott, en 30 viðskiptavin- ir fá 10.000 kr. bensínúttektir hjá félaginu. Á sömu lóð byggir Olís veitinga- hús með lúguþjónustu sem Sunda- nesti mun starfrækja, en það verður opnað síðar í sumar. Félagsmálaráð- herra þakkað MORGUNBLAÐINU hefur borist fréttatilkynning frá aðstandendum fjölfatlaðra barna að Árlandi 9 þar sem segir m.a.: „Við vilum þakka Páli Péturs- syni, félagsmálaráðherra, fyrir að hafa komið í veg fyrir að heimilinu væri lokað og börnum okkar vísað frá. Við lítum svo á að hann sé okkur sammála um að ekki sé eðli- legt að grípa til slíkra ráðstafana þó að rekstraráætlanir ráðuneytis- ins standist ekki.“ SKIPULEGGJENDUR tveggja al- þjóðlegra ráðstefna sem haldnar verða hér á landi efndu til sam- keppni meðal síðasta árs nemenda í Hótel- og veitingaskóla íslands um tilhögun ráðstefnukvöldverð- ar. Tillagan Vatnaveröld, hlaut fyrstu verðlaun en hópurinn valdi Vatnsveituhúsið í Heiðmörk sem NEMENDUR í 10. bekk í Grunn- skóla Siglufjarðar létu heldur bet- ur hendur standa fram úr ermum sl. helgi er þeir týndu rusl og hreinsuðu svæðið meðfram flug- brautinni svo og fjörurnar. Til- gangurinn með þessari hreinsun var auk þess að fegra umhverfið umgjörð. Unnið var með vatnið og íslenska náttúru sem megin- þema og undirstöðu íslensks mat- vælaiðnaðar í framtíðinni. Davíð Lúðvíksson afhenti höfundunum fyrstu verðlaun við skólaslit, þeim Hannesi Hinrikssyni, Guðmundi H. Jakobssyni og Sigurði Grétars- syni. að safna fé fyrir ferð sem kallast út í óvissuna. Ferð þessi eru skipu- lögð af aðilum frá Dalvík og vita 10. bekkingar ekki annað en það að þeir verða sóttir að lokinni útskrift þann 31. maí nk. og munu 2-3 næstu daga fara og gera eitt- hvað óvænt og skemmtilegt. Stálu tölvum úr skóla NÝJUM tölvubúnaði, sem nota átti við kennslu í Fjölbrautaskólanum við Ármúla næsta haust, var stolið í innbroti í skólann í fyrrinótt. Um er að ræða skjá, skanna, tvö geisla- drif og leyser-prentara. Tölvan er Power Macintosh 7500, 32 Mb geisladrif, með tölvuskjá af gerðinni Apple Vision 171,, ScánMaker II Microtek skanna, Cordata-Pcc 486 16 Mb geisladrif og prentarinn af gerðinni HP Laser Jet 41. Allur búnaðurinn er merktur með öryggismerki frá Securicode 10008FA. Merkið er rautt að lit og er ekki hægt að ná því af tölvunum. I fréttatilkynningu frá Fjöl- brautaskólanum við Ármúla kemur fram að nota hafi átt tölvurnar við kennslu í fjölmiðlun næsta haust og því sé tjón skólans tilfinnanlegt. Þess er óskað að þeir sem kunna að hafa vitneskju um hvar búnaðinn er að finna hafi samband við Fjöl- brautaskólann við Ármúla. Hekla - nátt- úra og saga ODDASTEFNA verður haldin í Heklusafninu, Brúarlundi, sunnu- daginn 2. júní nk. kl. 15-19. Fund- arstjóri verður sr. Halldóra J. Þor- varðardóttir. Ráðstefnuna setur Þór Jakobsson, formaður Oddafélags- ins. Messa verður í Skarðskirkju sunnudaginn 2. júní kl. 14. Prestur sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir. Oddahátíð verður haldin í Odda sunnudaginn 23. júní nk. Dagsferð í Veiðivötn og Jökulheima er svo fyrirhuguð laugardaginn 31. ágúst. Sumarið nið’r áhöfn í SUMAR stendur Reykjavíkurhöfn fyrir því að rifja upp þann sið hjá einstaklingum og fjölskyldum að fara í frítímum sínum niður á Gömlu höfnina í Reykjavík, „fara nið’r á Höfn“, sér til fróðleiks og skemmt- unar, hitta vini og kunningja og sýna sig og sjá aðra. í minningu fullorðins fólks sem man þessa tíma eru ferðirnar því ljóslifandi fyrir hugsskotssjónum. Þar nutu ein- staklingar sín án afskipta annarra, allt varð til af sjálfu sér, segir í fréttatilkynningu frá Reykjavíkur- höfn. Hönnun félags- legra íbúða í framtíðinni HÚSNÆÐISSTOFNUN rikisins efnir til sýningar á tillögum í hug- myndasamkeppni um hönnun fé- lagslegra íbúða. Sýningin er í Hafn- arhúsinu við Tryggvagötu og er opin daglega frá 25. maí til 2. júní kl. 13-18. Lokað hvitasunnudag. ■ í FJÖLSKYLDU- og húsdýra- garðinum verður mikið um að vera um hvítasunnuhelgina. Á mánudag- inn frá kl. 14-18 verða ný leiktæki á staðnum, blöðruhús fyrir yngstu börnin og geimsnerill fyrir þau eldri. Á sunnudaginn kl. 15 koma gamlir vinir í heimsókn en það er hin skemmtilega Furðuíjölskylda. í sumar geta yngstu börnin leikið sér í nýja brunabílnum sem staðsettur er í sandkassanum og á tjörnina eru komnir róðrabátar. Skipulögð dagskrá er alla daga í Húsdýragarð- inum og er t.d. selunum gefið kl. 11 og kl. 14. Fjölskyldu- og hús- dýragarðurinn er opinn í allt sumar frá kl. 10-18. Kaffihús Garðsins er einnig opið á sama tíma. Að- gangseyrir er 300 kr. fyrir fullorðna og 200 kr. fyrir 6-16 ára, ókeypis fyrir 0-5 ára og ellilífeyrisþega. Morgunblaðið/Árni Sæberg Handavinnu- sýning aldraðra Handavinnusýning á hannyrðum 103, Reykjavík. Var þar margt aldraðra var nýlega haldin í Fé- muna, sem fólkið hefur unnið í lagsmiðstöð aldraðra í Hraunbæ vetur. Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir Safnað fyrir ferð út í óvissuna Siglufirði. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.