Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF • FORSETAKJÖR Til stuðnings Ólafi Ragnari og Guðrúnu Þorbergsdóttur Frá Ólafi Sverríssyni: NÚ ÞEGAR nær dregur forseta- kosningum, verður mér eins og sjálfsagt flestum öðrum íslending- um, hugsað til þess, hversu vand- fyllt embætti forsetans er, eftir veru frú Vigdísar Finnbogadóttur á Bessastöðum, svo ástsæll forseti sem hún hefur verið. Það er því deginum ljósara, að næsti forseti, þarf að vera fær um að taka upp þráðinn þar sem Vigdís skilur við hann. Hann þarf að vera því vandasama verki vaxinn, að halda áfram að byggja upp og auka enn frekar samheldni, veg og virðingu íslensku þjóðarinnar bæði hér á landi jafnt og á erlendri grund. Þeir eru ekki margir, sem eru færir um að taka við þessu vanda- sama verki úr hendi Vigdísar. Þeir frambjóðendur sem nú hafa gefið kost á sér, eru flestir hið mesta mannkostafólk. Það kann því í fljótu bragði, að vera úr vöndu að ráða fyrir kjósendur. Ef betur er að gáð, er þó einn frambjóð- enda, sem er búinn slíkum yfír- burða hæfileikum til þess að gegna stöðu forseta, að aðrir standast þar ekki samanburð. Þessi maður er Ólafur Ragnar Grímsson. Ólaf- ur er einstaklega víðsýnn maður og hinn mesti dugnaðarforkur. Hann er bráðgreindur, vel mennt- aður og skemmtilegur. Ólafur hef- ur víðtækari reynslu í samskiptum á erlendum vettvangi, en nokkur núlifandi íslendingur, sem ég tel vera frumskilyrði fyrir forseta Is- lands. Þessi reynsla Ólafs hefur nú þegar borið ríkulegan ávöxt fyrir fjölmörg íslensk fyrirtæki og menningarsamskipti. Ólafur hefur staðgóða þekkingu og ódrepandi áhuga á íslenskri menningu og listum, en það er annað frumskil- yrði sem ég tel að forseti íslands þurfi að uppfylla. Ólafur hefur í gegnum störf sín að stjómmálum, bæði sem þingmaður, ráðherra og sem formaður alþjóðlegra samtaka þingmanna, öðlast viðurkenningu og virðingu margra áhrifamestu manna í heiminum. Þá er Ólafur búinn þeim fágæta eiginleika, að eiga sérstaklega auðvelt með að vinna með fólki, án tillits til einka- skoðana sinna á viðkomandi. Hann er vel máli farinn og virðulegur í öllu fasi og framkomu. Hann hefur einstaklega ríka réttlætiskennd og hefur alltaf verið ötull málsvari lítilmagnans og lætur sér hag þeirra sem minna mega sín miklu varða. Ólafur er sérstaklega hlýr og elskulegur maður þeim sem þekkja hann og einlægur vinur vina sinna. Við hlið sér hefur Ólaf- ur eiginkonu sína, Guðrúnu Þor- bergsdóttur. Guðrún er kvenna glæsilegust, en um leið skarp- greind. Hún hefur líkt og eigin- maður hennar, mikinn áhuga á menningarmálum og öllu sem mannlegri velferð tengist. Guðrún er sérstaklega vel máli farin og hefur fágaða framkomu. Hún er bráðskemmtileg og á sérstaklega auðvelt með að umgangast fólk á jafnréttisgrundvelli, sem gerir hana enn meira aðlaðandi. Það er ekki ofsagt, að þau hjón yrðu glæsilegustu fulltrúar íslands, sem við eigum völ á. Ólafur Ragnar, ef kjörinn yrði, yrði góður, rétt- sýnn og gagnlegur forseti, sem öll þjóðin getur verið stolt af. Því lýsi ég eindregnum stuðningi mín- um við framboð hans til forseta íslands. ÓLAFUR SVERRISSON Hverfísgötu 55, Hafnarfirði. Hvernig á forsetinn að vera og hvemig má hann ekki vera? Frá Jóni Hafsteini Jónssyni: HVAÐA kostum þurfa forseti Is- lands og maki hans að vera búin? Þetta er mikið rætt í blöðum, þjóð- arsál og manna á meðal, en mig undrar, að spurningunni skuli aldr- ei vera snúið við og spurt: Hvaða bresti forsetinn og maki hans megi ekki hafa? Það er auðvelt að rökstyðja að sérhver frambjóðandi hafi næga menntun, gáfur og hæfni til að koma fram, til að geta á sinn hátt sinnt þeim störfum, sem forsetinn á að vinna, og allir hafa forsetamir hingað til komist frá því með sóma. Hins vegar má eftir- farandi vera ljóst. Sé minnsta ástæða til að ætla að forsetaefni eða maki þess ráði ekki fullkom- lega við eigin áfengisnotkun við allar kringumstæður, er viðkom- andi óhæfur til að taka við húsforr- áðum á Bessastöðum. Prestar þjóð- kirkjunnar hafa fengið að reyna, - kjarni málsins! hvert það getur leitt að fela sitt æðsta vald og virðingartákn í hendur manni, sem þeir vissu að hafði (með réttu eða röngu) verið vændur um bresti, sem ekki var til siðs að tala upphátt um. Kristján Eldjám er sá forseti okkar, sem með mestri reisn og fyrirmannlegast hefur gegnt starfi sínu. Ekki man ég eftir að hann fjölyrti um hlutverk sitt sem menn- ingarberi, en framganga hans öll - alúðlegt viðmót með hæversku og virðuleik án kumpánlegheita - bar honum órækt vitni sem menn- ingarbera. Ég vil stuðla að því að forsetaembættið fái það yfirbragð sem það hafði í tíð Kristjáns Eld- járn, og mér sýnist Guðrún Agn- arsdóttir líklegust til að gefa því það. JÓN HAFSTEINN JÓNSSON, fyrrverandi menntaskólakennari, Stangarholti 7, Reykjavík. Forsetaframboð Vísa þessi var ort í tilefni framboðs Ólafs Ragnars Grímssonar: í fyrstu var hann með framsóknardyggð en frelsaðist bráðlega úr þeirra röðum og nú sækir hugsjónin, hamar og sigð um húsbóndavaldið á Bessastöðum. SVEINBJÖRNINGIMUNDARSON, Ysta-bæli undir Eyjafjöllum. ÍDAG SKÁK Umsjún Margcir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur STAÐAN kom upp á stór- mótinu í Madrid sem lauk um síðustu helgi. Aleksei Shirov (2.690) var með hvítt og átti leik, en Rúss- inn Aleksander Morosje- vitsj (2.625) hafði svart. Shirov lék nú óná- kvæmt: 37. a7? - He8 38. Dd2 - Ha8 39. Bc7 - Hxa7 40. d6 - Hal+ 41. Kh2 og staðan er ekki fyllilega ljós. Shirov vann að vísu eftir 41. - Ha2 42. Del - Rd5 43. De4 - Rxc7 44. dxc7 - Dd7 45. Db7 - Dd6+ 46. Khl - Hal+ 47. Rgl - Ddl 48. c8=D+ - Kg7 49. Kh2 - Dxgl+ 50. Kg3 - h4+ 51. Kg4 - Hfl 52. Dba8 og svartur gaf. En hann átti miklu sterkari leik í stöðunni: 37. Bf8! - Kxf8 38. Dh8+ - Ke7 39. a7 og svartur get- ur gefíst upp, því hann á enga vörn við því að hvítur veki upp nýja drottningu. Skákþing íslands, Eimskipsmótið. Fjórða umferð hefst í dag kl. 17 í Fjölbrautaskólan- um í Garðabæ. BRIDS limsjón Guúmundur l’áll Arnarsun NORÐMAÐURINN ungi, Geir Helgemo, er eitur- snjall spilari. Þegar spilað er gegn honum fær maður fljótlega þá óþægilegu til- fínningu að „skrattakollur- inn geri aldrei nein mi- stök.“ Jafnvel einföld spil verða erfíð þegar hann er í vörninni. Hann fínnur alltaf einhvem veikan blett. Helgemo hefur um nokkurt skeið tilheyrt spekingahópi í breska bridstímaritinu „Popular Bridge International". Hann greiddi sératkvæði í eftirfarandi útspilsþraut, en rök hans eru góð. Suður gefur og það er enginn á hættu. Vestur horfir á þessi spil: Vestur ♦ G82 ▼ 74 ♦ KD85 ♦ K963 Vestur Norður Austur Suður 1 spaði Pass 4 tíglar* Pass 4 spaðar Pass Pass Pass ♦ „Splinter", þ.e. slemmuáskorun í spada með stuttum tígli. Spurt en Hvert er besta útspil vesturs gegn fjórum spöðum? Langflestir kusu að trompa út. Á bak við það val liggur sú grundvallar- hugsun að oftast sé best að trompa út þegar vitað er um stuttlit í borði. Ekki voru menn þó bjartsýnir á að hnekkja geiminu. Helgmo hafði meiri metnað. Hann vildi spila út hjartasjöu. Tilgangur hans var að sækja hjartastungu. Hann teiknaði upp hjarta- kóng í borði og ÁD hjá makker. Fjórði slagurinn átti að koma á laufkóng. Hugmynd hans um spilið var í þessum dúr: Norður ♦ ÁD74 V K93 ♦ 2 ♦ DG1042 Vestur Austur ♦ G82 ♦ 6 V 74 llllll VÁD862 ♦ KD85 111111 ♦ 109764 ♦ K963 ♦ 87 Suður ♦ K10953 V G105 ♦ ÁG3 ♦ Á5 Rök hans voru þessi: Vestur horfir sjálfur á hjón- in í tígli. Suður hafnar því ekki slemmuboðinu vegna þess hversu illa tígulstuttlit- ur hans kemur við hans spil. Ástæðan er önnur og kannski tvöföld: Lágmark í punktum og skorutr á hjartafyrirstöðuy. Að þessu athuguðu verður hjartaút- spil óneitanlega freistandi. Og eitt í viðbót: Gegn sterk- um samningi, er oftast nauðsynlegt að spila hvassa vöm. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Ódýr fargjöld ÉG VAR svo heppin að sjá auglýsingu í Morg- unblaðinu frá þýska flugfélaginu LTU um ódýrar ferðir til Ham- borgar. Mér til mikillar ánægju gat ég keypt miða hjá þessu félagi fyrir börnin mín tvö á tæpar 35 þúsund krón- ur fram og til baka, en hjá Flugleiðum hefði ég þurft að borga rúmlega 92 þúsund krónum með öllum kostnaði. Ekki gátu Flugleiðir aðstoðað börnin við að fara á milli véla, en það var vegna þess að þau voru orðin of gömul. Þetta var hins vegar ekkert vandamál hjá LTU. Vigdís Ágústsdóttir. Posi er týndur POSI hvarf að heiman frá sér, Hjallavegi 29, í Reykjavík, fyrir rúmri viku. Hann er eins árs, grábröndóttur norskur skógarköttur, mjög loðinn og ákaflega kelinn. Þeir sem hafa orðið hans varir eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Lárus í síma 553-5552 eða 560-8934. Hlutaveltur ÞESSIR duglegu krakkar héldu hlutaveltu nýlega og færðu átakinu „Börnin heim“ ágóðann sem varð 5.000 krónur. Þau heita frá vinstri Sigurður Sigurðsson, Svanhvít Sif Sigurðardóttir, Hildur Sigurðardóttir, Matthildur Ingadóttir og Álfheiður Björgvinsdóttir. ÞESSIR duglegu strákar héldu hlutaveltu nýlega og færðu Rauða krossi íslands ágóðann sem varð kr. 823 krónur. Þeir heita Helgi Rafn, Kristján Ari og Gunnar Atli. Víkverji skrifar... EFTIR að nefnd um endurskoð- un útvarpslaga skilaði af sér tiliögum um breytingar á rekstri Ríkisútvarpsins hafa stjórnendur RÚV látið talsvert að sér kveða á opinberum vettvangi og varið nú- verandi ástand mála hjá stofnun- inni. Það er ekki nema af hinu góða að skoðanaskipti fari fram um tillögur nefndarinnar, enda var viðbúið að þær yrðu umdeildar. Hins vegar finnst Víkverja að sjón- varpsauglýsingar RÚV, þar sem augljóslega er vísað til tillagna um breytingar á rekstrinum, orki tví- mælis. Er það hlutverk ríkisstofn- unar að eyða peningum okkar skattgreiðendanna (því að afnota- gjaldið er ekkert annað en skattur) til þess að verja ríkjandi ástand og óbreytta tilveru sína? Verða rík- isstofnanir og starfsmenn þeirra ekki að sætta sig við þær breyting- ar, sem kjörnir fulltrúar almenn- ings ákveða? SUMIR velunnarar Þjóðminja- safnsins hafa látið í ljós furðu sína á því að félagið Minjar og saga skyldi eingöngu treysta sér til að bjóða í annað af tveimur fornum íslenzkum drykkjarhornum, sem seld voru á uppboði í Danmörku. Einn viðmælandi Víkveija benti á að ekki hefði umfangsmikil söfnun þurft að fara fram meðal áhuga- manna um fornminjar til þess að safnið hefði getað eignazt bæði homin. xxx LÍTT dulbúin auglýsing fyrir Ice- bjór hefur birzt tvisvar í Morg- unblaðinu undanfarið, án þess þó að fram komi nafn vörunnar eða að um áfengan drykk sé að ræða. Þannig brýtur auglýsingin ekki í bága við bann við áfengisauglýsing- um. Auglýsingar af þessu tagi eru um allan bæ á bjórbílum, skiltum veitingahúsa og víðar. Af hverju í ósköpunum hætta yfirvöld ekki að reyna að framfylgja banni, sem er óframkvæmanlegt hvort sem er og í raun hjákátlegt? Til landsins streyma erlend blöð með áfengis- auglýsingum, áfengi er auglýst á þeim íjölmörgu gervihnattarásum, sem landinn horfir á og þar fram eftir götunum. Auglýsingabannið er tímaskekkja og tími kominn til að Alþingi afnemi það. xxx LESANDI sendi Víkveija bréf vegna pistils hans á laugardag í fyrri viku, þar sem rætt var um skort í reykvískum verzlunum á áhaldi til að stytta kveik eða skar á kertum. Lesandinn, sem segist alinn upp um miðja öldina, segir afa sinn hafa kennt sér að þetta áhald væri kallað skarbítur. Vík- veija finnst það miklu betra orð en kertaskæri og mun nota það hér eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.