Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 1
SMmgml'IaMfe Islandsvinátta Kundera/3 Hið hreina form/4 Ljáðu mér vængi/8 MENNING LISTIR BLAh\j PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 25. MAI 1996 Malouf fær IMPAC- verðlaunin Dyflinni. Reuter. ÁSTRALSKI rithöfundurinn David Malouf hlaut á miðvikudag IMPAC- bókmenntaverðlaunin en verðlauna- upphæðin er sú hæsta sem um get- ur í bókmenntaheiminum fyrir eitt verk. Er Malouf fyrsti rithöfundur- inn sem hlýtur verðlaunin, en þau nema rúmri milljón íslenskra króna. Malouf, sem hefur m.a. verið til- nefndur til Booker-verðlaunanna, hlaut IMPAC-verðlaunin fyrir bók- ina „Remembering Babylon" (Bab- ýlon minnst), en sögusviðið er Ástr- alía síðustu aldar. Fjallar hún um Gemmy Fairley, utangarðsdreng sem elst upp meðal frumbyggja. Hann lendir á milli ólíkra menning- arheima hvíta mannsins og frum- byggjanna. Alls voru 125 skáldsögur til- nefndar en að verðlaununum standa 108 bókasöfn í yfir 50 löndum. Al- þjóðleg dómnefnd fundaði í fimm daga áður en tilkynnt var um úrslit- in. Til verðlaunanna var stofnað á síðasta ári. Auk bókasafnanna stendur írska fyrirtækið IMPAC að þeim en umsjón með þeim hefur borgarbókasafn Dyflinnar. Vilja ír- ar með þessu leggja áherslu á bók- menntaarfleifð sína, en þrír nóbels- verðlaunahafar í bókmenntum voru frá Dyflinni, William Butler Yeats, George Bernard Shaw og Samuel Beckett. Þá er Seamus Heaney, verðlaunahafi síðasta árs, einnig írskur. Listahátíð undirbúin LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík verður sett 31. maí næstkom- andi og stendur júnímánuð- inn með Ijóðalestri, söng og hyóðfæraslætti, leiksýning- um og listsýningum. Út um alla borg og í útlöndum eru menn að æfa fyrir listahátíð- ina í Reykjavík. Það þarf líka mörg handtök í kring um list- ina og á Kjarvalsstöðum í gær voru menn i óða önn að undirbúa sýninguna „Nátt- úrusýn í íslenskri myndlist", sem þar verður opnuð 1. júní. Hér sést Kristinn E. Hrafns- son setja upp sitt verk á sýn- ingunni. Morgunblaðið/Þorkell Tónleikar í stað óperu- uppfærslu NYRRI uppfærslu á Rínargullinu, fyrsta hluta Niflungahrings Wagn- ers, sem Kristinn Sigmundsson bari- tonsöngvari og Guðjón Óskarsson bassasöngvari taka þátt í í Scala óperuhúsinu f Mílanó og frumsýna 30. maí, hefur verið breytt í tón- leika. Astæðan er, að sögn Kristins, deilur milli leikstjóra óperunnar og stjórnar hússins en hann mun m.a. hafa haft framúrstefnulegar hug- myndir um sviðsmyndina. „Ég hef heyrt að hann hafi viljað láta hluta af leikmyndinni brenna í sýning- unni. Menn voru skiljanlega ekki spenntir fyrir því mirmugir þess þeg- ar óperuhúsið í Feneyjum brann til kaldra kola í janúar síðastliðnum." Kristinn sagði þetta ekki koma að sök, aðalmálið væri að vera með á Scala og vinna með hinum heims- þekkta stjórnanda Riccardo Muti. Hann sagði stórkostlegt að stíga á svið óperunnar, ekki síst vegna þess að þeir væru tveir íslendingar en það hefur aldrei gerst áður á Scala. „Við segjumst vera bestu íslending- arnir í sýningunni," sagði Kristinn og hló. Alls verða sex tónleikar. „Það er búið að tala við mig um að syngja í Niflungahringnum sem setja á upp í húsinu árið 1999. Ég er ekki búinn að skrifa undir samn- ing en ég mun taka starfinu ef af verður," sagði Kristinn. Sýningin er í samvinnu við Metropolitan óperuna í New York og verður einnig sett þar upp. LÍKUR ERU á að frumvarp til breytingar á höfundar- réttarlögum verði tekið til annarrar umræðu Alþingis í næstu viku en í því er meðal annars lagt til að höfundarréttur verði lengdur um tuttugu ár, úr fimmtíu árum í sjötíu. Þannig mætti ekki gefa út verk látins höfundar fyrr en sjötíu árum eftir dauða hans, nema með leyfi erfingja. Með þessari endurskoð- un á höfundarréttarlögunum er verið að samræma íslenska höf- undarlöggjöf ákvæðum tilskip- ana ESB á því sviði. Sú undar- lega staða er hins vegar komin upp að báðir hagsmunaaðilar hér á landi eru á móti lengingu höf- undarréttar, bæði rétthafar og útgefendur. Ekki meira til skiptanna Ragnar Aðalsteinsson, lög- maður Rithöfundasambands Is- lands, sagði í samtali við Morg- unblaðið að höfundarrétthafar teldu það ekki vera til bóta að lengja höfundarréttinn. „Við höf- um verið á móti þessu, meðal annars á þeim rökum að ekkert bendir til að það verði meira til skiptanna á milli rétthafa við þessa breytingu, heldur þvert á móti muni greiðslur aðeins dreif- Lenging á höfundarrétti í sjötíu ár Báðir hagsmunaaðilar á móti breytingunni Morgunblaðið/Kristinn „LENGING á höfundarrétti um tuttugu ár getur auð- veldlega orðið til þess að gamlar bækur verði ekki endurútgefnar fyrr en þær fara úr rétti," segir Halldór Guðmundsson, útgáfustjóri. ast á fleiri. Þessi breyting hefur auk þess augljósa erfiðleika í fðr með sér við útgáfu verka sem eru í rétti því að erfiðara verður að ná til allra rétthafa eftir því sem tími lengist frá andláti höf- undar. En þetta er hluti af Evr- ópurétti og við höfum skuldbund- ið okkur til þess að innleiða hann með EES samningnum." Gæti hindrað endurútgáfu Halldór Guðmundsson, út- gáfustjóri Máls og menningar, sagði að útgefendur væru einnig á móti þessari breytingu á höf- undarréttinum. „Þessi regla er að mínu mati ekki æskileg. Leng- ing á höfundarrétti um tuttugu ár getur auðveldlega orðið til þess að gamlar bækur verði ekki endurútgefnar fyrr en þær fara úr rétti, jafnvel vegna þess að kostnaður við að hafa uppi á öllum erfingjum eða rétthöfum getur við þessa breytingu orðið . of mikill. Rétthöfum á hverju verki fjölgar vitanlega mjög við þessa tuttugu ára lengingu og í sumum tilfellum gæti sú undar- lega staða komið upp að við værum að semja við fólk sem aldrei var í neinu sambandi við höfundinn." Halldór sagði að ekki væri hætta á því að þessi breyting á höfundarréttarlögum myndi koll- varpa íslenskri útgáfustarfsemi. „En þessi breyting er engu að síður óæskileg og um það eru báðir hagsmunaaðilar sammála — sem er í sjálfu sér athyglis- vert." í lagafrumvarpinu er ákvæði um aðlögunartíma og mun breyt- ingin ekki taka gildi að fullu fyrr en árið 2000. Þeir sem eru nú þegar farnir að vinna að út- gáfu verks sem mun fara í höf- undarrétt samkvæmt nýju lögun- um geta því haldið sínu striki. Ekkert einsdæmi Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður menntamálanefndar, sagði að þar sem verið væri að taka upp ákvæði úr Evrópurétti, sem okkur væri skylt að gera samkvæmt EES samningnum, hefði nefndin ekki séð ástæðu til að ræða lengingu höfundar- réttarins sérstaklega. „Við eig- um einfaldlega ekki neinn annan kost en að taka þetta ákvæði upp. En það er rétt að þetta er eilítið undarleg staða sem komin er upp þar sem allir eru í raun á móti þessari breytingu. Þetta er hins vegar ekkert einsdæmi því að mörg önnur svipuð tilfelli hafa verið að koma upp þar sem við þurfum að samræma löggjöf okkar tilskipunum ESB þrátt fyrir að það brjóti kannski í bága við hefðir okkar, ég nefni sem dæmi breytingar á löggjöf um vinnu barna og unglinga." Að sögn Sigríðar Ónnu er óvíst hvort það náist að afgreiða frum- varpið á þessu þingi. Ef ekki, yrði það gert fyrir áramót á því næsta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.