Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 4
4 C LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Hið hreina form Sýning á verkum eins af forvígismönnum mínimalismans, Carl Andre, opnar 1. júní í sýningarsalnum Annarri hæð og er haldin í * tengslum við Listahátíð. I hátt í fjóra áratugi hafa skúlptúrar Andre vakið athygli, aðdáun og deilur, en ein af grunnhugmyndum hans er að efnin sem hann notar séu eins og högg í rýmið sem skúlptúramir sitja í. Andre var hér á landi fýrir skömmu, valdi efni til að nota í sýninguna og gaf sér þá tíma til að spjalla við Einar Fal Ingólfsson. CARL Andre er einn af upp- hafsmönnum og helstu boð- berum mínimalismans í myndlist, listhreyfmgar sem spratt upp í Bandaríkjunum snemma á sjö- unda áratugnum, en meðal annarra forvígismanna hennar má nefna Donald Judd, Dan Flavin, Robert Morris og Frank Stella. í verkum sínum hefur Andre notað efni eins og múrsteina, tré og málma, hann hefur raðað þeim saman og haldið ótrauður áfram að kanna möguleika efnanna í rýminu. í dag er hann við- urkenndur sem einn af meisturum samtímalistar og í umsögn um yfir- litssýningu á verkum hans, sem stendur um þessar mundir yfír í Oxford á Englandi, sagði gagnrýn- andi The Times að kraftur ímyndun- ar Andre væri mikill og að verk hans væru vissulega „mínimalísk, en þessi stranga list hans býr engu að síður yfir ríkulegri, draumkenndri tilfinningu." Andre var búinn að vera hér á landi í einn dag þegar við hittumst. Hann hafði skoðað sýningarsalinn og var nýkominn úr steinsmiðju þar sem hann hafði pantað íslenskt ba- salt til að nota í verkið sem hann setur upp fyrir sýninguna á Listahá- tíð. Hann segist byija á að velja sér efni til að nota en verkin verði ekki til fyrr en kemur að því að setja sýninguna upp. „Við gerð sýningar koma þrír þættir saman,“ segir Andre. „Það er vitaskuld rýmið sem manni er boðið að sýna í; efnin og val á þeim; og loks kemur að því að vinna með efnin í rýminu. Ég hef aldrei verið þessháttar listamaður sem dreymir upp verk og raungerir það síðan annarsstaðar. Teikningar eða skyss- ur hafa aldrei gagnast mér á nokk- urn hátt. Á vissan hátt hugsa ég með höndunum í rýminu. Það losar mig líka við mikinn kvíða; ég þarf ekki að liggja andvaka og bijóta heilann um hvað ég ætli að gera í næstu sýningu. Ég hugsa bara ekki um það. Ég hef heldur aldrei verið með vinnustofu. Hér áður fyrr hafði ég ekki ráð á því, þannig að ef ég átti að sýna einhversstaðar varð ég að mæta á staðinn, fínna þar efni og vinna úr þeim. Þegar ég sýndi fyrst í Evrópu, árið 1967, þá var Konrad Fischer í Dusseldorf að opna gallerí sitt þar, var staurblankur og hafði ekki efni á að senda verkin mín frá Bandaríkjunum. En hann hafði ráð á ódýrasta flugmiðanum með Luft- hansa, svo ég gat flogið til Þýska- lands og unnið ný verk á staðnum. Það er ennþá ódýrara að senda lista- mann en listaverkin!" Raunveruleg efni að hverfa — Hvers vegna valdir þú basalt í verkin fyrir þessa sýningu? „Fyrst ræddi ég við aðstandendur sýningarsalarins um hver væru dæ- migerð islensk efni og skildist að steinar væru óneitanlega áberandi. Síðan fékk ég send sýni frá stein- skera og líkaði strax vel við basalt- ið. Þá fór ég til steinskerans, sann- færðist um að þetta væri rétta efnið og að ég réði við verðið. Ég sendi líka eitthvað af viðar- borðum hingað frá London, en það er næsta víst að ég mun gera verk úr viðnum og annað úr basaltinu. En hvort ég felli þessi tvö efni eitt- hvað saman er ég ekki viss um; ég þarf ekki að hugsa um það fyrr en ég kem aftur hingað.“ — Þú vinnur í mjög ólík efni; málma, tré, torf, marmara... „Mjög sjaldan í efni eins og marm- ara. Ég hef meiri áhuga á iðnaðar- efnum en þeim skreytikenndari. Kýs að vinna með efni eins og stál, kop- ar og blý; sínk, magnesíum og ál. Sem Iítill drengur fylgdist ég með föður mínum vinna með þessi efni og kynntist þeim þannig vel og hef verið að meðhöndla þau, ásamt múr- steinum, tré og grjóti, allar götur síðan. Að vissu leyti eru raunveruleg efni að hverfa úr lífi okkar. Sænsk amma mín hafði koparkatla hang- andi uppá vegg hjá sér og notaði þá í eldhúsinu, en í dag er ákaflega sjaldgæft að sjá einhvern með kopar milli handanna. í samtímamenning- unni er plast að taka yfir; hið tilbúna að taka yfir hið raunverulega. List mín snýst ekki um að falsa þessi efni, heldur snúa okkur aftur til samvista og umgengni við þau. Ég held að eitt markmið listar sé að vernda tækni og verklag sem eru að hverfa. Olíumálverk gætu verið dæmi um það. Á vissan hátt vernda ég og held við, ef ekki gamalli tækni, þá efnum sem eru að hverfa." — Hvað um samband þitt við við- inn? „Tré var fyrsta efnið sem ég vann í sem skúlptúristi. Ég skar út og hjó í við undir áhrifum frá Brancusi, en að því kom, kringum 1959, að ég uppgötvaði að í stað þess að vera að höggva í viðinn gat ég notað hann sjálfan sem högg í rýmið; að í stað þess að rými kæmi inní viðinn með því að höggva úr honum, þá færi viðurinn inn í rýmið." Ekki táknræn list — í gegnum tíðina hafa mörg verka þinna verið eyðilögð, þeim hefur verið hent eða þau hafa horfið. „Sum hafa augljóslega verið bund- in við ákveðinn tíma eða staðsetn- ingu. Eins og þetta sem var gert við geðsjúkrahús á eyju í Austurá við Manhattan," segir Andre og dregur upp póstkort með mynd af verki úr heyböggum. „Hópi listamanna var boðið að gera verk þarna og þeim var ekki ætlað að vera varanleg, svo ég kaus að þetta myndi rotna og aðlagast jörðinni. Og hér er annað póstkort, með mynd af verki sem ég gerði í Sviss í september síðastliðn- um, í tilefni af sextugsafmæli mínu. Þetta er koparspírall og myndin ýkir á engan hátt hvað verkið glóir. En þegar tímar líða mun það breytast og koparinn verður dökkur einsog brúnt leður.“ — Þú raðar gjarnan saman efnum sem talin eru köld en engu að síður er útkoman iðulega mjög ljóðræn. „Efnin sem alheimurinn er settur saman úr eru eins falleg og nokkuð sem fyrirfinnst í þessum heimi! Ef við segjum um málara að hann sé kóloristi, þá er litið á það sem hrós. Á sama, hátt vildi ég óska mér að fólk liti á mig sem góðan efnismann - „matterista." Maður sem vinnur með efni á upplýsandi og persónuleg- an hátt eins og góður kóloristi gerir.“ — Þú notast gjarnan við efni sem taka breytingum. „Já, ég nota efni sem breytast og því eru verkin mín aldrei í neinu kjörástandi. Hvert verk er skrá eða heimild um allt sem kemur fyrir það, hvort sem það er veðrun eða efnabreytingar. Verkin geta verið spegilgljándi fyrst þegar þau eru sýnd, en ég vil ekki að þau séu fægð og gljáanum haldið við. Allt breyt- ist. Hugmyndin um að hægt sé að halda einhveiju óbreyttu er blekk- ing.“ — Er tíminn þá innihald verkanna? „Já, óneitanlega hlýtur hann að vera það. Og það hlýtur að eiga við um öll verk, en það er bara reynt að fela tímann í fiestum öðrum skúlptúrum eða listaverkum því talið er að hann eyðileggi þau. En mér finnst að öll viðleitni til að halda tím- anum frá mínum verkum sé skemm- andi.“ — En hvað um innhald verka þinna yfir höfuð? „Hin áþreifanlega tilvist verkanna er innihald þeirra um leið; það er ekkert í innihaldi þeirra sem er að- skilið frá hinu áþreifanlega efni og raunverulegu upplifun. Mig hefur aldrei langað til að skapa táknræna list. Auðvitað eru tengsl við ein- hveija aðra hluti og ekki hægt að líta framhjá því, en ég reyni meðvit- að að halda tilvísunum í verkum mínum í lágmarki. Það er að vissu leyti markmiðið bakvið mínimal-list. Að draga úr tilvísunum og tenging- um sem geta komist upp á milli upplifunar áhorfandans af verkunum sjálfum. Mér finnst að ef verkin mín eigi að gera eitthvað, þá er það að festa okkur í hinum áþreifanlega raunveruleika. Minna okkur á verð- mæti raunveruleikans." Börn spyrja aldrei um merkingu — Þú kallar þig mínimalista? „Já og hef aldrei mótmælt þeirri hugmynd, öfugt við flesta aðra sem hafa verið kallaðir þessu nafni en hafa þó reynt að skapa list með sem minnst táknrænt gildi. Svo eru aðr- ir, eins og Donald Judd sem kunni ekki við að vera kallaður skúlptúr- isti. En ég fetaði í fótspor Brancus- % 5 GLARUS Copper Galax} is, byijaði að skera út í við og hef alltaf kallað mig skúlptúrista. Hef aldrei verið annarskonar listamað- ur.“ — Og sköpun þín er andstæða konseptlistar? „Já, algjör andstæða. í skúlptúr- unum reyni ég að ná fram ástandi sem mætti kalla ónefnanlegt. Ástandi sem er eins langt frá upplif- unum tungumálsins og unnt er. Myndlist örvar aðrar stöðvar heilans en tungumálið. Ég held því ekki fram að málsvæðin séu síður merkileg, ljóðlistin og bókmenntirnar, en í Bandaríkjunum virðist sem fólk upp- lifi listir einungis í gegnum þessi málsvæði heilans. Það svæði heilans sem skilgreinir liti, rými og slíkt, en nánast ónotað í Bandaríkjamönnum. Þar horfir fólk alltaf á hluti og seg- ir: Hvað merkir þetta? En það sem það á raunverulega við er: Hvað við þetta verk virkjar tungumálasvæði heilans í mér!“ — Þú átt við að fólk treysti ekki skilningavitunum, því að geta upplif- að verkin? „Já, það gerir það ekki! Það verð- ur að snúa öllu yfir í tungumál og þegar hægt er að nefna hlutinn, þegar fólk getur talað við sjálft sig um hann, þá líður því vel. En ef þetta er verk sem örvar nær ein- göngu hin sjónrænu svæði sem hafa með rými að gera, þá líður þessu fólki illa. Það skilur einfaldlega ekki hvað er að gerast.“ — En þú vilt örva þessi skynsvæði heilans. „Einmitt! Þessi vellíðunarsvæði Fór úr viðskiptum yfir í listaheiminn NÝLEGA opnaði málverkasýning Arnórs G. Bieltvent í Gallerí Commeter í Hamborg í Þýskalandi. Hún stendur til 29. júní. Vel var mætt á opnunina og flaug listamaðurinn sjálfur frá Bandaríkjunum, þar sem hann býr, til að vera viðstaddur. Að sögn Arnórs er galleríið á meðal þeirra virtari í borginni og honum mikill heiður sýndur með sýningunni. Á henni eru litrík- ar og bjartar kyrralífsmyndir af blómum, ávöxt- um, dýrum og heimilishlutum. „Þær hafa það að meginmarkmiði að virka jákvætt á áhorfendur og bæta líðan þeirra. Það er ekki vanþörf á því þeg- ar miklu af ofbeldi og slæmum straumum er att að fólki í gegnum fjölmiðla," sagði Arnór í sam- tali við Morgunblaðið. Á sýningunni eru 30 olíu- og akrýlverk af stærðinni 30 x 100 sm. „Gestir á sýningunni hafa verið hrifnir af þessari stærð á myndum og fínnst til dæmis gaman að kaupa fleiri en eina og raða upp hlið við hlið. Viðskiptaheimurinn átti ekki við mig Arnór tekur einnig þátt í samsýningu á smá- myndum, í Blue Mountain galleríinu í New York, sem opnar næstkomandi föstudag. Hann sagði að jákvæð þróun væri á listferli sínum og sýningin í Hamborg hafi í raun verið vendipunktur. Verk hans eru til sýnis og sölu í galleríum í Hamborg, Flórída, Kansas City og á Islandi. „Ég hef ekki enn sýnt á íslandi en ég er að vinna að því. Að vísu er hægt að sjá verk eftir mig í Gallerí List í Reykjavík.“ Arnór nam hagfræði og félagsvísindi og er með gráðu í markaðsfræði og framkvæmdastjórn. „Ég byrjaði að mála fyrir tilviljun þegar ég var í námi í Bandaríkjunum og áttaði mig á að viðskiptaheim- urinn átti ekki við mig. Ég innritaðist í listaskóla og lauk MFA prófi frá málaradeild Washington University í St. Louis í Bandaríkjunum. Eftir það fékk ég vinnu við myndlistarkennslu í mennta- skóla fyrir vandræðaunglinga. Það er mjög gef- andi enda leita þessir krakkar gjarnan dýpra í list sinni því þeir eru margir hveijir orðnir mjög lífsreyndir. Ég vona að ég hafi ekki kastað sjö ára viðskipta- námi mínu út um gluggann," sagði Arnór aðspurð- ur um hvort það nám nýttist honum ekki vel við að koma sér á framfæri í listinni. Hann hefur búið erlendis í 10 ár og sagðist aðspurður ekki vita hvað hann gerði næsta haust enda hefði hann gaman af að fiytja og sjá nýja staði. ARNÓR G. Bieltvent myndlistarmaður. Bein úts Drápi LJÓÐA- og fjöllistakvöldið Drápa er meðal atriða á Listahátíð í ár. Kvöldið er á dagskrá þann sjöunda júní næstkomandi og hefst kl. 21. Hugmyndin að baki dagskrá kvöldsins er að vekja áhuga fólks á Ijóðlistinni og víkka út birtingarform hennar. Notuð verða til þess öll meðöl önnur en þau sem teljast hefðbundin að því er kom fram samtali Morgun- blaðsins við Birgittu Jónsdóttur eins af aðalskipuleggjendum dagskránnar. „Það hefur skapast gjá á milli ljóða og venjulegs fólks og sérstaklega ungs fólks,“ sagði Birgitta. SU'órnar fólki frá París Hátækniandi mun svífa yfír vötnum á kvöidinu og videómyndvörpur, flók- inn ljósabúnaður, tölvutónlist og fleira verður notað til að skapa ljóðunum hina fjölbreyttustu umgjörð. Fjöldi listafólks kemur fram á kvöldinu. Með því að nota önnur listform með ljóðun- um ætla skáldin að leiða okkur lengra inn í hugarheim sinn. Birgitta sagði að lítill áhugi væri á ljóðagerð meðal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.