Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 6
6 C LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYIMDLIST Asmundarsafn Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar. Listasafn íslands Veggmyndir Kjarvals ( Lands- bankanum til 30. jún(. Safn Ásgríms Jónssonar Sumarsýning á úrvali verka Ás- gríms til 31. ágúst. Listhús 39 Sigríður Júlía Bjamadóttir sýnir til 10. júní. Gallerí Fold Jóhannes Jóhannesson sýnir til 9. júní. Gallerí Stöðlakot Dúkavor, sýn. á dúkum frá Georg Jensen Damask tii 27. maí. Gerðarsafn Yfirlitssýn. á. verkum Barböru Ámason til 9. jún(. Önnur hæð Hamish Fulton sýnir út maí. Hafnarborg Inger Sitter og Ive Hagen til 27. maí. Norræna húsið Henrik Have og Sys Hindsbo sýna og Soivi Stomæss sýnir pijónalist í and- dyrinu til 26. maí. Gallerí Homið Snorri Freyr Hilmarsson sýnir til 5. júní. Gallerí Greip Gunnar Andrésson sýnir til 26. maí. Gallerí Úmbra Lauren Pipemo sýnir til 5. júní. Ingólfsstræti 8 Rúrí sýnir til 25. maí. Mokka Guðný Rósa Ingimarsdóttir sýnir. Gallerí Gangur Antonín Strizek sýnir. Gallerí Allrahanda - Akureyri Bima Kristjánsdóttir sýnir til 31. maí. __________ TOIULIST Laugardagur 25. mai Skagfirska söngsveitin í Glerár- kirkju kl. 15 og Ýdölum kl. 21. Þriðjudagur 28. maí. Þriðju og síðustu tónleikar á Tón- listarvori Fríkirkjunnar í Fríkirkj- unni kl. 20.30,_________________ LEIKLIST Þjóðleikhusið Þrek og tár fím. 30. maí. Kardemommub. lau. 1. júní. Sumarið fyrir stríð mán. 27. maí. Sem yður þóknast fös. 31. maí. Hamingjuránið fös. 31. maí. Borgarleikhúsið Kvásarvalsinn fös. 31. maí. Hið ljósa man lau. 1. júní. BarPar fös. 31. maí. Konur skelfa fím. 30. maí, fös. 31. maí Hafnarfjarðarleikhúsið Himnaríki lau. 25. maí. Kaffileikhúsið Grísk kvöld lau. 25. maí. Ég var beðin að koma... mán. 27. maí, fös. Leikfélag Akureyrar Nanna systir lau. 25. maí. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dáhd verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudögum meiktar; Moig- unblaðið, Menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendin 5691181. Eftirlæti áheyrenda MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju er kominn heim frá Cork á írlandi þar sem hann tók þátt í alþjóðlegri kóra- keppni. Eistneskur kór bar þar sigur úr býtum en Mótettukór Hallgríms- kirkju hlaut á hinn bóginn verðlaun áheyrenda sem eftirlætiskór þeirra. í fréttatilkynningu frá Mótettukórn- um segir: „Kóramót írskra kóra hef- ur verið haldið í Cork undanfarin 43 ár en frá 1989 hefur verið haldin alþjóðleg keppni í tengslum við mót- ið. Yfir hundrað kórar tóku þátt í mótinu og fjöldi kóra sem tók þátt í keppninni hefur aldrei verið meiri, eða þrettán kórar, þar af tíu erlend- ir. Kórarnir komu frá írlandi, ís- landi, Englandi, Wales, Eistlandi, Svíþjóð, Finnlandi, Þýskalandi, Ung- verjalandi og Póllandi. Var það mál aðstandenda keppninnar að aldrei hefðu jafnmargir og jafngóðir kórar tekið þátt í keppninni og voru hæst- ánægðir með hversu harða keppni kórarnir veittu hver öðrum. Tónlistargagnrýnandi The Irish Times tekur undir álit áheyrenda og í umflöllun sinni um keppnina 9. maí sl. segir hann að „tónleikar Mótettu- kórs Hallgrímskirkju standi eftir sem hans kærustu minningar frá mótinu". Auk þess að taka þátt í keppninni söng kórinn á götum borgarinnar, í kaþólskri messu og hélt tónleika i stærstu kirkju þeirra Corksbúa, St. Fin Barre’s. Þetta er í fyrsta sinn sem Mótettukór Hallgrímskirkju keppnir við aðra kóra, en kórinn hefur áður tekið þátt í tónlistarhátíð- um í Austurríki, Noregi, Frakklandi, Þýskalandi, Slóvakíu og á íslandi. Og nú í september er kórinn á leið til Gautaborgar á norræna kirkjutón- listarhátíð. En næsta verkefni Mót- ettukórsins er frumflutningur á verki Hafliða Hallgrímssonar, Lofið Guð í hans helgidóm, en þetta verk er sam- ið að beiðni Listahátíðar í Reykjavík og verður flutt í messu í Hallgríms- kirkju 2. júní næstkomandi. Mess- unni verður útvarpað og sjónvarpað. Kanimer- tónlist á kaffihúsum UFE, verkefni á vegum Evrópusam- bandssins og EFTA til að efla ung- mennasamskipti í Evrópu, efnir til kammertónleika á kaffihúsum víðs vegar um borgina næstu tvær helg- ar. Þar mun ungt tónlistarfólk koma fram og flytja kammertónlist. Á tónleikunum koma fram Klari- netttríóið Seffes, Júra strengjakvart- ettinn og Míó tríó. Fyrstu tónleikam- ir verða á Sólon Íslandus, í dag laug- ardag kl. 16, á Kaffi París, mánudag- inn 17. maí kl. 15.30 og á Kaffi Reykjavík sunnudaginn 2. júní kl. 16. Fleiri tónleikar verða auglýstir síðar. MARGRÉT Guðmundsdóttir í hlutverki Guðríðar Símonardóttur. Heimur Guðríðar til Isafjarðar LEIKRIT Steinunnar Jóhannesdótt- ur, Heimur Guðríðar - síðustu heimsókn Guðríðar Símonardóttur í kirkju Hallgríms, verður sýnt í ísafjarðarkirkju á annan í hvíta- sunnu kl. 21. Með helstu hlutverk í sýningunni fara Margrét Guðmundsdóttir og Helga Elínborg Jónsdóttir, sem báð- ar leika Guðríði á ólíkum æviskeið- um, og Þröstur Leó Gunnarsson er í hlutverki Hallgríms. Höfundur leikritsins, Steinunn Jóhannesdótt- ir, er einnig leikstjóri sýningarinnar. Fyrirlestur um franskt ljóð JEAN Vaché, prófessor við Uni- versité Paul Valéry í Montpellier í Frakklandi, flytur fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands og Alliance Francaise, miðvikudag- inn 29. mai kl. 20.30. Fyrirlesturinn nefnist „Perle“ og fjallar um sam- nefnt ljóð eftir franska nútímarit- höfundinn Michel Butor. í kynningu segir: „Michel Butor er fæddur 1926 og vakti athygli um miðjan sjötta áratuginn fyrir framsæknar skáldsögur. Síðan 1960 hefur Butor ekki skrifað skáidsögur en einbeitt sér að ann- ars konar tilraunaskrifum, lands- lagslýsingum, ferðabókum, lýsing- um á draumum og ljóðagerð, auk þess sem hann hefur skrifað rit- gerðir um bókmenntir. Andlaus ástarsaga KVIKMYNPIR Iláskólabíó LÁN í ÓLÁNI „LUCKY BREAK“ ★ Leikstjóri: Ben Lewin. Aðalhlutverk: Anthony La Paglia og Gia Carides. Pandora. 1995. ÁSTRALSKA gamanmyndin Lán í óláni eftir Ben Lewin flagg- ar bandaríska leikaranum Anth- ony La Paglia í aðalhlutverki og Giu Carides úr ástralska smellin- um „Strictly Ballroom". Þau geta ekki komið í veg fyrir að myndin er gersamlega andlaust og ófyndið bíó. Leikstjórinn Lewin gerði áður hrútleiðinlega mynd með ágætu nafni „The Favor, the Watch and the Very Big Fish“ og hefur lítið batnað síðan. Persónur mynda hans eru reyndar alltaf svolítið forvitnilegar en hann virðist ekki geta nýtt sér þær að neinu ráði nema sem klisj- ur. Til dæmis er aðalkvenpersónan í nýju myndinni hans fatlaður klámsöguhöfundur sem skrifar uppáferðalýsingar dreymin á svip. Aðalkarlpersónan er að líkindum skartgripaþjófur en maður fær aldrei að vita það til fulls. Þau hittast á bókasafni þegar þjófurinn heyrir rithöfundinn lýsa enn einni samfarasenunni seiðandi röddu uppúr eins manns hljóði en hún gengur við hækjur og sendir hann frá sér í skömm sinni. Seinna EITT verka Magdalenu Margrétar, en hún opnar sýningu hjá Jens gullsmið á laugardag. Gullin mín MAGDALENA Margrét Kjart- ansdóttir opnar sýningu hjá Jens gullsmið, Skólavörðustíg 20, á laugardag kl. 14. „Sýningin nefn- ist Gullin mín og er tileinkuð lit- um og pappír; þeim leikföngum sem mörgum hafa verið til gleði og huggunar á lífsleiðinni. Verk- in eru flest frá þessu ári og lýsa samskiptum listakonunnar við gullin sín“, segir í kynningu. Magdalena Margrét er Reyk- víkingur, útskrifuð 1984 frá grafíkdeild Myndlista- og hand- íðaskóla íslands. Hún hefur hald- ið einkasýningar á íslandi, Svi- þjóð, Þýskalandi og tekið þátt í fjölda samsýninga um allan heim. Sýningin hjá Jens gullsmið er opin á verslunartíma til 15. júní. Tengsl milli tón- listar og stærðfræði London. Reuter. ÞJÁLFUN í tónlist og öðrum list- greinum getur orðið til þess að auka hæfni bama til að lesa, skrifa og reikna, að því er fram kemur í nýrri bandarískri rannsókn, sem birt er í nýjasta hefti Nature. Segja þeir sem að henni stóðu að hún styrki þá kenningu að stærðfræði- og tónlistarhæfileikar tengist á einhvem hátt og að hún eigi að verða skólum og foreldrum hvatn- ing til að auka tónlistamám barna. Alls tóku 96 skólaböm á aldrin- um fímm til sjö ára þátt í rann- sókninni. Helmingurinn fékk venjubundna kennslu í tón- og myndmennt en hinn helmingurinn var klukkustund lengur í tónlist og myndlist á hverjum degi. Námsárangur barnanna var mældur áður en rannsóknin hófst og svo þegar hún hafði staðið í einn vetur. Mældist mun meiri framför í stærðfræði hjá þeim bömum sem höfðu fengið auka- kennslu í listum, hvort sem þau töldust góðir eða slakir nemendur, brotnar hún á bæklaða fætinum og getur bent á gifsið á löppinni og sagt við hann að hún hafl brotn- að á skíðum og þá fer nú ástin að blómstra. Hún nýtur þess að vera „heilbrigð" og fögur drauma- stúlka í nokkrar vikur og uppá- ferðalýsingar hennar gerast æ heitari (þær eru sviðsettar fyrir okkur áhorfendur illu heilli) en hann gengur blindur af hamingju í gildruna. Lán í óláni er sagan um Litlu ljót í búningi lélegrar ástralskrar gamanmyndar. Konan hefur nokkra daga til að sýna drauma- prinsinum að þótt fötlunin geri hana ljóta búi í henni fallegt hjarta. Þetta er svona hugsunar- laust bíóævintýri sem er nógu vit- laust til að gera lítið úr fólki og búa til gamanmynd úr því. Það á að vera fyndið að fatlaða konan er ekki gjaldgeng í samfélag manna en njósnar um drauma- prinsinn úr fjarlægð og beitir hann blekkingum. Og af því hún telur sig of ómerkilega til að geta lifað kynlífí situr hún á dimmum bóka- söfnum daglangt og lætur sig dreyma. Hér er ekkert fyndið á ferðinni. Það er ekki hægt að hlæja að einu atriði í allri myndinni. La Paglia og Carides gera hvað þau geta til að gera gott úr öllu saman og eiga í raun hrós skilið. Þau eiga ekki sök á furðulegu handrit- inu og dáðlausri leikstjórninni. Arnaldur Indriðason en hjá þeim sem enga auka- kennslu fengu. Þeir nemendur sem voru undir meðallagi en fengu aukalistakennslu, töldust eftir vet- urinn vera miðlungi góðir, svo mjög höfðu þeir bætt árangur sinn. Martin Gardiner, yfírmaður rannsókna við tónlistarskólann í Providence, Rhode Island, sem kynnti rannsóknina í Nature er lífeðlisfræðingur og tónlistarkenn- ari. Hann segir að bömunum sem fengu aukatónlistarkennslu, hafi verið kennt eftir sextíu ára gam- alli ungverskri aðferð. Hún bygg- ist á aga, bömin læri að syngja í hóp og í hrynjandi í ákveðinni tón- hæð, og að syngja með tilfinn- ingu. Þá lærðu börnin að mála og móta form. Segir Gardiner að rannsóknin styðji kenningar um að tónlistar- og stærðfræðihæfileiki tengist og tekur eðlisfræðinginn Albert Ein- stein sem dæmi en hann hafði unun af fiðluleik. Sýningu Rúríar að ljúka SÝNINGU Rúríar, Gildi II, í Ingólfsstræti 8 lýkur í dag, laugardag. 6. júní opnar í Ingólfsstræti 8 sýning á verkum Rögnu Róbertsdóttur, sem hluti dag- skrár Listahátíðar í Reykjavík. Ingólfsstræti 8 er opið frá kl. 14 til 18 alla daga, nema mánudaga, þá er lokað. Síðasta sýn- ingarhelgi á verkum Daða NÚ FER í hönd síðasta sýning- arhelgi á verkum Daða Guð- björnssonar íGalleríi Borg við Ingólfstorg. Á sýningunni sýn- ir Daði um 20 olíumálverk unnin á striga og 30 vatnslita- myndir. Sýningin er opin frá kl. 14 til 18 um helgina og lýkur á mánudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.