Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 C 7 Slavnesk kvöldstund TONLIST lláskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR A. Dvorák: Carnival forleikur Op. 92; Sofia Gubaidulina: Sjö orð; D. Sjostakovitsj: Sinfónia nr. 9. Fri- edrich Lips, bajan; Harri Ruijsena- ars, selló. Sinfóníuhljómsveit Islands undir stjórn Grzegorz Nowaks. Fimmtudaginn 23. maí kl. 20. ÞAÐ var ekki nema hálffullur salur á áskriftartónieikum Sinfóníu- hljómsveitarinnar í tónleikahöllinni vestur á Melum á fimmtudagskvöld- ið var, og ekki gott að geta sér til um hvort olli veðurblíðan undanfar- ið, verkefnavalið, stjómandaskiptin (upphaflega átti Rozhdestvensky að stjórna, en forfallaðist), eitthvað allt annað - eða sittlítið af öllu. Við mætti bæta ókyrrðinni er færist yfir með vaxandi birtu á kvöldin, þegar íhugun og einbeitni vetrar víkur fyrir hverfullyndi og útþrá sumars. En þó að efnisskráin hafi óneitan- lega haft slavneska slagsíðu - tékk- neskt verk og tvö rússnesk - þá verður ekki annað sagt en að hún hafi verið fjölbreytt. Eins og í eldg- amla daga hófust tónleikarnir á glæsilegum hljómsveitarforleik, nr. 2 af þremur sem Tékkinn Antonin Dvórák samdi í einni röð árið 1892; hinir voru Ur ríki náttúrunnar Op. 91 og Othello Op. 93. Samkvæmt fróðleiksmolum tón- leikaskrár átti Kjötkveðjuforleikur Dvóráks upphaflega að titlast Lífið, og hefur tónskáldinu ugglaust þótt fullstórt upp í sig tekið fyrir tónverk upp á 10 mínútur. Hljómsveitin lék vel undir öryggri stjórn pólska stjórnandans Grzegorz Nowaks, sem nú mun aðalhljómsveitarsjóri Sinfóníuhljómsveitar Edmonton- borgar í Kanada. Þetta kvöld var öðru fremur kvöld tréblásaranna, og léku tréblásarar afar fallegan ein- og samleik í hægum miðhluta forleiksins. Tónsmíð eftir Sofíu Gubaidulinu (f. 1931) va_r hér flutt af Sinfóníu- hljómsveit Islands í fyrsta sinn. Tónskáldið mun, eins og Schnittke og fleiri af sömu kynslóð, nánast hafa verið óþekkt utan fyrrum Sov- étríkjanna fram að þíðu 9. áratugar- ins, enda naut hún ekki ferðafrelsis, og virðist í ofanálag, sakir framsæk- ins tónamáls síns, hafa átt erfitt uppdráttar heima fyrir, þrátt fyrir hvatningu starfsbræðra eins og Sjostakovitsj, og aðallega séð fyrir sér sem kvikmyndatónskáld. Verk hennar fyrir einleiksselló, rússneska harmonikku og strengi, „Sjö orð“ (þ.e. Krists á krossinum) frá árinu 1982, hlýtur að hafa verið alveg sérstakur þyrnir í augum post-sta- línískra guðleysingja, bæði vegna kristilegs innihalds og „óalþýðlegs“ stíls, og er ekki að efa, að í tíð Zhadanovs hefði tónskáldið fengið að kenna rækilega á því. Það er annars íhugunarefni, að meðan mesta framsæknin var að ganga sér til húðar á Vesturlöndum, virðist hún á sama tíma hafa hlotið æðri tilgang í steinrunninni spennitreyju sovétandrúmsloftsins, þótt dulinn væri; nefnilega í þágu baráttunnar fyrir einstaklingsfrelsi. Stíll „Sjö orða“ minnti undirritað- an að mörgu leyti á 7. áratuginn. Ómstrítt tónamálið átti í þetta sinn afar vel við viðfangsefnið, því líkt og Deryck Cooke og fleiri hafa bent á, er ómstreitan umfram allt tákn sársaukans, eins og fram kemur í jafnólíkum tónsmíðum og t.d. madr- ígölum Gesualdós og Harmljóði Pendereckis um fórnardýrin í Hí- rosjíma. Hins vegar var öllu örðugra að gera sér grein fyrir því hvað verið væri að „segja“ sérstaklega, þar sem hver þáttanna sjö rann saman við annan, auk þess sem síðustu orð Krists voru ekki tilfærð í tónleika- skrá. Tónsmíðaaðferðir Gubaidulinu báru vott um mikla handverkslega fágun, enda var ógnvekjandi dulúð- in sem af þeim stafaði býsna áhrifa- mikil, þó að lengd einstakra efnis- þátta gæfí annað slagið til kynna, að einbeitingarþol áheyrenda eystra sé töluvert meira en hér í rótleysi Vesturlanda. Strengir Sinfóníu- hljómsveitarinnar léku af mikilli inn- lifun, og framlag einleikaranna á selló og bajan var hvort um sig frá- bært. Sagan um þegar Stalín ætlaðist til að fá samda mikla lofgjörð í tón- um um sjálfan sig, er fagna átti sigri í lok hins mikla „föðurlands- stríðs" 1945, en hlaut í staðinn 9. sinfóníuna, er ekki aðeins kostuleg; hún lýsir einnig nærri ofurmann- legri hugdirfsku tónskáldsins. Hvernig Sjostakovitsj gat komizt upp með aðra eins paródíu, rétt handan við yfirborðið, þegar ekkert minna en líf hans lá við, er ein af óskiljanlegustu gátum Stalíns- tímans, því fylgzt var með hverju fótmáli hans, allt frá því er hann féll fyrst í ónáð rauða zarsins 1934 fyrir ástríðufullu básúnuglissin í „Lafði Makbeð frá Mtsensk". 9. sinfónían, sem SÍ flutti síðast fyrir fjórum árum, er ásamt nr. 5 og 7 sennilega mest flutta hljóm- sveitarverk Sjostakovitsj á Vestur- löndum. Það er glettið, en glettnin er grá undir niðri, og svigna þar ýmsir duldir feiknstafir í brosi. Fyrsti þátturinn (Allegro) virtist örlítið losaralega leikinn, en upp frá því réð samstillt fágun ferðinni. Tréblásarar áttu ógleymanlegan leik í 2. þætti (Moderato) við kostulegan dempaðan strengjaundirleik, er lýst gæti aldraðri greifafrú á fyrsta fyll- iríi ævinnar. Presto-þátturinn var orð með sanni, því tempóið færðist þar nærri hættumörkum, en allt fór þó vel að lokum. í hægum 4. þættinum (largo) hljómaði fagott Hafsteins Guð- mundssonar af öruggum en trega- blendnum þokka í löngum einleik skafla. Lokaþátturinn (Allegretto) var yfirfullur af því grótesku glensi sem í fljótu bragði má rugla saman við samsvarandi hlið á Prokofiev, og sópaði þar af hljómsveitinni, svo tíminn flaug burt á einu örskoti. Ríkarður Ö. Pálsson Háskólafyrirlestur um Anton Tsjekov Dr. LEONARD A. Polakiewicz, háskólakennari í slavneskum bók- menntum og tungumálum við Min- nesota-háskóla, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands mánudaginn 27. maí kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist „Anton Chekov and The Elusive Nature of Truth“ og verður fluttur á ensku. Leonard lauk doktorsgráðu frá Wisconsin-háskóla í Madison og hefur skrifað fjölda ritgerða og greina um rússneskar og pólskar bókmenntir og tungu. Á þessu ári mun koma út bók eftir hann sem ber heitið „Anton Chekhov: Life, Work, Criticism Hann er nú kennari við Minnesota- háskóla og hefur verið það um langt árabil. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN lék vel undir öruggri stjórn pólska stjórnandans Grzegorz Nowaks og einleikarar voru Friedrich Lips og Harri Ruijsenaars Asmund- arsalur tekinn í notkun LISTASAFN ASÍ opnar nýtt húsnæði sitt í Ásmundarsal við Freyjugötu í dag og verð- ur þingfulltrúum af 38. þingi alþýðusambandsins fyrstum boðið að skoða húsnæðið. Ólafur Jónson hjá Listaafni ASÍ sagði í samtali við Morg- unblaðið, að myndir eftir Svavar Guðnason yrðu til sýnis við opnuna, en sýning á verkum Svavars verður í Ásmundarsal 7. til 28. júní á dagsskrá Listahátíðar. SAMANTEKT FELAGSVISINDASTOFNUNAR A SOLU BOKAIAPRIL1996. UNNIÐ FYRIR MORGUN- BLAÐIÐ, FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA OG FÉLAG BÓKA- OG RITFANGAVERSLANA. JRtvgmifclfltoife Bóksölulisti ÍSLENSK ORÐABÓK Ritstj. Árni Böðvarsson. Útg. Mál og menning GRILLAÐIR BANANAR Ingibjörg Möller og Fríða Sigurðardóttir. Útg. Vaka-Helgafell hf. SÁLMABÓK ÍSLENSKU KIRKJUNNAR Útg. Kirkjuráð í umboði Hins íslenska biblíufélags ENSK-ÍSLENSK ÍSLENSK-ENSK ORÐABOK Útg. Orðabókaútgáfan ENSK-ÍSLENSK SKÓLAORÐABÓK Ritstj. Jón Skaftason. Útg. Örn og Örlygur DÖNSK-ÍSLENSK SKÓLAORÐABÓK Útg. Mál og menning 8 ICELAND THE WARM COUNTRY IN THE NORTH Torfi H. Tulinius. Myndir: Sigurgeir Siguijónsson. Útg. Forlagið BROTIN ÖR Jeff Rovin. Útg. Úrval ÍSLENSK-ENSK ORÐABÓK Útg. Iðunn 4k 4 ÍSLENSK ORÐTÖK ■ I I Sölvi Sveinsson. Útg. Iðunn 10-11 OSKIR TRJANfMA Angela Elwell Hunt. Útg. Skálholtsútgáfan Einstakir flokkar: Skáldverk Almennt efni Börn og unglingar 1 BROTIN ÖR 1 ÍSLENSK ORÐABÓK ■f GRILLADIR BANANAR Jeff Rovin. Ritstj. Árni Böðvarsson. Ingibjörg Möller og Fríða Útg. Úrval Útg. Mál og menning Sigurðardóttír. Útg. Vaka-Helgafell hf. 2-3 STÚLKAN SEM GAT 2 SÁLMABÓK 2 ÓSKIR TRJÁNNA EKKI NEITAÐ íslensku kirkjunnar Margit Sandemo. Útg. Kirkjuráð í umboði Angela Elwell Hunt. Útg. Reykholt Hins íslenska biblíufélags Útg. Skálholtsútgáfan 2-3 VERÖLD SOFFÍU 3 ENSK-ÍSLENSK 3 VÍSNABÓKIN Jostein Gaarder. ÍSLENSK-ENSK ORÐABÓK Útg. Iðunn Útg. Mál og menning Útg. Orðabókaútgáfan 4 ÍSLENSKU DÝRIN 4-5 LESIÐ I SNJÓINN 4 ENSK-ÍSLENSK Myndir: Halldór Pétursson. Peter Hoeg. Útg. Mál og menning 4-5 SINNASKIPTI SKÓLAORÐABÓK Ritstj. Jón Skaftason. Útg. Örn og Örlygur Útg. Setberg 5 ALFRÆÐI UNGA FÓLKSINS Ritstj. Sigríður Harðardóttir og Lynda Kay Carpenter. 5 DÖNSK-ÍSLENSK Hálfdan Ómar Hálfdanarson. Útg. Úrval SKÓLAORÐABÓK Útg. Öm og Örlygur 6 RAUÐA SERÍAN Útg. Mál og menning 6 KOLURí LEIKSKÓLA (4 bækur í pakka) 6 ICELAND THE WARM Walt Disney. Útg. Ásútgáfan COUNTRY IN THE NORTH Toríi H. Tulinius. Útg. Vaka-Helgafell hf. 7 PASSÍUSÁLMAR Myndir: Sigurgeir Sigurjónsson. 7-10 græni hatturinn Hallgrímur Pétursson. Útg. Hörpuútgáfan Útg. Forlagið 7 ÍSLENSK-ENSK ORÐABÓK Vilberg Júlíusson endursagði. Útg. Bókaútgáfan Björk 8 ENGLAR ALHEIMSINS Einar Már Guðmundsson. Útg. Iðunn 7.10 LITLA RAUÐA HÆNAN Þýðing: Sigurður Útg. Mál og menning 8 ÍSLENSK ORÐTÖK Sölvi Sveinsson. Útg. Iðunn Gunnarsson. Útg. Bókaútgáfan Björk 9 UÓÐ TÓMASAR 7-10 MYNDASÖGUSYRPA GUDMUNDSSONAR O DÖNSK-ÍSLENSK, Útg. Mál og menning ÍSLENSK-DÖNSK ORÐABÓK Útg. Orðabókaútgáfan Walt Disney. Útg. Vaka-Helgafell hf. 10 FAGRA VERÖLD Tómas Guðmundsson. 10 BIBLÍAN 7-10 SVANUROG Útg. Mál og menning Útg. Hið íslenska biblíufélag SVARTI MAÐURINN Anders Jacobsson og Sören Olsson. Útg. Skjaldborg hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.