Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA J$l<or$iiiibtröft 1996 LAUGARDAGUR 25. MAI BLAD KNATTSPYRNA Jafntefli Morgunblaðið/Sverrir VALUR og KR gerðu 1:1 jafntefll í 1. delld kvenna í knattspyrnu að HlíAarenda í gærkvöldl. Sóknarstúlkan Kristbjörg H. Ingadóttir, sem hér er með knöttinn, lagði upp mark Vals. Fyrlr aftan hana eru varnarstúlkurnar í KR, Ásta Sóley Haraldsdóttir til vlnstri og Hrefna Jóhannesdóttlr. Konráð íhugar tilboð frá Maritimo KONRÁÐ Olavson, leikmaður Stjörnunnar í hand- knattleik, hefur verið í viðræðum við Maritimo á Madeira, sem er í 1. deild í Portúgal. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins í Portúgal er beðið eftir því að Konráð ákveði sig og herma sömu heimildir að hann sé spenntur fyrir tilboðinu. Konráð staðfesti að talsmenn liðs í 1. deild í Port- úgal hefðu haft samband við sig, en sagði við Morgunblaðið að málið væri á byijunarreit. Hann ætti eftir að gefa Stjörnunni svar um framhaldið, en næsta skref varðandi erlenda liðið væri væntan- lega að fara út og skoða aðstæður. Konráð, sem er 28 ára og á 132 landsleiki að baki, hóf ferilinn hjá KR, lék með Dortmund í Þýskalandi 1991 til 1993 og hefur verið leikmaður Stjörnunnar siðan. Sigurðurtekurvið Keflavíkurliðinu af Jóni Kr. SIGURÐIÍR Ingimundarson var í gær ráðinn þjálf- ari úrvalsdeildarliðs Keflavíkur í körfuknattleik. Hann tekur við af Jóni Kr. Gíslasyni, sem nú ein- beitir sér að þjálfun landsliðsins. Sigurður, sem hefur leikið með Keflavíkurliðinu og landsliðinu undanfarin ár, þjálfaði kvennalið Kefiavíkur síð- ustu fimm árin og náði frábærum árangri. Liðið vann átta af tiu titlum sem i boði voru á þessum fimm árum. Hann segist ætla að leggja körfuboltaskóna á hilluna og snúa sér alfarið að þjálfun liðsins næsta vetur. „Þetta er það erfitt og krefjandi starf að það þýðir ekkert að vera að spila með. Þetta er spennandi verkefni og ég hlakka til að takast á við það,“ sagði Sigurður. Hann reiknar með að flestir leikmenn liðsins frá því í fyrra spili áfram með liðinu næsta vetur. „Ég set reyndar spurningamerki við Davíð Grissom og Albert Óskarsson. Og svo veit ég ekki hvað Jón Kr. Gíslason gerir. Við munum styrkja liðið með útlendingi og erum að skoða þau mál í rólegheitun- ura,“ sagði nýráðinn þjálfari Keflvíkinga. Jón Arnar keppir í Götzis um helgina JÓN Arnar Magnússon, tugþrautarmaður úr UMSS, keppir á móti í Götzis í Austurríki um helgina. Þetta er eitt af sterkustu tugþrautarmót- um heims, sem haldið er árlega. Jón Arnar keppti á þessu móti í fyrra, hafnaði í 5. sætí og settí íslandsmet, 8.237 stig. Þar skipaði hann sér í rað- ir bestu tugþrautarmanua heims. Gísli Sigurðsson, þjálfari Jóns Arnars, er með honum í Austurriki. Golflandsliðið keppir á móti í Skotlandi ÍSLENSKA karlalandsliðið í golfi tekur þátt í hinni árlegu St. Andrews keppnií Skotiandi, sem verð- ur um helgina. Liðið skipa fslandsmeistarinn Björgvin Sigurbergsson úr Keili, Birgir Leifur Hafþórsson og Kristinn G. Bjarnason úr Leyni og Sigurpáll G. Sveinsson frá Akureyri. á Laugardalsvelli 1. júní kl.19 Forsala aðgöngumiða er á ESSO-stöðvunum. 20% afsláttur til Safnkortshafa. ísso! Fáðu þér Safnkort i nœstu ESSO-stöð. Olíufélagiðhf —50 ára —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.