Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 19/5 - 25/5. ?AUKNINGheUdar- kostnaðar vegna lyfseðils- skyldra lyfja, bæði hjá sjúklingum og Trygginga- stofnun ríkisins, fyrstu fjóra mánuði ársins er tæp 13% miðað við sama tíma í fyrra. Ástæðurnar eru taídar vera ný og dýr lyf á markaði og aukin að- hlynning sjúklinga í heimahúsi. ? S,IÖ úrlausnir nemenda við Grunnskóla Raufar- hafnar í samræmdu prófi í íslensku hafa ekki skilað sér til yfirferðar. Niður- stöður prófsins voru kynntar í vikunni. Meðal- einkunn nemenda var hæst í ensku eða 7 og lægst í stærðfræði eða 5,5. Meðaleinkunn var 5,8 í is- lensku og 6,3 í dönsku. ?SÓLVEIGLiljaGuð- mundsdóttir, 19 ára stúlka úr Njarðvíkum, var kjöriii fegur ðardrottning íslands á f östudagskvöld í öðru sæti varð Auður Geirsdótt- ir, fegurðardrottning Norðuriands, og Harpa Rós Gísladóttir, fegurðar- drottning Reykjavíkur, varð í þriðja sæti. í fjórða sæti varð Halla Svansdótt- ir, fegurðardrottning Vesturlands, og var hún kjörin vinsælasta stúlkan. ?EDMUND Joensen, lög- maður Færeyja, kom ásamt eiginkonu sinni og föruneyti í opinbera heim- sókn til íslands á þriðju- dag. Hann kom m.a. til Súðavíkur og Flateyrar en Færeyingar hafa gefið rausnar lega til uppbygg- ingar á stöðunum. Fimm í framboði FIMM höfðu tilkynnt um framboð til forsetakjörs þegar framboðsfrestur rann út á miðnætti aðfaranótt laugar- dags. Frambjóðendurnir eru Ástþór Magnússon, Guðrún Agnarsdóttir, Guðrún Pétursdóttur, Ólafur Ragnar Grímsson og Pétur Hafstein. Guðmundi Rafni Geirdal tókst ekki að safna til- skildum fjölda meðmælenda áður en framboðsfrestur rann út. Grétar forseti ASÍ GRÉTAR Þorsteinsson, formaður Sam- iðnar, yar kjörinn forseti Alþýðusam- bands íslands á þingi þess í vikunni. Hann fékk 76% atkvæða en Eiríkur Stefánsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Fáskrúðsfjarðar, fékk 24% atkvæða. Hervar Gunnarsson féll frá forsetaframboði sínu og var kjörinn 1. varaforseti og Ingibjörg R. Guð- mundsdóttir, sem verið hefur 1. vara- forseti ASÍ, var kjörin 2. varaforseti. Spánverjar vilja Sementsverksmiðj- una SPÆNSKT fyrirtæki hefur lýst yfir áhuga á því við íslensk sQórnvöld að kaupa Sementsverksmiðjuna hf. á Akranesi. Spánverjarnir vilja kaupa meirihluta verksmiðjunnar en ekki endilega alla verksmiðjuna. Erindið er til athugunar hjá einkavæðingarnefnd ríkisstjórnarinnar og rfkisstjórninni. Tekið undir með siða- nefnd BOLLI Gústavsson, vígsiubiskup á Hólum, fellst á niðurstöðu siðanefndar Prestafélags íslands um að biskup ís- lands hafi brotið alvarlega af sér gagn- vart hinu kirkjulega embætti með því að bera út opinberlega upplýsingar um fund sóknarprests í Langholtskirkju og skjólstæðings vegna persónulegra hagsmuna sinna. Hann sér hins vegar ekki ástæðu til að hafa frekari afskipti af málinu. Jandarbyev fellst á viðræður við Jeltsín LEIÐTOGI aðskilnaðarsinna í Tsjetsjníju, Zelimkhan Jandarbíjev, féllst á fimmtudag á viðræður við Bor- ís Jeltsín Rúss- iandsforseta fyrir forsetakosningarn- ar 16. júní. Jeltstn fagnaði þessu sem fyrsta mikilvæga skrefinu í átt til friðar í Tsjetsjníju og formaður sendi- nefndar Öryggis- og samvinnustofn- unar Evrópu í Grosní, sem hafði milligöngu um við- ræðurnar, tók í sama streng. Þótt enn sé öldungis óvíst að samkomulag náist um frið eru viðræðurnar einar taldar geta styrkt stöðu Jeltsíns í kosningabar- áttunni. Hver skoðanakönnunin á fætur annarri bendir nú til þess að Jeltsín verði endurkjðrinn. Augljóst er að hann er í sókn meðan helsti andstæðingur hans, Gennadí Zjúganov, frambjóðandi kommúnista, stendur í stað. Ólga og upplausn í Norður-Kóreu NORÐUR-kóreskur orrustuflugmaður með ofurstatign flúði á herþotu til Suður-Kóreu á fimmtudag og flóttinn þykir til marks um upplausn innan hers kommúnistastjórnarinnar í Norð- ur-Kóreu. Mikil óánægja er meðal for- réttindastéttarinnar í landinu og mat- vælaskorturinn er meiri en nokkru sinni áður frá því í Kóreustríðinu 1950-53. Algengt er að fólk gangi til fjalla í von um að fínna forðarætur sér til matar. óttast er að ástandið leiði tiJ aukinnar spennu á Kóreuskaga og torveldi til- raunir til að stuðla að friðsamlegri sam- búð kóresku ríkjanna. ? YFIRVÖLD í Bandaríkj- unum upprættu á fúnmtu- dag kín verskan vopna- smyglhring, sem tvö kín- versk vopnafyrirtæki eru talin viðriðin. 2.000 vélbyss- ur og sjáif virkar byssur voru gerðar upptækar, fleiri en nokkru sinni áður í sögu Bandarikjanna. Sjö menn voru handteknir og sex Kinverjar, þeirra á með- al háttsettir starfsmenn vopnafyrirtækjanna, eru eftirlýstir. ? ÓTTAST er að a.m.k. 800 manns hafi farist á þriðju- dag þegar ofhlaðin ferju frá Tansaníu hvolfdi á Viktoríu- vatni. Þetta er mannskæð- asta f erjuslys í sögu Austur- Afríku. ? ÍRAKAR féllust Ioks á mánudag á skilyrði Samein- uðu þjóðanna fyrír því að þeir fengju að selja olf u til að kaupa matvæli, Iyf og aðrar nauðsynjar og draga þannið úr neyð almennings íírak. ? BRESKA stjórnin hóf á miðvikudag storsókn til að kynna satnstarsþjóðum sín- um í Evrópusambandinu þá ákvörðun sína að neita að taka þátt í ákvarðanatökum sambandsins fyrr en kúar- iðudeilan verður leyst. p ? TANSU Ciller, fyrrver- andi forsætisráðherra Tyrklands og leiðtogi ann- ars stjórnarflokksiiis, veitt- ist harkalega að Mesut Yilmaz forsætisráðherra á miðvikudag og sagði hann gersamlega óhæfan til að gegnaembættinu. FRETTIR Sólveig Lilja Guðmundsdóttir Fegurðardrottning íslands Morgunblaðið/Halldór Kolbeins SÓLVEIG Lilja Guðinundsdóttir, nýkjörin Fegurðardrottning íslands, með höfuðdjásnið sem titlinum fylgir. Henni á hægri hönd er Auður Geirsdóttir, Fegurðardrottning Norðurlands, sem varð í öðru sæti, og vinstra megin er Harpa Ros Gísladóttir, Fegurðardrottning Reykjavíkur, sem varð i þríðja sæti. Leiðist fátt meira en aðgerðarleysi SÓLVEIG Lilja Guðmundsdóttir, nýkjörin Fegurðardrottning Is- lands, kveðst vonast til þess að hafa nóg að gera á komandi mánuðum og segir að sér leiðist fátt meira en aðgerðarleysi, þeg- ar Morgunblaðið ræddi við hana í gærmorgun. Sólveig Lilja er fædd og uppal- in við sjávarsíðuna í Njarð vík og hefur unnið í fiskvinnslu en starf- ar nú á skrifstofu kolavinnslufyr- irtækis auk þess að vera i námi. Sólveig Lilja er yngst sex systkina og býr nú ein með móð- ur sinni. Hún var kjörin fegurð- ardrottning Suðurnesja í fegurð- arsamkeppni sem þar var haldin í mars sl. „Þetta er alveg æðisleg tilfinn- ing en ég hafði ekkert leitt hug- ann að þvi að ég gæti staðið uppi sem sigurvegarínn. Ég hélt að svona keppni værí mjög taugatrekkjandi en f raun er hún ótrúlega skemmtileg. Titillinn opnar vonandi margar dyr fyrir mig og ég vonast til þess að mik- ið verði fyrir mig að gera á þessu ári. Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt i svona keppni en ég hef áður tekið þátt í tískusýning- um," segir Sólveig Lilja. Hún er í kvöldskóla Fjölbrautarskóla Suðurnesja og fer liklega í dagskólann næsta haust. Hún hefur lokið sex önn- um á hagfræðibraut og henni lætur vel að fást við tölur. „Mér finnst mjög gott að vinna undir álagi. Það er betra að hafa mikið að gera heldur en lítið. Það á eftir að koma í ljós hvaða verk- efni ég fæ en ætli það verði ekki mest sýningarstörf og auglýs- ingastörf," sagði Sólveig Lilja. Hún segist reyna að halda sér i formi með því að fara í sund og þolfimi og svo gætir hún vel að mataræðinu. SÓLVEIG Lilja í hópi ástvinanna. Lengst til vinstri er Berta Gerður Guðmundsdóttir, systir Sólveig- ar Lilju, Pálína Ágústsdóttir, móðir hennar, Snædís Guðmundsdóttir, systir Sólveigar Liíju, þá Sólveig Lilja sjálf, sem heldur utan um ömmu sína, Bertu Hannesdóttur. Hörð keppni á Hvítasunnumóti Fáks j Gordon óvænt í efsta sætið KEPPNI A-flokks gæðinga hjá Fáki í fyrrakvöld var dramatísk svo ekki sé meira sagt. Sýning Sigurbjörns Bárðarsonar á Dyn frá Ytra- Skörðugili misfórst þegar skeifa datt undan og enduðu þeir í neðsta sæti. Áður hafði Svartur frá Una- læk og Þórður Þorgeirsson komið sér vel fyrir í efsta sætinu. En Sig- urbjörn var ekki af baki dottinn þegar hann kom með síðasta hest- inn í keppni, Gordon frá Stóru- Ásgeirsá. Skutust þeir öllum á óvart upp í efsta sætið með 8,61 í ein- kunn. Óður frá Brún, sem Hinrik Bragason sat, kom næstur með 8,59. Næstir komu Svartur ogÞórð- ur Þorgeirsson með 8,58, Geysir frá Dalsmynni og Ragnar Hinriksson með 8,57, Hannibal frá Hvítár- bakka og Sigurður Matthíasson með 8,55, Hljómur frá Brún og Hulda Gústafsdóttir með 8,52, Pnns frá Hvítárbakka og Viðar Halldórsson með 8,51 og síðastir í úrsht eru Dalvar frá Hrappsstöðum og Daníel Jónsson með 8,48. Urslit verða á annan í hvítasunnU og má búast við harðri keppni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.