Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Mikilvægustu kosningar í Israel frá stofnun ríkisins Kosið um framhald friðarferlis Kosningarnar sem fram fara í ísrael á miðvikudag eru taldar með þeim mikilvæg- ustu í sögu landsins. Snorri G. Bergsson segir frá helstu átakamálunum og leiðtog- unum sem berjast um hylli kjósenda. ÞAÐ hefur varla farið framhjá nokkrum 'mannni að á næstu miss- erum fara fram forseta- kosningar í Bandaríkjunum og Rússlandi, en þær geta skipt sköp- um um framtíðarhorfur á alþjóða- vettvangi. Þótt aðrar kosningar á þessu ári falli nokkuð í skugga þeirra tveggja, er víst að komandi þingkosníngar í ísrael muní hafa varanleg áhrif á alþjóðastjórnmál komandi ára. Kosningarnar í ísrael nú á mið- vikudag verða vísast einar þær mikilvægustu í sögu landsins, eink- um sökum friðarsamninga ísraela við Palestínumenn. Auk þe§s verða mikilvægar formbreytingar á kosn- ingunum, t.d. verður forsætisráð- herra landsins kosinn beinni kosn- ingu, í stað þingræðislegs kjörs sem nú viðgengst. Frambjóðendur til forsætisráðherra eru Shimon Per- es, núverandi forsætisráðherra og formaður Verkamannaflokksins, og Benjamin „Bibi" Nethanyahu, formaður Likud-flokksins og fram- bjóðandi Likud-Gesher-Tsomet kosningabandalagsins. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Peres ör- lítið forskot, en sökum þess hversu margir kjósendur hafa enn ekki gert upp hug sinn, telst það vart marktækt. Nokkuð margir ólíkir flokkar bjóða nú fram til þings, þeirra á meðal tveir nýlega stofnaðir; Þriðja leiðin, undir stjórn stríðshetjunar Avigdors Kahalanis, og Yisrael B'Aliyah, sem er stjórnmálaflokkur rússneskra innflytjenda undir stjórn andófsmannsins þekkta frá sovét-tímanum, Nathans Scharan- skys. Báðir þessir flokkar rekja ættir sínar til Verkamannaflokks- ins, en hafa klofnað þaðan af ýms- um ástæðum. Aðrir smáflokkar eru einkum trúarflokkarnir þrír, Mer- etz-bandalagið (flokkur gamalla kommúnista og femínista), og flokkar Araba. Ríkisstjórnarflokk- arnir, Verkamannaflokkurinn og Meretz, hafa ekki nema 58 þing- sæti af 120, auk stuðnings tveggja þingmanna Tsomet. Stjórnin er auk þess varin vantrausti af Shas- flokknum og arabískum þingmönn- um. Líklegt má telja, að niðurstaðan eftir komandi kosningar verði þær, að litlir hagsmunaflokkar komist enn á ný í oddaaðstöðu á þingi, og geti knúið á framgöngu mála sinna, jafnvel þótt hið nýja kosningafyrir- komulag geri þeim hrossakaupin nokkuð erfiðari fyrir en áður, þar sem næsta ríkisstjórn verður ekki skipuð samkvæmt þingræðislegum regium. Nýtt kosningafyrirkomulag Kosningarnar á miðvikudaginn verða því töluvert frábrugðnar því fyrirkomulagi sem hingað til hefur verið fylgt. Þannig verður næsta ríkisstjórn ísraels mynduð óháð þingstyrk, eins og viðgengst m.a. í Bandaríkjunum. Sá frambjóðandi sem mest fylgi fær mun fá 45 daga til að mynda ríkisstjórn. For- skot Peresar á Nethanyahu, sem jókst gífurlega eftir morðið á Yitz- hak Rabin, þáverandi forsætisráð- herra, hefur dregist saman frá því í desember, og eins forskot Verka- mannaflokksins. Einkum hefur þar komið til óánægja kjósenda með friðarsamningana og sífeildar sprengju- og eldflaugaárásir mú- slimskra öfgatrúarhópa. Öryggismálin ávallt í brennidepli Allt frá stofnun Israels hafa þarlend stjórnmál snúist að mestu um öryggismál og samskipti við arabísku nágrannalöndin. Þannig hafa stjórnmálamenn verið flokk- aðir í „hauka" og „dúfur" og því geta þingmenn úr ólíkum flokkum sameinast undir þeim merkjum, þótt hefðbundin óvild milli stóru flokkanna hafi nær útilokað sam- starf einstakra þingmanna þeirra um einstök öryggismál. Einnig kemur til, að fram til 1992 röðuðu miðstjórnir á framboðslista allra ísraelskra stjórnmálaflokka. Af þeim sökum verða þingmenn að fylgja flokkslínunni, eða eiga á hættu að falla af framboðslista í næstu kosningum. Sökum missætt- is milli einstakra þingmanna og flokksstjórnar hafa hrossakaup viðgengist töluvert, og t.a.m. gengu á síðasta ári tveir þingmenn Tsomet-flokksins tíl fylgis við ríkis- stjórnina, og fengu að launum ráð- herrastóla og forláta Mitsubishi Galant bifreiðar. Það getur farið svo, að næsti forsætisráðherra muni ekki hafa þingmeirihluta á bak við sig, og verði því að reiða sig á fleiri „Mitsubishi-þingmenn", en svo eru hrossakeyptir þingmenn kallaðir þessa dagana í Israel. Ríkisstjórnir Yitzhaks heitins Rabins og Shimons Peres, sem set- ið hafa að völdum frá 1992, þykja að mörgu leyti hafa vanrækt þenn- an mikilvæga þátt, öryggisþáttinn. í stefnuskrám Verkamannaflokks- ins, sem þeir tveir hafa leitt til skiptist frá 1974, er þess þó getið, að í engu skuli gefið eftir í öryggis- málunum. Almenningur í ísrael tók slík orð trúanleg þegar Rabin átti í hlut, en hann var margreyndur hermaður, herráðsforingi og reynd- ur varnarmála- og forsætisráð- herra. Shimon Peres, hins vegar, er gjörsamlega óreyndur í hernaði. Hann tók lítinn þátt í sjálfstæðis- stríðinu 1947-1949, en var þess í stað að kaupa vopn í Evrópu, og hefur síðan einkum starfað í opin- berum skrifstofum. Á hinn b6ginn er listi Likud- bandalagsins samansafn af reynd- um hermönnum og stríðshetjum. Leiðtogi flokksins, Benjamin Net- hanyahu, var lengi foringi í sér- sveit ísraelshers sem barðist gegn hryðjuverkamönnum. Síðar varð hann sendierindreki ísraels í Reuter BEDÚINAR bíða komu Shimons Peres, forsætisráðherra ísra- els, á kosningafundi í þorpinu Rahat í Negev-eyðimörkinni. Bandaríkjunum, sendihérra hjá Sameinuðu þjóðunum 1984-1988 og einn óopinberra ráðgjafa Ron- alds Reagans, fyrrum forseta Bandaríkjaforseta, 1 baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. Aðrir leiðtogar Likud-bandalagsins eru margreyndir hermenn. Arfleifð Rabins í kosningabaráttunni hafa leið- togar Verkamannaflokksins eink- um byggt á arfleifð Rabins og höfð- að þannig til tilfinninga kjósenda, en þær hafa löngum skipt miklu máli í ísrael. Draumsýn Peresar um „Ný Miðausturlönd" byggð á friði og samvinnu þjóða, sem hann setti fram í samnefndi bók sinni, hefur lengi verið talið draumóra- yerk, einkum þar sem t.d. aðgerðir ísraelshers í Líbanon gengu þvert á þær hugmyndir. Mánaða lokun Vesturbakkans og Gasa-svæðisins er auk þess í mótsögn við áherslur Peres og hafa þessar aðgerðir vak- ið mikla reiði meðal arabískra kjós- enda, sem löngum hafa stutt Verkamannaflokkinn. Þó er líklegt, að áralöng óvild ísraelskra Araba og Likud-manna muni vega þyngra á metunum en kosningastríð Peres- ar í Líbanon. Likud-bandalagið nýtur stuðn- ings meirihluta ísraelskra Gyðinga, samkvæmt skoðanakönnunum, og gætu því úrslit kosninganna ráðist á atkvæðum Araba. Það kann þó að hjálpa Nethanyahu eitthvað, að arabískir flokkar hljóta flest at- kvæði ísraelskra Araba, í stað Verkamannaflokksins. Góðæri Helsti veikleiki Likud, er vafa- laust efnahagsstefna Netanyahus og góðæri í efnahagsmálum ísra- els. Efnahagsstefna ríkisstjórna Verkamannaflokksins hefur að mörgu leyti skilað góðum árangri. Atvinnuleysi fer snarminnkandi þrátt fyrir stöðugan innflutning rússneskra og úkraínskra Gyðinga. Hagvöxtur er stöðugur og við- skiptahalli við útlönd hefur minnk- að. En só'kum þess, að 12-13% þjóð- arframleiðslu renna til varnarmála, hefur ísraelska efnahagskerfið mátt þola stöðugan hallarekstur, sem aðeins hefur náðst að greiða úr fyrir tilstilli Bandaríkjanna og auðugra Gyðinga erlendis. Benjam- in Nethanyahu og Likud-bandalag- ið vilja einmitt taka ísrael af banda- rísku jötunni og ná niður erlendum skuldum með því að minnka ríkisaf- skipti af atvinnulífinu. Þeir vilja einkavæðingu a.m.k. 50 ríkisfyrir- tækja á fjórum árum, og að mo- innkaðir verði eða afnumdir styrkir til verkalýðshreyfíngarinnar og samyrkjubúa, helstu bakhjarla Verkamannaflokksins. Þá boða þeir að dregið verði úr ríkisútgjöld- um í þjónustugreinum. Þessar til- lögur Likud-manna hafa fallið í nokkuð grýttan jarðveg meðal kjós- enda, sem lengi hafa vanist fjár- framlögum Bandaríkjanna, ofur- sterkum verkalýðsfélögum og róm- antík samyrkjubúanna. Því getur verið, að frjálshyggja Netanyahus muni kosta hann oddaatkvæðin sem ráðið geta úrslitum í kosning- unum. Að loknum kosningum Ef Verkamannaflokkurinn og Shimon Peres fá endurnýjað umboð til stjórnarsetu í ísrael má búast við, að friðarferlið haldi áfram með sömu áherslum og verið hafa. Þannig má búast við að sjálfstætt ríki Palestínumanna verði stofnað árið 2000, en Faisal Husseini, einn leiðtoga þeirra, hefur skýrt fjöl- miðlum frá fyrirliggjandi drögum að samkomulagi í þá veru. ísraelar munu þá draga herlið sitt til baka frá Vesturbakkanum og fækka landnemabyggðum. Ef Likud-bandalagið kemst til valda, má telja víst að hægt verði á friðarferlinu og staða mála end- urskoðuð í hvívetna. Einnig má telja öruggt, að samskiptin við Palestínumenn muni kólna, en Nethanyahu hefur ítrekað lýst því yfir, að hann muni hunsa Yasser Arafat og aðra leiðtoga Palestínu- manna, sem borið hafa ábyrgð á hryðjuverkum. Þar sem aðeins þunnur þráður er í púðurtunnu Miðausturlanda, má telja líklegt, að lítið þurfi að koma til, að átök blossi upp að nýju. Palestínsk yfir- völd hafa tilkynnt, að falli friðar- samkomulagið af einhverjum ástæðum úr gildi eða stöðvist framkvæmd þess, muni skæru- hernaður gegn ísrael hefjast að nýju. Því geta ísraelsku kosning- arnar í þessari viku verið afdrifa- ríkari í framtíðarþróun á alþjóða- vettvangi en ætla mætti. Höfundur er sagnfræðingur og hefur starfað sem fréttaritari Morgunblaðsins íJerúsalem. Stytta af keisara bönnuð í Moskvu Moskvu. The Daily Telegraph. RÚSSNESKUM keisarasinnum hefur verið meinað að reisa stóra styttu af síðasta keisara Rúss- lands í Moskvu í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því hann var krýndur. Keisarasinnarnir vildu reisa styttuna við Kremlarmúra eða á sökkli, sem hélt áður uppi styttu af Jakov Sverdlov, bolsévíkanum sem sá um að keisarinn, Nikulás II, og fjölskylda hans voru líflát- in árið 1918. Þrátt fyrir tveggja ára þrá- beiðni keisarasinna hefur Júrí Lúzhkov, borgarstjóri Moskvu, hafnað því að styttan verði reist í Moskvu. Hún verður afhjúpuð á morgun, mánudag, í þorpinu Tajnínskoje, skammt frá höfuð- borginni, þrátt fyrir mótmæli yfirvalda í þorpinu. Myndhöggvarinn, Vjatsjeslav Klykov, telur að borgarstjórinn, sem er bandamaður Borís Jelts- íns Rússlandsforseta, þori ekki að leggja blessun sína yfir stytt- una nú þegar kosningabaráttan er að ná hámarki. „Hræðilegt líkneski" Nikulás II er mjög umdeildur í Rússlandi. Á valdatíma komm- únista var skólabörnum kennt að fyrirlita „Blóðuga Nikulás", sem hefði fyrir- skipað fjölda- morðásoltnu verkafólki. Margir andstæð- ingar kommún- ista hafa einnig mikla óbeit á honum og te\ja að veikleikar hans og ístöðu- leysi hafi átt stóran þátt í byltingunni og valdatöku bolsé- víka. Moskvubúar eru minnugir þess að daginn sem Nikulás var krýndur biðu 1.500 manns bana í troðningi á mark- aði nálægt borginni. Þrátt fyrir þennan harmleik var Nikulás of ístöðulaus til að aflýsa krýning- ardansleiknum þar sem kona hans, Alexandra, vildi það ekki. Frjálslyndum dagblöðum hryllir við styttunni. „Þetta hræðilega líkneski, með veldis- hnött og sprota i höndum, er ekki af manni heldur einræðinu sjálfu. Er tilhlýðilegt að Ieyfa slíka skrípamynd?" sagði dag- blaðið Moskvufréttir. Vilja keisarann í dýrlingatölu Trúaðir keisarasinnar líta hins vegar á styttuna sem lið í bar- áttu þeirra fyrir því að keisarinn verði tekinn í tölu dýrlinga og píslarvotta rússnesku rétttrúnað- arkirkjunnar. Kirkjan hefur ekki skipt sér af deilunni en nokkrir klerkar hafa ekki farið leynt með að þeir vUja að Rússland verði aftur keisaradæmi. Kommúnistar myndu saka Jeltsín um að vera hallur undir keisaradæmi ef leyft yrði að reisa styttuna á þekktum stað. Slíkt væri kaldhæðnislegt því þegar Jeltsín fór fyrir kommún- istum í Jekaterínburg við Úral- fjöll lét hann rífa niður húsið þar sem keisarafjölskyldan var líflát- in til að koma í veg fyrir að keis- arasinnar gætu farið þangað til að minnast hennar. Nikulás
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.