Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR EFNAHAGSBATINN verður ekki til við Austurvöll frekar en fyrri daginn. Formenn Alþýðubandalags og Þjóðvaka taka vel í hug- myndir um samstarf við Alþýðuflokk Búist við óformleg- um viðræðum í sumar MARGRÉT Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalagsins, segir „skynsamlegra" að stefna að sam- fylkingu vinstri flokka en samein- ingu, en Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Þjóðvaka, segir hins veg- ar þörf á „róttækari breytingu" á vinstri væng stjórnmálanna. Jó- hanna telur hugmynd Jóns Baldvins um kosningabandalag jafnaðar- manna hins vegar ,jákvæða“ og búast þær báðar við að óformlegum viðræðum verði haldið áfram í sum- ar. Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, lýsti því yfir í ræðu á kjördæmisþingi á Norðurlandi eystra fyrr í mánuðin- um, að jafnaðarmenn gætu stigið skref að sameiningu með bandalagi um sameiginlega stefnuskrá fyrir næstu alþingiskosningar. Jón Bald- BÚIST er við að fundir Alþingis standi að minnsta kosti fram að næstu mánaðamótum en mörg stór og umdeild mál eru enn óafgreidd á vorþinginu. Ólafur G. Einarsson, forseti Al- þingis, sagði að stefnt væri að því að ljúka þingfundum um mánaða- mótin en ekki væri þó útilokað að þinghaldið stæði eitthvað lengur. Samkvæmt upphaflegri áætlun átti þingfundum að ljúka 15. maí. Meðal óafgreiddra mála eru stjómarfrumvörp um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna og stéttarfélög og vinnudeilur en af- vin og Margrét hafa rætt hugmynd- ir um samstarf, að hennar sögn, og þá hafa liðsmenn Alþýðubanda- lags rætt óformlega við Þjóðvaka og óháða. Telur Margrét líklegt að viðræður haldi áfram þegar þingi lýkur. „Ég hef alla tíð sagt að mun skynsamlegra sé að stefna að ein- hvers konar samfylkingu þessara flokka en sameiningu,“ segir Mar- grét Frímannsdóttir. „Það er auð- vitað ágreiningur um ýmislegt, sér- staklega það sem lýtur að Evrópu- málum. Menn verða hins vegar að nýta tímann og ræðast við, því það hljóta að verða málefnin, sem ráða því hvernig fer að lokum. En ég hef þá trú að ef unnið er í því af heilindum geti samstarf hugsanlega gengið upp.“ Margrét segir stærsta ágreining- greiðsla þeirra er komin á lokastig. Frumvarp um framhaldsskóla bíður þriðju umræðu og enn stendur yfir 2. umræða um frumvarp um að hlutafjárvæða Póst- og símamála- stofnun. í gær afgreiddi sjávarútvegs- nefnd frumvörp um úthafsveiðar og krókaveiðar og búist er við að stjórnarfrumvarp um fjármagns- tekjuskatt komi úr nefnd í næstu viku. Stefnt er að því að afgreiða þessi mál fyrir þinglok. Einnig þarf að afgreiða vegaáætlun og flug- málaáætlun. inn varða stefnu í utanríkismálum. „En það er greinilegt að ágreining- ur hefur minnkað frá því þessir flokkar hófu samstarf í stjórnarand- stöðu,“ segir hún. Kosningabandalag ekki trúverðugur valkostur Jóhanna Sigurðardóttir formaður Þjóðvaka segir þörf á róttækari breytingu á flokkakerfi vinstri vængsins en formaður Alþýðu- flokksins leggur til. „Það er hætta á að kosningabandalag með þessu sniði verði ekki nógu sterkt mót- vægi við íhaldið eða trúverðugur valkostur fyrir kjósandann. Ég tel æskilegra að standa þann- ig að verki að flokkar sem lýst hafa áhuga á samstarfi jafnaðar- manna bjóði fram sameiginlega lista. Það er ekki vafi á því í mínum huga að slík breiðfylking eigi góðan möguleika á því að verða stærsti stjórnmálaflokkurinn eftir kosning- ar. Einnig tel ég að sé meiri stuðn- ingur við þá hugmynd hjá almenn- um flokksmönnum, sérstaklega yngra fólki," segir Jóhanna. Hins vegar segir hún hugmynd Jóns Baldvins jákvæða. „Það fer þá auðvitað eftir því hvernig út- færslan er, hvort sameiginleg stefnuskrá skilar sér í meira fylgi. Einnig mætti standa að þessu í tveimur skrefum, fýrst með sameig- inlegu framboði og svo sameiningu í kjölfar þess. Ég held að ekkert standi í vegi fyrir því málefnalega séð, sem ekki er hægt að leysa, að flokkarnir sameinist, ef frá er talin aðild að Evrópusambandinu." Jóhanna segir hugmyndina ekki hafa verið rædda með formlegum hætti og að ekki sé búið að boða til funda en segir ekki ólíklegt að hugað verði að samstarfí flokkanna eftir forsetakosningar. Þinghald út næstu viku Fræðsla og tíu góð ráð Eymasuð - tinnitus FYRIR skömmu var haldinn fræðslu- fundur á vegum Heyrnarhjálpar þar sem fjallað var eingöngu um tinnitus, sem er stöðugt suð fyrir eyrum. Þetta er ekki sjúkdómur heldur flokkast sem einkenni frá eyrum. Talið er að tíu til fimmtán prósent fólks hafi svona suð fyrir eyrum á mismunandi stigum. Samkvæmt þessum upplýsingum ættu að vera um 30 þúsund íslendingar með stöðugt suð fyrir eyrum í mismiklum mæli. Þar af eru eitt prósent manna veru- lega illa haldnir. Kaj Fjell- erad hélt fyrirlestur á þess- um fræðslufundi, en hann hefur sérhæft sig í að finna ráð til þess að létta þeim lífið sem ganga með tinnitus. Sjálf- ur er hann með þessi einkenni á slæmu stigi og hefur haft þau í þrjátíu ár. Er hægt að laga þetta? - Nei, það er ekki hægt að gera það, nema þá í undantekningartil- vikum. Hvað er þá tii ráða? - Nauðsynlegt er að fullvissa sig um að viðkomandi sé ekki með sjúkdóm. Reynist svo ekki vera eru til ráð til að létta fólki tilveruna. Við köllum það gjarnan Tíu góð ráð til þeirra sem hafa eyrnasuð (tinnitus) 1. Ekki einskorða alla athygli þína við eyrnasuðið. 2. Ekki magna upp áhyggjur þínar vegna eyrnasuðsins - þetta er ekki alvarlegur sjúkdómur. 3. Forðastu streitu og spennu. Vertu betri við, sjálfan þig og þjálfaðu þig í að segja nei. 4. Reyndu að fást við eitthvað það sem dreifir huganum. Vertu starfsamur en gættu þó allrar hófsemi. 5. Forð- astu algjöra þögn. hiustaðu t.d. á tónlist. 6. Ekki áfellast sjálfan þig þótt þú búir við svona íþyngjandi einkenni. 7. Leitaðu eftir viður- kenningu á vanda þínum frá sam- ferðafólki en ekki sækjast eftir fullkomnum skilningi hvað þá meðaumkvun. 8. Ekki reyna að vera fullkominn og ekki setja þér markmið sem þú ræður ekki við. Settu þér fremur minni og raun- hæfari áform. 9. Ekki skella sök- inni á öllum þínum vandamálum yfir á eyrnasuðið. Forðastu að nota það sem blóraböggul. 10. Forðastu að skynja þig sem ein- stakling sem þjáist af tinnitus. Orðið þjáning kallar fram neikvæðar hugsanir. í stað þess skaltu reyna að hugsa jákvætt um eyrnasuðið. Það lætur þig t.d. vita þegar þér hættir til að fara yfir þreytumörk þín. Hver er algengasta ástæðan fyrir tinnitus? - Helstu orsakir eru hávaða- skemmdir, t.d. vegna sprengingar, skots eða hávaðasamrar tónlistar. Margir tónlistarmenn í Danmörku hafa tinnitus. Fólk er ekki nægi- lega varkárt varðandi heyrn sína. Fólk setur á sig sólgleraugu þegar það horfir í sólina, það ætti að gera álíka varúðarráðstafanir þar sem mikill hávaði er, bæði á vinnu- stöðum og líka á hávaðasömum tónleikum. Hvað eiga læknar og annað fag- fólk að gera þegar einhver kvartar unchn eyrnasuði? - Læknar geta útskýrt fyrir við- komandi uppbyggingu eyrans og þá eru möguleikar á mismunandi meðulum sem meðal annars auka blóðrásina í eyranu. í nokkrum ► Kaj Fjellerad er fæddur árið 1938 á eyjunni Mors á Lima- firði í Danmörku. Hann er vél- virki að mennt og sigldi um tíma á ísbrjót við Grænlands- strendur eftir að námi lauk. Rösklega tvítugur fór hann í land og lærði uppeldisfræði. Hann hefur til fjölda ára unnið sem ráðgjafi fyrir ungt fólk sem hefur misnotað fíkniefni. Fyrir þremur árum hóf hann störf sem ráðgjafi fyrir fólk sem haldið er tinnitus, sem er stöðugt suð fyrir eyrum. Hing- að til lands kom Kaj til þess að halda fyrirlestur á vegum Heyrnarhjálpar um tinnitus og ráð við því. tilvikum hjálpar akupunktur til að minnka suðið. Einnig geta læknar vísað sjúklingnum til heyrnar- og talmeinastöðvar, hér Heyrnar-og talmeinastöð íslands, þar sem hægt er að fá heyrnartæki, það hjálpar stundum upp á sakirnar. í öðru lagi er möguleiki að búa til tæki sem framleiðir samskonar hljóð og viðkomandi hefur þegar í eyranu, það kallast Masker. Hvernig hjálpar það? - Hljóðið frá Maskernum virkar þá eins og móthljóð gegn innra hljóðinu og hefur því róandi áhrif. Getur suð fyrir eyrum haft mjög slæm áhrif á fólk? - Það getur orðið svo slæmt að fólk sofi ekki nema stuttan tíma á nóttunni. Það getur verið ótrúlega slæmt fyrir fólk að þurfa að hafa þetta stöðuga hljóð í eyrunum alltaf. Margir verða svo aðþrengdir að þeir vilja ekki lifa leng- ur. Sjálfsmorðstíðni er hærri í hópi þessa fólk en meðal hinna sem ekki líða af slíkum einkennum. Geta róandi meðul hjálpað? - Flestir fá um tíma róandi lyf, eða þar til þeir hafa sætt sig við ástandið. Margir fínna sig einangr- aða. Við slíku er hægt að bregð- ast með því að fara út á meðal fólks sem líkt er komið á með og heyra hvernig því hefur gengið að beijast við sín einkenni og hvemig það hefur leyst sín vandamál. Stundum finna menn út að þeir sjálfir hafi það alls ekki eins slæmt og ýmsir aðrir. Það hjálpar mikið að geta rætt við aðra um líðan sína, ekki síst þá sem þekkja vandamálið af reynslu. Það hefur reynst vel að sameina tvo kosti t.d. slökun og samtalsmeðferð m.a. í því formi að kenna fólki að hjálpa sér sjálft. Oft er fjölskyldan höfð með í ráðum. Ekki skella sökinni á öilu yfir á eyrna- suðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.