Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 11 sagði að oftast væri keyptur sýn- ingarréttur fyrir kvikmyndahúsið, myndbönd og þáttasölusjónvarp. Ef breyta ætti út frá samningum um tímalengd myndar í hinum ýmsu gluggum yrði að fá skriflegt samþykki rétthafa fyrir því. Jón sagði að þáttasölusjónvarp hafi verið til skoðunar hjá Stöð 2 í 3-4 ár. Búið sé að vinna alla undirbúningsvinnu og hægt að hefja starfsemi af þessu tagi með tveggja til þriggja mánaða fyrir- vara. „Menn hafa komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé ekki fjár- hagslega fýsilegt eins og markað- urinn er í dag. Ég útiloka ekki að þetta verði gert, en það verður ekki á næstunni," sagði Jón. Erlendis hafa stórir íþróttavið- burðir reynst draga flesta áhorf- endur að þáttasölusjónvarpi. Jón sagði það inni í myndinni hjá Stöð 2 að selja sérstaklega aðgang að slíkum viðburðum. Lítil áhrif á bíó og myndbönd Björn Árnason, framkvæmda- stjóri Sambíóanna, telur að tilkoma þáttasölusjónvarps hafi lítil sem engin áhrif á aðsókn að kvik- myndahúsum. Björn segir að hjá stóru framleiðendunum á borð við Warner og Fox séu aðskildir aðilar sem selja sýningarrétt í kvik- myndahús, á myndböndum, í þáttasölusjónvarp, til áskriftasjón- varps og opins sjónvarps. Hjá minni framleiðendum, oft nefndir sjálfstæðir framleiðendur, segir Björn að sami aðili getið samið um kaup á sýningarrétti í öllum glugg- um hafi hann áhuga á því. Hann segir að Sambíóin kaupi yfirleitt allan sýningarrétt á myndum frá sjálfstæðum framleiðendum. Keyptur er kvikmyndahúsaréttur af stóru framleiðendunum auk myndbandaréttar á myndum frá Warner og Disney. Björn segir að það sé mögulegt að breyta frá tímaáætluninni ef sami aðili á rétt á samliggjandi gluggum, t.d. ef mynd fellur í kvikmyndahúsi þá er mögulegt að gefa hana fyrr út á myndbandi en ella hefði verið. Björn óttast ekki heldur áhrif þáttasölusjónvarps á myndbanda- markaðinn. Myndbandamarkaður- inn hafi einkarétt á kvikmynd í hálft ár áður en megi sýna hana í sjónvarpi gegn gjaldi. Að hálfu ári liðnu í útleigu sé yfirleitt farið að draga verulega úr vinsældum myndbanda. Björn segir að erlendu framleiðendurnir vilji ekki þrengja myndbandagluggann, að minnsta kosti ekki gagnvart íslenska mark- aðnum, þótt finna megi dæmi í Bandaríkjunum um annað. Sambíóin eiga hlut í Stöð 3. Björn segir að sjónvarpsstöðin sé sjálfstæður samningsaðili um sýn- ingarrétt á kvikmyndum frá stóru framleiðendunum. Hins vegar verði hún að semja við Sambíóin um framsal á sjónvarpsrétti í þeim tilvikum sem hann er í eigu Sam- bíóanna. Allt hefur áhrif Stefán Unnarsson, fram- kvæmdastjóri Myndmarks, sam- taka myndbandaleiga og útgef- enda, telur að allar nýjungar á sviði afþreyingar hljóti að hafa STUDENTSMYNDIR SVIPMYNDIR Hverfisgötu 18, sími 552 2690 áhrif á það sem fyrir er á markaðn- um. „Við vorum mjög hræddir þeg- ar Stöð 3 byrjaði og fórum í her- ferð. Það hefur ekki orðið neinn samdráttur. Sumir eigendur mynd- bandaleiga eru að tala um að apríl hafi verið besti leigumánuðurinn frá upphafi," sagði Stefán. Skýr- ingin er meðal annars sú að góðar myndir hafa verið að koma á mark- að og afhending Óskarsverðlaun- anna virki alltaf hvetjandi. Stefán segir að erfitt sé að segja um áhrif þáttasölusjónvarps á myndbandamarkaðinn fyrr en ljóst er hvað sú þjónusta mun kosta og hvaða efni verður í boði. Algeng- asta leiguverð á myndböndum mun vera 350 kr., en hægt er að fá spólur frá 100 kr. og upp í 450 kr. „Leiguverð hefur ekkert hækk- að í mörg ár. Það fylgdi bíómiðum í gamla daga en hefur staðið í stað meðan bíóin hafa hækkað. Þetta má þakka samkeppninni," sagði Stefán. Hann segir að megnið af veltunni á leigumarkaði mynd- banda komi inn á höfuðborgar- svæðinu. Á landinu öllu eru nú um 120 stórar myndbandaleigur, eða „alvöruleigur" eins og Stefán nefn- ir þær. Auk þeirra eru 50-60 sjoppur og bensínstöðvar með myndbandarekka. Til viðbótar eru svo litlar myndbandaleigur sem eru starfræktar í heimahúsum á minni stöðum. Myndmark gefur vikulega út lista yfir vinsælustu myndböndin. Á þeim lista eru 20 myndir. Stefán sagði að einstakar myndir hefðu verið allt upp í 15 vikur á lista. Stefán bendir á að aðstæður hér á landi séu heppilegar fyrir mynd- bandaleigur. I þéttbýlinu er stutt á næstu leigu þar sem jafnvel þús- undir titla eru í boði. Hins vegar bendir Stefán á að sýningar í þátta- sölusjónvarpi séu bundnar við ákveðna sýningartíma, líkt og í kvikmyndahúsi. Hann telur mynd- bandið þægilegri miðil, menn geti stöðvað sýninguna þegar þeir vilja, en það sé ekki hægt í sjónvarpinu. Hröð þróun Sala einstakra dagskrárliða er áfangi á leið til sjónvarps framtíð- arinnar. Líkt og viðmælendur nefndu mun reynslan ein skera úr um hverjar viðtökur þessi nýja tækni fær hjá íslenskum sjón- varpsáhorfendum. Til að byrja með takmarkast þessi þjónusta við höf- uðborgarsvæðið en með hagnýt- ingu ljósleiðarakerfisins mætti eins bjóða hana á landsvísu. í því sam- bandi má minna á AMUSE verk- efnið sem Kerfisverkfræðistofa Háskóla íslands, Póstur og sími og Nýherji hf. vinna að í samvinnu við evrópska aðila. Þar er unnið að gagnvirku margmiðlunarkerfi þar sem notandinn getur skilgreint þá þjónustu sem hann óskar eftir, til dæmis að horfa á sjónvarpsefni af öllu tagi þegar honum hentar. Sértilboð til Benidorm 18. og 25. júní kr. 39.930 í 2 vikur Við höfum nú fengið viðbótargistingu á Benidorm 18. og25.júníáLaEra íbúðarhótelinu, sem reyndist okkur afar vel síðasta sumar. Það er staðsett í hjarta Benidorm, allar íbúðir með einu svefiiherbergi, baði, eldhúsi, stoíu og svölum. Móttaka, garður með sundlaug og veitingastaður. Tryggðu þér síðustu sætin í júní. VISA HEIMSFERÐIR Verð kr. 39.932 M.v. hjón með 2 börn, La Era, 2 vikur, 18. júnl. hAskúunn A AKUREYni HASKOLINN A AKUREYRI Auglýsing um innritun nýnema Heilbrigðisdeild: Kennaradeild: Hjúkrunarfrœði Grunnskólakennaranám Leikskólakennaranóm Rekstrardeild: Rekstrarfrœði Iðnrekstrarfrœði Framhaldsnám í gœðastjórnun Sjóvarútvegsdeild: Sjóvarútvegsfrœði Matvœlaframleiðsla Verð kr. 49.960 M.v. 2 I Ibúð, La Era Park, 2 vikur, 18. júní. Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600. Reglulegri innritun nýnema lýkur 1. júní nk. Með umsókn á að fylgja staðfest afrit af prófskírteinum. Ef prófum er ekki lokið skal senda skíreini um teið og þau Uggja fyrir. Við innritun ber að greiða 257. skróset- ningargjald, kr. 6.000, sem er óafturkrœf fyrir þó nemen- dur sem veitt er skólavist. Bent er ó að auðveldast er að leggja pessa upphœð inn á póstgíróreikning Hóskólans á Akureyri. reikningsnúmer 0900-26-156876. Skilyrði fyrir innritun í háskólann er stúdentspróf eða annað nám sem stjórn hóskólans metur jafngilt. í framhaldsnóm í gœðastjórnun gilda þó sérstök inntökuskilyrði um B.Sc. gróðu í rekstrarfrœði eða annað nóm sem stjórn hóskólans metur jafngilt. Á fyrs- ta ári í heilbrigðisdeild er gert ráð fyrir að fjöldatak- mörkunum verði beitt. t>annig verð fjöldi þelrra 1. árs nema sem fá að halda áfram námi á vormlsseri 1997 takmarkaður við töluna 25. Á fyrsta ári leikskólabrautar í kennaradeild verður fjöldi innritaðra nemenda tak- markaður við töluna 30. Með umsóknum um leikskölakennaranám þurfa auk afrits af prófskírteinum að fylgja upplýsingar um starfs- feril og meðmœli tveggja aðila. Umsóknarfrestur um húsnœði ó vegum Félagsstofnunar stúdenta ó Akureyri er til 20. júní 1996. Umsöknareyðublöð og upplýsingar eru veittar ó skrif- stofu hóskótans. Sólborg, 600 Akureyri. sími 46 30 900 fró kl. 8.00 til 16.00. Upplýsingar um húsnœði á vegum Félagsstofnunar stú- denta á Akureyri veitir Jónas Steingrímsson í síma 854 0787 og 46 30 968. Hóskólinn ó Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.