Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ írar á leið úr öskustónni íbúar Eyjunnar grænu voru lengi olnboga- böm sem lutu enskum konungi og urðu að búa við kúgun minnihlutahóps mótmælenda af enskum og skoskum uppmna. Framfarir, jafnvel eftir að sjálfstæðið varð að raunveru- leika, létu lengi á sér standa en umskipti hafa orðið síðasta áratuginn. ENN eru tekjumar lágar á írlandi og margt með fá- tæktarbrag en hagvöxtur og samfélagsþróun hafa tekið stökk inn í framtíðina og sjálf undirstaða stöðnunarinnar, ofurvald klerkanna, lætur nú undan síga. Prestastéttin hefur síðustu árin orð- ið fyrir miklum áföllum vegna ýmissa hneykslismála. Ferðamenn flykkjast til iandsins ár hvert, Irar vinna Eurovison oftar en góðu hófí gegnir, en eins og sagði í Irish Times nýlega þá eru Irar „í tísku“ um þessar mundir. Það hafa þeir ekki alltaf verið. Enskir fordómar um fákænu og óstýrilátu þjóðina sem ekki gæti stjórnað sér sjálf, mótuðu lengi við- horf annarra þjóða til íra - og álit þeirra á sjálfum sér. Þjóðernissinn- aðir írar, þeir sem ekki létu vopnin ein tala, leituðu huggunar í angur- værum söngvum á kránum, þar mærðu menn frelsishetjurnar. írar hafa markað sín spor í stjórn- málasögu heimsins, á síðari tímum er Kennedy-ættin í Bandaríkjunum þekktasta dæmið. Nokkrir af helstu leiðtogum Bretaveldis hafa verið af írskum ættum en yfirleitt úr röðum mótmælenda, yfírstéttamnar. Well- ington hertogi, sem sigraði Napó- leon við Waterloo og varð síðar for- sætisráðherra, var einn þeirra. í menningarefnum er framlagið einnig ótvírætt en þótt frægir hugs- uðir, skáld og iistamenn á borð við Swift, Burke, Yeats og Wilde og á 20. öldinni Shaw, Joyce og Beckett hafi átt uppruna sinn á Irlandi og haft afdrifarík áhrif á heimsmenn- inguna tengja flestir þessa menn við hinn enskumælandi heim. Þeir rituðu aðallega eða eingöngu á ensku og era því aðeins að nokkru leyti írskir. I Trinity College í Dubl- in, víðfrægum háskóia og frægustu menntastofnun íra, er enskan einnig ráðandi. Svo mikið kapp lögðu írar á að endurvekja eigin menningu og efla sjálfstæða þjóðarvitund að gelískan, sem lítill hluti þjóðarinnar notar í daglegu iífí, er fyrsta tunga ríkis- ins, enskan skipar annað sætið sam- kvæmt stjórnarskrá. írar notuðu enska pundið fram til 1979 en kalla nýja gjaldmiðilinn punt upp á gel- ísku. Djúpar rætur Saga íra á sér djúpar rætur í landinu. Keltar eru taldir hafa kom- ið til Irlands um 300 árum fyrir Kristsburð en fyrir voru þjóðflokkar sem minna er vitað um, manna- byggð er talin hafa náð fótfestu í landinu fyrir um 9.000 árum. Mið- stjómarvald var afar lítið en menn- ingarleg eining virðist hafa verið tiltölulega mikii, Irar eignuðust snemma samræmt ritmál. Kristni ÍRSKIR útflytjendur á leið til Ameríku í höfninni i Queenstown (nú Cobh). Teikningin birtist i bresku blaði árið 1874. kynntust þeir á fimmtu öld og fyrir tilstuðlan heilags Patreks og ann- arra trúboða varð hún fljótt mjög öflug. írskir munkar voru duglegir við að afrita latnesk rit, þeir varðveittu þannig ýmsa menningardýrgripi er upplausn og átök heijuðu í Evrópu vegna hruns Rómarveldis um mið- bik fimmtu aldar og sumir þeirra stunduðu trúboð í öðrum Evrópu- löndum. Nefna írar oft tímabilið frá sjöttu til níundu aldar Gullöldina. Arásir víkinga bundu enda á þetta blómaskeið en framfarir urðu þó fyrir tilstuðlan þeirra í verklegum efnum. Það var ekki fyrr en á 16. öld sem enska konungsvaldið fór að eflast að marki á Irlandi og árið For seti fólksins ÍRSKI forsetinn segir árin á forsetastóli hafa breytt sér, hún sé að upplagi feimin en hafi opnast með árunum. KJÖR Mary Robinson í embætti forseta írlands fyrir tæpum sex árum markaði þáttaskil í sögu landsins. Hún var ekki aðeins fyrsta konan sem kjörin er forseti hins rammkaþólska írlands, heldur einnig yngsti forsetinn í sögu þess, þá 46 ára. Ferill Robinson hefur verið áfallalítill ef marka má skrif breskra fjölmiðla um hana enda fylgja forsetaembættinu iítil völd. En Robinson hefur þó ekki setið þegjandi á forsetastóli, hún hefur m.a. lýst ákveðnum skoðunum á umdeildum málum á borð við fóst- ureyðingar, skilnaði og réttindi kvenna. Mary Robinson er fædd árið 1944, dóttir kaþólskra læknishjóna, sem þóttu fijálslynd og óhefðbundin á margan hátt. Robinson hefur iðu- lega rætt um það góða veganesti sem hún hafí hlotið hjá foreldrum sínum, bæði hvað varðar jafnrétti kynjanna, réttindi einstaklingsins og framkomu við háa sem lága. Þó hefur einn skugga borið á samheldni fjölskyldunnar en það var árið 1968 er Mary giftist skop- myndateiknaranum og lögmannin- um Nieholas Robinson, sem er mót- mælandi. Foreldrar hennar mættu ekki í brúðkaupið en sættir tókust með fjölskyldunni mánuði síðar. Robinson-hjónin eiga þijá syni. Mary Robinson er lögfræðingur að mennt en hún nam við Trinity- háskólann í Dyflinni sem er fyrst og fremst skóli mótmælenda. Hún reyndist góður námsmaður og er hún var 25 ára varð hún yngsti lagaprófessorinn sem skipaður hef- ur verið við Trinity-skóla. Robinson sat fyrir Verkamanna- flokkinn í efri deild írska þingsins í tuttugu ár, frá 1969-1989, átti sæti í borgarstjórn Dyflinnar, í Al- þjóðanefnd lögfræðinga og fjöl- mörgum öðrum samtökum lög- Forseti írlands, Mary Robinson, nýtur mikilla vinsælda og virðingar í heimalandi sínu. Hún er fijálslynd- ur kaþólikki sem hefur látið sig málefni á borð við skilnaði og fóstur- eyðingar og mannrétt- indamál varða manna, áður en hún var kjörin for- seti. Hún hefur verið virk í kvennabar- áttu, var fyrsti formaður Samtaka stjórnmálakvenna og árið 1988 var hún útnefnd „Kona Evrópu“. Þá er hún yfírlýstur Evrópusinni og höfðu fáir jafnmikla þekkingu á lagasetn- ingum Evrópusambandsins og hún er hún sat á þingi. Robinson rauf tengslin við Verkamannaflokkinn árið 1989 vegna deilu um samninga Breta og íra og náði kjöri sem óháður fram- bjóðandi. Frjálslyndur kaþólikki Á þingmannsferli sínum barðist Robinson fyrir félagslegum réttind- um. Árið 1970 lagði hún fram frum- varp um að leyfa getnaðarvarnir en átta ár liðu áður en það varð að veruleika. Þá barðist hún fyrir því að bann við skilnaði yrði fellt úr stjórnarskránni, en það er enn við lýði, og því að lög um fóstureyð- ingar yrðu rýmkuð. Eitt erfiðasta málið sem upp hef- ur komið á ferli Robinson tengdist einmitt fóstureyðingum og var mik- ið hitamál á írlandi árið 1992. Deilt var um hvort leyfa ætti fjórtán ára gamalli stúlku sem hafði verið nauðgað og orðið þunguð, að fara í fóstureyðingu til Bretlands. Sam- kvæmt stjómarskránni má forseti írlands ekki tjá sig um stjórnmál eða önnur svo umdeild málefni sem fóstureyðingar eru á írlandi. Robinson gat þó ekki orða bund- ist. í ræðu sem hún hélt um svipað leyti, kvaðst hún fínna fyrir „tilfinn- ingu hjálparleysis“ og sagði að írar yrðu að „færast nær samfélagi þar sem meiri samúð ríkir - við verðum að taka okkur á og stuðla að fram- förum í þessu viðkvæma máli.“ I grein í The Independent on Sunday er fullyrt að enginn forseti lýðveld- isins hafi tjáð sig svo opinskátt um umdeilt málefni og að hefði einhver af karlkyns fyrirrennurum hennar gert hið sama, hefði að öllum Iíkind- um komið til stjórnlagakreppu. Naumur sigur Robinson var kjörin forseti í nóv- ember 1990 og bar sigurorð af Brian Lenihan, frambjóðanda þá- verandi stjórnarflokks, Fianna Fail, með 52,8% atkvæðum gegn 47,2%. Helstu baráttumál hennar í kosn- ingunum voru aukin kvenréttindi og réttarbætur til handa eignalausu fólki, auk þess sem hún lagði áherslu á fijálslyndari löggjöf um hjónaskilnaði, samkynhneigð og getnaðarvarnir. Þótti kosningabar- áttan óvenju harðvítug en Robinson var meðal annars gefið að sök að beijast gegn ýmsum grundvallar- kennisteningum kaþólsku kirkjunn- ar, svo sem banni við fóstureyðing- um og getnaðarvörnum. Morgunblaðið ræddi við Robin- son daginn eftir forsetakosningarn- ar, er lokaúrslitanna var beðið. Allt benti til sigurs hennar og kvaðst hún stefna að því að færa forseta- embættið nær almenningi, fengi hún til þess umboð. „Þetta er nokk- uð sem mér skilst að Vigdísi Finn- bogadóttur, forseta íslands, hafi tekist og að þessu leyti hefur hún vísað mér veginn,“ sagði Robinson. Um völd írlandsforseta sagði Robinson þau vissulega takmörkuð samkvæmt stjórnarskránni en emb- ættið hefði engu að síður mikilvægu hlutverki að gegna í írsku samfé- lagi. „Forsetinn er kjörinn beinni kosningu, óháð flokkapólitík og honum er ætlað að vera fulltrúi þjóðarinnar. Hann getur átt náið samstarf við grasrótina í samfélag- inu, hópa manna sem standa utan stjómmálaflokka, og staðið vörð um þá sem eiga undir högg að sækja, hina öldruðu og fötluðu og einnig hópa sem vinna að því að bæta stöðu kvenna á Irlandi." Kvaðst Robinson myndu einbeita sér fyrir auknum samskiptum við þann stóra hóp íra sem hefur yfir- gefíð fósturjörðina og sest að er- elndis, ýmist á Bretlandi eða í Bandaríkjunum og oft við þröngan kost. Frá því að Robinson var kjör- in sýnir hún hinum brottfluttu á táknrænan hátt að þeir séu ekki gleymdir, því í forsetahöllinni í Dyflinni logar ljós í glugga nótt og dag í þeim tilgangi. Adams heilsað í samtalinu við Morgunblaðið kvaðst Robinson einnig vilja rétta þjóðfélagshópunum tveimur sem deildu á Norður-írlandi sáttahönd, „því kjörinn fulltrúi almennings í einum hluta írlands er í einstakri aðstöðu til að höfða beint til fólks- ins sem býr handan landamær- anna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.