Morgunblaðið - 26.05.1996, Page 22

Morgunblaðið - 26.05.1996, Page 22
22 SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ OFMENNTAÐA KYNSLÓÐIN AGNFRÆÐ- Æ H INGAR fyrir 30 ■ árum voru álíka _______ margir og út- skrifaðir há- ■ skólastúdentar eru í dag. Þá fólst almenn menntun í gagnfræðaprófi, fyrir 20 árum stúdentsprófi en nú virðist það vera próf á háskólastigi. Þetta gerist á sama tíma og yfirvöld menntamála hvetja til styttingar náms en frá 1970 hafa námsbraut- ir á framhaldsskólastigi verið skipu- lagðar með það gagngert fyrir aug- um að fá fólk í styttra starfsmennt- unarnám þótt lítið hafi verið gert til að byggja upp nýjár leiðir í þeim efnum. Fleiri og fleiri státa af há- skóla- og sér(há)skólaskírteinum enda er nú svipaður fjöldi innan hvers árgangs sem lýkur fyrstu háskólagráðu og lauk stúdentsprófi fyrir 20 árum. Ekkert hefur orðið til að stöðva menntunarsprengjuna og því fróðlegt að athuga hvernig „ofmenntuðu kynslóðinni“, fólkinu sem nýlokið hefur háskólagráðum, reiðir af á vinnumarkaðnum. Yfirleitt gefur fólk sér þær for- sendur að meiri líkur séu á að fá vinnu með meiri menntun en einnig eru vafalítið margir sem bíða í skjóli háskólanáms eftir batnapdi at- vinnuástandi í landinu. Ásókn í meistara- og doktorsnám hefur auk fyrstu prófgráðu aukist mjög og er stundum talað um lífsflótta fólks sem alltaf bætir við sig. Einnig er komið nýtt hugtak í umræðuna eða „ofmenntunin“. „Ofmenntun" er þýðing á enska hugtakinu „over qualification" sem vísar til þess að einstaklingar hafi sérhæft sig eða menntað sig of mikið fyrir vinnu- markaðinn. „Ofmenntaðir" ein- staklingar fá þá neitun vegna menntunarinnar þegar þeir sækja um vinnu. Ástæðumar eru margar. Fólk með mikla menntun þykir ekki líklegt til að staldra við í starfi og launataxtamir eru miðaðir við mun minni menntun. Ljóst er að skoðanir á hugtakinu ofmenntun og notkun þess eru ærið misjafnar. Mikil sérhæfíng eða of- menntun (over qualifícation) er engu að síður að verða staðreynd og menntuðu fólki getur reynst þrautin þyngri að fá vinnu. ítrekað skal þó að hugtakið vísar ekki til þess að menntunin sé of mikil held- ur að prófgráðurnar geti reynst mönnum fjötur um fót á launamark- aði. Hérlendis finnst greinilega vísir í sömu átt og víða erlendis þar sem ofmenntun telst vandi margra lang- skólagenginna. En telur Sveinbjörn Björnsson, rektor Háskóla Islands, að um vanda sé að ræða hérlendis? „Eg geri ráð fyrir að atvinnuleysi á meðal þeirra sé minna en í mörg- um nágrannalöndum okkar. Á hinn bóginn finnast dæmi um að nem- endur hafí sérhæft sig í löngu starfsnámi og eigi erfítt með að finna sér verkefni við hæfi. Al- mennt séð ætti sú þjálfun og undir- staða sem menntunin veitir engu að síður að nýtast, þótt það verði á öðrum vettvangi en sérgreinin. Á háskólastigi höfum við ekki enn náð þeirri þátttöku í námi sem margar þjóðir, sem við viljum líkjast, telja æskilega til frambúðar." Sveinbjöm segir hins vegar að atvinnuhættir okkar séu mjög fábreyttir og fyrir- tæki svo smá að þau hafí ekki náð a,ð nýta sér háskólamenntun sem skyldi. Með harðnandi baráttu á vinnu- markaði reka margir nýútskrifaðir sig fljótt á kröfu atvinnurekenda um reynslu auk prófgráðanna. Stöðugt fleirí veifa nú háskóla- og sérskólaskírteinum þegar þeir halda út í lífíð í atvinnuleit. Nú er svo komið að fjöldi innan hvers áragangs sem lýkur fyrstu háskólagráðu er áþekkur því og lauk stúdentsprófi fyrir 20 árum. Marín Hrafnsdóttir og Ingunn Kristín Ólafsdóttir segja ekkert hafa orðið til að stöðva þessa menntunarsprengju og velta því fyrir sér hvort allt þetta velmennt- aða fólk fái störf í samræmi við menntun sína Reynslan er hins vegar ekki auð- fengin og þeir menntamenn margir sem fá ekki tækifæri til að nýta menntun sína sem ýtir undir um- ræðuna um ofmenntun ekki satt? Leitaði að vinnu í þijú ár Á íslandi hefur hugmyndin uin að maðurinn sé það sem hanr. ger- ir verið lífseig þrátt fyrir viðvarandi atvinnuleysi. Nokkrir viðmælendur okkar kusu því nafnleynd og þar á meðal maður með BÁ- og meist- aragráðu frá Bandarikjunum sem er sannfærður um að ofmenntun sé til á íslandi. „Ég hef t.d. orðið var við að ég er í beinni samkeppni við fólk sem er enn betur menntað en ég. Eg man ekki lengur hversu margar umsóknir ég hef sent til atvinnurekenda síðastliðin þrjú ár en ég hef leitað fanga víða. Á þrem- ur árum hef ég aðeins farið í eitt viðtal sem ég fékk vegna þess að maður þekkti mann en ekkert kom út úr því.“ Maðurinn segist vera þokkalega ánægður í þeirri vinnu sem hann hefur núna enda tilbúinn að taka hveiju sem var þegar sú vinna bauðst. „í flestum tilfellum þegar ég sótti um störf sem ekki kröfðust háskólamenntunar var svarið undantekningarlaust nei- kvætt á grundvelli þess að ég væri of menntaður. Ég var því á milli steins og sleggju, fékk ekki vinnu við mitt hæfi og heldur ekki aðra vinnu.“ Maðurinn hefur nú fengið vinnu við kennslu sem hann tók fegins hendi. „Skólinn sem ég var við í Bandaríkjunum bjó mig undir það að baráttan yrði hörð, ég átti þó aldrei von á að svona langur tími liði áður en ég fengi einhveija vinnu. Ef ég hefði vitað hvernig ástandið er á íslandi hefði ég aldrei flutt heim aftur að námi loknu.“ Lengi má manninn bæta Hvað varðar skilning fólks á of- menntun, telur Ásta Kr. Ragnars- dóttir, forstöðumaður Námsráð- gjafar Háskóla Islands, að hafa beri í huga að menntun í hvaða mynd og á hvaða stigi sem er sé af hinu góða. „Þá aðeins að skil- greint sé út í hörgul hvaða hluti menntunarinnar nýtist til hins ýtr- asta, og hvað ekki, get ég sæst á hugtakið ofmenntun. Öll sérhæfing á háu stigi getur haft í för með sér áhættu varðandi atvinnumöguleika innan þröngs og tiltekins sérsviðs, en ætti ekki að útiloka atvinnu- möguleika innan greinarinnar á breiðari vettvangi“. Ásta segir að nútímaðurinn þurfi að búa sig und- ir að þurfa að skilgreina sig og þekkingu sína endurtekið á starfs- ferlinum og því sé ekki endilega rétt að tala um ofmenntun þegar fólk bætir við sig. „Símenntun má líkja við utanborðsmótor sem geti opnað nýjar leiðir fyrir þá þekkingu sem einstaklingurinn býr þegar yf- ir. Hún getur þannig virkjað þekk- inguna og aðlagað hana breyttum tíma og aðstæðum. Lengi má mann- inn bæta og hinu má aldrei gleyma að menntun þjóðarinnar er jafn dýrmæt orkulind og fallvötnin." Erfitt að velja Ásta segir að þegar nýnemar eigi í hlut sé varhugavert að veita þeim ráðgjöf sem byggir á framtíðarat- vinnuöryggi. „Forsendur sem leiða til atvinnuöryggis í dag geta verið brostnar að fimm árum liðnum eða um það leyti sem nemandinn lýkur námi. Ráðgjöf um námsval þarf fyrst og fremst að taka mið af styrkleika og áhuga einstaklings- ins. Einnig verður að hafa í huga innan hvaða sviðs atvinnulífsins nemandinn fær best notið sín.“ Mikið hefur verið rætt um menntamenn sem fara af landi brott vegna atvinnuleysis vissra stétta. Ásta telur að varast þurfi æsifrétta- umræðu um landflótta menntafólk. „Fyrir ungt og óharðnað fólk í leit að framtíð þurfa skilaboð þjóðfé- lagsins að miðast við að í menntun þeirra og kröfum felist framtíð landsins. Feitletraðar fyrirsagnir um atgervis- og landflótta geta gefíð misvísandi mynd og leitt til þess að unga fólkið missi móðinn í stað þess að halda áfram mennta- veginn í leit að farsælli lausn.“ Asta telur að samanborið við önnur lönd standi Island sig illa í því að upplýsa fólk um atvinnuhorf- urnar í landinu. „Engin samantekt og framtíðarspá hefur verið gerð um íslenska atvinnuvegi og upplýs- ingar frá stjórnvöldum um hvaða atvinnuvegi eigi að „veðja á“ liggja ekki fyrir.“ Gestur Guðmundsson félags- fræðingur er ósammála Ástu og segir allar framtíðarspár stjórn- valda varhugaverðar. „Hingað til hafa engar spár um þróun íslenska samfélagsins staðist í meginatrið- um. Menn hafa til dæmis spáð því um áratuga skeið að ekki væri hægt að tryggja fulla atvinnu nema með fjölgun starfa í iðnaði. Þetta hefur reynst villuljós því fjölgunin hefur öll orðið í þjónustu og verslun. Bæði almenningur og sérfræðingar hafa tilhneigingu til að gera ráð fyrir að ríkjandi ástand haldi áfram.“ Gestur segir að best sé að búa sig undir framtíðina með því að læra að búa við óvissu og vera tilbúinn að takast á við breytingar. Hann segir al- menna kunnáttu haldbetri en sér- þekkingu en bendir einnig á að margir almennir námsþættir lærist best í sémámi. „Við eigum ekki að stýra námsvali fólks með öðru en upplýsingum og leggja áherslu á hina almennu hlið námsins.“ Að einblína á þorsk í grein 3em birtist í Morgunblað- inu 5. janúar 1995, segir GIsli Hjálmtýsson að íslendingar kunni ekki að nýta sér þá þekkingu sem

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.