Morgunblaðið - 26.05.1996, Side 24

Morgunblaðið - 26.05.1996, Side 24
24 SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell KARLINNIKEXINU VEDSKIFTIAIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ►EGGERT Magnússon fæddist 20.2.1947 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1965, fór þá í skipa- verkfræði við Norges Tekniske Hogskole í Þránd- heimi og lauk fyrrihluta þess náms, en fór síðan í viðskiptafræðideild HÍ. Eggert kenndi í nokkur ár við Vélskóla íslands og starfaði við markaðsmál hjá Kexverksmiðjunni Fróni hf. 1976-81. Upp úr því vann hann á eigin vegum, rak m.a. fasteignasölu og var framkvæmdastjóri Glerverksmiðjunnar Esju 1988-91. Árið 1992 varð hann framkvæmdastjóri Kexverksmiðj- unnar Fróns hf. Eggert var formaður Knattspyrnu- deildar Vals á árunum 1985-89 og hefur verið formað- ur Knattspyrnusambands íslands frá árinu 1989. HJÓNIN Guðlaug Nanna Ólafsdóttir sem sér um gæðamál og vöruþróun og Eggert Á. Magnússon framkvæmdastjóri fylgj- ast með nýjustu framleiðslunni, súkkulaðikexinu, sem er að koma á markað. Eftir Hildi Friðriksdóttur Fyrir vit þeirra, sem eiga leið um Hverfisgötu bregður iðulega ilmandi kökulykt þegar komið er að mótum Hverfisgötu og Vita- stígs. Ilmurinn berst frá Kexverk- smiðjunni Fróni á Skúlagötu, þar sem verið er að baka einhveija þeirra 22 tegunda sem framleiddar eru hjá fyrirtækinu. Ekki er víst að vegfarendur njóti kökulyktar- innar mörg ár í viðbót, því að sögn Eggerts Magnússonar fram- kvæmdastjóra er framtíðardraum- urinn að finna húsnæði á einni hæð. „Hverfið hér hefur einnig breyst úr því að vera iðnaðarhverfi í íbúðarhverfí," segir hann. Verksmiðjan hefur ekki verið öll sín 70 ár við Skúlagötu heldur hófst starfsemin í húsi Betaníu við Laufásveg síðla árs 1926 og flutt- ist síðar á Grettisgötu 16. Fyrsta árið var framleiðslan 19,2 tonn en árið 1995 var hún orðin um 1.000 tonn. Eigendur að meirihluta Frá síðstu áramótum eru Eggert Magnússon og eiginkona hans, Guðlaug Nanna Ólafsdóttir, orðin meirihlutaeigendur í kexverksmiðj- unni. Keyptu þau 55% hlutafjárins af foreldrum Eggerts, Magnúsi Ingimundarsyni og Kristjönu Egg- ertsdóttur, sem munu áfram eiga 45%. Þegar Eggert tók við fram- kvæmdastjórastöðu af föður sínum tók Magnús við stöðu stjórnarfor- manns og yfírstjómanda fyrirtæk- isins. Eggert deilir framkvæmda- stjórastöðunni með Birni R. Bjamasyni, sem sér um íjármálin en sjálfur sér hann um markaðs- og sölumál. Með eignabreytingum nú um áramótin dró Magnús Ingi- mundarson sig alfarið út úr fyrir- tækinu og gegnir Eggert þar með einnig stöðu stjómarformanns. Inn í stjórn komu Sveinn Jónsson end- urskoðandi og Sigurður G. Guð- jónsson lögfræðingur. Eggert legg- ur áherslu á að nauðsynlegt sé að hafa utanaðkomandi menn í stjórn, sem horfi gagnrýnum augum á það sem fram fari. „Maður þarf aðhald og gagnrýni," segir hann. Afí Eggerts, Eggert Kristjáns- son stórkaupmaður, var meðal stofnenda kexverksmiðjunnar og hefur því þriðji ættliðurinn tekið við rekstrinum. Eggert yngri gefur ekki mikið fyrir þá goðsögn að þriðju kynslóð sé hættara við að setja fyrirtæki í gjaldþrot en öðr- um. Hann bendir aftur á móti á að á undanförnum 3-4 árum hafí orð- ið umtalsverð veltuaukning innan fyrirtækisins. Veltan er nú um 200 milljónir króna, en aukninguna segir hann að megi bæði rekja til breyttrar áherslu í markaðssetn- ingu og endurskipulagningar. Hann tekur fram að skuldastaða fyrirtækisins hafi verið slæm á undanfömum árum meðal annars vegna gjaldþrots Glerverksmiðj- unnar Esju, sem Frón átti meiri- hlutann í. Skipbrot Frón hefur í gegnum árin kom- ið að rekstri fleiri fyrirtækja eins og Kexverksmiðjunnar Esju, sem var sameinuð Fróni upp úr 1970, og Glerborgar. „Það hafði verið draumur pabba eftir að hann hætti þátttöku í Glerborg, að setja á stofn glerverksmiðju sem fram- leiddi svokallað Thermopane-gler, en það hafði reynst vel á íslandi um árabil. Þeir sem stóðu að rekstrinum með honum fóru fram á að ég kæmi inn sem fram- kvæmdastjóri. Því miður var starf- semin dauðadæmd frá upphafi, því bæði var samkeppnin mikil og all- ur tilkostnaður mun meiri en menn höfðu gert ráð fyrir. Glerverk- smiðjan var ekki starfandi nema í 2-3 ár og fór þá í gjaldþrot. Þetta var hins vegar lærdómsríkur tími. Ég hef gert mörg mistök í Iífinu og þurft að taka mig í gegn. Ég hef lært mikið á því og tel mig því hæfari til að taka á vanda- málum hvers tíma.“ Eggert segir að fyrirtækið sé hægt og rólega að vinna sig út úr þeim vanda og vinna undanfarinna ára sé farin að skila sér. „Við telj- um að einmitt nú sé kominn meiri kraftur og „dýnamík" í fyrirtækið. Fljótlega eftir að ég hóf störf náð- um við samkomulagi við lánar- drottna og gerðum áætlanir til nokkurra ára. Þær hafa staðist, þannig að fyrirtækið hefur verið rekið með vaxandi hagnaði undanf- arin þrjú ár. Ég fór aðra hringferð til lánardrottna nú eftir áramótin og þeir samningar gengu mun bet- ur fyrir sig vegna þess að þeir eldri höfðu staðist.“ Eggert bendir einnig á að stöð- ugleiki í efnahagsumhverfí og lækkandi vextir hafi haft áhrif á gengi fyrirtækisins að undanförnu. Hann segist jafnvel efast um að Frón væri við lýði í dag ef óðaverð- bólga hefði geisað á þeim árum sem skuldir þess voru hvað mestar. Hjá Kexverksmiðjnni Fróni eru framleiddar 22 tegundir af kexi í 32 mismunandi pakkningum, með- al annars 5 tegundir af smákökum sem eru bundnar við jólatíðina. Átta vörutegundir eru með 80% af sölunni, þar af matar- mjólkur- og kremkex og súkkulaðikex ýmiss konar. íslendingar borða um 450-500 tonn af þremur fyrstu flokkunum á ári eða tæp tvö kíló á hvert mannsbarn. „Ég held að matarkexið sé hluti af tilverunni á flestum heimilum. Því er dýft í kaffi og mjólk, það er smurt og sett á það ostur. Einhvern veginn hefur það fylgt kynslóð fram af kynslóð. Auk þess er það dijúgt og matarmikið,“ segir hann spurð- ur um vinsældir þessa kextegund- ar. Möguleikar á aukningu Frón, sem hefur yfir 25% mark- aðshlutdeildar, er ekki í beinni samkeppni við innlenda framleið- endur en erlenda samkeppnin er því harðari. Eggert er þó bjartsýnn á að fyrirtækið eigi að geta náð aukinni hlutdeild. „Að vísu þurfum við stöðugt að keppa við mörg rót- gróin erlend merki. Það er því und- ir okkur komið að framleiða góða vöru og þá er ég ekki í vafa um að fólk kaupir hana. Ég ætlast ekki til þess að íslendingar kaupi íslenska framleiðslu nema hún sé bæði samkeppnishæf í verði og gæðum." í framhaldi af þessu segir hann að í Frón sé verið að taka á og breyta umbúðum, því þar hafi fyr- irtækið dregist aftur úr. „í hvert skipti sem við munum koma með nýja vöru munum við vanda mjög til hennar,“ sagði hann og bætir við að einnig þurfi að endurskoða núverandi framleiðsluvörur bæði hvað varðar gæði og umbúðir. Hann segir að vöruþróun sé mjög nauðsynleg og almenn hugarfars- breyting hafi átt sér stað, þannig að nú sé fyrst kannað hvað mark- aðurinn vilji áður en framleiðsla hefjist. „Þegar nýtt kex kemur á markað er búið að baka um 100 tilraunabakstra áður en varan telst fullgerð. Eðlilegur undirbúnings- tími er um sex mánuðir,“ segir hann. Ein ný vara, heilhveiti-súkkul- aðikex, er að koma á markað þessa dagana og á næstu mánuðum munu aðrar þijá tegundir sjá dags- ins ljós. Eggert segir að íslending- ar hafí tekið nýjum vörum misjafn- lega vel. „Það er auðvelt að koma í vörunni á markað en hins vegar er það alfarið undir gæðum hennar komið hvort viðskiptavinur . vill kaupa hana áfram. Á síðustu 2-3 árum, og þó aðallega undanfarið ár, höfum við verið að vanda okkur meira en áður. Þá er ég ekki ein- ungis að tala um framleiðsluna heldur einnig gæðaeftirlit og hrein- læti.“ Markvisst starf , Eggert segir stoltur frá því að | innan fyrirtækisins sé nú hprft mun ( markvissar til framtíðar. Á haust- mánuðum var fenginn ráðgjafí til að endurskoða stjórnun fyrirtækis- ins og byggja upp gæðakerfi. Mið- ar það að fyrirbyggjandi aðferðum, þannig að ekkert í framleiðslunni fari úr skorðum. Árangur er þegar farinn að sjást í betri nýtingu hrá- efnis. | Hann fullyrðir að matvælaiðnað- inum hafi fleygt mikið fram á und- 1 anförnum árum og menn séu al- i mennt að taka sig á í gæðamálum. „Slys vekja menn til enn frekari umhugsunar. Við vorum komnir vel af stað með endurskoðun á öllu hreinlæti þegar mál bakarís MS kom upp á í vetur, en ég held að öll fyrirtæki í matvælaframleiðslu hafi fengið þarna góða viðvörun og farið í naflaskoðun í kjölfarið. i Það átti líka við um okkur. Að vísu | höfðu nýjar reglur tekið gildi áður, sem hertu sjálfkrafa á hreinlætinu. Það er þó öruggt að í íslenskum matvælaiðnaði má taka enn frekar til hendinni hvað varðar þessi mál almennt.“ Eggert segir einn af vaxtabrodd- um fyrirtækisins vera sérpakkning- ar fyrir stærstu viðskiptavinina, meðal annars Hagkaup og Bónus. Byijað var á því í fyrra og segist hann sjá fyrir sér mikla aukningu í þessum geira á næstu árum. „Við höfum framyfir erlendu fyrirtækin að vera tiltölulega lítil verksmiðja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.