Morgunblaðið - 26.05.1996, Page 25

Morgunblaðið - 26.05.1996, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAÍ1996 25 Myndþerapía oistmeðferð) Eitt af því sem liggur einna mest á herðum formanns KSÍ er Að vísu höfðu nýjar reglur tekið gildi áður, sem hertu sjálfkrafa á hreinlætinu. Það er þó öruggt að í ís- lenskum matvælaiðnaði má taka enn f rekar til hendinni hvað varðar þessi mál almennt.“ Erum þar af leiðandi sveigjanlegri og getum framleitt fyrir minni við- skiptavini eftir þeirra óskum.“ Þá segist Eggert vera farinn að huga að því að láta framleiða kex fyrir sig erlendis sem hann geti ekki gert hér. Viðskiptavinir sínir vilji gjarnan geta keypt alla kexlín- una hjá honum. „Hins vegar fer ég hægt og rólega af stað í þessum efnum,“ segir hann og lýsir því yfir að kexframleiðsla sé mjög „skemmtileg" því auðvelt sé að bæta framleiðsluna. „Auðvitað þarf hugmyndaauðgi til að koma fram með nýjar vörur og stöðugt er hægt að bæta sig í markaðsmálum. Sjálf- ur er ég til dæmis í mjög miklum beinum tengslum við viðskiptavini mína og mun halda því áfram." Um 40 manns vinna hjá Frón og leggur Eggert áherslu á að hann sé með fyrirtaksstarfsfólk, sem margt hafi verið starfandi hjá fyrirtækinu um mjög langan tíma. Boltinn rúllar Ekki er hægt að yfirgefa Eggert án þess að koma inn á mál Knatt- spyrnusambands Islands, þar senj hann hefur verið mjög virkur und- anfarin ár. Aðspurður hvernig hann fari að því að sinna formanns- starfi KSÍ, öflugasta sérsambands innan íþróttahreyfingarinnar, með- fram framkvæmdastjórastöðunni segist hann líklega vera ofvirkur. „Ég er alltaf mættur hér fyrir eða um kl. 7 og hugur minn er hér yfir daginn,“ segir hann en bætir við að vísu sé hann með sérsíma fyrir fótboltann og það sé stund- um(!) hringt í hann. Hann segist sömuleiðis fara dag- lega inn á skrifstofu KSÍ og vinna mjög náið með framkvæmdastjóra sambandsins. „Sýaðreyndin er sú að starfsemi KSÍ hefur gjörbreyst a undanförnum árum. Nú er starf- andi sterk og öflug skrifstofa með mjög hæfu starfsfólki sem sinnir daglegri stjómun,“ segir hann. Hann viðurkennir þó fúslega að hann eyði megninu af frítíma sínum í þetta hugðarefni sitt. Þegar spurt er um hvort hann sé nokkurn tíma heima hjá sér svarar hann: „Nei, nei, og alls ekki á sumrin.“ Hann segir það kannski ekki koma mikið að sök, því þau hjónin hittist í vinn- unni! Efst á baugi innan KSÍ núna eru viðræður við borgarráð og íþrótta- og tómstundaráð um rekstur Laug- ardalsvallar og byggingu nýrrar stúku, sem hófust sl. föstudag. „Vonandi sér fyrir endann á þessu máli fyrir mánaðamót sem hefur verið í gangi frá því ég tók við formennsku. Völlurinn er ekki lög- legur keppnisvöllur samkvæmt lög- um Alþjóða knattspymusambands- ins og höfum því þurft að treysta á velvilja góðra eftirlitsmanna, sem hafa ekki kært okkur. Ég er fullur bjartsýni að kominn sé sá vilji sem þarf til að leysa þetta mál og það verði gengið frá þessu máli nú fyr- ir mánaðarmót.“ Með samningnum við borgina sjá menn fyrir sér að hægt verði að reka völlinn á hagkvæmari hátt en borgin gerir nú. „Um leið er mikið keppikefli fyrir okkur að völlurinn sé sem best útlítandi og uppfylli skilyrði sem nauðsynleg eru. Þá er pressan á okkur sjálfum í stað þess að nú þurfum við að ýta á þriðja mann. Síðst en ekki síst kæmi þarna inn fólk sem þætti vænt um völlinn og hlúði þá að honum.“ Hrcinn“ bisness!" að afla auglýsingatekna. Eggert segist hafa gert sér grein fyrir því þegar hann tók við formennsku, að til þess að fá fleiri og sterkari auglýsendur til liðs við sig væri mikilvægt að þeir hefðu beinan hag af samstarfinu. „Ég sem lykilmað- ur í fyrirtæki færi ekki í samstarf við íþróttahreyfinguna nema fyrir- tækið hefði gagn af því. Þetta er hreinn bisness en ekki ölmusa eins og var til skamms tíma. Við út- bjuggum því samninga þar sem kemur fram hvað okkur ber að gera til að uppfylla samninginn og sömuleiðis skyldur fyrirtækisins. Einnig komum við því á að einn maður frá hvorum aðila hittist a.m.k. einu sinni í mánuði, fari yfir stöðuna og komi fram með nýjar hugmyndir." Lokaorð Eggerts eru þau að það sama eigi við um KSÍ og fyritæk- ið, að eigi reksturinn að vera góður þurfí stöðuga yfirlegu, mikla vinnu og rætkunarsemi. Verklegt sumarnámskelö Aðallega œtlað kennurum, hjúkrunarfrœðingum, iðjuþjálfum, ráðgjöfum og öðru fagfólki, sem starfar á uppeldis-. félags- og heilbrigðissviðum og jafnframt öðrum þeim. sem áhuga hafa á að kynnast aðferðum myndþerapíu, Námskeiðið veitir þátttakendum œfingu í: að umbreyta tilfinningu í myndir að gera sjálfsprottnar myndir að skilgreina viðkomandi myndir út frá eigin meiningu að skoða eigin tilfinningar, minningar og ástand út frá myndunum að tjá sig, miðla og deila með öðrum i hópumrœðum að nýta ofanskráð ferli til sjálfstyrkingar. Þátttakendur þurfa ekki að hafa œfingu í teiknun. Kennari er Sigríður Björnsdóttir, löggiltur myndlistarkennari og löggiltur félagi í „The British Associations of Art Therapists." Innritun og nánari upplýsingar í síma 551 7114, flest kvöld. Sjóvá-Almennar eru fyrsta tryggingafélagið sem hefur lækkað tryggingakostnað heimilanna afslætti og endurgreiðslu á hluta iðgjalda. Ræddu við tryggingaráðgjafa okkar í Kringlunni 5, næsta umboðsmann eða leitaðu álits hjá viðskiptavinum sem þekkja Stofn af eigin raun. Þú tryggir ekki eftir á! m

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.