Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Stjörnubíó sýnir pólitíska spennutryllinn City Hall með þeim A1 Pacino, John Cusack og Bridget Fonda í aðalhlutverkum. Leikstjóri myndarinnar er Harold Becker sem meðal annars gerði myndina The Sea of Love. Bak við tj öldin FYRIR ungan hugsjónamann eins og Kevin Calhoun (John Cusack), aðstoðarborgarstjóra í New York, er tilveran annaðhvort í svörtum eða hvítum lit, en í aug- um gamalreynds stjórnmálamanns eins og Johns Pappas borgarstjóra (A1 Pacino) einkennist lífíð hins vegar af mismunandi grátónum. Saman takast þeir félagar harð- snúnir á við borgarpólitíkina, glæpi og fátækt, og hárfín samvinna þeirra minnir helst á vel smurða vél. Þeir ganga frá samningum, byggja upp sambönd, takast á við fjölmiðlana, safna fé, ráða fram úr ágreiningsmálum og viðhalda vinsældum borgarstjóraembættis- ins. En morgun einn lætur sex ára gamalt blökkubarn lífíð fyrir byssukúlu í átökum lögreglumanns og eiturlyfjasala, og grunsamlegir atburðir sem leiddu til uppgjörs þeirra verða þess valdandi að það hriktir í stoðum Ráðhússins. City Hall er að öllu leyti kvik- mynduð á vettvangi í New York sem i sjálfu sér leikur eitt stærsta hlutverkið í myndinni. Þetta er fyrsta myndin sem leyfi hefur fengist til að kvikmynda í ráðhúsi borgarinnar, en myndatakan þar fór fram um helgar. Náið samstarf var við núverandi og fyrrverandi ráðamenn borgarinnar við gerð myndarinnar, og þannig gekk A1 Pacino meðal annars í smiðju til tveggja fyrrverandi borgarstjóra, þeirra Ed Koch og David Dinkins, auk þess sem Rudy Giuliani núver- andi borgarstjóri veitti honum inn- sýn í veröld sína. Myndin er gerð eftir frumsömdu kvikmyndahand- riti Kens Lippers, sem var að- stoðarborgarstjóri New York þeg- ar Ed Koch var borgarstjóri, en við lokafrágang handritsins lögðu þeir Paul Schrader (Taxi Driver, Raging Bull), Nick Pileggi (Good- fellas, Casino) og Bo Goldman (One Flew Over the Cuckoo’s Nest, Scent of a Woman) hönd á plóginn. Leikstjóri City Hall er Harold Becker, og er þetta í annað skiptið sem hann starfar með A1 Pacino, en áður lágu leiðir þeirra saman við gerð myndarinnar The Sea of Love (1989). Meðal annarra mynda sem Becker hefur leikstýrt eru The Ragman’s Daughter (1972), The Onion Field (1979), Taps (1981), The Boost (1988), Sea of Love (1989) og Malice (1993). Becker hefur verið rómað- ur fyrir snilli sína við að koma á hvíta tjaldið spennu og djörfu raunsæi, en hann er einnig þekktur fyrir að hafa uppgötvað ýmsar af kvikmyndastjörnum samtímans. Meðal þeirra er Ted Danson úr Staupasteini, sem fyrst kom fram í The Onion Field, Tom Cruise og Sean Penn sem komu til sögunnar í Taps, og Linda Fiorentino, sem fór með sitt fyrsta hlutverk í mynd- inni The Boost. A1 Pacino er fæddur 25. apríl 1940 í New York, en hann á ættir að rekja til Sikileyjar, og frá tveggja ára aldri ólst hann upp hjá móður sinni, afa og ömmu í suður- hluta Bronx-hverfísins. Árið 1969 fékk hann Tony verðlaun fyrir hlutverk sitt sem eiturlyfjaneyt- andi í leikriti sem sýnt var á Broad- way, og sama ár lék hann í fyrstu kvikmyndinni, en það var smáhlut- verk í myndinni Me Natalie. Næsta mynd sem Pacino lék í var The Panic In Needle Park, en áhrifa- mikill leikur hans í hlutverki eitur- lyfjaneytanda í myndinni varð til þess að hann var valinn í hlutverk Michael Corleone í The Godfather, sem Francis Ford Coppola gerði 1972. Fyrir túlkun sína var Pacino tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti leikari í aukahlutverki og frægðarferillinn var hafinn. Næsta mynd sem hann lék í var ICITY HALL leikur Bridget Fonda lög- fræðing sem fer með mál ekkju lög- reglumanns sem lætur lífið í átökum við smáglæpamann sem tengist Mafíunni. Bridget á að baki 24 kvikmyndir og hefur hún öðjast öruggan sess sem fjölhæf leik- kona. Ýmsir segja hins vegar að hún ætti að vera mun þekktari en hún er, bæði vegna frammistöðu sinnar sem leikkona, og ekki síður vegna þess að hún kemur úr einhverri þekktustu leikarafjölskyld- unni í Hollywood. Hún er dóttir leikarans og leikstjórans Peter Fonda, Jane Fonda er föðursystir hennar og Henry Fonda afi hennar. Hún lék í fyrstu mynd sinni árið 1987, en árið 1989 lék hún í þremur myndum sem vöktu á henni verðskuldaða athygli sem glæsileg Ijóska. Það voru myndirnar Scandal, Shag og Strapless og árið 1990 fór hún með hlutverk í The Godfather: Part III. Upp úr því fór Bridget að skapa sér nafn sem ein af helstu leikkonum sinnar kynslóðar með því að sýna á sér gjörólíkar hliðar í ungl- ingamyndinni Singles, tryllinum Single White Female og spennumyndinni Point of No Return. Bridget Fonda er fædd 27. janúar 1964 í Los Angeles og var hún skírð í höfuðið á fyrrum ástkonu föður hennar sem fram- ið hafði sjálfsmorð. Bridget var fimm ára gömul þegar hún var á flakki með föður sínum við gerð myndarinnar Easy Rider sem Dennis Hopper leikstýrði og þeir fé- Leggur hart að sér lagar léku aðalhlutverkið í ásamt Jack Nicholson. Að öðru leyti sá hún föður sinn litið á þessum árum og eftir skilnað for- eldra hennar árið 1972 bjó hún og bróðir hennar hjá móður þeirra og hafði hún litið samband við föðurfjölskylduna. Það breyttist hins vegar þegar móðir hennar fluttist til Montana, en Bridget varð eftir í Los Angeles. Þegar hún var enn við nám í kvennaskóla áskotnaðist henni hlutverk í skólaleikriti og þá kviknaði leiklistar- áhuginn fyrir alvöru. Hún hafnaði því hins vegar að hún væri með leikarablóð í æðum og tók ekki tilsögn frá ættingjum sínum heldur lagði hún hart að sér við leiklistarnám í fjögur ár við New York- háskóla og þjá Lee Strasberg Theatre Institute í New York. Að námi loknu létu hlutverkin ekki á sér standa. Árið 1994 var Bridget orðin ein eftir- sóttasta Ieikkonan í Holly wood og það ár AL PACINO leikur borgarsljóra New York-borgar í City Hall, en John Cusack leikur hinn trausta aðstoðarmann hans. hvíta tjaldinu. Það var í myndinni ...And Justice for All, og enn á ný var hann tilnefndur til Óskarsverð- launa fyrir besta leik í aðalhlut- verki. Næstu myndir sem Pacino lék í voru Cruising (1980), Author! Author! (1982), Scarface (1983), Revolution (1985) og Sea of Love (1989). Hann lék því næst í The Godfather: Part III árið 1990 og sama ár lék hann í Dick Tracy og var tilnefndur til sjöttu Óskars- verðlaunanna fyrir hlutverk sitt í henni. Ári síðar lék hann á móti Michelle Pfeiffer í Frankie and Johnny og árið 1992 lék hann í myndunum Scent of a Woman og Giengarry Glen Ross. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir bæði hlutverkin og hreppti þau loksins fyrir frammistöð- una í Scent of a Woman. Næsta mynd Pacinos var Car- lito’s Way (1993), og á síð- asta ári lék hann á móti Robert DeNiro í Heat. Síðan hefur hann leikið í mynd- unum Two Bits, City Hall og Donny Brasco, en hann hefur nýlega llagt síðustu hönd á fyrstu myndina sem j hann leikstýrir. Hún I heitir Looking for Ric- hard og fjallar um per- sónu Ríkharðs III úr samnefndu leikriti Shakespeares, en í myndinni leikur Pacino jafnframt aðalhlutverk- ;■ ið. BRIDGET Fonda leikur viljasterkan lögfræðing sem þarf að hafa samskipti við æðstu ráðamenn borgarinnar í starfi sínu. Serpico (1973) og fyrir frammi- stöðuna í henni var hann tilnefnd- ur til Óskarsverðlauna fyrir besta leik í aðalhlutverki auk þess sem hann hlaut Golden Globe-verðlaun- in. Ári siðar lék hann svo aðalhlut- verkið í The Godfather ll og aftur var hann tilnefndur til Óskarsverð- launa. Árið 1975 lék Pacino í Dog Day Aftemoon og hlaut hann fjórðu Óskarstilnefning- una fyrir hlutverk sitt í myndinni. Tvö ár liðu þar til Pacino lék næstu mynd, en það var Bobby Deerfield, og aftur liðu tvö ár þar til hann sást á lék hún í þremur kvik- myndum. Það voru Little Buddha sem Bernardo Bertolucci leikstýrði, It Could Happen to You, þar sem hún lék á móti Nicholas Cage, og mynd Alans Parker, The Road to Wellville, en í henni lék hún á móti Anthony Hopkins. Peter Fonda hefur sagt að Bridget sé sú hæfileikarík- asta í Fonda-fjöl- skyldunni, en sjálf segist hún aldrei vera fullkomlega ánægð með það sem hún gerir. Hún segir að ekki sé hægt að treysta ein- vörðungu á frægð og vin- sældir heldur verði að leggja hart að sér til að ná árangri í leik- listinni og það hafi hún einmitt einsett sér að gera. 'X
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.