Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 29
28 SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ++ GJGA.IffM'IOaOM MORGUNBLAÐIÐ 'ruoAauwíue 8Í 2S SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 29, lHttgtmÞIafrÍfe STOFNAD 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BOÐSKAPUR HVITA- SUNNUNNAR í annan stað að allar þjóð- ir, allir menn eru jafnir fyrir skapara sínum; geta heyrt, skilið og tileinkað sér boðskap hans, ef vilji þeirra stendur til þess. A nærri tvö þúsund ára kærleiksboðskapur Krists er- indi við þjóðir heims á líðandi stundu? Svo sannarlega. Það er jafnmikilvægt í dag sem fyrr á tíð að glöggva sig á kenningu hans, sem er vegur- inn, sannleikurinn og lífið. Þar á meðal á táknrænum boðskap postulasögunnar, sem hvítasunnan minnir okk- HVITASUNNAN er ein af þremur meginhátíðum kristinna manna. Til þess liggja ærnar ástæður. Hún er í fyrsta lagi kirkjuhátíð til minningar um þann atburð er heilagur andi kom yfir postula Krists í Jerúsalem. í annan stað tímasetjum við stofnun kristinnar kirkju með þeim atburði. í þriðja lagi halda Gyðingar þessa hátíð í minningu þess er Drottinn lét Mósesi boðorðin tíu í té á Sínaí-fjalli. íslenzka nafnið á þessari kirkjuhátíð, hvíta- sunna, er þýðing úr fornensku og er dregið af hvítum klæð- um sem borin voru á miðöld- um við skírn, sem þá var tíðk- uð þann dag öðrum fremur. Postulasagan greinir svo frá: „Þá upp var runninn hvíta- sunnudagur, voru þeir allir saman komnir. Varð þá skyndilega gnýr af himni eins og aðdynjandi sterkviðris og fyllti allt húsið, þar sem þeir voru . . . Þeir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla." Hvað má lesa út úr þessari frásögn, þegar postularnir töluðu mörgum þjóðtungum? í fyrsta lagi að kærleiks- boðskapur höfundar tilver- unnar á erindi við mannkyn allt, sérhverja þjóð, sérhvern einstakling, hvaða tungu sem hann talar. ur a. Þrátt fyrir menntun, þekk- ingu og framfarir 20. aldar- innar stöndum við frammi fyrir tröllvöxnum vandamál- um, sem segja má að þjóðir heims hafi hrannað upp og beri ábyrgð á. Tvær heims- styrjaldir á 20. öldinni, aragrúi staðbundinna stríða, viðvarandi hryðjuverk og of- beldi víða um heim, fátækt og vesöld hundraða milljóna manna, ofnýting auðlinda jarðar og á stundum mis- þyrming á umhverfinu tala sínu máli þar um. Heilagur andi Guðs, sem er kærleikur, þarf að koma yfir þjóðir heims og einstaklinga til þess að mannkynið haldi vöku sinni um þau heimspekilegu, sið- ferðilegu og trúarlegu gildi, sem velferð þess hvílir á. Þar sem mennirnir á hinn bóginn rísa hæst í sögu og samtíð, eins og í margs konar hjálparstarfi við þurfandi, eins og í læknavísindum í þágu náungans, eins og í feg- urstu listaverkum kynslóð- anna, eins og í trúarlegri leit að ljósinu og sannleikanum, þar tala þeir tungum heilags anda og gera boðskap hvíta- sunnunnar að sínum. Megi menning þeirrar tegundar, það er kristin menning, verða ríkjandi á nýrri öld, sem í hönd fer, en helstefna ofbeld- is og tillitsleysis víkjandi. TILLITS- SEMI í UM- FERÐINNI UMFERÐIN tekur sinn toll í mannslífum og meiðsl- um, eins og alltof mörg dæmi sanna. Tuttugu og tveir ís- lendingar létust í umferðinni í fyrra, eða tveir á mánuði að meðaltali. Yfir 1.600 ein- staklingar urðu fyrir meiðsl- um; þar af 239 fyrir alvarleg- um meiðslum, sem sum hver há viðkomendum alla ævina. Flest umferðarslys verða fyrir mannleg mistök. Og mörg, því miður, vegna tillits- leysis í umferðinni. Það er því rík ástæða til þess, þegar mikil ferðahelgi fer í hönd, að hvetja ökumenn og aðra vegfarendur til varkárni og tillitssemi í umferðinni. Það er skylda okkar að virða þær umferðarreglur, sem settar eru til að tryggja öryggi okk- ar og annarra, bæði í þéttbýli og strjálbýli. Okkur ber hvar- vetna og alltaf, en ekki sízt í umferðinni, að hafa þann boðskap í huga, að það sem við viljum að aðrir menn gjöri okkur, það skulum við og þeim gera. Vonandi aka allir heilum vagni heim um helg- ina. Morgunblaðið árnar lands- mönnum góðrar og slysa- lausrar hvítasunnuhelgar. 1 QQ SVERRIR XO^aHaralds- son segir að Marcel Proust sem sá tvisvar málverk Vermeers, Útsýn yfír Delft, í Haag 1902 og á sýn- ingu tæpum tveimur áratugum síð- ar, eða sex mánuðum áðuren hann lézt 1921, hafí sagt um myndina: „Ég vissi að ég hafði séð fegursta málverk í heimi". Og þetta hefur hann eftir Rubinstein: „Ef þér farið á málverkasýningu, þar sem verk Rembrandts eru til sýnis, farið þér þaðan út fullvissir um, að hann sé mesti málarinn. Síðan sjáið þér sýn- ingu á verkum Vermeers, og þá skilst yður allt í einu, að hann sé mesti málari allra tíma. Allt tóm vitleysa. Hvorugur er betri en hinn. Rembrandt er heimur út af fyrir sig og Vermeer annar heimur. Og sama máli gildir um Beethoven og Mozart, Haydn, Schubert, Boulez og Stockhausen." Síðan segir Sverrir hann haldi að Dali hafí haft mest dálæti á Vermeer af öllum listmálurum og hafi meira að segja reynt að kópéra eina af frægustu myndum hans, Saumakonuna, en gefízt upp og gert fantasíur í kringum hana í staðinn. „Þessi mynd er lítil eins og flest málverk Vermeers. Þau eru aðeins 39 að tölu og virðast flestöll máluð í sama húsinu, jafnvei sama stofuhorninu á heimili hans. Aðeins þrjár myndir eru málaðar utan dyra, HELGI spjall þ.á m. Útsýni yfír Delft. Þær eru allar með elztu myndum Vermeers." Og Sverrir heldur áfram: „Myndir Vermeers eru að sjálf- sögðu eftir meistara, sérstæðan og svo fullkominn í list sinni að undrun sætir. í málverkum hans ríkir yfirþyrmandi kyrrð. Það er engu líkara en hann hafí unnið bug á tímanum og stöðvað hann í andartaki málverksins. í myndun- um er fullkomið samræmi. Þar er enginn senuþjófur. Allt með ein- dæmum nákvæmt, og birtan með ólíkindum." Einsog ég hef sagt áður hef ég leitazt við að skoða allar þær mynd- ir Vermeers sem mér hefur verið unnt og leitað þær uppi á listasöfn- um. Það er einsog að safna verð- mætum bókum. Hvert skipti sem maður upplifir málverk eftir Verme- er eignast maður nýja reynslu og hún er jafndýrmæt og annað sem er mikilvæg upplifun í lífmu. Mynd- ir hans sýna okkur inní heim sem er löngu horfínn en lifír þó enn vegna þessara mynda. Hann sýnir okkur umhverfí fólks sem er löngu gengið á fund feðra sinna en lifír þó með okkur í nýju umhverfi vegna málverkanna. Og í list Vermeers upplifum við hvernig tíminn er stöðvaður, jafnvel dauðinn og tor- tímingin komast ekki upp með moðreyk. Þessi stórfenglegi hol- lenzki meistari hefur séð fyrir því. ír^l wm;:-;; FYRIRFÓLK VERMEERS Ég hef oft leitt hugann að æskuum- hverfí hans í Delft; oft hugsað um heimili hans, konu hans og ellefu börn; oft hugsað um vini hans og þann stóra heim sem birtist okkur í þessu litla umhverfi heimilisins. Það er ígildi heillar veraldar. Einsog allt sem minnir á Vermeer og list hans. Eitt sinn gerði ég mér sérstaka ferð til Edinborgar að berja augum eina Kristsmálverkið sem til er eft- ir Vermeer. Það er í listasafni Edin- borgar, ógleymanlegt einsog sú veröld önnur sem vex úr hugsýn þessa mikla snillings einsog fjall- ræðukyrrð inní eilíf fyrirheit krist- ins boðskapar. M. ÞESS ERU MÖRG DÆMI að hrikt hafi í innviðum Alþýðusambands ís- lands á þingum þess. Atburðirnir í gær, föstu^ dag, þegar við lá að ASÍ klofnaði eru ekki nýtt fyrirbæri í sögu þess. Raunar hafa deilur hvað eftir annað kom- ið upp í tengslum við samtök verzlunar^ manna, enda var þeim haldið utan við ASÍ árum saman. Sennilega eiga emhverjir úr hópi annarra starfshópa á ASÍ-þingi enn erfitt með að sætta sig við, að þeir eigi samleið með verzlunarmönnum. Alla vega er það furðulegt, að enginn fulltrúi verzl- unarmanna hafí náð kjöri í sambandsstjórn ASÍ! Verzlunarmenn eru annar fjölmenn- asti hópurinn á þinginu. Reiði þeirra yfir niðurstöðum kosninga til sambandsstjórn- ar er því skiljanleg. Það eru þó ekki þessi átök, sem hafa mest áhrif á framvindu mála næstu misser- in á vinnumarkaðnum, heldur afstaða þingsins til kjaramála. Fyrri miðstjórn ASÍ lagði fram drög að ályktun um kjaramál á þinginu, sem gerðu ráð fyrir, að ASÍ mótaði launastefnu sem hefði það að mark- miði að ná kaupmætti nágrannaþjóða á fímm árum. Þótt margir hafí talið og þ.á m. fulltrúar á ASÍ-þingi, að þetta væri óraunhæft markmið að stefna að, var þessi stefnumörkun þó engu að síður vísbending um, að Alþýðusambandið væri til viðræðu um langtíma stefnumörkun í launamálum, sem gæti átt þátt í að tryggja áframhald- andi stöðugleika í efnahagslífi og rekstri fyrirtækja fram yfír aldamót. Niðurstaða ASÍ-þings var hins vegar sú, að þessi drög að stefnumörkun í launa- málum voru ekki samþykkt heldur var grundvallaratriði í samþykkt þingsins um kjaramál að rétta ætti hlut launafólks með beinum hækkunum launataxta. I tillögu kjaramálanefndar þingsins var ákvæði þess efnis, að með styttingu vinnutíma mætti skapa raunhæfar forsendur fyrir hækkun grunnlauna, þar sem afköst og framleiðni mundu aukast samhliða og gæði framleiðslu fara vaxandi. Þessi þátt- ur í tillögum kjaramálanefndar var felldur á þinginu að tillögu nokkurra Dagsbrúnar- manna. Það þarf ekki mikla spámenn til að sjá, að ASI-þingið hefur annars vegar hert tóninn í launastefnunni og hins vegar hafn- að nútímalegum viðhorfum til þess, hvern- ig bæta megi kjör launafólks með raun- hæfum hætti. Út af fyrir sig má segja, að það hafi verið mikil kröfugerð að ná kaupmætti nágrannaþjóða á fimm árum en það fór þó eftir því hver viðmiðunin hefði orðið. í umræðum hér hefur fyrst og fremst verið talað um Danmörku en þar er kaupmáttur einhver sá hæsti í heimi og mun hærri en á öðrum Norðurlöndum. í þessu sambandi verður eftir sem áður fróðlegt að sjá hver verður niðurstaða þeirrar vinnu, sem forsætisráðherra hefur falið Þjóðhagsstofnun að standa fyrir með því að gera raunhæfan samanburð á kaup- mætti hér og í nálægum löndum. Sú ákvörðun ASÍ-þings að fella út úr tillögum kjaramálanefndar ákvæði, sem hefði sýnt að verkalýðshreyfingin í heild staðfesti fyrir sitt leyti hverjar væru for- sendur fyrir raunhæfri hækkun grunn- launa, vekur auðvitað ugg um, að gömul og úrelt viðhorf til kjarabaráttu séu að verða ofan á innan launþegahreyfingarinn- ar. Sá skilningur á nýjum viðhorfun\ sem einkennt hefur kjaramálastefnu ASÍ allt frá því febrúarsamningar voru gerðir 1990 hefur verið ein helzta forsenda þess að við náðum tökum á óðaverðbólgunni og búum nú í allt öðru samfélagi en á síðasta áratug. Eins og menn muna varð mikið uppnám á vinnumarkaði síðla sumars og um haust- ið 1995 vegna úrskurðar kjaradóms um laun stjórnmálamanna og æðstu embættis- manna. í kjölfar þess varð verkalýðshreyf- ingin að horfast í augu við, að hún hafði sjálf gert samninga, sem hún gat ekki komizt frá, þrátt fyrir úrskurð Kjaradóms. REYKJAVIKURBREF Laugardagur 25. maí + Þótt forystumenn verkalýðshreyfíngar- innar yrðu að kyngja þeirri niðurstöðu var ljóst, að þetta var geymt en ekki gleymt. Þegar saman fara samþykktir ASI-þings nú og þessi forsaga er óneitanlega ástæða til að hafa áhyggjur af þeim kjarasamning- um, sem framundan eru um næstu áramót. Gjörbreytt samfélag FÓLK ER FLJÓTT að gleyma og nú er liðinn meir en hálf- ur áratugur frá því að óðaverðbólgan var stöðvuð með sameiginlegu átaki ASÍ, Verkamannasambandsins, Vinnuveitenda- sambandsins og ríkisstjórnar. Við búum nú í samfélagi, sem er gjörbreytt frá því, sem var á síðasta áratug. Þegar ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens fór frá völdum vorið 1983 nam verðbólgan á ársgrundvelli allt að 130%. Meðaltals- hækkun verðbólgu yfir árið, meira og minna allan áratuginn, nam sennilega á milli 60 og 80%, þótt það væri breytilegt eftir árum. Stöðugar verðhækkanir á neyzluvörum einkenndu þann áratug. Fyr- irtæki gátu ekki gert nokkrar rekstrar- áætlanir, sem máli skiptu. Þau urðu sífellt að hækka verð á vöru og þjónustu til þess að halda í við verðbólguna. Þau tóku sér yfirleitt umframhækkanir til þess að vera alveg viss. Verðtrygging fjárskuldbindinga hafði verið tekin upp árið 1979. Hún þýddi að höfuðstóll lána fjölskyldna til húsnæðis- kaupa og fyrirtækja til fjárfestinga hækk- uðu ár hvert sem nam verðbólguhækkun. Getur fólk gert sér í hugarlund nú hvað það þýddi fyrir hvern og einn ef höfuð- stóll húsbréfalána hækkaði um 60-80% á ári hverju?! I upphafi voru vextir. af verð- tryggðum fjárskuldbindingum lágir eða um 2%. Um miðjan áratuginn höfðu þeir hækkað í jafnvel 10% eða fimmfaldast. Afleiðingin af þessu varð sú, að heil kynslóð íslendinga, sem var að koma sér upp húsnæði á þessum tíma missti allar eigur sínar. Það var gersamlega útilokað fyrir almenna launþega að ráða við þessi ósköp, ekki sízt þegar við það bættist, að vísitölubinding launa og verðlags var af- numin vorið 1983 en vísitölubinding lána og verðlags látin halda sér. Það voru ekki bara launþegar, sem réðu ekki við þessa þróun mála. Hvert fyrirtæk- ið á fætur öðru lenti í þrengingum af sömu ástæðum og er þekktasta dæmið náttúr- lega Samband ísl. samvinnufélaga, sem hafði verið stærsta fyrirtækjasamsteypa landsins, en hrundi eins og spilaborg á nokkrum árum m.a. og ekki sízt vegna þess, að SÍS stóð uppi með miklar lána- skuldbindingar, þegar þetta ævintýri hófst. Þetta æðisgengna kapphlaup við óða- verðbólgu, sem launþegar gátu með engu móti unnið og ekki önnur atvinnufyrirtæki en þau, sem voru lítið skuldsett í upphafí, stöðvaðist í febrúarmánuði 1990. Síðan höfum við búið í gjörbreyttu samfélagi. Og það vita allir landsmenn. Þótt kreppt hafi að vegna mikils samdráttar við sjávar- síðuna og af öðrum ástæðum og fólk hafi orðið að taka upp hófsamari lifnaðarhætti búum við í betra, rólegra og farsælla sam- félagi en áður. Þetta finnur fólk. Sumir hafa orð á því, að hér sé lítið að gerast. Menn furða sig á því, hversu rólegt er á vettvangi stjórnmálanna. Stjórnmálalífíð endurspeglar samfélagið í heild. Þetta er ekki til marks um annað en það, að í fyrsta sinn í áratugi búum við í eðlilegu samfé- lagi, þar sem allt er ekki á öðrum endanum dag hvern. Bæði fjölskyldur og fyrirtæki hafa und- anfarin ár getað gert raunhæfar áætlanir fram í tímann um afkomu sína og eigna- uppbyggingu. Verðhækkanir eru í slíku lágmarki, að það er t.d. augljóst, að fæst fyrirtæki hafa neyðst til þess að varpa kostnaðarauka vegna launahækkana um síðustu áramót út í verðlagið. Þetta gjörbreytta samfélag, sem við búum í hefur ekki einungis jákvæð áhrif á efnalega afkomu fólks heldur og ekki síður á almenna líðan manna. Verðbólgu- kapphlaupið hafði neikvæð sálræn áhrif á fjölmarga. Margir þeirra, sem búið höfðu nokkur ár í útlöndum höfðu orð á því, að það væri einfaldlega verra að búa á ís- landi vegna þess hvað spennan væri mikil í þjóðfélaginu. Hún er horfín að verulegu leyti, þótt fólk þurfi enn að vinna mikið. Er það launþegum í hag að efna til ófriðar á vinnumarkaði, sem stofnar þess- um mikla árangri í hættu? Vilja Dags- brúnarmenn og Verkamannasambands- Maíkvöld við Svarfaðardalsá menn, sem augljóslega hafa haft forystu um að herða tóninn á ASÍ-þingi, hverfa aftur til þess ástands, sem hér ríkti á síð- asta áratug? Lánskjaravísitalan er enn við lýði. Kaupgjald er ekki tengt neinni vísi- tölu. Vilja þessir menn frekar ísland síð- asta áratugar en ísland þessa áratugar? Hér skal fullyrt, að hvað sem öðru líður er það ekki vilji almennra félagsmanna í verkalýðs- og launþegafélögunum að stíga skref aftur á bak til fyrri tíma. Verði frum- varp ríkisstjórnarinnar um breytingar á vinnulöggjöf að lögum, sem vonandi verð- ur, hafa þessir almennu félagsmenn vænt- anlega meira um það að segja en þeir hafa haft hingað til. Eignir þjóð- arinnar — hagnaður fyrirtækj- anna MEÐ ÞESSU ER ekki sagt, að laun- þegar eigi ekki rétt á kjarabótum. Þvert á móti. Laun- þegar eiga auðvitað að fá réttmæta hlutdeild í batnandi hag. Og ekki fer á milli mála, að hagur þjóðarinnar í heild fer batnandi og hagur einstakra fyrir- tækja hefur stórbatnað. Allar hagtölur benda til hins sama, að þjóðarskútan sigli hratt upp úr öldudal kreppu og samdráttar fyrri hluta þessa áratugar. Aðalfundir fyr- irtækja á verðbréfamarkaði undanfarnar vikur og mánuði gefa sömuleiðis til kynna, að fyrirtækin séu nú mörg hver rekin með viðunandi hagnaði. Það er mikilvægt, að launþegar finni ríkan vilja stjórnvalda og forsvarsmanna fyrirtækja til þess að þeir fái réttmæta hlutdeild í batnandi stöðu. Afkoma ríkissjóðs batnar sömuleiðis. Og spurning, hvort ekki er tímabært að undirbúa skattalækkanir, sem komi til framkvæmda á næstu misserum og árum. Frá því að staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp hefur skattaprósentan hækkað um nær 7 prósentustig og þar til viðbótar kemur hátekjuskatturinn. Ríkisstjórn og Alþingi hljóta að íhuga, hvort ekki sé tíma- bært að taka ákvarðanir um einhverja lækkun á þessari háu skattprósentu nú þegar kreppan er óumdeilanlega að baki og þorskaflinn mun aukast á nýjan leik. Ríkisstjórn og Alþingi hafa augljósa möguleika á nýjum tekjustofnum, sem geta auðveldað þessum aðilum að lækka skattbyrði hins almenna borgara. Nú þeg- ar þorskaflinn eykst á ný er tími til kom- inn, að útgerðin greiði í almannasjóð fyrir þær aflaheimildir, sem hún hefur hingað til fengið fyrir ekki neitt en hún hefur haft efni á að greiða fyrir í viðskiptum innan greinarinnar. Það væri fráleitt að úthluta auknum aflaheimildum án þess að taka greiðslu fyrir. Islenzka ríkið hefur með samningum við önnur ríki tryggt rétt íslendinga til veiða á fiskimiðum utan fiskveiðilögsög- unnar. Með þessum samningum hafa skap- ast réttindi sem eru að sjálfsögðu eign þjóðarinnar og fráleitt að úthluta þeim til frambúðar án þess að taka greiðslu fyrir. Það er sjálfsagt að kortleggja aðrar slíkar sameiginlegar eignir þjóðarinnar, sem eðli- legt er að taka gjald fyrir afnot af eins og Finnur Ingólfsson, viðskiptaráðherra Framsóknarflokksins hefur lagt til. Þótt hagnaður fyrirtækja hafi aukizt verulega er hann enn ekki orðinn sambæri- legur við það, sem talið er nauðsynlegt og eðlilegt hjá öðrum þjóðum. Það breytir hins vegar ekki því, að á íslenzkan mæli- kvarða er hann orðinn umtalsverður og það skiptir máli, að forsvarsmenn fyrir- tækjanna sýni í verki vilja til þess að starfsmenn þeirra njóti réttmætrar hlut- deildar í batnandi hag fyrirtækjanna. Það má ekki gleymast nú, þegar betur horfir, að það voru ekki sízt launþegar, sem tóku á sig þungar byrðar með kjara- samningunum í febrúar 1990 og þeim samningum, sem fylgdu í kjölfar þeirra haustið 1991. Launþegar eiga rétt á því að eftir því sé munað og það sé metið, nú þegar þáttaskil eru að verða. En það þarf að gerast með skynsamleg- um og raunhæfum hætti, sem tryggir stöð- ugleikann og að efnahagsbatinn haldi áfram. Á því er engin vafi að það er vilji alls almennings í landinu. Ef verkalýðsfor- ingjarnir ætla að taka aðra stefnu, sem samþykktir ASÍ-þings óneitanlega vekja áhyggjur um eiga stjórnvöld ekki annan kost en taka þann slag og snúa sér beint til félagsmanna verkalýðs- og launþega- félaganna. Morgunblaðið/Snorri Snorrason „Það þarf ekki mikla spámenn til að sjá, að ASÍ- þingið hefur ann- ars vegar hert tóninn í launa- stefnunni og hins vegar hafnað nú- tímalegum við- horfum til þess, hvernig bæta megi kjör launa- f ólks með raun- hæfum hætti."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.