Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 30
,30 SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ KIRKJA VORS GUÐS ER GAMALT HÚS... Kirkja vors Guðs er gamalt hús, Guðs mun þó bygging ei hrynja. Guð er til hjálpar henni fús, hvemig sem stormamir dynja. Mannvirki rammgjörst féllu fljótt, fínnur enn skjólið kristin drótt Herrans í húsinu foma. I „Kirkja vors Guðs er gamalt hús...“, segir Helgi Hálfdánarson (1826-1894), sálmaskáld og fyrrum lærifaðir presta, frá 1885 til æviloka. Þetta er í orðastað gamla Grundtvigs (1783-1872) hins danska, sem var allt í senn: gott skáld, mikilhæfur klerkur og trúarleiðtogi og frömuður, og upphafsmaður dönsku lýðskóla- hreyfingarinnar sem ekki hafði _einasta mikil og varanleg áhrif í Danmörku, heldur og einnig á hin Norðurlöndin og þar á meðal og ekki síst, ísland. í dönsku lýðháskólasöngbókinni (Folke höjskolens Sangbog) er Grundtvig allra skálda langfyrirferðamestur. Á hann þar nærri hálft þriðja hundrað, vers, sálma og Ijóð - og þykir með ólíkindum. Er þetta mestallt tær og góður kveðskapur, gæddur mikilli trú og andagift, sem höfðu hin víðtækustu áhrif, sem hárust vítt um lönd, einkum Norðurlöndin, þar sem lýðskólahreyfingin náði að festa rætur. II Undirritaður getur ekki stillt sig um, svona eins og innan sviga, að læða því- að, sem á þó ekkert skylt við megininntak þessarar greinar, að fyrir nokkrum misserum eða fáeinum árum, voru tveir kunnir heiðursmenn að bera saman að nokkru, þá andans jöfrana Georg Brandes og Grundtvig, einkum í því tilliti, hver áhrif þeir hefðu haft á íslenzka menningu. Báðir töldu, að Brandes hefði haft hér meiri áhrif ^og varanlegri en Grundtvig og nefndu meðal annars Vevðandi- menn o.fl. í því sambandi. Undirrit- aður gat ekki fallizt á þetta og gerir það ekki enn. Alkunnugt er, að Brandes átti sterk ítök í Verð- andi-mönnunum: Einari Kvaran, Gesti Pálssyni, Hannesi Hafstein og ýmsum öðrum skáldum og and- ansmönnum íslenzkum. En ítök Grundtvigs í íslendingum og áhrif hans á andlega menningu hér á norðurhjaranum urðu sterkari og varanlegri. Nokkuð er það aigengt að menn gera sér ekki grein fyrir þessu. En um þá staðhæfingu, sem hér er haldið fram, skal þetta sagt í sem allra styztu máli: III Lýðskólahugsjónin, sem barst hingað frá Danmörku og fór um öll Norðurlönd og víðar, var runnin undan rifjum Grundtvigs. Af líkum toga var ungmennafélagshreyfing- in. Lýðskólahugsjónin svalaði þrá almennings hér sem annarstaðar til mennta, þótt ekki væri sú skóla- ganga löng, skilaði hún þjóðfélag- inu góðum og velhæfum þegnum til þess að takast á við verkefni, sem þjóð er var að rísa upp úr alda- gömlum dvala og kyrrstöðu, þurfti að glíma við. Þar fyrir utan urðu þeir æ fleiri en áður, sem skelltu sér í lanjgskólanám að lýðskólanámi loknu. Á kirkjurækið fólk, íslenzktj vara enn áhrifín frá Grundtvig. I sálmabókinni, nýjustu, á hann enn 14 þýdda sálma, sem úrvalsþýðend- ur hafa fært í góðan og viðeigandi ' 'islenzkan búning, - þýðendur eins og m.a. þá Helga Hálfdánarson, sem áður var getið, Stefán Thorarensen (1831-1892), prest á Kálfatjörn og þjóð- skáldið Matthías Joc- humsson o.fl. Ætli hvert skólabarn í land- inu, fyrr og síðar, kannist ekki við þenn- an einlæga og fagra sálm Grundtvigs í snilldarþýðingu Stef- áns á Kálfatjörn: „Ó, hve dýrleg er að sjá...“, sem sunginn er í öllum skólum landsins um jólaleytið og fram á nýja árið. Ættum við að gera lítið úr þeim áhrifum Grundtvigs á bernsku og æsku landsins, sem í þeim fagra sálmi birtist. Og kirkjurækið fólk syngur enn af innlifun sálm Grundtvigs: „Kirkja vors Guðs ergamalt hús...“ í fögrum búningi, íslenzkum, frá hendi Helga Hálfdánarsonar og miðaldasálmurinn, sá sænsk- danski: „Þann signaða dag...“ (Den signede dag...“), sem Grundtvig endurgerði og er til á íslenzku, í gullfagurri þýðingu Stefáns Thor- arensens, er mikið yndi allra, sem unna trúarljóðum og andlegum skáldskap. Og ekki spillir lagið við þennan kunna sálm, lagið, sem hljómar svo fallega og fjörlega og undirstrikar gleðiboðskapinn í sálminum og trúartraustið og lof- gjörðina, sem er hans aðalinntak. Weyse hét höfundur lagsins, snill- ingur í lagagerð og mikið tónskáld. Fullu nafni hét hann Christoph Ernst Frederik Weyse (1774- 1842). Hann gerði kunn lög við ljóð gullaldarskáldanna dönsku, svo sem: Oehlenschlegers, Ingemanns, Grundtvigs, Heibergs, Chr. Wint- hers o.fl. IV Fjarri er það undirrituðum að hefja Grundtvig til vegs á kostnað Brandesar. Báðir mennirnir voru mikilmenni, hvor á sínu sviði, en ólíkir um flest, nema í einu, því, að báðir unnu þeir bókmenntum, en hvor með sínum hætti og harla ólíkum. Annað var þeim líka kannski sameiginlegt, en það var eldmóðurinn, þótt málstaðurinn væri af mjög ólíkum toga, Grundt- vig var haldinn mikilli trú og trúar- vissu, en Brandes sagði sig vera trúleysingja. Höfuðrit Brandesar, í sex miklum köflum, Meginstraumar í 19. aldar bókmenntum Evrópu", sem kom út á árunum 1872-1890, þykir enn vera mikið afreksverk, þótt telja megi ýmislegt þar vera úrelt orðið og hafa lítið gildi. En á sínum tíma olli það straumhvörfum í bókmenntum Dana og víðar. Það hafði geysimikil áhrif á danska rit- höfunda og rithöfunda á Norður- löndum og víðar í álfunni. Rit þetta barst hingað til lands og var m.a. til í „Amtsbókasafninu" í Stykkis- hólmi (stofnað 1847), sem var með allra elztu bóksöfnum landsins. Á Stykkishólmsárum sínum, reyndi undirritaður að pæla í gegnum þetta mikla rit, en lauk því aldrei til fulls, en las þó það, sem feitast var á stykkinu, sér til mikillar ánægju. En þekking hans á þessu mikla timamótaverki í bókmenntum Norðurlanda, er því að sjálfsögðu í molum og varla á borð borin fyrir fólk, sem vel er að sér í fræðunum. Til þess að undirstrika það, sem hér á undan var sagt um þá Grundt- vig og Brandes og verið er að reyna að koma á framfæri, verður hér á eftir í tveim köflum, orðrétt og nokkuð ítarlega vitnað í þá Sigurð Nordal og Matthías Jochumsson, - grein Sigurðar: Sam- hengið í íslenzkum bókmenntum og Matt- híasar: Sögukafla af sjálfum mér, það sem þeir segja m.a. um hina tvo dönsku andans jöfra og áhrif þeirra á andlegt líf íslendinga og annarra Norður- landabúa. V Um áhrif Brandesar á íslenzk skáld og ís- lenzkar bókmenntir, segir dr. Sig- urður Nordal þessi athyglisverðu orð, í kunnri grein sinni, sem hann kallaði: Samhengið ííslenzkum bók- menntum og oft er vitnað í: „íslendingar þurftu ekki_ neinn rómantískan gauragang. íslenzk rómantík (sem varla á nafnið skilið) gat verið hófsöm, af því að upp- fræðingin hafði verið djarfhuga. Allt fór á sömu leið, þegar natúral- isminn kom til sögunnar. Þeir Gest- ur Pálsson, Hannes Hafstein og Einar Hjörleifsson, sem árið 1882 Grundtvig — ítök hans í Islendingum og áhrif hans á andlega menningu hér á norðurhjaranum urðu sterk og varanleg. sendu ársritið Verðandi heim frá Kaupmannahöfn, ætluðu sér að verða postular Georgs Brandesar með þjóð sinni. En íslendingar létu sér ekki skiljast, að raunsæið væri neitt fagnaðarerindi. Þeir fundu að bókmenntir þjóðarinnar stóðu á svo traustum grundvelli veruleikans, ekki einungis fornsögurnar og Jón Thoroddsen, heldur mikið af ís- lenzkum kveðskap, að þar þurfti ekki að slíta neinar hömlur með bauki og bramli, né fara út í öfga- lýsingar til þess að opna augu manna. Frumheijarnir sjálfir námu staðar á miðri leið, Hannes Haf- stein varð þjóðlegur, Einar Hjör- leifsson andlega sinnaður; verk þeirra voru metin eftir gildi þeirra, en ekki neinu vörumerki (eins og tíðkaðist í Danmörku); Matthías og Grímur voru höfuðskáld þjóðarinnar eftir sem áður, en byltingin varð engin.“ VI Matthías Jochumsson (1835- 1920), - þjóðskáld og eitt hið and- ríkasta skáld okkar íslendinga, fyrr og síðar, - segir frá því í Söguköfl- um af sjálfum mér á bls. 182 til 196, þegar hann kynntist hinum mestu andans stórmennum Dana á þeirri tíð: N.F.S. Grundtvig og Ge- org Brandes, í dvöl sinni í Dan- mörku 1871-1872. Var þá bók- menntastefna Brandesar að rísa, Ekki er það kirkjunnar sök sem stofnunar né Krists, hvernig málum er nú komið, skrifar Þorgeir Ibsen. Þau tvö séu eitt, - Kristur og kirkjan - án saka í óhæfunni, heldur er það veikleiki manna og breyzkleiki sem þarna eru að verki. „realisminn“, og hann sjálfur að hefja sig til flugs með róttækum bókmenntafyrirlestrum sínum 5 Hafnarháskola. Á grunni þeirra reisti hann svo hið mikla ritverk sitt, sem áður var getið, „Hovedströmninger í det 19. ár- hundredes europæiske litteratur“ Matthías sótti fyrirlestur og var stórhrifinn af fjöri, eldmóði og andagift Brandesar, en var ekki alveg eins djúpt snortinn af þeim boðskap, sem Brandes boðaði með hinni nýju bókmenntastefnu sinni. Um þetta geta menn lesið nánar í Söguköflum hans. Þennan vetur lagði Matthías sig fram um að kynna sér skoðanir og hugsjónir þeirra Grundtvigs og Brandesar. Um þetta segir hann orðrétt: „Einmitt þetta Hafnar-ár mitt kynnti ég mér af kappi báða þessa merkismenn, annan í broddi lífsins og hinn á grafarbakkanum. Tak- markanir hvors um sig virtust auðs- énar, enda skorti hvorugan eldinn eða andríkið, og báðir voru einarðir og hreinskilnir en hins vegar voru þeir svo ólíkir menn, að engan þarf að leyna, að gagnstæðari merkis- menn hafa líklega aldrei uppi verið á Norðurlöndum. Grundtvig dó þeg- ar Brandes byrjaði, en hvor mun lifa lengur? Það sýnir tíð og framtíðin." En áður í þessum þætti_ hafði Matthías sagt þetta, m.a.: „Eg tók eftir því, að hann (Brandes) í hinum nefnda fyrirlestri hnýtti háðslega í gamla Grundtvig, en Grundtvig var sá annar maður þá í Danmörku, sem mér fannst mest um; en hinn var Brandes. Hvílík mótsetning. Ég stóð oft hugsandi, og datt oft í hug vísan: Hvert á nú heldur að halda: i hamarinn svarta inn, ellegar þá út betur til þín Eggert kunningi minn. Hér var máske engu minni vanda úr að ráða. En þótt undarlegt kunni að þykja, gaf ég kransinn karlinum Grundtvig - þrátt fyrir forneskju hans, kátlega mál og allar hans öfgar, því að ég fann að það voru stórmennisöfgar. Grundtvig hefur að mínu áliti verið stórfelldasti maður á Norðurlöndum á síðari tím- um. Báðir voru þeir Brandes ofur- hugar og atkvæðamenn, en eins ólíkir og tveir afbragðsmenn geta verið samtímis og í sama landi. Hvað er nú orðið beggja starf? Margt af afrekum þeirra og kenn- ingum er komið í veður og vind. En meira, miklu meira er og lifir eftir af Grundtvigs djúpu sál, en af Brandesar fjölkunnugu snilli. Báðir stofnuðu þeir flokka sér til fylgis. Grundtvig skólana; Brandes realismann. Skólarnir, þótt breyzt hafi, hafa margnazt og margfald- azt, en realisminn er talinn vera Þorgeir Ibsen úr sögunni, og er nú skóli Brandes- ar nefndur Æstheticismus, fínt orð en ekki veigamikið, og á enga veru- lega lífsskoðun né rætur i dönsku þjóðerni." VII Hér á undan hefur verið vitnað í tvö mikilmenni í menningarsögu íslendinga á síðari tímum, þá dr. Sigurð Nordal og þjóðskáldið Matt- hías Jochumsson, til þess að renna stoðum undir þá staðhæfingu hér á undan að Grundtvig hefði haft dýpri og varanlegri áhrif á andlegt líf Norðurlandabúa og þar á meðal íslendinga en Brandes. Þetta átti þó ekki að vera aðalinntak þessar- ar greinar, heldur kirkja Krists á íslandi og þjóðfélagsstaða hennar í dag. Það fer ekki á milli mála og blasir við öllum, að kirkjan og þeir kirkjunnarmenn, sem standa eiga í forsvari fyrir Guðskristni og góðum siðum í landinu og sýna þar gott fordæmi, - eiga við mikinn og alvarlegan vanda að stríða, vegna þeirra óhugnanlegu atburða og ýfinga, sem upp hafa komið innan þessarar kristnu samkundu. Og ugg vekur það og óhug, þegar fólk í fljótræði og vanhugsun er farið að ýja að því og hrópa jafn- vel hástöfum að segja sig úr þjóð- kirkjunni. Þetta er mikil firring. Ekki er það kirkjunnar sök sem stofnunar né Krists, hvernig mál- um þessum er komið nú. Þau tvö eru eitt, - Kristur og kirkjan - án saka í óhæfunni, en veikleiki manna og breyzkleiki eru þarna að verki, ekkert annað. Og hvert okkar er saklaust af þessum veik- leika og breyzkleika? Svari hver fyrir sig. Væri nú Kristur allt í einu mitt á meðal okkar, þar sem við stæðum yfir fórnarlambinu, karli eða konu, reiðubúin til þess að grýta það - og tæki að rita ávirðingar okkar í sandinn, ætli gijóthnullungarnir myndu ekki detta úr höndum okkar og við halda á brott hið skjótasta, döpur og skömmustuleg. - Það er engu líkara en fordæmingin hafi tekið völd í okkar kristna samfé- lagi og fyrirgefningin og kærleik- urinn, sem er mestur alls, hafi orð- ið að víkja um set. Þetta er ofboðs- legt. Á meðan Langholtsdeilan var bundin við þann söfnuð, sem til- heyrði Langholtssókn einni var bezt að fara með gát og tala sem fæst, svo að safnaðarbörnin þar gætu í friði leyst sín innri vanda- mál. En þetta mál er fyrir löngu úr böndum gengið og varðar þjóð- ina alla. Það er þegar farið að draga svo langan slóða á eftir sér að skelfingu veldur og langur tími mun líða, þar til um heilt grær. Hér sannast hið fornkveðna, að sá veldur miklu sem upphafinu veldur og eins það, að sjaldan veldur einn þá tveir deila. VIII Það er greinilegt, að þjóðkirkjan stendur nú á krossgötum. Svo sýnist sem hún í aldaraðir hafí ekki staðið frammi fýrir jafn alvarlegum vanda og nú. Og hörmulegt er það, þegar menn ógrundað hafa það á orði og í flimtingum að segja sig úr kirkju krists. Á það kannski að vera afmæl- isgjöfín til Guðskristni í landinu á þúsund ára afmæli hennar að sundra kirkjunni. Kirkjunni sem stofnun er það mik- ið að þakka, að í þessum heimshluta, - Norðurlöndum - ríkir meiri rétt- lætiskennd, jöfnuður og velferð og umburðarlyndi en mörgum öðrum heimshlutum. Til Norðurlanda er oft vitnað í þessum efnum. Og hér á íslandi hefur umburðarlyndi í trúmál- um verið rómað af mörgum og af sumum samt talið hættulega mikið. Ef þjóðkirkjan yrði svo sködduð af skammsýnum mönnum og sérdræg- um, yrði hér allt vaðandi í sértrúar- hópum, flokkadráttum og sundr- ungu. Þjóðin bæri ekki sitt barr eftir það. Um aldir hefír þjóðin átt mikið undir kirkjunni komið, bæði í menn- ingarlegu og siðferðilegu tilliti. Þessa ættu menn að minnast áður en þeir skaða kirkjuna sína og Guðskristni í landinu meira en orðið er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.