Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAÍ1996 3^. SKOÐUN IX En við verðum að lifa í voninni. Við verðum að treysta því, sem gamli Grundtvig segir í sálmi sín- um, að þótt kirkja vors Guðs sé gamalt hús, að þá muni sú bygging eigi hrynja og hann verði til hjálpar henni fús, hvernig sem stormarnir dynja. - Þjóðareiningunni er það bráðnauðsynlegt, að kirkjan haldi áfram að vera það sameiningarafl, á gleði- og sorgarstundum, lands- manna sem hún oftast hefur verið í aldanna rás, en misjafnlega þó á stundum, - allt eftir því hver hélt þar um stjórvölinn. Hitt er svo annað mál, að kirkjan og þjónar hennar eru ekki og eiga ekki að vera hafin yfir alla gagn- rýni. En þar verður að gæta hófs og sanngirni og forðast hvatvísa dóma, ógrundaða og ósanngjarna. Þeir menn, sem hæst láta nú og hafa í hótunum að segja sig úr þjóð- kirkjunni, sem reyndar öllum er fijálst, ættu að minnast þess, að í vaxandi mæli eru innan kirkjunnar og á hennar vegum stunduð marg- vísleg mannúðar- og iíknarmál, - utanlands sem innan. Víða á vegum kirkjunnar er barna- og æskulýðs- starfsemi stunduð af miklum krafti og með sóma. Sums staðar er starf þetta í miklum blóma, og veitir svo sannarlega ekki af til bess að vega upp á móti mörgum þeim ósóma, sem hafður er fýrir börnum og ungmennum þessa lands í tíma og ótíma. Og svo tala menn um það í fúlustu alvöru að segja sig úr þjóð- kirkjunni, sem þýðir í raun það, - að þeir eru að snúa baki við því góða starfi og þjóðnauðsynlega, sem þar er unnið. - Þeir menn, sem þannig hugsa hættu að sækja barnaguðsþjónustumar og hlusta á hinn tæra og saklausa söng bam- anna í kirkjunni. í Guðshúsi er ekk- ert haft fyrir börnum, nema það eitt, sem gott er, - sem betur fer þvert á það, sem svo víða við- gengst annars staðar og er börnum og ungmennum til óþurftar. Það haustar misjafnlega að í sál- um manna. Suma sækir haustið heim langt um aldur fram. Betra er að vera vorsál en haustsál. Betra er að styðja við bakið á allri heil- brigðri barna- og æskulýðsstarf- semi, innan kirkju sem utan, en snúa við henni baki. Shakespeare er talinn vera bók- menntunum. Eru það líklega orð að sönnu. Um langa hríð hefur Langholts- söfnuður búið við góða kirkjutónlist, sem fræg er. Nú eiga þeir um sárt að binda í þeim efnum. Líklega segir nú margur þar í hjarta sínu eins og sagt var í ævintýrinu og harmað var það, sem glatað var: „Ó, kæri Ágúst- ín - allt horfið burt.“ Þetta er meira en dapurlegt. Þetta er sorgarsaga. - En þeir munu rétta úr kútnum með Guðs og góðra manna hjálp - og aftur mun kirkja þeirra óma öll af göfugri tónlist til styrktar Guðstrú, eftir hið mikla gjömingaveður, - Kirkja þeirra, Kirkja Krists og allra landsmanna mun eflast að nýju. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri. Skólaslit Finnboga- staðaskóla Árneshreppi. Morgunblaðið. FINNBOGASTAÐASKÓLA var slitið 17. maí sl. en skólinn verður nýttur í sumar fyrir ferðafólk. Haraldur Óskarsson, skóla- stjóri, sagði 10 nemendur hafa verið í skólanum í vetur sem skipt- ust í eldri og yngri deildir. Hann sagði að á næsta ári liti út fyrir að ekki yrðu nema 7 nemendur nema ef ske kynni að fjölgaði í sveitinni. Haraldur verður ekki skólastjóri næsta ár, kveðst vera búinn að segja upp og sækja um annars staðar. Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson NEMENDUR og kennarar í Finnbogastaðaskóla. X Kirkja vors Guðs er gamalt hús, - en hún er meira en það, þótt forn sé, - um langan aldur hefur hún verið kjölfesta þjóðfélagsins í orðsins fyllstu merkingu. Hún hefir oft fengið á sig ágjöf, orðið fyrir áföllum og jafnvel fengið á sig mikla brimskafla, sem næstum hafa fært hana í kaf, en alltaf hefur hún rétt sig við aftur og orðið sterkari eftir þær raunir og komið öflugri út úr eldskírninni. Á öllum tímum hefur það gerst, að til voru þeir menn, sem í stæri- læti sínu og ofstopa töldu sig yfir alla trú hafna, kirkju og Krist. Hver man þá nú? Nðfn þeirra eru gleymd og grafin. En enn lifir Krist- ur og kirkja hans. Og enn lifir í sálum manna sú hin mikla trú og von og fyrirheitið mesta, er hann segir: „Ég lifi og þér munuð lifa. “ Á þessu mikla fyrirheiti grundvall- ast trúin á Krist, - og sú trú verð- ur ekki í kútinn kveðin. Engin mannlegur máttur kemur henni fyr- ir kattarnef, né kirkju Krists, - samfélagi kristinna manna. XI Um langan aldur - já, í aldaraðir hefur hin göfuga kirkjutónlist verið mikill styrkur Guðskristni. í góðri Guðsþjónustu hefur hún verið eins og punkturinn yfír i-ið. Hún hefur í gegnum tíðina verið mikið afl til eflingar guðstrúnni. Hún hefur verð eitt af höfuðprýðum kirkjunnar og er ómissandi í þjónustunni við Guð. - Sæl er sú sókn og sæll er sá krist- inn söfnuður, sem á því láni að fagna að búa við góða kirkjutónlist. Bach, sem og aðrir höfuðsnillingar kirkju- tónlistar, ætti ekki að vera hrakinn úr kirkjunni. Af mörgum mun Bach vera talinn það tónlistinni sem FJÁRMÖGNUN ATVINNUTÆKJA Skynsamlegar fjárfestingar í atvinnutækjum eru oftar en ekki lykillinn að velgengni. Tæki sem auka hagkvæmni og lækka þannig rekstrarkostnað koma þér til góða. Og tæki sem auka möguleika þína á að afla tekna eru skynsamleg fjárfesting. Við hjá Glitni sérhæfum okkur í fjármögnun atvinnutækja. Með Kjörleiðum Glitnis bjóðast þér íjórar ólíkar leiðir til íjárfestingar í atvinnutækjum. Við gefum þér góð ráð um hver þeirra hentar þér best. Komdu við hjá okkur á Kirkjusandi eða hringdu í ráðgjafa okkar, sem ráða þér heilt. Glitnírhf DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA Kirkjusandi, 155 Reykjavík Sími 560 88 00 og 560 88 20. Myndsími 560 88 10. OTTO*- 6RAFÍSK HÓNNUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.