Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 33 ÞÆTTIR OG Þ VERS AGNIR - Hugleiðing um Þorsteins þátt stangar- höggs eftir Örlyg Sigurjónsson HEYRST hefur að íslendingasögurnar séu langar og leiðinlegar. Lengd- inni viðvíkjandi eru flestar Islendingasögurnar ekki nema brot af venjuleg- um skáld- eða spennusögum sem mestra vinsælda njóta nú um stundir. Hið síðarnefnda veltur á lesandanum sjálfum, smekk hans og væntingum. slendingasögurn- ar endurspegla ekki hraða í sam- félaginu þótt þær endurspegli mik- inn óróa og átök. Þeir lesendur, sem vanir eru spennu og hraða í bókum verða þannig að setja sig í aðrar stell- ingar þegar kemur að lestri íslendingasagna. Ástæðulaust er t.d. að gefast upp þó ættar- tölur fylgi hverri kynningu á nýrri persónu enda er skilning- ur á tiltekinni sögu ekki þekk- ingu á ætt persóna undirorp- inn. Islendingasögur þarf ekki klára á tveim kvöldum því þær þola vel rólegan og yfirvegað- an lestur. Það er heimur þeirra og viðvera ógleymanlegra per- sóna, tilsvör þeirra og fegurð málsins sem er eftirsóknarvert við íslendingasögurnar. Þá er eftir að nefna byggingu þeirra, efnistök og listfengi þeirra í fléttum. Til að meðtaka þetta á ekki að lesa sögurnar hratt til að geta afgreitt þær og skutlað þeim upp í hillu aftur. Þannig verða þær leiðinlegar því þeim er ekki gefinn nægi- lega mikill tími. Sé þeim hann veittur þá uppsker lesandinn rikulega. Eitthvað Iýkst upp fyrir honum. Það má ábyrgj- ast. Til eru styttri Islendingasög- ur, einskonar íslendinga„smá- sögur", þótt þær lúti allt öðrum lögmálum en smásaga í nú- tímaskilningi. Þessar sögur nefnast íslendingaþættir og eiga það sameiginlegt að segja frá aðalpersónu sem lendir í deilum. Deilurnar geta verið af ýmsum toga s.s. vegna van- virðingar eða efnislegra verð- mæta. Svo fer að hver geldur öðrum og nokkrir liggja í valn- um áður en sættir nást við sögulok. Þessir þættir snúast um svokallað hefndarmynstur og er einkennandi fyrir íslend- ingaþætti. Annað einkenni er svokallað utanfararmynstur, en þeir þættir sem snúast um það, fjalla um aðalpersónu sem fer utan og forframast á er- lendri grund ýmist við hirð konunga eða í frækilegum bar- dögum. Söguhetjan kemur síð- an heim til Islands aftur, kvongast gjarnan og verður kynsæl mjög og býr við mikla sæmd til æyiloka. Til gamans má geta að íslendingaþættirnir eru ekki lengri en svo að ljúka má einum slíkum á kveldi - jafnvel tveimur. Nú er ætlunin að skoða einn íslendingaþátt og sá sem fyrir valinu verður er Þorsteins þáttur stangarhöggs. Þessi þáttur lýtur að hefndar- mynstri. Höfundur er nemi í hagnýtrí fjölmiðlun við HÍ. Hér segir frá Þorsteini Þórarinssyni, fátækum pilti, sem fær aðkenna ójófnuðar Þórðar nokkurs, húskarls ríkismannsins Bjarna Helgasonar frá Hofi. Þórður nýtur fulltingis tveggja annarra húskaria, bræðranna Þorvaldar og Þórhalls. Þorsteinn ogfað- ir hans sjóndapur eiga margt góðra hrossa og hafa getið sérgott orð fyrir undaneldi og eru þá upptalin jarðnesk verðmæti þeirra feðga. Svo ber til að oflát- ungurinn Þórður ogÞorsteinn mæla til hestaats ungum hestum. Hestur Þórðar er að tapa þegar Þórður slær á skolt hests Þorsteins. Þorsteinn svarar í sömu mynt en þá slær Þórður Þorstein með hesta- stafsínum og fær Þorsteinn mikiðsár. Hann fær þannig viðurnefnið Þorsteinn stangarhögg. Hann biður menn að leyna þessu svo faðir sinn komist ekki aðþessari hneisu sonar síns en sá gamli kemst samt aðþvíogeggjar strákinn til aðhefna ogseg- ir viðhann: „Ekki mundi mig þess vara aðegmundi ragan son eiga." Það er fyrst þá sem Þorsteinn tek- ur á málum eins og sést í brotinu hér til hliðar. Nú reis Þorsteinn upp og tók vopn sín oggekk síðan heiman og fór uns hann kom til hrossahúss þess er Þórður gætti hesta Bjarna í og var hann þar fyrir. Þá hittir Þorsteinn Þórð og mælti til hans: „ Vita vildi egþað Þórður minn hvort það varðþér voða- verk er eg fekk afþér högg ífyrra sumar á hesta- þingi eða hefirþað að vilja þínum orðið oghvort bæta muntu þá vilja yfir." Þórður svarar: „Efþá átt tvo hvoftanaþá bregð þú tungunni sitt sinn íhvorn ogkalla öðrum voða- verk efþú vilt en í öðrum kalla þú alvöru. Og eru það nú bæturnarþær erþú munt afmér fá." „Búst þú þá svo við," segir Þorsteinn, „að vera má að eg heimti eigi oftar." Síðan hleypur Þorsteinn að honum oghöggur Þórð banahögg, gekk síðan til húss að Hofi og hitti útikonu eina ogmælti við hana: „Segþú Bjarna að naut hafi stangað hestasvein hans og mun hann þar bíða þar tilþess erhann kemur hjá hestahús- inu."[...] Bjarni býr nú til mál oggerirÞorstein sekan um vígið. En Þorsteinn sat heima í Sunnudal og vann fyrir föður sínum oglét Bjarniþó kyrrt vera. Um haustið sátu menn við sviðuelda að Hofi en Bjarnilá úti á eldahússveggnum oghlýddiþaðan til tals manna. Nú taka þeir bræður til orða, Þórhall- ur og Þorvaldur: „ Eigi varði oss þess þegar vér tók- um vist með Víga-Bjarna að vérmundum hér svíða dilkahöfuð en Þorsteinn skógarmaður hans svíða geldingahöfuð. [...] Um morguninn vakti Bjarni Þórhall ogÞorvald og bað þá ríða í Sunn udal og færa sér höfuð Þor- steins við bolinn skilið að dagmálum „ogþykirmér þið," segir hann „líklegastir til að færa flekk afvirð- ingu minni efeg hefi ekki þrek til sjálfur." Nú þykjast þeir víst ofmælt hafa og fara þeir n ú þó unsþeir koma íSunnudai. Þorsteinn stóðídurum og hvatti sax. Og er þeir komu þar þá spurðihann hvertþeir ætluðu en þeir sögðust hrossa leita skyldu en Þor- steinn kvaðþeirra mundu skammt aðleita, „erhér eruviðgarð." „Eigi er víst að við fmnum hrossin efþú vísar okkur eigigerr til." Þorsteinn gengur þá út. Og erþeir koma ígarðinn ofan þá færir Þorvaldur upp öxina og hleypur að honum en Þorsteinn stakk við honum hendi sinni svo aðhann féllfyrir. Þorsteinn lagðisaxinu ígegnum hann. Þá vildi Þórhallur veita honum tilræði oghafði hann slíka för sem Þorvaldur. Þá bindur Þorsteinn á bak báðaþá oglætur upp taumana á háls hestin- um og vísar á leið öilu saman ogganga hestarnir núheim tiiHofs. Þorsteinn hefurnú drepiðþrjá húskarla fyrirríkis- manninum Bjarna á Hofí. Kona Bjarna eggjarhann til að drepa Þorstein og Bjarni lætur til leiðast. En þegar á hólminn er komið ogþeir mætast Bjarni og Þorsteinn býður Bjami Þorsteini sátt eftir langt ein - vigi og kveður húskarla sína fullbætta efÞorsteinn vilji vera honum trúr. Þessu boði tekur Þorsteinn og sættir nást báðum íhag. Frá Bjarna á Hofier einnig sagt í Vopnfirðinga- sögu. Faðir hans hét Helgi Þorgilsson og var kailað- ur Brodd-Helgi, hinn mesti ójafnaðarmaður. Það er eggjunin og hefndartregðan sem vekur athygli íþessum þætti. Hvorki Bjarni né Þorsteinn eiga frumkvæði að hefndum heldur svara }i,riþrýst- ingi og væntingum um sæmdþeirra. Segja má að þeir aðhafist nánast formsins vegna. Hefndar- mynstrið ersamt ótvírætt en gæti höfundur þessa þáttar verið aðýja að úreldingu gildandi siðferðis- mælikvarða? Höfundurinn gæti verið að spyrja sig og lesendur sína hvort hefndir séu góðarþó aðþær séu gildar. Það hefur oft tíðkast meðal rithöfunda á öllum tímum að taka til gagnrýnnar meðferðar ríkj- andisiði tiltekinnar menningar. Höfundar íslendinga- sagnanna skera sigekki úrþéim hópi. Þó aðfrásögn- in sé í hlutlægnisstíl þá erhún samtímis þrungin huglægri merkingu og þversagnarkenndri afstöðu til ýmissa siðferðisgilda svo sem hefnda ogfriðaren það ljær Islendingasögunum dramatískt gildi. Power Macintosh 5200 600 tölvur á Örgjörvi: PowerPC603RISC með það og setja eigin myndir í Tiftíðni: 75 megarið mismunandi skjöl. Vtnnsluminni: 8Mb Composite og S-VHS inngangar. Skjáminni: lMbDRAM Fjarstýring Harðdiskur; 800 Mb Mótatd mcð t.ixi og símsvara Geisladrif: Applc CD600Í (fjórhraða) Hnappaborð: Apple Design Keyboard Hátalarar: Innbyggðir tvíóma hátalarar Stýrikerfl: System 7.5.1 sem að sjálfsögðu Skjár: Sambyggður Apple 15" MultiScan eralltáislcnsku Diskadríf: Les gögn af Pc disklingum Hugbúnaður: Hið fjölhæfa ClarisVforks 3.0 Fylgir með: Sjónvarpsspjald scm gerir kleift sem einnig er á tslensku. að hotfa á sjónvarpið í tölvunni í fbrritinu er ritvinnsla, töflureiknir, auk þcss sem hægt cr að tengja tvö teikniforrit, gagnagrunnur við hana myndbandstæki eða og samskiptaforrit upptökuvél, taka upp efhi, vinna Staögreitt 'M SsApple-umboðið Skipholti 21 • Sími 511 5111 • Heimasíðan: http://www. apple. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.