Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAÍ1996 35 I I I i i I I 1 i 9 8 I J 9 I -! 9 9 tl 9 9 ANTON KRISTJÁNSSON + Anton Krist- jánsson var fæddur á Hellis- sandi 3. október 1917. Hann lést í Reykjavík 1. maí siðastliðinn. Faðir Antons var Krislján Jónsson, f. 1861, d. 1919, bóndi á Vað- stakksheiði í Nes- hreppi utan Ennis, sonur Jóns Arason- ar bónda á Litla- Lóni undir Jökli og móðir hans var Sig- urveig Björnsdóttir, f. 1877, d. 1967, dóttir Björns Jónssonar frá Gerðubergi í Eyjahreppi. Anton var yngstur fimm systkina sem voru Elsa Krisljánsdóttir, Aðal- heiður Bniun, Matthildur Pet- ersen og Óskar Kristjánsson og eru þau öll látin. Anton kvæntist Esther Jó- hannsdóttur, þau slitu samvist- um. Börn Antons og Estherar eru Kristján Haukur, Anna Ruth, hún er gift Þorvaldi Kristjánssyni og eiga þau þrjú börn, Esther, Gísla og Anton, og Guðrún, hún er í sambúð með Jóni Rúnari og eiga þau einn son, Daða Rúnar. Fyrir átti Guðrún eina dóttur, Astrós. Utför Antons var gerð frá Víðistaðakirkju 9. maí. Afi fæddist á Hellissandi 1917, en eftir fráfall föður síns, þá aðeins tveggja ára gamall, fluttist hann með fjölskyldunni til Reykjavíkur. 1938 lauk afi verslunarskólaprófi frá Verslunarskóla íslands, þá 21 árs gamall. í kjölfarið hlaut hann löggildingu sem skjalaþýðandi og dóm- túlkur í ensku. Eftir útskrift hóf hann störf sem blaðamaður hjá „Vísi“, síðan starfaði hann m.a. hjá Upplýs- ingaþjónustu Banda- ríkjanna, Verslunarráði íslands, Sendiráði Bandaríkjanna, en síð- ustu 20 árin vann hann hjá Dynjanda ehf. eða þar til hann lést. íþróttir og útivera áttu hug hans allan alla tíð. Á yngri árum spil- aði hann með meistaraflokki Vals í fótbolta og stundaði jafnframt fim- leika, tennis og fleiri íþróttir ásamt sundi sem hann stundaði daglega þar til hann lést. Hann hafði mikið dálæli á dansi og tónlist og lærði bæði steppdans, saxófón- og fiðlu- leik. Hann var mjög víðlesinn og fróður, ekki síst um andleg málefni. Það sem einkenndi afa var hóg- værð og lítillæti og hann hafði mikla þörf fyrir að styðja þá sem minna máttu sín, og var örlátur í garð líkn- arfélaga. Hann lét lítið á sér bera og krafðist einskis af öðrum. Það er skrítið afi, að þú skulir ekki koma lengur í heimsókn um helgar, eins og þú gerðir alltaf. Þú komst alltaf með eitthvað með þér og var forvitnilegt að kíkja í pokann þinn. Til dæmis var harðfiskurinn sem þú komst með mjög vinsæll, og vasaljósin. Einnig var gott að fá ráðleggingar hjá þér með heima- námið. Og þú sast og last sögur fyrir okkur áður en við fórum að sofa. Afi, þér fannst mjög gaman STEINGRÍMUR ELÍASSON + Steingrímur Elíasson fædd- ist á Oddhóli á Rangárvöll- um 7. maí 1920. Hann lést í Reykjavík 5. maí síðastliðinn og fór útförin fram frá Árbæjar- kirkju 14. maí. Þegar fregnin um andát vinar mins, Steina Elías, bárust mér yfir hafið, sóttu að mér margar góðar minningar. Ég kynntist Steina á hestamannamóti á Vindheimamelum í Skagafirði 1982. Upp frá því var Steini og Hulda mínir bestu vinir. Eitt árið fórum við saman til Malj- orka í fjórar vikur. Nutum við þess að vera þar í sólinni. Mikið hafði ég gaman af þegar við fórum út að borða, þá var pöntuð besta nauta- steik, en þegar hún kom á borðð voru franskar kartöfiur með, og neitaði þá Steini að borða sína steik, nema hann fengi soðnar kartöflur, sem ekki var hægt að fá. Eftir þessa fyrstu kvöldmáltið okkar hafði Hulda alltaf soðnar kartöflur í tösk- unni, þegar við fórum út að borða, þá borðaði Steini steikina með bestu lyst. Höfðu þjónarnir gaman af þessu uppátæki þeirra hjóna. Nokkrar fórum við hestaferðirnar saman félagarnir. Riðum við oft Þjórsárbakkanna að heimsækja bóndann á Eiríksbakka, var þá kátt í koti. Eða þegar við fórum síðla sumars ríðandi austur úr. Var ákveð- ið að fara yfir Rangá og tók Steini það að sér að kanna vaðið deginum áður en lagt var í hana. Fór maður með honum sem þekkti ána, og sýndi honum vaðið. Næsta morgun var lagt af stað frá Breiðabakka og var frek- ar kalt í veðri. Steini í fararbroddi yfir ána, ég næstur á efti rhonum. Treysti honum eins og nýju neti í þessa helför. Samferðamenn okkar fylgdust með okkur í góðri fjarlægð. Allt í einu fórum við á bólakaf, að- eins nasirnar á hestunum stóðu upp úr ánni, og var þverhníptur bakkinn fyrir framan okkur, heyrði ég þá Einar tengdason Steina kalla. Svenni vertu viðbúinn.karlinn er ósyndur. Brá mér heldur betur að heyra þetta, við báðir upp í háls í ánni, en geislaf- ákarnir okkar björguðu okkur yfir ána. Þar sem við sátum á bakkanum og heltum úr stígvélum okkar, horfð- um við á samferðamenn okkar fara yfír ána, náði áin rétt upp í hófskegg á klárum þeirra. Við hresstumst fljótt við eftir vænan slurk af „slævara“. Gekk ferðin vel eftir þetta. Margar góðar stundir áttum við saman austur á Breiðabakka eða vestur á Öldugötu við spil eða söng. Hef aðeins gripið í bfrot hafsjó góðra minninga. Ég votta þér Hulda mín, bömum og barnabörnum dýpstu samúð okk- ar hjóna. Megi hæsti höfuðsmiður himins og jarðar geyma þig kæri vinur. Sveinjón Jóhannesson. Formáli minningargr e ina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hve- nær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. MINNINGAR að horfa á margt í sjónvarpinu og skemmtilegast var þegar við horfð- um saman á góðar grínmyndir, þá hlóst þú svo mikið að allir í kring voru líka farnir að hlæja. Afi, við vitum að þú ert kominn á góðan stað núna, staðinn sem þú hafðir mikinn áhuga á að vita meira um og talaðir oft um við okkur. Elsku afí, við þökkum fyrir þær skemmti- legu stundir sem við höfum átt með þér og þær stundir munu lifa áfram með okkur í minningunni um þig. Með þessum fallegu línum biðjum við Guð að geyma þig fyrir okkur. Yndislega ættaijörð, ástarkveðju heyr þú mina, þakkarklökkva, kveðjugjörð, kveð ég líf þitt móðir jörð. Móðir bæði mild og hörð, mig þú tak í arma þína. Yndislega ættaijörð, ástarkveðju heyr þú mína. Faðir lífsins, faðir minn, fel ég þér minn anda í hendur, foldin geymi fjötur sinn. Faðir lífsins, Drottinn minn, hjálpi mér í himinn þinn. heilagur máttur, veikum sendur. Faðir lífsins, faðir minn fel ég þér minn anda í hendur. Esther Ruthj Gísli Haukur, Anton Orn, Ástrós Osk og Daði Rúnar. Gróðurvinin er í Mörkinni Stjúpur 24 stk. aðeins 790,- Opnunartímar: • Virkadagakl. 9-21 • Umhelgarkl. 9-18 GRÓÐRARSTÖÐIN Tré og runnar Lauftré • Skrautrunnar • Barrtré Þriggja ára skrautrunnar mikið úrval STJÖRNUGRÓF 18, SÍMl 581 4288, FAXSSl 2228 Sækið sumariö til okkar • Biðjið um vandaðan garðræktarbækling með plöntulista Húsib og garburinn Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, 9. júní nk., fylgir blaðauki sem heitir Húsib og garburinn. í blaðaukanum verður ýmis fróðleikur fyrir áhugamenn um garðrækt, fjallað um umönnun garðsins, trjá-, blóma- og matjurtarækt og garðskreytingar. Einnig verða upplýsingar fyrir þá, sem vilja byrja að rækta garðinn sinn, fjallað um viðhald húsa, sumarbústaða o.m.fl. Þeim, sem áhuga hafa á ab auglýsa í þessum blabauka, er bent á ab tekib er vib auglýsingapöntunum til kl. 12.00 mánudaginn 3. júní. Anna Elínborg Gunnarsdóttir og Arnar Ottesen, sölufulltrúar í auglýsingadeild, veita allar nánari upplýsingar í síma 569 1171 eba meb símbréfi 569 1110. - kjarni málsins! Gísli B.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.