Morgunblaðið - 26.05.1996, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 26.05.1996, Qupperneq 56
Hagkvæmur valkostur í fjármagnsflutningum HEnRQGIRO Póstgíró, sími: 550 7497 fax: 568 0121 varða víðtæk fjármálaþjónusta Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK I vest- firskri blíðu VEÐURBLÍÐAN hefur ekki gert mannamun hér á landi síðustu daga. Víða hefur verið einmuna tíð og muna menn vart betra vor. Hvernig sumar tekur við er erfiðara að spá fyrir um og því um að gera að njóta hvers sólar- dags eins og hann sé sá síðasti. Þessi Isfirðingur naut veðurblíð- unnar á reiðhjólinu sinu í vikunni. Eitt gjald- svæðiá talsíma frá 1998? NOTKUNARGJALD fyrir talsíma- þjónustu verður það sama allstaðar á landinu ekki síðar en 1. júlí 1998, samkvæmt breytingartillögu meiri- hluta samgöngunefndar Alþingis við frumvarp um fjarskipti, sem nú er til umfjöllunar á þingi. Nú eru gjaldsvæðin þtjú en fækk- ar í tvö um næstu mánaðamót. Einar K. Guðfinnsson formaður samgöngu- nefndar sagði að breyting í eitt gjald- svæði væri talin möguleg með hlið- sjón af tækniframförum en rétt þætti að veita nokkum aðlögunartíma svo sem minnst röskun hljótist af. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í samgöngunefnd hafa hins vegar flutt tillögu um að landið verði gert að einu gjaldsvæði 1. júlí nk. P&S hlutafélag um áramót Frumvarp um fjarskiptalög, og frumvarp um breytingu á póstlögum, fylgja frumvarpi um að stofnað verði hlutafélag um Póst og símamálstofn- un, og fór önnur umræða um þessi frumvörp fram á Alþingi á fimmtu- dag. Gert er ráð fyrir, samkvæmt breytingartillögum meirihluta sam- göngunefndar, að þessi formbreyt- ing verði um næstu áramót. Stjómarmeirihlutinn leggur áherslu á nauðsyn þess að breyta rekstrarformi stofnunarinnar til að gera henni kleift að mæta örri tækni- þróun og samkeppni erlendis frá. Minnihluti samgöngunefndar vill að frumvörpunum verði vísað frá, þar sem þau séu illa unnin og geri réttar- stöðu starfsfólks óvissa. Stjórnar- andstaðan fullyrðir einnig að um sé að ræða fyrsta skrefið til einkavæð- ingar P&S. Bensínverð lækkar líklega í næstu víku ÚTLIT er fyrir að olíufélögin lækki verð á bensíni í næstu viku í kjölfar mikillar lækkunar á heimsmarkaðs- verði. Verð á blýlausu 95 oktana bensíni hefur lækkað úr 238 dollur- um tonnið, þegar það vaf sem hæst, niður í um 197 dollara. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, segir að heimsmarkaðs- verð hafi bytjað að lækka um miðja vikuna. Lækkunin var tíu dollarar á tonnið sl. miðvikudag en síðan hækkaði það strax um sex dollara. Á fimmtudag féll verðið niður um sautján dollara sl. fimmtudag. Viðmiðunartala í fjárlögum varð- andi tekjur ríkissjóðs af innflutningi á bensíni er meðalverð upp á 165-170 dollarar tonnið. „Ég tel öll efni til þess að það sé BENSÍN, dollarar/tonn Super 195,0 Blýlaust 16011 i ) I I I -~I — < 15.M 22. 29. 5.A 12. 19. 26. 3.M 10. 17. hægt að lækka verð á bensíni fljót- lega í næstu viku,“ sagði Kristinn. Einar Benediktsson, forstjóri OLÍS, segir að ef svo heldur fram sem horfir megi reikna með því að innan tíðar komi til verðlækkana hérlendis. „Þetta hefur verið mjög óeðlilegt ástand og heimsmarkaðs- verð rokið óvenjulega mikið upp. Reyndar nær lækkunin nú aðeins til tveggja til þriggja daga og öll félögin eru með nýjar birgðir i land- inu,“ sagði Einar. Hann bendir á að niðursveifla hafí orðið á heimsmarkaðsverðinu fyrir um þremur vikum í aðeins tvo daga til þrjá en svo hafi verðið rok- ið upp aftur. „Það er líklegt að við lækkum verðið fljótlega ef þetta reynist varanleg breyting á heims- markaðsverði," sagði Einar. Ekki náðist í Geir Magnússon, forstjóra Olíufélagsins hf. Bandarískt fyrirtæki vill prófa loftbyssur til varnar snjóflóðum Skjóta niður hengjumar BANDARÍSKT fyrirtæki, Bolt Technology Corporation, er reiðu- búið til að kanna forsendur þess að setja upp loftbyssur á íslandi til áð skjóta niður snjóhengjur og koma þannig í veg fyrir stór snjó- flóð. Rod Humphreys, aðstoðarfor- stjóri Bolt Technology, kvaðst í við- tali við Morgunblaðið reiðubúinn til viðræðna við íslensk stjórnvöld um málið og reyna að ganga þannig frá hnútum að það yrði kannað ís- lendingum að kostnaðarlausu. „Það tæki okkur aðeins 2-3 mán- uði að smíða búnaðinn þannig að tilraunir gætu hafist á íslandi þegar fer að snjóa næsta vetur," sagði Humphreys. Bolt Technology framleiðir loft- byssur, sem notaðar eru til gas- og olíuleitar víða um heim. Fyrir nokkrum árum barst fyrirtækinu hins vegar fyrirspurn um hvort nota mætti þessa tækni til að fram- kalla snjóflóð og koma þannig í veg fyrir að vegir tepptust. „Tæknimenn okkar ákváðu að kanna hvort hægt væri að nota loftbyssurnar til að framkalla hljóðbylgjur, sem hleyptu af stað litlum snjóflóðum og kæmu í veg fyrir stærri snjóflóð,“ sagði Humphreys. Athugun í Japan Búnaði frá Bolt Technology var komið fyrir í Snoqualmie-skarði í Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna. Snoqualmie er í grennd við skíðasvæði og þar getur verið mjög snjóþungt. Nú er fyrirtækið að vinna með japanska fyrirtækinu Japex Geo- science til að kanna hvort nota megi loftbyssurnar þar. Humphrey sagði að loftbyssur fyrirtækisins, sem eru framleiddar í ýmsum stærðum og eru færanleg- ar, væru mjög nákvæmar. Bolt Technology veltir um 12 milljónum dollara (um 800 milljón- um króna) á ári. Helstu viðskipta- vinir þess eru olíufélög á borð við Exxon, Mobil Oil og British Petrole- um, sem velta milljörðum dollara. Morgunblaðið/Sverrir Utgerðir skoða franskar tvíbytnur NOKKRIR útgerðarmenn línubáta fara með fulltrúum Skipasmíðastöðvarinnar hf. á ísafirði til Frakklands eftir helgi til að skoða tveggja skrokka álbát. Framkvæmda- stjóri Skipasmíðastöðvarinn- ar telur að þessi skip henti vel við íslenskrar aðstæður og stefnir að því að hefja framleiðslu þeirra í framtíð- inni. Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Skipasmíða- stöðvarinnar hf., segir að fyr- irtækið hafi lengi fylgst með þróun tvíbytnanna og verið í samstarfi við franska skipa- smíðastöð sem náð hafi góð- um tökum á smíði þeirra. Segir hann að því stefnt að Skipasmíðastöðin taki yfir smíði þessara báta fyrir ís- lenska markaðinn þegar hann opnist. Tvíbytnur taldar henta hér við land Hann er ekki í vafa um að tveggja skrokka skip verði tekin í notkun hér í framtíð- inni. Línuveiðiskipin séu sí- fellt að sækja lengra og þurfi að hafa aðstöðu til að gera meiri verðmæti úr aflanum með því frysta um borð. Henti þessir tveggja skrokka álbát- ar vel til þeirra verkefna og einnig netaveiða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.