Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Nýtt og gam- alt á Nausti Naustið er í hópi þeirra reykvísku veit- ingastaða sem eiga hvað lengsta og merkilegasta sögu. Steingrímur Sigur- geirsson segir þennan merka stað nú hafa fengið tímabæra andlitslyftingu og skipa sér á ný í hóp bestu veitinga- staða borgarinnar. MATUR OG VIN ÞAÐ geta fáir íslenskir veitingastaðir státað af jafnlangri sögu og Naustið við Vesturgötu. Þó að skin og skúrir hafi skipst á í rekstri staðarins í gegnum tíðina hefur Naustið haldið svip sínum og einkennum og þeir eru margir sem eiga góðar minningar tengdar staðnum. Naustið hefur sérstakt yfirbragð og ólíklegt er að hönnuðir nútímans myndu taka í mál að teikna veit- ingahús af þessu tagi. Eins konar skipsskrokkur með viðarinnrétting- um og básum. Það breytir hins vegar ekki því að Naustið býr yfír miklum þokka og hlýju. Upp úr áramótum tóku nýir aðil- ar við rekstri Naustsins, þeir Þor- fínnur „Toffi" Guttormsson og Óðinn Jóhannsson. Báðir störfuðu þeir áður á Hótel Holti um árabil, Þorfinnur sem yfirþjónn og Óðinn sem þjónn. Húsnæðið hefur fengið nokkra andlitslyftingu á síðustu mánuðum þó svo að anda þess hafi á engann hátt verið raskað. Sú stefna hefur verið tekin að viðhalda stíí Nausts- ins að öllu leyti en. hressa hins vegar upp á það sem fyrir er, til dæmis með því að teppaleggja upp á nýtt. Annað kæmi varla heldur til greina. Veitingarekstur í Nausti hefur verið með mjög svipuðu sniði allt frá því veitingahúsið var opn- að, 6. nóvember 1954, Það var hins vegar orðið tímabært að taka hús- næðið rækilega í gegn ög ekki hægt að segja annað en að tekist hafi vel til í þeim efnum. Andrúmsloftið er nú létt og þægilegt á Naustinu, ekki einungis vegna ágætrar loftræstingar. Þeir Toffi og Óðinn hafa fengið til liðs við sig afbragðs lið, jafnt í veitingasal sem í eldhúsi. Þjónusta öll er fagmannleg fram í fingur- góma. Ekki ágeng ogyfirþyrmandi heldur látlaus ogörúgg. Matseðill er fjölbréyttur. Uppi- staðan sígild möð eiristaka þjóðleg- um innslögum („hákarl með ísköldu brennivíni") og jafnframt alldjorf- um tilraunum („moðsteiktur larn- baskanki með linsubaunum og bei- koni). Þegar upp er staðið er matar- gerðinni á Nausti best lýst sem sígildri, jarðbundinni franskri bragðeldamennsku byggðri á ís- lenskum hráefnum. Aðaláherslan er ekki á skrautleg nöfn, fram- sækna framsetningu eða aðrar kúnstir, heldur á góð hráefni og það sem mestu máli skiptir gott bragð. Forrétturinn „humarhalar með lárperum og tómatkjöti í kampavínssósu" (1.150 kr.) bragð- aðist það vel að maður vildi helst lygna aftur augunum og njóta þess að smjatta á honum. Humarinn fastur í sér og ferskur og sósan velsamsett og lék við bragðlaukana. „Hörpuskel í ostasóau með tvennslags spagettí" (1.450 kr.) byggði á fínlegri camembertsósu. Hörpuskelin var vel eiduð og borin fram á fíngerðu spagettíi. Miidur réttur sem leið helst fyrir það að hann mætti vera bragðmeiri. Spennandi og öðruvísi réttur var „léttreykt aliönd með kanel og app- elsínusafa" (2.995 kr.). Bökkrauð öndin var ein og sér nokkuð söit, en bragð hennar samlágaðist vel sósunni og rauðlauknum, perlu- lauknum, kúrbítnum og gratíninu sem borið var fram með. Skemmti- leg bragðupplifun og allóvenjuleg. Það var hins vegar ekkert ðvenjulegt i við „turnbauta Bérna- ise" (2.350 kr.)., Réttirnir gerast ekki mikið klassísk- ari. Persónu- lega verð ég líka að viður- kenna mikinn veikleika fyrir alvöru, vel gerðri bérna- ise-sósu, þó nafnið hafí nánast verið eyðilagt hér á landi með ára- tuga misnotk- ÁVALLT bætast við nýjungar í reynslusölu í vínhúðunum í Krínglunni, Eiðistorgi, Heiðrúnu og Akureyri. Frá framleiðandanum Pére Anselme kemur vínið La Fiöle de Pape úr hinum grýtta jarð- vegi Chateauneuf-de-Pape í suð- urhluta Rhone-héraðsins. Vínið er í allsérstakri flösku er hönnuð var á sjöunda áratugnum og á að minna á vinvið Rhone-héraðs- ins. Þetta er ekki árgangsvín heldur blanda nokkurra ár- ganga, sem tryggir ávallt ákveð- in lágmarksgæði en sviptir vínið jafnframt þeim karakter er fylg- ir ólikum árgöngum. Ilmur vínsins er fremur sætur og þungur, þurrkaðir ávextir í bland við dökkt súkkulaði og apótekaralakkrís. Bragðfylling vínsins er í meðallagi, vinið er rnj úkl en jafnframt laust við titr- ing og spennu. Helsti ókostur þessa víns er að bragð þess er nokkuð þunglamalegt. Ég hefði viljað sjá aðeins meira lífsmark á víni í þessum verðflokki - 1.850 krónur. Þessi Chateauneuf nýtur hins vegar mikilla vinsælda um allan heim og er raunar eitt mesta selda vinið frá þessu héraði. Það passar ágætlega við þunga rétti, s.s. nautakjöt í dökkri sósu, lamb með grillsósu og jafnvel hrein- dýri. Frá Loire-héraðinu í Mið- Frakklandi kemur vínið Vo- uvray frá framleiðandanum Sauvion, sem þekktastur er hér á landi fyrir hið stórfína Muscad- et-vín Chateau de Cleray. Vouvray-vínin, sem framleidd eru úr þrúgunni Chenin Blanc, eru hins vegar ekki 811 jafnað- gengileg og Muscadet-vínin. Þau geta tekið á sig ýmsar myndir, þurr, hálfsæt, flöt eða freyð- andi. Þessi útgáfa er með tölu- verðri sætu en jafnframt skarpri og mikilli sýru i bland sem gefur víninu töluverða sérstöðu. Það er skarpt og hvasst og má greina i þvi súrhey og blauta u II í bland við hunaug. Allsérstakt vín, sem ég held að geti virkað stuðandi á marga vegna sérstæðu sinnar. Það á þó ágætlega við bragð- mikla fiskrétti og hvíta osta. Ég gæti til dæmis trúað að það myndi eiga þokkalega við franskan geitaost. Vouvray kost- ar 1.050 kr. Austurrísk vín hafa ekki verið fyrirferðarmikil hér á landi, sem er miður því að þar er framleitt mikið af góðum vínum. 1 reynslu- sölu er nú vinið Goldener Storch Morgunblaðið/J6n Svavarsson un. Á Naustinu gat maður hins vegar notið hennar eins og hún á að vera. Löguð á staðnum og með góðu nautakjöti. Ég hefði þó sjálfur viljað hafa ögn meira estragon- bragð af sósunni, þótt að það sé auðvitað smekksatriði. „Léttsteiktur lambavöðvi með bláberjum og villijurtum í soðsósu" (1.985 kr.) var sömuleiðis hreinasta Ijúfmeti nema hvað að Dijon-sin- nepsnotkunin hefði mátt vera ögn hófstilitari. Lambið var fullkomlega eldað og biáberin tengdust sinneps- hjöpuðum vöðyanum á yndislegan hátt. En Naustið státar ekki einungis af spennandi matseðli. Toffi hefur á síðasta einum og háifum áratug gegnt lykílhlutverki í því að bæta vínúrval á íslenskum veitingahús- :um með því að vera einn örfárra sporgöngumanna í þeim efnum. Það kemur því ekki á óvart að Naustið skuli nú bjóða upp á fyrir- taks vel samsettan vínlista. Meg- ináherslan er eins og gefur að skilja á hin sígildu héruð Frakklands; mjög gott úrval Bordeaux-, Bo- urgogne- og Elsass-vína, en einnig er þarna að finna ágætan þver- skurð vína frá ítalíu, Spáni, Kali- forníu og Ástralíu. Að auki er boð- ið upp á veglegt úrval af koníaki og ekki síst armaníaki í koníaks- stofu Naustsins. Verðlagning á vín- um er hófleg, miðað við það sem gengur og gerist á veitingahúsum í þessum gæðaflokki. Naust Vesturgötu 6-8 Borðapantanir: 551 7759 Spatlese 1994 Neusiedlersee frá Weinkelle- rei Burgenland (930kr.).Vínið er létt og mjúkt með sætum rósa- og hunangsilm. Bragðið einkennist af sætri toffee-kara- mellu og sykruðum ávöxtum en er þó í ágætu jafnvægi og sætan ekki of yfirþyrmandi. Ekki stór- kostlegt vín en nett og þægilegt vín sem gæti gengið sem vel kældur fordrykkur, viHi menn ekki hafa vínin skrafþurr, eða þá með fisk í t.d. Sauternes- SÓ8U. Beaujolais-vín hafa löngum verið áberandi í rauðvínsneyslu hér á landi, ekki síst vegna vin- sælda vínanna frá risanum Piat. Eftiraðhið yndislega Chateau des Jacques frá Moulin-á- Vent hvarf áf markaði fyr- ir nokkrum misserum hefur hins vegar skort tilfinnanlega „Cru"-vín frá Beaujolais, það er vín frá einu þeirra tíu þorpa er mega leggja nafn sitt við vínið. I reynslusölu kom hins vegar fyrir nokkru Piat-vínið Fleurie 1994 (1.290 kr.), en líklega nýt- ur ekkert Cru-vín frá Beaujola- is jafnmikilla vinsælda í heimin- um og einmitt Fleuríe. Vínið angar af ungum rauð- uni berjum, kirsuberjum og blómum. Vínið sjálft er slétt og fellt með þokkalegri lengd. Fleurie-vínin eru tilvalin sum- arvín og æskilegt að bera þau fram á mörkum þess að vera léttkæld eða í kringum 14-15 stig. Vínið hentar með öllum léttum réttum, Ijósu kjiiti og jafnvel grillmat. Það mætti jafn- vel hugsa sér að drekkaþað með fiski, s.s. laxi eða silungi. Frá Bourgogne í Frakklandi kemur hvítvínið Clos de Chate- au 1992. Clos de Chateau kemur frá Chateau de Meursault, sem er í eigu Patriarche-fyrirtækis- ins, og vín þaðan eru jafnan stílhrein og vel úr garði gerð að öllu leyti. Árgangurinn 1992 var hins vegar nokkuð undir meðallagi. Vínið er fallega strágult, ungt og sýrumikið. Ilmur er ferskur og ögn hnetu- kenndur og f munni er vínið þykkt og mikið, þurrt og ekki áberandi eikað. Hið ágætasta vín en helst þyrfti að gef a því tvö til þrjú ár í viðbót til að þroska einkenni sín. Verðið er 1.810 krónur. ^ Nýjung frá Astralíu er Pen- folds-vínið Koonunga Hill Ca- bernet-Shiraz 1993. Þetta vín ætti þó að vera mörgum kunn- uglegt þar sem að það var f áan- legt á sérlista fyrir einum þrem- ur árum eða svo og- var sárt saknað þegar það hvarf úr söiu. Ilmur vínsins er djúpur, út í sólber og sæta, þykka sultu. Það er bragðmikið og bragðríkt í munni, f ínslípað þrátt fyrir þyngd sína. Dúndrandi vanilla og kaffi einkenna bragðið. Til- valið með lambakjöti, nautakjöti, ostum og raunar flestu sem manni finnst gott. Athugið þó að víninu veitir ekki af einni eða tveimur klukkustundum til að opna sig. Hellið gjarnan yfir 4 karöflu. Verð er mjög hagstætt miöað við gæði eða 1.180 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.