Morgunblaðið - 26.05.1996, Page 7

Morgunblaðið - 26.05.1996, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 B 7 ANNIR ÁTTRJETT Rúmlega áttræð er Yoshi Takata enn á ferð- inni, nýbúin að gefa út ljósmyndabók í París, gengur þar til vinnu, svo og í Tokyo, og bregður sér í stutta íslandsferð. Viðtali við Elínu Pálmadóttur skaut hún inn milli dagsferðar til Gullfoss og Geysis og kvöld- boðs í franska sendiráðinu. OHVE ánægður ég væri ef ég hefði hæfileikana hennar Yosi Takata í dráttlist - þeir sjást í myndunum hennar", skrifar franski ljósmyndarinn frægi Cartier-Bres- son, einn af frumherjum blaðaljós- myndunar í heiminum, í nýútkomna ljósmyndabók hennar, sem nefist Minningar frá París og spanna 40 ára feril hennar í svarthvítum myndum úr heimsborginni. Og hún er enn að taka myndir af lífinu í heimsborginni, auk þess sem hún vinnur fyrir tískuhönnuðinn Pierre Cardin. Er sérlegur ráðgjafi hans um allt sem varðar japönsk mál og ferðast mikið með honum í við- skiptaerindum. „Líttu við hjá okkur ef þú ert í borginni“, sagði hún. „Ég er þar ekki allan daginn, en alltaf frá ellefu og fram yfir fjögur þegar ég er í París“, sagði þessi 83 ára gamla kona og enginn bilbugur á henni. Hún kvaðst þó enn eiga heimili í Japan, þar sem hún á stóra fjöl- skylduhúsið sitt í Tokyo, en hún snúi alltaf aftur til Parísar. „í Jap- an sé ég um umboðið fyrir Pierre Cardin. Hann er eini vestræni hönn- uðurinn sem er þar enn með „skap- andi“ fyrirtæki. Og ég er líka í Kína, sem hann hefur mikil sam- skipti við.“ Hún segir mér að afi sinn Shinxo Takata hafi verið útflytjandi, stofn- andi fyrsta alþjóðlega viðskiptafyr- irtækisins sem skráð var í Japan „Takata House“ Hann er frá lítilli eyju í Norður-Japan. Faðir hennar var var mjög sjálfstæður. Hann fór að heiman þegar honum var hengt fyrir að hafa sambönd við enska konsúlinn þegar gullnáma kom upp á þessari litlu eyju. Hann bara fór, gekk til Tokyo, hóf þar heildsölu og byggði þetta hús í Lach, segir hún. Sjálf er hún fædd í Tokyo og uppaldin í Kanda Sunugadai. Hún stundaði nám í Tutueiwa skólnum, sem nú er Shirayuri Gakuen. Til Parísar Þegar fjölskylda hennar varð gjaldþrota eftir stríð 1947 fór hún að vinna sem túlkur og aðstoðar- maður hjá frönsku fréttastofunni AFP í Tokyo. Þar var hún í lok Viet Nam stríðs Frakka og kveðst m.a. hafa farið þangað. Þessar dyr opnuðu henni leið inn í blaða- mennsku, sem hún hefur á ýmsan hátt verið viðriðin síðan. Eftir að hafa unnið þar í 7 ár hætti hún 1954 og sem starfsloka- uppbót fékk hún Nikon myndavél og ferð með skipi til Frakklands, landsins sem hana hafði alltaf dreymt um að komast til. Hvernig ætli hafi verið litið á það af fjöl- skyldu hennar á þeim tíma að ung kona færi svona ein út í heim að vinna? „Það var ekki vel séð. Konur áttu að vera heima og hugsa um heimili, mann og börn,“ svarar hún. „Það eru rúm 40 ár síðan ég kom siglandi inn í höfnina í Marseilles og hvarflaði ekki að mér að ég yrði ljósmyndari. Meðan ég var í París vann ég sem túlkur fyrir ljósmyndarann Ihee Kimura. Hann ráðlagði mér að taka myndir og senda til jap- anskra blaða með greinum um Par- ís. Þá kynntist ég og bast vináttu við Henri Cartier-Bresson, sem hafði stofnað ljósmyndablaðið Magnum Photos 1947 og brotið í blað um framgang ljósmyndunar. Ég var um skeið aðstoðarmaður hAskúunn A AKUREYHI Háskólinn á Akureyri auglýsir: Nám fyrir verðandi leikskólakennara hefst í kennaradeild háskólans á haustmisseri nk. Ákveðið hefur verið að 30 nemendur verði innritaðir í þetta nám. Af þessum 30 nemendum skulu a.m.k. 24 hafa lokið stúdentsprófi en heimilt er að innrita allt að sex nemendur í námið á grundvelli starfsreynslu og/eða annarrar menntunar en stúdents- prófs. Umsóknarfrestur er til 1. júni nk. Með umsóknum þurfa að fylgja staðfest afrit af prófskírteinum, upplýsingar um starfsferil og meðmæli tveggja aðila. Morgunblaðið/Kristinn YOSI Takata ÚR NÝÚTKOMINNI myndabók Joshi Takata. Pierre Cardin kemur til Japan 1958. hans og fór m.a. með honum til Mexíco og Indlands og sá mikið af heiminum. Líka kynntist ég ung- versk/franska ljósmyndaranum, skáldinu, teiknaranum og mynd- höggvaranum Brassai, sem var frumkvöðull í heimildaljósmyndun, og mörgum fleirum. Til að kynna þá í Japan gekk ég í að gefa út ljósmyndamöppur þeirra þar,“ segir hún. Tíu árum seinna skipulagði hún fýrstu heimsókn Henri Cartier- Bretons til Japans. „Á þeim árum kynntist ég öllum helstu ljósmyndurum Parísar. Þá var andrúmsloftið allt annað en nú í samkeppninni. Við vorum öll félag- ar og unnum saman. Fórum saman á staðina. Núna hugsar fólk um ekkert annað en peninga. Þá komu þeir í öðru sæti, fyrst var verkefnið og að leysa það vel af hendi. Auðvit- að þurfti maður að lifa. Ég gat bætt það upp með vinnu fyrir jap- önsk blöð. Én andrúmsloftið er allt mikið breytt í þessari grein.“ Myndir frá París í 40 ár Um sama leyti kynntist hún Pi- erre Cardin. Viðtal sem hún átti við hann með myndum af tískuhúsi hans vöktu athygli. Og æ síðan hefur hún unnið fyrir hann. Hún skipulagði m.a. fyrstu ferð hans með sýningar sínar til Japans, sem vöktu athygli 1957 og tókst með harðfylgi að koma á fyrsta leyfis- samningnum um merkjavörur hans við Takashimaya vöruhúsið í Tokyo. „Pierre Cardin hefur líka hjálpað mér mikið. Það var hann sem ýtti úr höfn og sá í fyrra um útgáfu á myndabókinni „Minningar frá Par- ís, fyrr og nú“. Ég átti auðvitað mikið af myndum frá 40 ára ferli, frá 1950-1990. Bókinni er skipt í tvennt. Fyrst er „Sagan í svart- hvítu" með myndum sem grípa and- artakið af götulífinu við Signu, í görðunum og á götunni. Seinni hlut- inn er helgaður portretmyndum af þekktu listafólki Parísar. Á sjötta og sjöunda áratugnum kynntist ég svo mörgum þeirra sem auðguðu menningarlífið eins og Picasso, Dali, Cocteau, Henry Miller o.fl., sem ég myndaði.“ Við það má bæta að Takata hef- ur fengið orð fyrir að ná vel per- sónu þess sem hún myndar, án uppstillingar. Og götumyndirnar frá París frá mismunandi tímum bera hennar persónulega stíl með fínlegri glettni og virðingu fyrir náttúrunni í stórborginni. Hún hef- ur undanfarna áratugi átt ljós- myndasýningar á þekktum stöðum í París, New York og Japan. Og myndir hennar hafa komist til varð- veislu í Þjóðarbókhlöðunni í Frakk- iandi og Sögusafninu í París. Þá hefur franska stjórin heiðrað hana með orðunni „Chevalier des Arts et lettres“ og borgarstjóti Parísar með Silfurorðu sinni. Yoshi Takata sat hin rólegasta, ekkert farin að verða óróleg þótt hún væri að fara í boð. Þegar hún var spurð hvort hún væri ekki þreytt eftir daglanga bílferð - verst að ekkert hefði sést af íslandi í aus- andi rigningunni - kvað hún nei við. „Birtan og loftið er svo tært, maður skynjar það þó rigni,“ sagði hún, fjarri því að kvarta. Spurði bara hvort ekki væri hægt að kom- ast til að sjá jökul, ef ekki yrði hægt að fara í hvalaskoðun daginn eftir. Það varð, daginn eftir komust hún og Pierre Cardin á Mýrdalsjök- ul í góðu veðri. v I I D a'rsTÍTTTL STUDENTAFAGNAÐUR Nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík verður haldinn föstudaginn 31. maí á Hótel íslandi og hefst kl. 19.00. Nýstúdentar og allir afmælisárgangar eru hvattir til þess að fjölmenna. Miðasala verður í anddyri Hótels íslands miðvikudaginn 29. og fimmtudaginn 30. maí kl. 16-19 báða dagana. 150 ára afmæli Menntaskólans í Reykjavík 50 ára afmæli Nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík. VISA Samkvæmisklæðnaður. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.