Morgunblaðið - 26.05.1996, Síða 8

Morgunblaðið - 26.05.1996, Síða 8
8 B SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Matar-æði SEM ég opna blöðin á morgnana og narta í ristuðu brauðsneiðina með þykku ost- sneiðinni með kaffinu, sem læknirinn sagði, eftir að hafa séð með mælingum að beinin eru alveg nógu kalkmikil, að væri ásamt daglegu lýsi mér alveg fullnægjandi, skýtur af einhveijum ástæðum upp í hugann ljóðinu Matar-æði. Að svo glannalega er tekið á þessum dýrmætu greinum með fyrirmælum um hvað eigi að borða eða hafa verra af ella, er líklega bara morgunfúllyndi að kenna. Þetta er þó mikið alvörumál. Borði maður ekki skammtinn sinn daglega af þessu eða hinu eru miklar líkur á að maður fái krabbamein. Sé maður þá ekki fyrr farinn úr æða- og hj artasj úkdómum. Allir mögulegir sjúk- dómar liggja í leyni og bíða færis ef mað- ur borðar þetta eða hitt, að ekki sé talað um ef er reykt eða áfengisskvetta látin ofan í sig. Og hver vill ekki vera ódauð- ur? Sem betur fer eru sífellt að berast nýjar fréttir og greinar sem leiðbeina um hvað verði að taka inn daglega til að fá ekki þennan sjúkdóminn eða hinn eða vara við hinu og þessu, sem maður hefur kannski verið að borða alla ævi. Furðulegt að maður skuli enn ódauður. Eða að þeir sem eru í holdum skuli þó enn sjást á ferli. En þeir hljóta nú bráð- um að fara að deyja úr hræðslu eða stressi yfir öllu því sem yfir þeim vofir. Það er ómæld þraut að lifa! Og flókin! Verst að fólki hættir til að gleyma þessu fyrr en varir eftir lok hverrar herferðar. Ætti eigin- lega að hafa bók til að bæta jafnóðum á listann debet- og kredit-megin, það sem má og það sem ekki má. Kannski geta þessir flinku forritarar búið til eitt, sem færa má inn á í tölv- unni og keyra svo saman hvort má yfírleitt borða nokkuð af því sem maður ætlar að fara að leggja sér til munns. Eða getur valið hvaða sjúkdóm maður vill síst fá eða hvaða líffæri helst leggja í dauðlega hættu. Það gæti verið þægi- legt. Eitt virðist þó altént til bóta. Ef borðuð er treíjarík fæða keyrir hún matinn með hraði gegnum kerfið og ris- tilinn svo þessi hættulegi matur standi sem styst við. Ekki nóg með það, það eykur hægðir og minnkar það sem eftir verður af matnum, sem er auðvitað markmiðið með að borða. Því fer fjarri að þessu fúla morgunskapi sé beint að yfir- standandi herferð. Manneldis- fræðingar vita vitanlega hvað þeir syngja er þeir segja að ekki dugi minna en að innbyrða ávexti og grænmeti fimm sinn- um á dag og mæla með mjólk- inni, með og án sætuefna. Þetta var manni svo sem sagt strax í barnæsku. Þá fengust bara engir ávextir nema á jólum. Annar vandi htjáir þennan óforsjála skrifara í þeim efnum, hann kann ekki að meta óþroskaða ávexti og kaupir þá ekki í tíma eða hefur þolin- mæði til að láta þá liggja úti á borði lengi til að þroskast. Konan í búðinni var í fyrstu alltaf að bjóða mér afslátt af bönunum þegar hún sá dökku bananana með flekkjum í körfunni. Hún er hætt því. Sér að þarna er skrýtin kona sem vill endilega fullþroska banana. Hvatning til aukinnar neyslu grænmetis á auðvitað heima að vorinu. Þá kemur íslenska grænmetið, eðlilega dálítið dýrt fyrstu dag- ana, en lækkar, en um leið snar- hækka innfluttar tegundir. Við því má sjá. Flestir hafa garð- holu við húsið og ekki er meiri fyrirhöfn að pota niður kartöfl- um, rófum, næpum og ýmis- konar grænmeti en blómunum. Fyrir nú utan hve gómsætt er að borða það beint upp úr garð- inum. Vandinn getur verið ærinn með aðrar fæðutegundir. Ofan- nefnt ljóð Matar-æði er eftir Helga Hálfdanarson,,, sett sam- an með hliðsjón af Diæt Benny Andersen. Ugeskrift for læger 1975,“ eins og höfundur segir í athugasemd. Það hljóðar svo: Enn þjakar Adams niðja ýmisleg bölvuð mæða, sárlegust samt af öllum sú sem kölluð er fæða. Fiskurinn eyðir óðar öllum krafti úr skrokknum; allt kjöt er óhollt líka, einkum úr gæðaflokknum. Mjólk dregur merg úr beinum máttleysi veldur ijómi; enginn sem ostinn spænir aftrað fær skapadómi. Kál sýkir lungu og lifur, laukur er viðsjáll sagður; hver sem á baunum bragðar brátt verður kistulagður. Kæfa sem kemst í magann kvelur sárt innan rifja; alla sem átu pylsur óhætt mun strax að kryfja. Þeir sem af súpu sötra senn munu helveg troða; svali menn sér á kaffí, sálarheill er í voða. Brauðið herðir á hungri hvar sem það er tii sölu; vitsmuni vora slekkur vatnið, alla með tölu. Súrt kveikir synd í huga, sætt spillir hjónabandi; salt verður fljótt og að fullu fjárhag vorum að grandi. Hvorki varð hrátt né soðið heiisunni gæfuvegur; mun það og mála sannast að matur er háskalegur. íþrótt er vond, og vinna verður engum til þrifa, óhollast samt af öllu það uppátæki - að lifa. eftir Elínu Pálmadóttur MAIMNLÍFSSTRAUMAR \VSXHai/Hvar er SVSY? Eindir og seindir SÚPERSYMMETRÍA (SUSY) er tilgáta sem sett var fram af nokkr- um eðlisfræðingum fyrir tæpum þrjátíu árum. Fræðilega séð er SUSY mjög áhugaverð þar sem hún býður upp á lausn nokkurra vanda- mála sem hefðbundin líkön einda- fræðinnar fá ekki við ráðið. Þrátt fyrir fegurð SUSY hefur enn ekki tekist að færa sönnur á sannleika hennar. Margir fræðilegir eðlis- fræðingar eru hins vegar þeirrar skoðunar að „stærðfræðileg fegurð sé sannleiki" og því hefur SUSY átt sér marga aðdáendur. SUSY segir fyrir um tilvist margra nýrra einda s.k. „seinda“ sem hingað til hafa ekki fundist. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að mjög mikla orku þarf til að framieiða seindir í svo miklu magni að þær greinist með nútíma mælitækni. NÝLEGA hafa upplýsingar kom- ið frá Fermilab í Bandaríkjun- um um það að „kannski" hafi nokkr- ar seindir fundist við rannsóknir sem þar hafa verið framkvæmdar á síðastliðnum mán- uðum. Aðdáendur SUSY eru vitan- lega mjög spenntir yfir þessum frétt- um. Allt efni saman- stendur af eindum er nefnast fermí- ónur. Dæmi um fermíónur eru raf- eindir, róteindir og nifteindir sem allar þijár eru efnisuppistaða atóms- ins. Til viðbótar höfum við s.k. bósón- ur sem gegna því mikilvæga hlut- verki að halda fermíónunum saman. Ljóseindir til að mynda eru þær bó- sónur sem miðla rafsegulkraftinum á milli hlaðinna einda. Það eru ljós- eindir sem halda neikvætt hlöðnum rafeindunum í nálægð við jákvætt hlaðinn atómkjamann. Fram til ársins 1970 höfðu eðlis- fræðingar litið á fermíónur og bós- ónur sem ólíkar eindir og notuðu því mismunandi aðferðir til að rannsaka þær. Árið 1973 beittu Julíus Wess og Bruno Zumino SUSY á einda- fræðileg vandamál og komust að þeirri niðurstöðu að eðlilegt væri að líta á fermíónur og bósónur sem mismunandi afbrigði einnar eindar. Framkoma SUSY var í fullu sam- ræmi við þá þróun sem átt hefur sér stað innan eðlisfræðinnar á síðastl- iðnum eitthundrað árum, en það er að sameina fyrirbæri og ferla sem við fyrstu sýn virðast gjörólíkir. Best þekkta dæmið um þetta er rafsegul- fræðin sem þróuð var í lok síðustu aldar af eðlisfræðingunum Faraday, Maxwell og Hertz. Fræðileg störf Maxwells sýndu fram á að rafsvið og segulsvið eru einungis tvö af- brigði eins og sama fyrirbæris, sem eðlilega nefnist rafsegulsvið. Albert Einstein eyddi þtjátíu síð- ustu árum ævinnar í það að reyna að sameina rafsegulkraftinn og þyngdarkraftinn, en án árangurs. Hugmyndir hans höfðu engu að síður mikil áhrif á marga fræðimenn sem seinna tóku við þar sem hann hafði frá horfið. Á sjöunda og áttunda áratug þessarar aldar tókst loksins að sameina í einu líkani þijá af frumkröftum náttúrunnar, rafsegul- kraftinn, sterka kjarnakraftinn og veika kjamakraftinn. Nú er svo litið á að allir þessir kraftar séu „afkom- endur“ eins frumkrafts sem fyrr á æviskeiði alheimsins ríkti á milli allra einda efnisins. Eftir því sem alheim- urinn þandist út og kólnaði klofnaði frumkrafturinn niður í kraftana þijá eins og við þekkjum þá í dag. Þessi kenning gengur nú undir nafninu standard kenningin. Það sem er einkennandi fyrir standard kenninguna er að hún sam- einar kraftana þijá innan einnar kenningar en heldur efninu sem kraftarnir virka á aðgreindu frá kröftunum sjálfum. Það er að segja bósónur og fermíónur eru enn tvær óskyldar tegundir einda. SUSY reyn- ir að ráða bót á þessu og lítur svo á að þessir eindaflokkar séu í raun tvö mismunandi afbrigði sama einda- flokks. Til þess að svo megi vera er nauðsynlegt að gera ráð fyrir tilvist seinda. SUSY er afskaplega heillandi kenning en þar sem seindir hennar hafa ekki fundist hafa margir eðlis- fræðingar ekki treyst henni fullkom- lega. Ef niðurstöður tilraunanna við Fermilab eru réttar er trúlegt að eindaeðlisfræðin muni taka stórt stökk fram á við og bæta úr því uppgjafarástandi sem ríkt hefur á meðal margra eindafræðinga á und- anförnum árum. Meginástæðan fyrir því er að til þess að finna seindir SUSY þarf að byggja rannsókn- arstofur og hraðla sem eru óheyri- lega dýr og því gengur erfiðlega að fá fjárveitingar fyrir byggingju þeirra. Á sama hátt og kraftarnir sameinast við háa orku gerir SUSY ráð fyrir því að það „jafnræði" sem seindir stuðla að á milli bósóna og fermíóna gerist einungis við mjög háa orku. Sá hraðall sem þyrfti til að framleiða þá orku mundi vera á stærð við jörðina alla og ef til vill enn stærri. Áhangendur SUSY eru nú mjög spenntir yfir þeim möguleika að seindir hafi greinst við þá orku sem næst með stærstu nútíma hröðlum. Frekari rannsóknir á þeim gögnum sem safnað hefur verið eru nauðsyn- legar áður en hægt verður að segja með vissu um tilvist seinda. eftir Sverri Olafsson ÞJÓÐLÍFSÞANKAR /Rœbur alþjóbahyggjaferbinnif KaU samtímans Umræðan í þjóðfélaginu vegna komandi forsetakostninga er á ýmsan hátt óvenjuleg. Tvennt vekur sérstaka athygli, annað er óvenju lítil tilfínningasemi og hitt er á hvaða forsendum þessi þjóð er nú að velja sér forseta. Persónulega hef ég ekki tekið einarða afstöðu með einum eða neinum forsetaframbjóðanda, en ég hef hlustað eftir því hvernig hinir í kringum mig standa að sínu vali. ÞAÐ fólk sem nú er í framboði til forsetakjörs hefur hæfileika til þess að gegna þessu embætti en styrkur þess er kannski mismikilli á hinum ýmsu svið- um sem það spann- ar. Það er fróðlegt að verða vitni að hvernig almenn- ingur kemst að niðurstöðu um hvað hann telur skipta máli í þessu sambandi og hve mörgum ætlar að takast þetta án þess að gera aðra frambjóðendur en sinn útkjörna höfðinu styttri í umræðunni. n eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Skoðanakannanir sem teknar hafa verið að undanförnu sýna að Ólafur Ragnar Grímsson hefur miklu meira fylgi en aðrir frambjóðendur. Skoð- anir þeirra sem ég hef talað við um forsetaframboð endurspegla þessa niðurstöðu, margir þeirra ætla að kjósa Ólaf. Mér hefur komið á óvart hve kalt og yfirvegað þetta fólk virð- ist taka sína ákvörðun. Það segir einfaldlega: „Ég ætla að kjósa um- ræddan frambjóðanda af því að mér finnst hann henta vel í þetta starf." Þessi afstaða líkist helst því þegar stjórnendur fyrirtækja eru að ráða starfsfólk. Það mærir ekki frambjóð- andann né talar sig hást um mann- gildi hans og gallaleysi og síðast en ekki síst, það nefnir ekki einu orði að því finnist eitthvað óviðfelldið í fari hinna frambjóðéndanna. Málflutningur þessa fólk er nánast undarlega laus við tilfinningasemi, miðað við fyrri reynslu af kosninga- baráttu af þessu tagi. Þeir sem ég hef talað við og ætla að kjósa ein- hvern hinna frambjóðendanna tala líka á svipuðum nótum. Mjög fáir hafa í mín eyru brugðið fyrir sig áróðurskenndum málflutningi - og þá án þess að gera lítið úr öðrum frambjóðendum. Á bak við þessa tilfinningasnauðu umræðu sýnist búa breytt viðhorf til forsetaembættisins. Fólk virðist hafa sterka hugmynd um hvernig mann- eskju það vilji fá í þetta æðsta emb- ætti þjóðarinnar. Hún ræðst ekki af manngildi frambjóðenda fyrst og fremst heldur miklu frekar af því hvaða hlutverki það vill að forseti íslands gegni. Slíkt er breytilegt - kall samtímans er ekki ávallt hið sama. Hin þjóðemislega afstaða sýnist ekki eiga upp á pallborðið hjá íslend- ingum í þessum kosningum núna heldur miklu fremur einskonar al- þjóðahyggja. íslendingar virðast vel meðvitaðir um hina breyttu stöðu íslands á alþjóðlegum vettvangi sem komið hefur í kjölfar t.d. þátttöku okkar í fjölþjóðlegu ríkjasambandi og þeim tækniframförum sem gera heiminn æ minni. Flestir vilja fyrst og fremst að forseti Islands geti af góðri þekkingu tekið þátt í umræðum um alþjóðleg stjómmál og hafi glögg- an skilning á stöðu landsins á þeim vettvangi. Mörgum finnst að fortíð- inni og glæstum bókmenntum henn- ar hafi þegar verið gerð prýðileg skil. Til þessa benda þau rök sem fólk færir fyrir vali sínu í spjalli manna á meðal og þær niðurstöður sem kannanir sýna. Mér hefur ekki áður heyrst Ólafur Ragnar vera óskabam þessarar þjóðar og ef hann er það núna er það fyrst og fremst vegna góðrar frammistöðu hans fyrir ís- lands hönd á útlendum vettvangi - að því hníga öll rök. Rúmur mánuður er til kosninga ennþá, en línurnar í eðli baráttunnar að þessu sinni virðast hafa verið lagð- ar. Þar sýnist yfirvegun ráða ferð- inni. Vissulega geta mál skipast öðmvísi en nú virðist liggja beinast við, en hugmyndir manna um hvað sé rétt að setja á oddinn núna í vali á frambjóðanda sýnast hins vegar ekki líklegar til þess að breytast að ráði. Æði mörgum virðist þannig farið núna að þeir ætla sér ekki að kjósa um manngildi þess fólks sem er í framboði til forsetakjörs, heldur um hæfileika þess til þess að koma fram fyrir hönd lands og þjóðar - út frá þeim forsendum sem þeir álíta samtímann kalla á.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.