Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAÍ1996 B 9 MANNLIFSSTRAUMAR DRtiS/Munframtíbin eyba þjóbdönsumf Þjóðmenning og alheimsþorpið Heimurinn minnkar með degi hverjum. Samskipta- og tæknivæðing hefur gert það að verkum að heiminum má líkja við þorp, hið svokallaða alheims- þorp. Indjánar regnskóganna ganga í kóka-kóla stuttbuxum, efnaðar konur í Ghana klæðast Parísartískunni, verkamenn í Malasíu ganga með Malcolm X húfur og íslenskir unglingar hlusta á bandaríska þjóðfélags- ádeilu sem kallast rapp. 011 samfélög heimsins eru hluti af hinu vestræna markaðskerfi hvort sem þau eru meðvituð um það eða ekki. Hvaða áhrif hefur þessi útbreiðsla vestrænnar menningar á þjóðmenningu samfélaga heimsins? Mun allur heimurinn ganga með Malcolm X húfur eftir nokkur hundruð ár, eða mun eiga sér stað vakning um þjóðleg einkenni? LISTAMENN eru hluti af al- heimsþorpinu þar sem þeir ferð- ast um heiminn og kynna listrænar afurðir sínar. Madonna og Björk eru ^^^^^^^^^ vinsælar í Japan og Michael Jack- son ögrar ráðherr- um Þýskalands með því að hætta við tónleikaferð. Tónlistarmynd- bönd ná til ungl- eftir Rögnu Söru inga um allan heim Jónsdóttur og kvikmyndir breiða út dansæði eins og Flas- hdance, Beat Street og Dirty Danc- ing gerðu á síðasta áratug. Úngling- ar alls staðar í veröldinni verða fyrir áhrifum frá MTV og láta sig dreyma um að geta dansað og sungið eins og átrúnaðargoðin. í hvað stefnir? Mun heimurinn stíga saman hipp- hopp dans eftir nokkur ár og leggja til hliðar afríska, rússneska og gríska dansa? Þó vestræn markaðshyggja hafi streymt inn í flest samfélög heimsins síðustu áratugi er ekki hægt að segja að þjóðleg einkenni samfélaga séu að tapast, þvert á móti. Svo virðist sem þjóðir og hópar verði meðvitaðri um einkenni sín og ýti undir þau á ýmsan hátt. Samfélög vilja græða á ferðamönnum og hampa því sem selst best. Mexíkó hampar ströndun- um, París rómantíkinni og Spánn dansandi senjórítum. Hvað dans varðar, þá hefur hann einnig verið færður í söluvænlegan búning og hefur það haft mikil áhrif á gildi hans í samfélögum. Víða hefur trúar- legt gildi hans dvínað og hann hefur verið misskilinn illa. Ónefndur ferða- maður komst svo að orði eftir að hafa skoðað nokkur „framandi" samfélög: „villimaðurinn predikar ekki trú sína, hann dansar hana". Í þessu felst nokkuð sannleikskorn því dans spilar stórt hlutverk í helgileikj- um margra þjóða þó búið sé að taka hann úr menningarlegu og trúarlegu samhengi þegar hann er borinn á borð fyrir vestræna áhorfendur. Það sem stendur uppi fyrir þá er ein- göngu dansinn sjálfur og vegna sam- hengisleysis kemur oft upp misskiln- ingur varðandi þýðingu hans. Slíkur misskilningur hefur komið upp á Vesturlöndum varðandi mið-austur- lenskan magadans. Vesturlandabúar, sem einblíndu á hreyfmgar mjaðmanna, litu á maga- dans sem mjög eggjandi og ögrandi kynferðislegan dans. I arabalöndun- um, kallaðist magadans hinsvegar „dans fólksins" og einblínt var á axlirnar til að meta hversu góður dansarinn var en ekki mjaðmirnar eins og Vesturlandabúar gerðu. Magadansinn var eingöngu dansaður í kvennabúrum, þar sem aðeins kon- ur voru viðstaddar en kvenmenn sýndu aldrei líkama sinn fyrir karl- mönnum öðrum en bræðrum og feðr- um. Karlmenn komu því hvergi ná- lægt magadansinum fyrr en Vestur- landabúar færðu hann í vinsælt form sem var dansað á skemmtistöðum og fjölleikahúsum í Bandaríkjunum. Dansararnir þar voru þó aldrei frá Mið-Austurlöndum heldur banda- rískar eða evrópskar stúlkur að reyna að herma eftir hinum göfuga „dansi fólksins". Þessi dæmigerða mynd af konum frá arabalöndunum hefur verið lífseig jafnvel þótt hún sé á misskilningi byggð. Dans hefur ekki aðeins verið mis- skilinn frá einu samfélagi til annars, heldur einnig færður í aðgengilegan búning sem hentar til sölu í flestum samfélögum heimsins. Rússneskir þjóðdansar, sem og dansar frá öðrum Austur-Evrópulöndum hafa notið vinsælda víða heim. Þjóðdansafélög hafa verið öflug og ferðast víða í nokkra áratugi. Heimurinn hefur því fengið að kynnast austur-evrópskum dansi, en ekki hvaða þýðingu hann hefur fyrir fólkið sem dansar hann. Sama má heimfæra upp á indjána Norður-Ameríku. Eftirlifandi þjóð- flokkar hittast árlega og halda veg- legar danskeppnir og sýningar, sem hafa ekkí síst það hiutverk að við- halda hefðum meðal barna og barna- barna. _ Við íslendingar eigum einnig okk- ar þjóðdansafélag sem hefur það hlutverk að ýta undir og varðveita hverfandi dansmenningu landans. Þótt íslendingar séu ekki jafnþekktir fyrir vikivaka og Rússar eru fyrir sinn kósakkadans hafa íslenskir danshöfundar byggt verk sín á ís- lenskri þjóðmenningu. J júní munu gestir Listahátíðar í Reykjavík geta litið augum verkið Fjárhirzla vors herra, eftir Nönnu Ólafsdóttur og Sigurjón Jóhannsson, í flutningi ís- lenska dansflokksins. Verkið fjallar um Guðmund biskup góða og baráttu hans við norðlenska höfðingja á Sturlungaöld. Fleiri verk sem byggja á íslenskum þjóðsögum, kvæðum og bókmenntum hafa verið^ samin og dönsuð hér á landi. Við Íslendingar erum, eins og allur heimurinn, hluti af markaðskerfinu og leggjum ekki síður áherslu á þjóðmenningu en aðrar þjóðir. Þótt vinsældir vestrænna lista- manna tróllríði öllum heiminum og unglingar fjær og nær hafi áhuga á sömu tónlist, dönsum og kvikmynd- um er heimsmenningin síður en svo að renna saman í einn graut. Bless- unarlega þá eru samfélög að vakna til vitundar um mikilvægi þjóðmenn- ingar. Fortíðin getur veriðjafnvinsæl og nútíðin jafnvel þótt hún sé misskil- in eða slitin úr samhengi. Þótt indj- áni regnskógarins sé í kóka-kóla stuttbuxum mun hann mjög líklega þekkja dansa og söngva forfeðra JÓN gullsmiður á Laugaveginum. Þeir eru margir Jónarnir sem maia gull á Laugaveginum, hvernig skyldi standa á því? Hver kaupir? Hver á fé til að sólunda í gull og glingur? Ekki ég. Eins og gorkúlur spretta þær upp gullhall- irnar. Sök sér á hverju götuhorni, en hér á Laugaveginum standa gullkálfarnir þétt saman, hlið við hlið, einn gegnt öðrum, ská- hallt og beint á móti. Út um allt. Hver kaup- ir? Varstu beðin um að spurja að því? Þér kemur það ekki við. Svona redduðu krakk- arnir sér fyrir horn í gamla daga þegar óþægilegum spurningum rigndi yfir þá. Skiptu þér ekki af því sem þér kemur ekki við. Flestir, ótrúlega margir, lifa og hrærast í þeirri trú að þeim komi sitt af hverju ekki við. Eigi aðeins að sinna því sem ofan í Bónuspokann þeirra fer, skunda heim í vél- hylki og þegja. Ég og bíllinn minn erum samvaxin, skín úr svip allra sem láta sig renna niður Laugaveginn. Er fólkið fóta- laust? Því gengur það ekki frekar? Hvert er það að fara? Svona spyr fólkið sem á heima Laugaveginum, horfir út um gluggann og gapir. Með lokaða gluggana svo það gleypi ekki kvikasilfur og koltvísýr- ing og eiturefni útblástursins frá endalausri bunu bíla, trukka, jeppa, háfjallaskrímsla, bifhjóla, strætóa, leigubíla sem bíða og láta púa og spúa, spúa, spúa, hvað kemur þeim við þótt einhverjar lifandi hræður þurfi að draga andann; bílréttindi að fá að spúa, og púa og púa og púa framan í ráfandi nei, það er ekki ráfandi, það er inni hjá sér, það á heima þarna, bak við gluggana en það getur ekki opnað þá nema kafna úr eiturefn- um og allar plöntur og blóm í gluggunum steindrepast. Allar. Segir það ekki sína sögu? Dauð blóm í glugga. Erindið var þó gullið sem ekki glóir. Hreina loftið. Andrúmsloftið á Laugaveginum, þeir sem eiga heima annars staðar verða að tala fyrir sig, skrifa í Moggann og kvarta, nei, það er svo óvinsælt að kvarta gæti verið uppnefnt, neikvætt. Betra að vera vinsæl og hvorki æmta né skræmta, maður gæti líka orðið svo áberandi og þá fara kannski hinir að tala illa um mann og svona. Eitthvað í þessa veru er sálarlífið í hnotskurn, hjá hin- um, ekki mér. Ég tók aldrei á móti jákvæðnis- bylgjunni sem skall á upp úr 1985. Síðan hefur enginn, svo til, skoðun á neinu né mótmælir né er eitthvað að rexa og pexa hver vill láta kalla sig nöldrara eða vera lit- in(n) hornauga. Enginn. Nema ég. Ég hef ekkert á móti því í sjálfu sér heldur svo mörgu öðru eins og til dæmis allri ómenn- ingu í hverri mynd sem hún birtist. Tel það heilaga skyldu mína að mögla, berja í borðið °g byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í. Hinum er sama. Ég sver það, fólki er orðið nákvæmlega sama bæði um sjálft sig og aðra. Bara það fái að vera í friði, inni í bílunum og eiga nóg bensín til að úða fram- an í lifandi hríslur sem eru á stangli og svei mér þá, fyrir þeim, blikkbeljunum. NIÐUR MEÐ BÍLANA BORGARBREF Rex og pex par excellence Þetta er svona lat- neska. Hljómar eins og maður hafi lesið mikið, eiginlega yfir sig og slái um sig með c á víð og dreif. Sí? Ég næ ekki upp í nefið á mér fyrir mengun á Laugaveg- inum. Hví mótmælir enginn? Hví skyldu gullkaupmenn sem dansa kringum gull- kálfinn allan liðlang- an daginn ráða ferð- inni? Bílaumferðinni. Gullgrafarnir lulla svo heim til sín í friðsælu loftgóðu úthverfin sín á kvöldin á meðan íbúar Laugavegs, sem eru nokkuð hundruð manns tel ég víst, sitja uppi með fnykinn af gróðanum, bilaút- Teikning: Sig. Valur GAPANDI fólk í glugga... þessi af holdi og blóði sem gengur til þín á tveimur jafnfljótum, lufsast inn um vængjahurðina hjá þér, lætur þig og þína hafa allt sitt fyrir gullhring í nefið á kærustunni svo sitt af hverju tagi sé tínt til. Hvað veit ég? Ekki dett ég inn hjá ykkur. Allt þetta rell út af því Jón var að agit- era fyrir meiri, meiri, (Mbl. 17.4.), bííaum- ferð á Laugaveginn. Heldur hann að kaup- menn séu einir í heiminum? Veit hann ekki að það býr fólk á efri hæðum? Jafnvel hæstu hæðum enda eins gott að eitthvað kvikt og vökul augu séu til staðar þegar skyggja tekur og skríllinn fer á kreik. Ég og bíllinn minn erum samvaxin, skín úr svip allra sem láta sig renna niður Laugaveginn. Er fólkið fótalaust? Því gengur það ekki frekar? Hvert er það að fara? Ingibjörg Elín Sigurbjörnsdóttir segir að svona spyrji fólkið sem á heima á Laugaveginum. blástursóþverrann sem í sumum tilfellum hefur drepið fólk, hæglega, eins og þegar rörinu er beint inn í bílinn og þeir sem innifyr- ir híma kafna á nóinu. Því skyldu, ein spurn- ingin enn, gangandi vegfarendur (það eru þeir er ausa fénu í ykkur þegar allt kemur til alls en ekki þetta sem rúllar því það renn- ur framhjá og niðri bæ, vissuð þið það ekki, kaupmenn). Varstu beðin að spyrja að því? — Já, því skyldu bíllausir láta sig hafa bíla- pest og viðbjóð uppí nasirnar á sér? Heldur Jón Sigurjónsson, hálfur Jón og Óskar, að bílarnir versli? Auðvitað ekki, væni, það er Hvað veit Jón um það? Hann dvelur í ró og spekt í villu meðfram einhverri sjávarströnd- inni. Hvað veit ég? Heilmikið. Ég get svoleið- is látið dæluna ganga ef því er að skipta. Um það leyti sem Jón og aðrir Jónar úr gull- búðum svífa á vit allsnægta sinna, á bílum, ekki þarf að sökum að spyrja, láta spikfeitir ofaldir (einhver ofgnóttardýr held ég) vita óuppaldir, algerlega, unglingar fram eftir aldri á sér kræla. Dúnka dúnka (með ú-i) bíb, bíb, bíííb... allt kvöldð og fram á rauða nótt. Dúnka dúnka þetta eru þrusu hljóm- flutningsgræjurnar sem stóðið fékk í ferm- ingargjöfg og stúdentsgjöf og því um líkt, eða bara fengið sér þetta eins og sagt er. Nú, nú nema það glymur svo rosalega í þessu að hljómleikar gætu rétt eins verið á Lauga- veginum miðjum. Svo opna greyin gluggana í bílunum svo allir heyri. Þeim hefur aldrei verið sagt að fólk, lifandi fólk, eigi heima í húsunum niður allan Laugaveginn og í Bankastræti líka. E...það?H! E....viissaaki! Afkvæmin, líklega börn kaupmannanna, halda nefnilega líka að þau séu ein í heimin- um öllu heldur eigi heiminn ein. Og hinir krakkarnir. Bíb, bíb... Flautað, hrópað og kallað látlaust allan sólarhringinn. Hring eft- ir hring. — „Fariði þarna!" gellur í kellingu á miðjum Laugaveginum. — „En, þetta er Laugavegurinn," svara blessuð skinnin, ég má ekki vera svona vond. Ólíkt öðrum sem kvarta og kveina hef ég, kerlingin, ráð undir rifi hverju og því þá ekki smáu mengunar- og hávaðamengunarmáli. Breytum Lauga- veginum í skurð með nægu vatni í til þess að hægt sé að láta kajaka fljóta niður eftir honum. Bæði hljóðlátt og mengunarlaust. Þá má sigla niður Laugavegskanalinn. Eða hvað er fengið með malbikinu? Þarf að end- urnýja þetta stanslaust ár eftir ár. Gnægð er af vatninu. Sullið eins og ykkur lystir „bátafólkið" yrði í essinu sínu. Já, niður með bílana. Hvert? Niður í bíla- geymsluhúsin, P-húsin, Pestarhúsin. Þar sækir líkur líkan heim. Skiljið bílana eftir heima og þegar þeir ryðga fara þeir í bíla- kirkjugarða og lengra mín vegna. Niður til helvítis, ljótt að segja þetta en heim til föður- húsanna með skranið, ég hef mínar hug- myndir um hvaðan bílar eru ættaðir. Frá hinu neðra. Niður með þá. Annars var það annar Jón, Sigurður Jón Ólafsson bókavörður, sem ég vildi heilshug- ar taka undir með. Hann skrifaði grein í Mbl. 21. mars sl. undir fyrisögninni: Ofríki einkabílismans. Eins og talað út úr mínu hjarta. Þökk sé þér, Sigurður Jón, fyrir þarfa ábendingu um öfugþróun í vistkerfinu og hann hvetur til herferðar gegn einkabílis- manum. Vil ég láta Sigurð Jón eiga lokaorð- in: „Staðreyndin er sú að fæstir þeirra sem aka niður Laugaveginn eiga eitthvert erindi í verslun eða þjónustufyrirtæki við þá götu. Meirihluti einkabílista sem aka þessa götu hefur ekkert annað erindi en að menga and- rúmsloftið með þeim afleiðingum að þetta er einhver mengaðasta gata borgarinnar; fyrir nú utan að alla jafnan er erfitt að fá bílastæði við hana. í kyrru veðri er allt að því ólíft þar gangandi fólki. Þetta er sérlega áberandi um helgar þegar lífsleiðir einkabí- listar lognmollast niður Laugaveginn í algeru tilgangsleysi, spúandi eitri útí andrúmsloft- ið." Og hafið það. Hér kemur ein á harðakani! Höfundur er skrúðgarðyrkjufræðingur, ekki stingandi strá á Laugaveginum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.