Morgunblaðið - 26.05.1996, Page 10

Morgunblaðið - 26.05.1996, Page 10
10 B SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ INNRA MEÐMÉR Á hvítasunnudag var kirkja Krists á jörðu stofnuð. Njörður P. Njarðvík, sem hefurtekið saman orð Krists í eina bók, segir Kristínu Marju Baldursdóttur frá hugmyndum sínum um trúarbrögð, innri og ytri kirkju, hver hann haldi að Kristur hafi verið og hvað það sé að vera kristinn að hans dómi. HEILAGUR andi kom yfir postulana á hvítasunnu- dag og þeir stofnuðu kristna kirkju til að breiða út kærleik meðal manna. Engu að síður hefur heimurinn log- að í illdeilum og styrjöldum. Ein- hveijir hafa ekki skilið boðskap Krists rétt. Hann er þó svo skýr að yngstu börnin eiga ekki í nokkr- um erfiðleikum með að skilja hann. Það eru hinir fullorðnu sem mis- skilja. Til að komast að því hver hinn eiginlegi boðskapur Krists var, þarf að fletta fram og til baka í guðspjöllunum og þeir eru kannski ekki margir sem nenna því nú orð- ið. Ekki eftir að alnetið kom til sögunnar. Einn er þó sá sem hefur iegið yfir biblíunni mánuðum saman til að komast að kjarnanum. Njörð- ur P. Njarðvík, skáld og prófessor í íslenskum bókmenntum við Há- skóla íslands hefur tekið saman í eina bók allt sem Kristur er sagður hafa sagt. Orð Krists Bók Njarðar, Orð Krists, kom út fyrir síðustu jól. Það hefði líklega komið fáum á óvart ef guðfræðing- ur hefði unnið slíkt verk, en hvem- ig stendur á því að bókmenntafræð- ingurinn fór að leggja á sig þessa miklu vinnu og hvemig vann hann verkið? „Ég er áhugamaður um andleg málefni og mér fannst ég ekki vita nógu mikið um boðskap Krists,“ segir Njörður. „Ég vildi vita hvað þessi maður er sagður hafa sagt og fann enga betri leið en þessa. Ég fór að lesa Nýja testamentið af alvöru, en því miður eru það ekki orð Krists sjálfs sem þar standa heldur það sem aðrir hafa eftir honum. Stundum ber guð- spjöllunum saman, stundum alls ekki. Ég komst fljótt að því að til þess að reyna að átta sig á því hvað Kristur hefði boðað um tiltek- in efni, eins og til dæmis um guðs- ríki, fyrirgefningu, boðorð og svo framvegis, þá var þetta ansi fyrir- hafnasamt, því orð hans eru á víð og dreif út um öll guðspjöllin. Því tók ég mig til og fór fyrst skipulega í gegnum Matteusarguðspjall, og skráði eftir lykilorðum öll tilsvör, allt hið talaða orð sem haft er eftir Kristi sjálfum. Ég bar þetta síðan undir mér fróðari menn í guðfræði, og eftir uppörvun hélt ég áfram og fór skipulega í gegnum öll guð- spjöllin. I bókinni Orð Krists er hægt að fletta upp á nær fimm hundruð lykilorðum og þá má sjá á einum stað allt sem haft er eftir Kristi í guðspjöllunum um eitthvert tiltekið efni. Ég tek það skýrt fram að þessi bók kemur engan veginn í stað bibl- íunnar. Þegar menn fletta uþp í Orðum Krists, geta þeir svo séð samhengið í guðspjöllunum því allar tilvitnanir eru vandlega merktar. í fyrstu ætlaði ég að vinna þetta fyr- ir sjálfan mig, en síðan fæddist sú hugmynd að auðvelda fólki að kynna sér boðskap Krists.“ Lærdómur Njörður hefur stundum sagt við nemendur sína að til að kunna góð skil á bókmenntum þurfí menn að þekkja biblíuna. En hefði það nú samt ekki verið hlutverk guðfræð- inga að taka-saman orð Krists? „Ég get ekki svarað því hvers vegna aðrir hafa ekki unnið það verk sem ég hef unnið. Ég veit ekki til þess að bók sem þessi sé til. Erlendis eru að vísu til bækur sem heita „The Sayings of Jesus“, eða eitthvað í þá áttina, en í þeim eru kaflaheiti miklu stærri og þeim er yfirleitt raðað eftir aldri Krists en ekki eftir lykilorðum. Ég vil bæta því við að boðskapur Krists er ekkert einkamál guðfræð- inga. Kristur safnaði ekki í kringum sig skriftlærðum mönnum, heldur alþýðufólki. Ég get ekki svarað því frekar en aðrir hvers vegna hann gerði það. Það er alveg Ijóst að hann var sjálfur vel menntaður maður fyrir sína samtíð. Við vitum íjarskalega lítið um ævi hans þar til hann kemur fram sem fræðari, og til dæmis það guðspjall sem er merkilegast af þeim öllum, Jóhann- esarguðspjall, segir ekkert um hann fyrir þann tíma. Ef ti! vill hefur hann haft einhveija hugmynd um það þegar hann er að boða sitt nýja fagnaðarerindi, að það sé kannski ekki líklegt til árangurs að boða það meðal þeirra sem eru bundnir af lærdómi. Það er svo merkilegt með margs konar lærdóm, hann getur bundið menn í stað þess að gera hugsun þeirra frjálsa. Þess vegna er það auðvitað hugsanlegt að hann hafi viljað byija að boða fagnaðarerindið meðal þess fólks sem hann hafí álit- ið að gæti verið óbundið af öðrum kennisetningum, þótt því miður hafi svo illa til tekist að hans eigin boðskapur hafi síðar verið ansi þröngt bundinn í kennisetningum annarra." Testamentin Njörður segir að ein af ástæðun- um fyrir því að hann fór að vinna þetta verk sé allur sá aragrúi sund- urleitra kenninga sem hafa komið fram í sögu kristninnar. „Maður veltir því ósjálfrátt fyrir sér hvernig þær geti verið komnar frá einum og sama manninum. Við megum ekki rugla saman hinum skýra boðskap sem hafður er eftir Kristi og hinum guðfræðilegu út- skýringum sem byija með Páli postula. Kristur er ekki fyrr horfinn af sjónarsviðinu en að það rísa upp deilur á milli Páls postula og Pét- urs, þar sem hinn aðvífandi, utanað- komandi maður Páll stendur uppi sem sigurvegari og mótar kristnina. Því miður, segja sumir. Síðan megum við ekki gleyma því að guðspjallamönnunum ber ekki heldur saman. Þeim ber til dæmis ekki saman um það hvar hann sé fæddur. Það eru bara tvö guðspjöll, Matteusarguðspjall og Lúkasar, sem tala um fæðingu Krists og uppruna. Samkvæmt Matteusi er hann afkomandi Davíðs konungs, þar af leiðandi af tignum ættum. Samkvæmt Lúkasi er hann að vísu kominn af húsi Davíðs, en ekki af tignum mönnum. Og það er í Markúsarguðspjalli sem við heyr- um söguna af hinum fátæka tré- smiði. I Lúkasarguðspjalli koma fjárhirðar við fæðingu Krists, í Matteusarguðspjalli eru það kon- ungar, vitringamir frá Austurlönd- um. Samkvæmt Lúkasi var fjöl- skylda Jesú frá Nazaret, menn hafa nú reyndar dregið í efa að Nazaret hafí verið til sem þorp, en sam- kvæmt Matteusi bjó fjölskylda Jesú í Betlehem og hann fæddist ekki í jötu. Önnur hvor frásögnin hlýtur að vera röng.“ Hver var Kristur? Nú skyldi maður ætla að sá sem hefur tekið saman orð Krists hafi velt því fyrir sér hver Kristur hafi verið, hvernig persóna hann hafi verið. Hver var Kristur? „Núna er komin upp hreyfing meðal guðfræðinga, í vesturheimi aðallega, þar sem þeir hafa verið að leita að hinum svokallaða sögu- lega Jesú, og með því að fara með mjög gagnrýninni hugsun í gegnum guðspjöllin hafa þeir komist að þeirri niðurstöðu að það sé ekki nema ofurlítill partur af frásögnum þar sem geti verið sögulega réttur. I Nýja testamentinu eins og það berst til okkar er bæði að finna sögulegar frásagnir og goðsöguleg- ar. Hvernig eigum við að skilja orð Pílatusar þegar hann segir: „Hvað á ég að gera við hann sem þið kall- ið konung?" Kölluðu Gyðingar hann konung? Var Kristur konungborinn? Gerði hann raunverulega kröfur til þess að vera konungur? Var Kristur kvæntur Maríu Magdalenu? Átti hann son með henni? María Magda- lena er sögð hafa flúið frá Palestínu til Suður-Frakklands. Sumir halda því fram að Kristur hafi átt systk- in.“ - Margir deila um það hvort Kristur hafi verið maður eða guð? „í upphafi Jóhannesarguðspjalls er sagt: „Og orðið var hold“. Krist- ur kallaði sjálfan sig mannssoninn, en hann sagðist líka vera sonur föðurins og faðirinn væri guð. Þetta hlýtur að tengjast einhveiju hug- boði okkar um okkur sjálf. Erum við ekki blanda af guðlegum upp- runa og mannlegum? Erum við ekki öll börn guðs, ef guð er til? En þá þurfum við að svara þeirri óþægi- legu spurningu: Hvað er guð? En segjum sem svo að það sé til guð og guð vilji tala við mannkyn- ið, hvernig gerir hann það? Hann sendir því fyrirmynd. Það er hægt að skilja mánninn Krist þannig að hann sé það sem manninum er ætlað að vera í áætlun guðs. Svona á maðurinn að vera. Og hvernig brugðust mennirnir við því? Með því að krossfesta hann. Þess má geta að krossfesting var aftökuaðferð Rómveija. Það voru ekki gyðingar sem drápu Krist. Þeir hefðu grýtt hann. Það var þeirra aðferð. Þeir sem halda því fram að Krist- ur hafi unnið við iðn föður síns, verið trésmiður, nefna máli sínu til stuðnings hvert hann sækir mynd- mál í dæmisögur sínar. „Mitt ok er létt“. Smíðaði hann ok? Hann talar um kornhlöðu. Smíðaði hann kornhlöður? En það er ljóst að hann var vel að sér í lögmáli gyðinga og þekkti vel trúarhefð þeirra. Hann var mik- ill kennari. Það er talað um tillit hans á vissum stöðum, hvernig hann lítur á menn, sem bendir til þess að hann hafi haft mjög áhrifa- mikið augnaráð. Það er líka talað um rödd hans. Hann hefur verið ákaflega hugrakkur. Hann hefur verið mikill dulhyggjumaður, því í Jóhannesarguðspjalli talar hann mikið um hvað hann er og tengsl mannsins við guð. En í öllum þessum bollalegging- um ber að hafa í huga og undir- strika að ég er ekki lærður guð- fræðingur. Ég er bara áhugamað- ur.“ Boðskapurinn - Nú þegar þú hefur tekið saman allt sem haft er eftir Kristi, hvaða orð hans þykir þér vænst um? „Af öllu því sem hann sagði finnst mér eitt skipta langmestu máli. Það er þegar hann segir í Jóhannesarguðspjalli: „Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan“. Þetta er öðruvísi boðorð en hin boðorðin tíu. Hann kemur með nýja hugsun á þessum tíma, kærleiks- boðskapinn. Þetta er mjög einfalt boðorð og ef við gætum lifað sam- kvæmt því væri heimurinn öðruvísi en hann er. En það er undarlegt að eiginlega hafa engir menn verið verri hver við annan en kristnir menn, og nefni ég allar þær ofsókn- ir, pyntingar og útrýmingar sem hafa verið gjörðar í nafni Krists. Þær eru skelfilegar, og Kristur virð- ist hafa séð þetta fyrir því hann segir eitthvað á þá leið: „Þér munuð verða ofsóttir sakir nafns míns“. Ég vil leyfa mér að halda því fram, að trúarbrögð segi okkur ekki mikið um guð, en þau segja okkur töluvert um skilning okkar á fyrirbærinu guði. Vegna sjálfsrétt- lætingar manna verða trúarbrögðin til að sundra mannkyninu en ekki til að sameina það. Vegna þess að sá sem er sannfærður í trú sinni hefur oft takmarkaða þörf fyrir að segja: Þú átt að vera eins og ég. I þeim orðum felst reyndar eitt- hvert alvarlegasta atriði trúar- bragðanna. Spámaður kemur fram með kenningar, síðan verður til hreyfing sem reynir að túlka kenn- ingar hans og sú hreyfing byrjar að hreinsa. I guðspjöllunum sem við höfum er ekki að finna allar þær frásagnir sem til eru af Kristi, og það hafa fundist brot, meðal annars úr Markúsarguðspjalli, sem virðast hafa verið vísvitandi útilok- uð því þau hafa ekki komið heim og saman við skilning og kenning- ar ákveðinna manna. Mennirnir búa til trúarsetningar sem þeir láta samþykkja, á fundum. Gallinn er sá, að þessar samþykktir mann- anna breyta engu um tilvist og eðli guðs.“ Innri kirkja Hvaða erindi eiga orð Krists til mannanna sem geta ferðast til tunglsins ef svo ber undir, og feng- ið allar heimsins upplýsingar úr alneti? „Tækni er ekkert annað en að- ferð og umbúðir. Við getum farið til tunglsins, en til hvers? Við getum notað alnetið. Til hvers? Við erum í nútímanum svo upptekin af að- ferðinni og umbúðunum að við þurf- um á einhveijum boðskap að halda. Ég held að þetta sé ekki sá versti boðskapur sem við getum haft með okkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.