Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 B 11 Morgunblaðið/Kristinn Njörður: „í kirkju þeirra sem aðhyllast boðskap Krists eru engar trúarkenningar, engar kreddur, engir prestar, engar deilur. Þessu má líkja við tungumála- kennslu, þegar verið er að kenna mönnum að kaupa farseðil og ferð- ast með flugvél. Ég hef stundum spurt hvað menn eigi svo að segja þegar þeir eru komnir á leiðarenda? Eiga þeir þá bara að kaupa miða heim aftur? Allt sem við höfum, sjónvarp og öll þessi tækni er ekkert annað en aðferð og umbúðir. Það er hægt að skoða Krist í tvenns konar skilningi. Það er hinn sögulegi Kristur, persónan, og svo er það hinn svokallaði kosmíski Kristur, hin andlega stærð. Hinn sögulegi Kristur er takmarkaður í tíma og rúmi. Hin guðfræðilega deila snýst um það að hve miklu leyti hinn andlegi Kristur er byggð- ur á hinum sögulega Kristi. Spurn- ingin er hvort það skipti megin- máli. Við höfum þennan boðskap. Við höfum sögnina um krossfest- inguna, fórnardauðann og sögnina um að sigrast á dauðanum, hvernig svo_ sem við skiljum það. Ég trúi því ekki að Kristur hafi risið upp í holdinu. Það er vegna þess að ég aðhyllist mystik. Ég þarf ekki upprisu holds. Upprisan getur verið jafnmikil staðreynd þó að Tómas hafi ekki getað sett fing- urna í síðusárið. Við höfum þennan kosmíska Krist sem fyrirmynd okk- ar og sem aðferð til að nálgast guð. Og þeir sem eru ekki fast- bundnir einum ákveðnum trúar- brögðum geta sagt að þetta sé ein aðferð til að nálgast guð. Þeir sem eru strangtrúaðir segja ef til vill að þetta sé eina leiðin. Ég hef leyft mér að segja: Sá sem heldur að aðeins ein leið liggi til guðs mun ekki rata þá leið. Við getum sagt að kirkja sem slík sé tvíþætt fyrirbæri. Annars vegar er hin andlega kirkja, hin ósýnilega innri kirkja þeirra sem aðhyllast boðskap Krists. í þeirri kirkju eru engar trúarkenningar, engar kreddur, engir prestar, engar deilur, hún er innra með okkur, það getur enginn tekið hana frá okkur né skaðað hana. Síðan höfum við hina ytri kirkju sem er mannanna verk og byggist meðal annars á samkomulagi um trúarkenningar. Þar logar allt í deilum, hefur alltaf gert og mun alltaf gera. En þá getum við huggað okkur við orð eins og þau sem gamli maðurinn í Bláskógaheiðinni segir í íslands- klukkunni: Það er nú samt skapar- inn sem ræður.“ Guðsþjónusta Telur Njörður að hinni ytri kirkju hafi tekist að flytja mönnum boð- skapinn? „Hinni ytri kirkju hefur tekist að flytja orð en ekki gengið eins vel að lifa boðskapinn. Spurningin er hvort lærdómur í andlegum efn- um sé ekki einhvers konar flótti frá því að lifa þau. Maður getur orðið svo hugfanginn af lærdómnum að maður gleymir því að maður á að lifa hann. Enda held ég að eitt af því fáa sem Kristur fordæmir sé hræsnin. Hann segir: Þegar þú biðst fyrir skaltu gera það í einrúmi, ekki sýnast fyrir mönnum." - Ferð þú oft í kirkju? „Ekki mjög oft. Þegar búið er að þurrka út alla mystik og eftir stendur sálmasöngur, ritningarlest- ur, blessunarorð og prédikun eins og í guðsþjónustu íslensku þjóð- kirkjunnar, verður prédikunin að segja okkur ansi mikið til að hún fullnægi einhverri trúarþörf. Og ég verð að segja eins og er að það kemur því miður ekki mjög oft fyr- ir að ég hafi hrifist af prédikunum íslensku þjóðkirkjunnar, því mér finnst ekki allir prestar vera beinlín- is miklir andans menn. En guðsþjónusta er ekki bara talað orð og ég sætti mig miklu betur við guðsþjónustu hjá sumum kirkjudeildum, öðrum en lúthersku kirkjunni íslensku. Ég er til dæmis hrifinn af guðsþjónustu ensku bisk- upakirkjunnar, kannski fellur mér sú guðþjónusta best af þeim sem ég hef upplifað. Þar er lögð meiri áhersla á boðun orðsins með tón- list. Ég og konan mín vorum ekki alls fyrir löngu í messu í Cambridge á jólanótt, og þar talaði presturinn í þijár og hálfa mínútu, blaðalaust. Sú prédikun var mjög áhrifamikil. Síðan fellur mér að mörgu leyti mjög vel við messuform kaþólsku kirkjunnar, sérstaklega við tákn- fræðina sem birtist í litúrgíunni, en þar felli ég mig ekki allskostar við prédikanirnar. Þar finnst mér eins og í hinni lúthersku kirkju skorta dálítið á umburðarlyndi. Þar er meira talað um lögmálið en fagnað- arerindið, þó að fögnuðurinn sé að vísu dálítið meiri í kaþólsku kirkj- unni heldur en þeirri lúthersku. Fyrir mér eru trúarbrögð ekki refsi- löggjöf.“ Dulhyggja Njörður hefur nú lýst þeim hug- myndum sem hann hefur um Krist og kirkjuna, en hvað um hann sjálf- an, er hann trúaður? „Ef ég á að lýsa viðhorfum mín- um í þeim málum, þá aðhyllist ég dulhyggju og táknfræði. Að vísu er búið að misnota orðið dulhyggja í íslensku, það er notað um alls konar kukl og hindurvitni, en ég mundi kannski lýsa viðleitni minni þannig að ég sé leitandi. Ég skil- greini dulhyggju svo að hún sé fólg- in í leit að innsta eðli sinnar eigin tilveru. Það er frá mínum bæjardyr- um séð hin eiginlega mystik. Ég veit ekki hvort hægt sé að segja að sá sem er leitandi sé beinlínis trúmaður." - En hver er maðurinn Njörður sem stendur á bak við þessa bók, hvort er hann meiri fræðimaður eða skáld? „Það tvennt er ekki hægt að aðskilja. Það er innangengt frá ljóð- list yfir í andleg mál. Allt sem maður gerir er afsprengi þess sem maður hugsar. Hugsunin beinist í þá átt sem áhuginn teymir okkur af einhveijum ástæðum. Ég hef sagt um sjálfan mig að ég sé áhuga- maður um andleg málefni. Ég hef hitt menn sem hafa ekki áhuga á trúarbrögðum, en hafa áhuga á mystik því hún er hin beina leið að innsta eðli sjálfs síns og þaðan til guðs. En ég hef líka áhuga á trúar- brögðum því þau segja okkur mikið um manninn og skilning hans á guði. Núna er ég til dæmis að kynna mér búddisma, sem er ákaflega heillandi. Einnig hef ég verið að kynna mér mismunandi kikjudeild- ir.“ - Hveiju svarar þú ef þú ert spurður hvort þú sért kristinn? „Hvað er að vera kristinn? Fyrir mér er það að vera kristinn að að- hyllast boðskap Krists. Sumir segja að til þess að vera kristinn verði maður að trúa á upprisuna.“ - Hvað fínnst þér um þá sannfær- ingu? „Táknfræði er fólgin í því að sjá ipnri sannleika í hinu ytra atviki. A fæðingarhátíð frelsarans segir dulhyggjumaðurinn: Ég vil leitast við að Kristur fæðist innra með mér.“ Það er svo merki- legt með margs konar lærdóm, hann getur bundið menn ístað þess aðgera hugsun þeirra frjálsa. Hann varmikill kennari. Það er tal- að um tillit hans á vissum stöðum, hvernighann lítur á menn, sem bendir til þess aðhann hafi haft mjög áhrifamikið augna- ráð. Mennirnir búa til trúarsetningar sem þeirláta sam- þykkja, á fundum. Hinni ytri kirkju hefur tekist að flytja orð en ekki gengið eins vel að lifa boðskapinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.