Morgunblaðið - 26.05.1996, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 26.05.1996, Qupperneq 12
12 B SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST Alvara George Michael. Engumauðnan þyngríþrautir bjó ENGUM hefur auðnan þyngri þrautir búið en George Micha- el, sem sat fastur í klækjavef Sony-útgáfunnar í mörg mögur ár áður en hann var keyptur úr prísundinni af stöndugri útgáfu annarri, Dreamworks. Lengi glímdi George Michael við þursinn japanska og hlaut ekkert fyr- ir annað en algjöra niðurlæg- ingu, en tónlistarunnendur hafa tekið því vel að hann er aftur kominn á kreik, með ný visæl lög og mikla stuð- skífu. George Michael er senni- lega einn hæfíleika- mesti breski poppari seinni ára og það var fyrir hans lagasmíðar, sönghæfíleika og hraustlegt útlit að Wham- flokkurinn varð vinsælasta söngdúó heims og eftir að hann losaði sig við Andrew Ridgleley, sem var einskonar ballast, hóf hann glæstan sólóferil George Michael lenti í álíka hremmingum og svo margir sem ná að heilla ungl- inga; eftir því sem aðdáenda- hópurinn, og þeir um leið, eldist fjarar und- an stjörn- unni sem stendur eft- ir föst í barnapoppinu og á ekki annað eftir en ferðast um að leika gömlu dansana næstu ár og áratugi. George vildi þó annað og meira; hann vildi reyna til þrautar að þroskast með aðdáendunum og gefa út smám saman þyngri tónlist og veigameiri. Að hans sögn vildu stjórar Sony-útgáfunnar, sem hann gerði langtímasamning við og fékk fyrir milljónatugi, að hann héldi áfram að gefa út léttar poppplötur svo þeim mætti auðnast að endur- heimta útlagðan kostnað og töldu það hreina firru að George færi að gefa út ein- hveija nútímaklassík. Hann stefndi á endanum Sony og krafðist þess að losna undan samningnum, enda liti fyrir- tækið ekki á hann sem lista- mann; í augum Sony-stjóra væri hann iðnaðarmaður og tónlistin eins og hver annar varningur. Ekki verður rakin hér þrautaganga George Micha- els frá Pílatusi til Heródesar, en nægir að geta þess að hann gjörtapaði málinu, sem gerði að aukum að verkum að frá honum kom ekkert nýtt í sex ár. Eftir þá niður- lægingu komu stjórar nýstof- naðrar útgáfu, Dreamworks, til sögunnar, frelsuðu George út ánauðinni, eins og áður er getið, og hann gat tekið til við tónsmíðar og útgáfu. Ekki verðu hér lagt mat á það hvort nýútkomin breiðskífa George Michaels, Older, sé eins aivar- leg tónlist og menn áttu von á, en enginn frýr honum hæfí- leika og færni í að setja sam- an grípandi popplög, eins og sannast af gríðarlegum vin- sældum lagsins Fast Love. Á plötunni eru reyndar almennt öllu rólegri lög, en þó ljóst að milljónasala er framundan, nokkuð sem ætti ekki síst að gleðja Sony-menn, því Sony fær dágóðan hlut af ágóða hverrar breiðskífu. eftir Árno Matthíasson Ekki dugir ófreistað ÞÓ ÚTGÁFA verði sífellt auðsóttari eru ekki allir nógu kjarkaðir til að láta slag standa. Liðsmenn Þusls í Keflavík láta ekki bilbug á sér fínna og þó sveitin sé ekki nema rétt ársgömul sendi hún frá sér fyrstu breið- skífuna, Ekki dugir ófreistað, fyrir skemmstu. Þuslverjar segjast vera búnir að spila í rúmt ár með núverandi mannaskipan og hafa spilað allvíða víða um land. í bland við balltóna til að fá inn fyrir kostnaði, hafa þeir félagar viðrað frumsamin lög, en þeir segja að þeir hafi ekki haft frum- .kvæði að útgáfunni; sú hug- mynd sé frá Rúnari Júlíus- syni komin, en hann hafi stungið upp á breiðskífu eftir að hafa gefið út eitt lag með sveitinni á Keflavíkursafn- plötu. „Við áttu nóg af lög- um, enda hafa þau verið að geijast með okkur lengi, sum nokkur ár,“ segja Þuslarar og bæta við að þeir hafi bætt við tveimur eða þremur lög- um þegar í hljóðverið var komið. Þeir félagar segja að höf- uðborgarbúar og nærsveit- ungar hafi verið afskiptir fram að þessu, á meðan hljómsveitin hafí ferðast um Iandið þvert og endilangt, en bót verði ráðin á því til að kynna plötuna. „Við höfum fengið að spila eilítið á Morgunblaðið/Kristinn Hugdjarflr Þuslarar. Gauknum og það er byijun, við sjáum svo til, en það er allt sumarið framundan," segja þeir félagar glaðbeittir. Þuslliðar segjar músíklíf vera líflegt suður með sjó og vekja athygli á að væntanleg sé breiðskífa annarrar Kefla- víkursveitar á vegum Rúnars Júlíussonar, Texas Jesú. „Það er því nóg um að vera og sérstaklega í kringum Rúnar,“ segja þeir. Hoggvið ísama knérunn ROKKVINIR um heim ail- an bíða með öndina í háls- inum eftir næstu breið- skífu Met- allicu, helstu rokksveitar heims. Síð- asta skífa seldist í bíl- förmum um heim allan, ekki síst fyr- ir þá sök að tónlistin var aðgengilegri en áður, og enn hyggjast Metallicu-menn höggva í sama knérunn. 0 Ivikunni kemur út fyrsta smáskífan af væntan- legri breipsk/fíu Metallicu, Until It Sleeps, sem all- nokkuð hefur verið leikin úí útvarpri undanfarið. Ekki fer á milli mála að lisðmenn Metallicu stefna enn hærra í vin- sældum og víst að breið- skífan Load, sem kemur út 3. júní, á eftir að slá fyrri sölumet. Fram að því verða rokkþyrstir að láta sér smáskífan nægja, en Metallieu-smáskifur selj- ast yfirleitt breiðskffusölu eða þar um bil. Gaman & alvara SUMARVERTÍÐ leikhús- anna er að hefjast og líkt og síðasta ár verður tón- list áberandi á sviðinu. Að þessu sinni sýnir Borgarleikhúsið glænýtt leikverk, Stone Free, en tónlist er snar þáttur í verkinu. Stone Free er eftir leik- höfundinn Jim Cartwright sem er íslendingum að góðu kunnur, en að sögn aðstandenda er verkið blanda gamans og alvöru. Tónlistin er alþekkt lög eftir ýmsa tónlistarmenn og þeir eru og alþekktir sem flytja hana; söngvar- ar eru Emilíana Torrini, Daníel Ágúst Haraldsson og Eggert Þorleifsson, en Jón Olafsson stýrir hljóm- sveit sem helst er skipuð Guðmundi Péturssyni, Jó- hanni Hjörleifssyni, Rób- ert Þórhallssyni og Ste- fáni Hjörleifssyni. Jón stýrði líka upptökum en fékk hingað til lands sér til halds og trausts upp- tökustjórann kunna Ken Thomas, sem unnið hefur með ýmsum stjörnum, tók þar á meðal upp breið- skífu Risaeðlunnar Fame and Fossils, sér til halds og trausts. Morgunblaðið/Sverrir Lagaval Jón Ólafsson og Ken Thomas við takkana. UFYRIR skemmstu kom út fyrsta breiðskífa Leik- sviðs fáránleikans, sem hélt með því meðal annars upp á tíu ára afmæli sitt. Dregist hefur að halda útgáfutónleika, meðal annars vegna anna sveit- armanna, en loks er komið að þeim; á mánudagskvöld heldur Leiksviðið útgáfu- tónleika í Rósenberg- kjalloi'anum, sem verða líklega síðustu tónieikar 8veitarinnar um langa hrið. Einnig leikur Sakt- móðigur. UFRAMUNDAN eru miklir tónleikar þar sem mótmæla á illvirkjum kín- verskra stjórnvalda í Tíb- et. Tónieikamir verða haldnir í Los Angeles 15. tii 16. júní og fram koma Beastie Boys, sem skipu- leggja tónleikana, A Tribe Called Quest, Beck, Björk Guðmunds- dóttir, De La Soul, Fugees, Buddy Guy, Richie Havens, Biz Markie, Yoko Ono og IMA, Pavement, Rage Against the Machine, Red Hot Chili Peppers, Smashing Pumpkins og Sonic Youth, en enn eiga stórsveitir eftir að bætast við.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.