Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR ÁHYGGJUFULLIR Bretar; úr nýjustu mynd Leigh. Leyndarmál og lygar eflir Mike Leigh EINN fremsti leikstjóri bresku raunsæis- stefnunnar er Mike Leigh. Síðasta mynd hans, Nak- inn, var sýnd í Háskólabíói og var ein af bestu myndum ársins 1994. Nýjasta mynd hans heitir „Secrets and Lies“ eða Leyndarmál og lygar og verður frumsýnd í næstu viku í Bretlandi en hún hreppti Gullpálmann í Cannes í liðinni viku. Óþekktir leikarar fara með aðalhlutverkin, Tim- othy Spall, Brenda Blethyn og Phyllis Logan. Leyndar- IBIO STUTTMYNDA- DAGAR í Reykja- vík voru haldnir í fimmta sinn í Loft- kastalanum í liðinni viku. Þar voru sýndar hátt í 40 íslenskar stutt- myndir af öllum stærð- um og gerðum og kvik- myndagerðarmenn héldu fyrirlestra um sitt fag. Stuttmyndadagar, sem Jóhann Sigmars- son og Júlíus Kemp komu á fót fyrir fimm árum, hafa sannað gildi sitt svo um munar. Há- tíðir af þessu tagi hafa ekki reynst langlífar eins og Júlíus benti á hér á síðustu kvikmynd- asíðu en þessi ætlar að endast betur en menn þorðu að vona. Því má þakka starfi Jóhanns og Júlíusar en einnig þeim mikla kvikmyndaáhuga sem er á Íslandi og sýn- ir sig í mikilli bíóað- sókn, Qölda fólks sem sækir árlega um kvik- myndastyrki, öilum þeim sem sækja nám í kvikmyndagerð og fræðum og síðast en ekki síst öllum þeim sem senda inn stutt- myndir sínar á Stutt- myndadaga. mál er gamanmynd um nokkrar persónur sem tengdust við fæðingu en hafa af mörgum ástæðum orðið viðskila. Ein er ljós- myndarinn Maurice sem vinnur hörðum höndum svo kröfuhörð eiginkonan, Monika, geti búið í stóru og þægilegu húsi. Þau þrá að eignast börn og hafa vanrækt mjög eldri systur Moniku, sem heitir Cynthia og er ein taugahrúga. Hún býr með skelfilega skap- stirðri dóttur sinni, Rox- anne. Fimmta persónan er svertingjakona sem kembir London í leit að móður sinni og það verður henni tals- vert áfall þegar hún kemst að því að hún er hvít. Myndir Leigh eru eitt það besta sem kemur frá breska kvikmyndaiðnaðinum og vonandi nær þessi hingað fljótt í bíóin. Hvab œtlar Júlíus Kemp ab kvikmyndaf A vegum úú TÖKUR hefjast að líkindum um þessa helgi í Reykjavík á nýrri bíómynd Júlíusar Kemp, Blossa/810551, með Páli Banine, Þóru Dungal og Finni Jóhannssyni í aðal- hlutverkum. Júlíus heldur því leyndu um hvað Blossi ijallar nákvæmlega en segir hana vera vegamynd „um ungt fólk á villigötum“. Hið sérkennilega heiti vill hann heldur ekki útskýra en segir að merking þess komi í ljós þegar myndin verður sýnd. Það verður í desember ef allt gengur að óskum. eftir Arnald Indriðoson Handritshöfundur er Lars Emil. Sagði Júl- íus Lars hafa gengið með hugmyndina að Blossa í maganum í ein fimm ár en þrjú ár eru síðan þeir hófu undir- búning fyr- ir alvöru. Kvik- mynda- sjóður Is- lands styrkti myndina um 10,5 milljónir króna en Júlíus áætlar að hún komi til með að kosta á bilinu 40 til 50 milljónir, sem er frekar ódýr fram- leiðsla. Hún verður tekin á 35 mm filmu. Blossi er önnur mynd Júlíusar. Hanr, gerði áður gamanmyndina Veggfóður sem naut mikilla vinsælda á sínum tíma en um 45.000 manns sáu hana. Henni var ætlað að höfða beint til yngri kynslóðarinnar, þeirra sem mest fara í bíó, og gerði góða lukku. „Það er ekki margt sem tengir þessar tvær myndir saman og ekk- ert efnislega," sagði Júlíus. „En samt tengjast þær. Þær eru gerðar fyrir sama hópinn. Ef Veggfóður hefur verið mynd meira ino. verður skref poppkorns er þessi cappucc- Vonandi hún eitt fram á við. Hún sýnir vonandi ein- hvetjar framfarir.“ Það hefur sýnt sig að að- sókn á íslenskar myndir hefur dregist saman en Júlíus býst við að Blossi verði ekki síður vinsæl en Veggfóður. „Stefnan er sett á það. Þetta er alltaf spurning um að hitta á einhvern púls. Við teljum okkur vera með ákveðna innsýn í þennan heim og þá hluti sem eru í gangi. Myndinni er ætlað að fara í samkeppni við aðrar myndir í kvikmynda- húsunum og henni er beint að fólki sem fer mest í bíó.“ Júlíus vill ekki kalla Blossa gamanmynd og finnst best að skilgreina hana einfald- lega sem vegamynd. Leik- ararnir þrír sem fara með in°: laPpucc- að rbyst vid íno; ' ttSÆSE/ aðalhlutverkin hafa ekki leikið í kvikmynd áður en Júlíus og Lars hafa æft með þeim rullurnar sl. mánuð og hafa leikararnir sótt leik- þjálfun hjá Árna Pétri Guð- jónssyni. Tökumaður er Jón Karl Helgason en framleið- endur eru Kvikmyndafélag íslands og íslenska kvik- myndasamsteypan. „Það er mjög spennandi að byrja aftur að leikstýra,“ sagði Júlíus og bætti við að hann hefði æft sig með því að gera stuttmynd í janúar sem heitir Sjálfvirkinn upp- úr handriti Börks Gunnars- sonar. UFranski leikstjórinn Luc Besson vinnur að nýrri mynd sem heitir „The Fifth Element“ og er með Bruce Willis og Gary Oldman í aðal- hlutverkum. Aðrir leik- arar eru Ian Holm, Luke Perry og breski grínistinn Lee Evans. Ekki er vitað um hvað myndin íjallar. Því er haldið vandlega leyndu en hún mun flokkast undir vísindaskáldskap. UTælenski leikstjórinn Ang Lee er byijaður á nýrri mynd eftir Vonir og væntingar. Hún heitir „Ice Storm“ og er með Joan Allen í aðalhlutverki en hún lék eiginkonu Nixons í sam- nefndri mynd. UHollenski leikstjórinn Paul Verhoven er byrj- aður á geimvísindatryll- inum „Starship Troop- ers“. Myndin er byggð á sögu eftir Robert Heinlein og er ein af mörgum væntanlegum geimtryllum. Aðrir eru Þjóðhátíðardagur Rol- and Emmerich, „Men in Black“ eftir Barry Sonnenfeld, „Soldier" eftir Paul Anderson, áðurnefnd Bessonmynd og Mars Attacks! eftir Tim Burton. Næsta mynd sem Oliver Stone leikstýrir gæti orðið „Smoke Jumpers“. Hún er byggð á skáldsögu eftir Norman Maclean og fjailar um slökkviliðs- menn sem fást við skóg- arelda. ÞÚ ERT alltaf í boltanum, er það ekki?; De Niro og Snipes skiptast á skoðunum. De Niro leik- ur aðdáanda EIN af spennumyndum sumarsins í Bandaríkj- unum heitir Aðdáandinn eða „The Fan“. Leikstjóri hennar er Bretinn Tony Scott en með aðalhlutverkin fara Robert De Niro og Wesley Snipes. Líkt og í Víghöfða leikur De Niro óbermi myndarinn- ar, sérstaklega kröfuharðan aðdáanda hafnaboltaleikara hjá Giants-liðinu í San Francisco, sem Snipes leikur. Þegar fer að halla undan fæti hjá Snipes í hafnabolt- anum leitar aðdáandinn, hnífasölumaður að atvinnu, hefnda. Scott notaði eitthvað um milljón fet af filmu og hafði litlar átta vikur til að eyða þeim og menn hafa trú á að gömlu Travis Bickle- stælarnir í De Niro séu enn nothæfir frá dögum „Taxi Driver“. Ellen Barken fer með aðalkvenhlutverkið sem íþróttafréttamaður. Mynd- inni er spáð ágætu gengi i sumar. 5.000 höfðu séð Hættulega ákvörðun ALLS sáu um 5.000 manns spennumyndina Hættulega ákvörðun fyrstu sýningarhelgina Sambíóunum. Eftir síðustu helgi höfðu 26.000 mann séð Leikfangasögu, 23.000 Vaska grísinn Badda, 11.000 Bréfberann, 7.500 Ennþá fúlli, 6.000 „The Dead Presidents“ og 4.000 „Powder" og Herra glataðan. n mgMk Næstu myndir Sambíóanna eru m.a „Trainspotting" og „The Birdcage" sem i. sýndar verða um mánaðamótin (sú síð- arnefnda einnig í Háskólabíói), „Spy : Hard“ með Leslie Nielsen, „Happy \ - Gilmore" með Adam Sandler, I * „The Big Green" frá Disney, !k „Diabolique" með Sharon Stone, 8.1 N The Rock“ með Sean Conn- ery og Nicholas Cage, sem kemur í byijun júlí og loks „Flipper" með Paul Hogan. ■«Jk % Sýnd á næstunni; Flipper.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.