Morgunblaðið - 26.05.1996, Side 17

Morgunblaðið - 26.05.1996, Side 17
16 B SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 B 17 FJÖLLUM HARALDUR og Þorkell lögðu upp frá Mílanó á Ítalíu, í um 35 klukku- stunda lestarferð, en ferðinni var heitið til Braskov í Rúmeníu, sem er stærsta borg Transylvaníu og þaðan upp til Karpatafjalla. Sam- ferðafólk ferðalanganna var fátt til að byija með eins og við var að búast en eftir því sem líða tók á ferðalagið varð þéttsetnara. Ekki einungis að lestin fylltist af mann- fólki heldur hefði allt eins mátt ætla að um gripalest væri að ræða. A þessari löngu leið bar margt fyrir augu og ævintýrin lágu í loftinu. Ekki var óhætt að leggja sig því stöðugt þurfti að hafa auga með farangrinum. Heppnin var með þeim félögunum, því á leiðinni kynntust þeir Lorenzo, ungum Rúmena sem var á leið til fjölskyldu sinnar í sveitinni upp við rætur Suður-Karpatafjalla, en mark- mið ferðarinnar var einmitt að skyggnast inn í líf sveitafólks þessa lands sem aðeins fyrir örfáum árum losnaði úr rauðri krumlu einangrun- arinnar. Hinn ungi Rúmeni gerði sér lítið fyrir og bauð íslendingunum með sér. Þar sem lítill tími var til umhugsunar var ekki um annað að ræða en að stökkva út úr lestinni, sem var rétt að kveðja bæinn Ploi- estl, og rúlla þannig, í orðsins fyllstu merkingu, inn í sveitir Rúmeníu og að því er virtist langt aftur í tímann. Ferðinni upp í dalabyggðir fjallanna var þó engan vegin lokið heldur tók nú við nær þriggja tíma akstur upp í fjöllin í átt að Runcu, sem er næsti smábær við áfangastaðinn. Þar var svo komið við í lítilli þorpsbúð og keyptar gjafir og góðgæti handa fjöl- skyldunni áður en lagt var upp í lokaáfangann, sem er um eins og hálfs tíma gönguleið en býli fjöl- skyldunnar er í um 800 metra hæð. Þar sem þegar var tekið að skyggja var notast við vasaljós og hlustað eftir hundagjammi frá nágrannabýl- unum sem í raun og veru var eina vísbendingin um að vera á réttri leið. Þegar svo þreyttir ferðalagarnir komu í kot var þeim tekið með kost- um og kynjum, báðir kysstir í bak og fyrir af allri fjölskyldunni, jafnt börnum sem konum og körlum, og áður en síðasta faðmlaginu lauk var búið að bera á borð rúmenskt grappa eða plómubrennivín. Upphófust síð- an fjörugar umræður með handapati og bendingum en engin vissi neitt um ísland né hafði nokkru sinni ís- lending augum litið. Amma Silvia „Býlið“ samanstendur af þrem kotum og útihúsi sem rúmar eins og tvær til þijár kýr og örfá svín. Það er amman sem er höfuð fjöl- skyldunnar en hún hefur verið ein- stæð frá því maður hennar var myrt- ur fyrir mörgum árum af nágranna þeirra. Þau áttu þá þegar þrjá unga syni og þar sem amma Silvia hafði erft landið eftir föður sinn bjó hún þar áfram og ól upp drengina sína þijá við ótrúlega frumstæð skilyrði. En amma Silvía er stolt kona sem ber mótlætið vel, hún er gestrisin fram í fingurgóma eins og sveitung- ar hennar og ber, ásamt tengdadætr- um sínum, stöðugt á borð. Dagur gestanna hefst á morgunverði sem inniheldur stóran skammt af reyktri hrárri svínafitu í strimlum. Meðlætið er ferskar ólífur og tómatar, sýrðar papríkur ásamt þremur soðnum eggjum og þykkum hafragraut með flóaðri mjólk út á. Þessu er svo öllu skolað niður með þremur sjússum af heimatilbúna plómubrennivíninu. Morgunblaðið/Þorkell ÆTTMÓÐIRIN er röggsöm og liggur ekkert á skoðunum sínum um alla skapaða hluti en mest mislíkar henni þegar unga fólkið gerir sig líklegt til að hleypa heimdraganum. Morgunverðinum er fylgt fast eftir með stórsteik og tilheyrandi heima- ræktuðu grænmeti og á milli mála er stöðugt verið að bjóða upp á grappa. Allt er eitthvað svo frum- stætt og ósnert, allir svo glaðir og hlýlegir. íslendingunum líður vel, og það eina sem minnir á nútímann er útvarpið, þaðan sem óma stöðugt hraðir og fjörugir tónar transyl- vanískrar sveitatónlistar. Sjálfsþurftarbúskapur Síðan amma Silvía ól upp drengina sína í sambýli við náttúrunna hefur mikið vatn runnið til sjávar. Einn sonurinn flutti í burtu, en það finnst gömlu konunni með öllu óskiljanlegt. Hinir tveir byggðu svo sín eigin kot við hlið móður sinnar og eru með blandaðan búskap eins hún, bara i stærri stíl. Búskapurinn er allur mjög frumstæður en búfénaður bræðr- anna samanstendur af tveimur belj- um, svínum, þrem til fjórum geitum, nokkrum rollum og ekki má gleyma hænsnunum. Fjölskyldan ræktar að sjálfsögðu allt sitt grænmeti sjálf, kartöflur og eitthvað af ávöxtum. Kotin eru öll mjög lítil en hlýleg, lágt er til lofts og kynnt er upp með „kamínu" sem gegnir líka hlutverki eldavélar. Á sumrin er viðurinn höggvinn og komið upp forða fyrir veturinn en upp við fjallsræturnar getur orðið mjög snjóþungt yfir vetr- armánuðina og þá um leið kalt. Lífsbaráttan er hörð og þó að nokkur ár séu liðin frá því að raf- magn var leitt í hús fjallabúanna, en amma Silvía, sem allt sitt líf hef- ur búið í þessu landi jafnræðis, bar sjálf allan kostnað af því framtaki, virkar það enn þann dag í dag bara endrum og eins. Ekki er neitt renn- andi vatnið, heldur er það sótt langt að, bæði til þurftar mönnum og dýr- um. Ekki er heldur tækninni fyrir að fara við heyskapinn, heldur eru búnir til stórar sátur þar sem heyinu er rennt upp á sex til sjö metra háa stöng þar sem það svo bíður eftir að verða vetrafæða búfénaðarins. Ilamingja, lífsgleði og . . . Búendur í fjallahéruðum Rúme- níu eru sagðir sérlega ljúflyndir. Séu FJALLABÚAR eru vinnuþjarkar en gera hér stutta hvíld og kasta mæðinni. HEYSKAPURINN er með gamla laginu. þeir hins vegar reittir til reiði er ekki von á góðu, enda eiga þessi héruð sér mjög blóði drifna sögu. Nægir þar að minna á afdrif fjöl- skylduföðurins sem einungis rúm- lega þrítugur að aldri var veginn af nágranna sínum og félaga. Ástæðan fyrir morðinu var sú að hann var óvenjuefnaður á búfénað, meira þurfti ekki til, og þrátt fyrir að fullar sönnur væru fyrir sekt nágrannans hefur hann aldrei þurft að svara til saka. Ekki skapa þó mennirnir einu hætturnar í um- hverfi þessa indæla og nægjusama fólks heldur vegna nábýlis við skóg- inn, náttúruna og allt sem henni fylgir, geta börn jafnt sem fullorðn- ir þegar illa árar, orðið fyrir árás skógarbjarna eða annarra villtra dýra sem í raun eru þeirra næstu nágrannar. Umhverfið er fallegt, loftið tært og skógi vaxnar fjalls- hlíðarnar undirstrika svo ekki verð- ur um villst á nálægðina við ósnerta og villta náttúrunna. Þrátt fyrir þessar frumstæðu að- stæður er fjallafólkið hamingjusamt, laust við daglegt stress borgarbúans og lífsglatt með afbrigðum. Það geng- ur snemma til sinna verka og hefur ekki þarfír umfram það sem náttúran og umhverfíð býður upp á. Plómu- brennivínið fylgir því í gegnum dags- ins önn og fullvissan um það að hand- an við blámann sé ekkert sem er mikilvægara en að vinna sitt dags- verk, færa björg í bú og kenna börn- um sínum að rækta, meta og virða land sitt og náttúruna alla er þeirra veganesti. Eftir standa íslendingarn- ir, öllum þægindum vanir, með óljós- ar hugmyndir um paradís á jörð þar sem menn og dýr ganga saman í sátt og samlyndi lífsins veg. Skrásctjari býr í Mílunó LITLA heimasætan greiðir lokka sína til að skarta sínu fegursta fyrir gestina norðan af íslandi. VIÐ bæjarbrunnin endar vegurinn og þar hefst slóðin sem liggur upp á fjallið þar sem býlið er. INNANSTOKKS hjá Ömmu Silvíu. Þetta eru öll húsakynnin. ÁBERANDI er hvað heimilisfólkið er umhyggjusamt þegar skepnunar eiga í hlut og óspart á gælurnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.