Morgunblaðið - 26.05.1996, Síða 18

Morgunblaðið - 26.05.1996, Síða 18
18 B SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUAUGIYSINGAR Hársnyrtistofan Papilla, Laugavegi 25, óskar eftir sveini. Stóll til leigu á sama stað. Upplýsingar ísíma 551 7144. Lausar stöður við Grunnskólann á ísafirði Á næsta skólaári eru lausar nokkrar kennara- stöður við Grunnskólann á ísafirði. Meðal kennslugreina eru: Almenn kennsla á yngra og miðstigi Danska á unglingastigi INIáttúrufræði á unglingastigi íþróttir pilta Heimilisfræði Myndmennt Handmennt, m.a. smíðar Tónmennt Sérkennsla Véiritun/tölvufræði Einnig eru lausar stöður: Útibússtjóra í Hnífsdalsskóla Skólabókavarðar skólaárið 1996/97 ísafjörður er bæjarfélag með um 3.500 íbúa. Þar er margháttuð þjónusta og atvinnustarf- semi auk þess sem Vestfirðir eru rómaðir fyrir sérstæða náttúru og fjölbreytt tækifæri til útivistar og íþróttaiðkunar. Með samein- ingu sex sveitarfélaga á norðanverðum Vest- fjörðum hefur myndast öflugt sveitarfélag, þar sem lögð verður áhersla á menntun og uppbyggingu skóla. í skólanum á ísafirði og útibúi í Hnífsdal eru um 580 nemendur. Húsnæðismál skólans eru í endurskoðun og sama er að segja um faglegt starf innan skólans. Skólinn hefur afnot af glæsilegri íþróttamiðstöð bæjarins. Allar kennslustofur á unglingastigi eru búnar samtengdum tölvum, sem verið er að tengja Internetinu. Hér er því um spennandi tæki- færi að ræða fyrir áhugasama og duglega kennara. Við bjóðum flutningsstyrk og hagstæða húsaleigu. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri, Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson í síma 456 3044. Slóð (URL): http://isafjord.ismennt.is/~krbg (Menntavefurinn á ísmennt). Frá Grunnskólum Reykjavíkur Fræðsluskrifstofa Reykjavíkurumdæmis og Skólaskrifstofa Reykjavíkur auglýsa eftirtald- ar stöður lausar til umsóknar við grunnskóla Reykjavíkur, skólaárið 1996-1997. Tvær kennarastöður við starfsnámsdeildir 9. bekkjar sem starfræktar verða í Fellaskóla og Réttarholtsskóla. Hér er um að ræða til- raunastarf til þriggja ára og er leitað eftir einum kennara í hvorn skóla í heilt starf. Kennarar þessir þurfa að hafa fjölbreytta reynslu og viðtæka faglega þekkingu til að takast á við óhefðbundið skólastarf, þar sem áhersla verður lögð á verklegt nám, fjöl- breytt starfsnám og samþættingu náms- greina. Þá er laus til umsóknar staða sérkennara við Hólabrekkuskóla. Umsóknarfrestur er til 14. júní nk. Upplýsingar eru veittar hjá skólastjórum við- komandi skóla og Fræðsluskrifstofu Reykja- víkurumdæmis, Túngötu 14. Fræðslustjóri Reykjavíkurumdæmis. SÍVAKI Rafeinda-/rafvirki Öryggisþjónustan Sívaki óskar eftir að ráða rafeinda- eða rafvirkja. Starfið feist í að setja upp og þjónusta eldvarna-, þjófavarnakerfi o.fl. Uppfylla þarf eftir farandi skilyrði: Hafa reynslu af öryggiskerfum, þjónustulund, enskukunnátta, hreint sakavottorð, geta hafið störf strax. Einnig er æskilegt að viðkomandi hafi sótt námskeið Rafiðnaðarskólans um brunavið- vörunarkerfi. Umsóknum skal skila fyrir 30. maí til af- greiðslu Mbl., merktar: „R - 4274“. Halló- hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast í 80% stöðu að- stoðardeildarstjóra á hjúkrunardeild. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga eða hjúkrunar- fræðinema á dag- og kvöldvaktir, bæði í fastar stöður og til sumarafleysinga. Ýmsar vaktir standa til boða, m.a. 16-22, 17-23 og 16-24. Möguleiki er á dagheimilisplássi. Upplýsingar veita ída Atladóttir, hjúkrunar- forstjóri, og Þórunn A. Sveinbjarnar, hjúkrun- arframkvæmdastjóri í símum 553 5262 og 568 9500. Hefurðu nægan tfma? Bjóðum heildarlausnir á bókhaldi fyrirtækja og einstaklinga með rekstur, sem hafa nóg annað við tímann að gera. Láttu okkur um fjárhagsbókhaldið, launabók- haldið, virðisaukann, skattframtöl og allar hinar skýrslurnar. Rekstrarráðgjöf og bókhaldsþjónusta Síðumúla 2 • 108 Reykjavik • sími 533 2727 • faz 533 2728 m RÍKISSKATTSTJÓRI Lögfræðingar - viðskiptafræðingar Störf viðskiptafræðinga og lögfræðinga, við eftirlit og framkvæmd þungaskatts og önnur verkefni, eru laus til umsóknar hjá embætti ríkisskattstjóra. Laun taka mið af samningum BHMR. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Guðna Jónssonar, Háteigs- vegi 7, og skal umsóknum skilað á sama stað. Umsóknarfrestur er til 9. júnf nk. Guðní Tónsson RÁDGIÖF & RÁDNINGARÞjÓNUSTA HÁTEIGSVEGI7,105 REYKJAVÍK, SÍMI5-62 13 22 FLUOLEIDIR pBF Flugvirkjar Flugleiðir óska eftir að ráða flugvirkja sem fyrst til tímabundinna starfa í viðhaldsstöð félagsins á Keflavíkurflugvelli. Nánari upplýsingar veitir Sigurður E. Gísla- son í síma 425 0143 milli kl. 13.00-15.00 virka daga fyrir 30. maí nk. Aðalbókari Traust þjónustufyrirtæki í Reykjavík óskar eftir aðalbókara. • Miklar kröfur eru gerðar til nákvæmni og hæfni viðkomandi og þarf hann að hafa mikla reynslu í bókhaldi og afstemmingum og eiga gott með mannleg samskipti. • Viðkomandi þarf að hafa góða tölvukunn- áttu og vera vanur að vinna með World- Excel og viðskiptahugbúnað eins og Fjölni. • Kröfur eru gerðar um að bókhald sé fært þannig að það sé tilbúið til endurskoðunar. • Viðkomandi þarf að hafa góð tök á enskri tungu og vera vel ritfær, enda um mikil samskipti við útlönd að ræða. • Góð laun í boði ásamt hlunnindum. Farið verður með allar umsóknir sem al- gjört trúnaðarmál. Skriflegum umsóknum með starfs- og náms- ferli og skal skilað til afgreiðslu Mbl. fyrir 4. júní, merktum: „Aðal - 575“. Laus staða Umsóknarfrestur um stöðu skattstjóra í Vestfjarðaumdæmi er framlengdur til 10. júní 1996. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi í lögfræði, hagfræði, viðskiptafræði eða hlotið löggildingu í endurskoðun. Æsilegt er að umsækjendur hafi jafnframt góða þekk- ingu á skattalögum og skattaframkvæmd. Staðan veitist frá 1. júlí 1996. Laun skattstjóra eru ákveðin af kjaranefnd samkvæmt lögum nr. 120/1992, um kjara- dóm og kjaranefnd. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist fjármálaráðu- neytinu fyrir 10. júní 1996. Fjármáiaráðuneytinu. Sjúkrahús Suðurnesja, Keflavík Ljósmóðir óskast í afeysingastarf í 1 ár frá 1. ágúst 1996. Staðan er 80-100% deildar- Ijósmóðir. Fæðingardeildin er blönduð fæð- ingar- og kvensjúkdómadeild. Fæðingar sl. ár voru 234. Áhugasamar Ijósmæður vinsamlegast hafið samband við Ernu Björnsdóttur, hjúkrunar- forstjóra, eða Sólveigu Þórðardóttir, deildar- stjóra, í síma 422 0500. Vélstjóri á frystitogara Fyrsta vélstjóra vatnar á frystitogarann Sigurbjörgu ÓF 1, frá Olafsfirði. Vélarstærð 1980 KW, Wártsilá. Skriflegar umsóknir sendist til Magnúsar Gamaiíeissonarhf., Hornbrekkuvegi 3, 625 Ólafsfirði, fax 466 2537. Frekari upplýsingar veita Svavar og Sigurgeir í síma 466 2337. Með allar umsóknir verður farið sem trúnað- armál og öllum verður svarað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.