Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN WWAUGL YSINGAR Kaffiunnendur Ef þig prýðir stundvísi, þjónustulund og áhugi á góðu kaffi og tei, þá athugaðu að KAFFITÁR er að leita að starfsfólki: a) í hálft starf, fyrir hádegi, við bókhald, lau- naútreikninga, VSK og tollskýrslugerð í kaffibrennslunni í Njarðvík. b) í afleysinga við afgreiðslu í kaffiverslun - expressóbar okkar í Kringlunni. Allar upplýsingar veitir Aðalheiður í síma 421 2700. Handskrifaðar umsóknir sendist fyrir 1. júní til skrifstofu KAFFITÁRS, Holtsgötu 52, 260 Njarðvík. Staða skrifstofustjóra Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra auglýsir lausa til umsóknar stöðu skrifstofu- stjóra. Umsækjendur þurfa að hafa lokið prófi í lög- fræði, hagfræði eða viðskiptafræði eða séu löggiltir endurskoðendur. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun, reynslu og fyrri störf, óskast sendar skatt- stjóra Norðurlandsumdæmis eystra, Hafnar- stræti 95, 600 Akureyri. Umsóknarfrestur er til 21. júní nk. Launakjör eru samkvæmt launakjörum opin- berra starfsmanna. Nánari upplýsingar veitir skattstjóri í síma 461 2400. Skattstjóri Norðurlandsumdæmis eystra. Móttökuritari Starfsmaður óskast til afleysinga við mót- töku og ritarastörf á lækningastofu í sumar. Þeir, sem hafa áhuga, vinsamlega sendi skrif- legar upplýsingar fyrir 30. maí til afgreiðslu Mbl., merktar: „Reyklaus vinnustaður - 1032“. Skrifstofu- og fjármálastjóri KASK, Höfn Hornafirði óskar eftir að ráða skrifstofu- og fjármálastjóra til starfa. Starfssvið: 1. Yfirumsjón skrifstofuhalds og fjármála. 2. Áætlanagerð, rekstraruppgjör og arð- semisútreikningar. 3. Mótun á nýju upplýsinga- og bókhalds- kerfi „Fjölnir". 4. Staðgengill kaupfélagsstjóra og þátttaka í framkvæmdastjórn og stefnumótun. Við leitum að viðskiptafræðingi eða manni með sambærilega menntun. Reynsla af sam- bærilegum störfum æskileg. Haldgóð tölvu- kunnátta nauðsynleg. Viðkomandi þarf að vera nákvæmur í vinnubrögðum, samvisku- samur, vinnusamur og tilbúinn að leggja sig fram. Sömuleiðis er krafist reglusemi og áreiðanleika. Starfið er laust frá og með 1. júlí nk. eða samkvæmt nánara samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar „KASK 253“, fyrir 4. júní nk. Hagvangurhf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 581 3666 Róöningarþjónusta Rekstrarróögjöf Skoöanakannanir Matreiðslumaður Vantar vanan matreiðslumann í tvo mánuði, frá 15. júní, á veitingastað úti á landi. Góð laun fyrir góðan mann. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merkt- ar: „Matreiðsla - 4273“, fyrir 1. júní. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Rafmagnsverkfræðingar - tæknifræðingar og rafeindavirkjar Kennara vantar í rafiðngreinum. Umsóknir berist skrifstofu skólameistara fyrir 10. júní. Sérkennslufulltrúi Umsóknarfrestur um stöðu sérkennslufull- trúa á Skólamálaskrifstofu Reykjanesbæjar er framlengdur til 3. júní nk. Upplýsingar veitir Eiríkur Hermannsson, skólamálastjóri, í síma 421 6200. Atvinnutækifæri erlendis Vegna aukinna verkefna í Þýskalandi óskum við eftir að ráða smiði. Þýsku- eða enskukunnátta æskileg. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merkt- ar: „Traustir - 4309“, fyrir 30. maí. HÍtGG Z/ÐHAW Sjúkraliði óskast til sumarafleysinga við heimahjúkrun á heilsugæslustöðinni á Seltjarnarnesi. Um er að ræða 50-70% stöðu mánuðina júlí og ágúst. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af vinnu við heimahjúkrun og hafi bíl til umráða. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 561 2070 milli kl. 11 og 12 f.h. Mosfellsbær Leikskólinn Reykjakot óskar eftir leikskólakennurum til starfa. Einnig kemur til greina að ráða starfskraft með aðra uppeldismenntun eða góða starfs- reynslu í leikskóla. Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 566 8606. Leikskólinn Hlfð óskar eftir leikskólakennurum til starfa næsta vetur. Til greina kemur að ráða fólk með aðra uppeldismenntun og reynslu. Einn- ig vantar matráðskonu/mann í eldhús leik- skólans. Stöðurnar eru lausar frá 12. ágúst eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 566 7375. Vélstjóri með full réttindi óskast á rækjufrystiskip á Flæmingjagrunni. Upplýsingar í síma 466 1994 milli kl. 17 og 19. Hafnarfjörður Leikskólinn Hörðuvellir óskar að ráða leikskóla- kennara til starfa með 2-4 ára börnum. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 555 0721. Kennarar Steinsstaðaskóla í Skagafirði vantar kennara í almenna kennslu og sérkennslu. Gott og ódýrt húsnæði á staðnum. Flutningsstyrkur. Umsóknarfrestur til 4. júní. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í símum 453 8025, 453 8033 og 853 6402. iHVOLSVÖLLUR Leikskólakennarar! Leikskólakennara vantar í Leikskólann Örk, Hvolsvelli. Starfið er laust frá 1. september 1996. Upplýsingar gefur leikskólastjóri Bergljót Hermundsdóttir í síma 487 8223. Sveitarstjóri. Baader-menn Baader-mann vantar á saltfisktogara í sumar og haust 0‘úlí—október). Hugsanlegt er að útgerð kosti námskeið í meðferð flatningsvéla fyrir viðkomandi. Upplýsingar gefur Darri í síma 481 3400. Vinnslustöðin hf., Hafnargötu 2, 900 Vestmannaeyjum. Dalshrauni 13, Hafnarfirði Hársnyrtifólk óskast í sumarafleysingar. Upplýsingar í síma 555 0507. Organisti Óskum eftir að ráða organista til starfa á ísafirði frá og með 1. ágúst. Um er að raeða fullt starf við orgelleik og kórstjórn í ísafjarðarkirkju og Hnífsdals- kapellu. Kirkjan á ísafirði er nýbyggð og með áföstu safnaðarheimili. í kirkjunni er 22 radda orgel frá P. Bruhn. Allar nánari upplýsingar veitir sóknarprestur í síma 456 3171. Umsóknir skulu sendar ísafjarðarkirkju, póst- hólf 56, 400 ísafirði, fyrir 1. júní nk. ísafjarðarkirkja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.