Morgunblaðið - 26.05.1996, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 26.05.1996, Qupperneq 22
22 B SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AUGL YSINGAR Umboðsmaður Umboðsmaður óskast á Fáskrúðsfjörð. Upplýsingar í síma 569 1113. Verslunarstjóri Verksmiðjuverslun Foldu hf., Akureyri Óskum eftir að ráða röskan starfskraft til starfa í verslun okkar á Gleráreyrum sem fyrst. Um er að ræða fullt starf yfir sumarið en 70% starf frá september til júní. í starfinu felst dagleg umsjón með verslun innkaupum o.fl. Við leitum að starfskrafti sem hefur ánægju af verslunarstörfum og talar a.m.k. ensku, fleiri mál t.d. þýska og skandinavíska væri kostur. Upplýsingar veitir Árni í síma 462 1495. Umsóknir óskast fyrir 1. júní. pósthólf 100, 602 Akureyri. Framhaldsskóla- kennarar Við Verkmenntaskóla Austurlands eru lausar stöður í eftirfarandi kennslugreinum: Dönsku, ensku, hjúkrunarfræði, íþróttum, málmiðngreinum, rafiðngreinum, raungrein- um, sálfræði, stærðfræði, sögu, tréiðngrein- um, tölvufræði og þýsku. Ennfremur eru lausar við skólann stöður áfangastjóra, námsráðgjafa og sérkennara. Umsóknarfrestur er til 28. júní. Allar nánari upplýsingar gefur skólameistari í síma 477 1620. Skólameistari. Hárgreiðslufagfólk Óska eftir að ráða hárgreiðslusvein eða -meistara, 2-3 daga í viku, eftir hádegi til 1. september. Staðsetning: Hafnarfjörður. Upplýsingar í síma 565 4996. „Au pair“ - London íslensk fjölskylda í London óskar eftir að ráða reyklausa „au pair“ eldri en 18 ára í eitt ár frá miðjum júní. Bílpróf og einhver enskukunnátta æskileg. Uppl. í síma 44-181-343-3595 fyrir 1. júní. Dagskrárstjóri Krýsuvíkursamtökin óska eftir að ráða dag- skrárstjóra að Vist- og meðferðarheimilinu í Krýsuvíkurskóla. Við leitum að konu eða karli sem hefur há- skólamenntun á sviði félagsvísinda og reynslu af endurhæfingu/kennslu/þroska- og iðjuþjálfun með sérstaka áherslu á skipu- lags- og stjórnunarhæfileika. Viðkomandi mun starfa með stjórn skóíans, lækni og forstöðumanni að stjórnun og þró- un endurhæfingar, er byggist á meðferð, námi og vinnu. Við bjóðum upp á góða starfsaðstöðu og laun í samræmi við reynslu, menntun og árangur! Umsóknum skal skilað til afgreiðslu Mbl., merktum: „K - 15201". Sölustjóri Krefjandi, áhugavert og skemmtilegt starf í boði í faglegu, nýtísku starfsumhverfi. Starfið felst í sölustjórnun á fasteignasölu í örum vexti. Þeir eiginleikar sem við leitum eftir eru sjálfstæði, ábyrgð, frumkvæði, skipulagni og þjónustulund. í boði eru góð laun fyrir réttan aðila. Starfið er laust. Áhugasamir sendi umsóknir, með mynd, til afgreiðslu Mbl. merktar: „S - 574“ fyrir 1. júní. Heiðarskóli Leirársveit Okkur vantar kennara til eftirtalinna starfa: Kennsla í 1. bekk (80% starf), í 3. og 4. bekk (80%), enska, danska, stærðfræði, samfélagsfræði í 8.-10. bekk, íþróttir (100%), heimilisfræði (40%), hannyrðir (40%), smíði (40%), tónmennt (20%) og bókasafn (30%). Umsóknarfrestur framlengist til 7. júní. Nánari upplýsingar veitir Birgir í síma 433 8920 og 433 8884. Skólinn er einsetinn grunnskóli, samfelld stundaskrá, mötuneyti og býður upp á góða kennsluaðstöðu. í skólanum eru 110 nemendur í 8 bekkjar- deildum. Lág húsaleiga. Viö erum í 19 km fjarlægð frá Akranesi. Skólanefnd. FJÖLBRAUTASKÚUNN BREIÐHOLTI Kennara vantar á listasvið skólans (módelteikning og mynd- bygging). Um er að ræða 1/i starf. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans í síma 557 5600 á skrifstofutíma. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist skólameistara fyrir 21. júní nk. Skólameistari. Ritari Ritari óskast í hálft starf við hverfaskrifstofu fjölskyldudeildar Félagsmálastofnunar á Suðurlandsbraut 32. Daglegur vinnutími er eftir hádegi. Viðkomandi þarf að hafa tölvu- kunnáttu og starfsreynsla á þessu sviði er æskileg. Nánari upplýsingar gefur Bjarney Kristjáns- dóttir, forstöðumaður, í síma 588 3040. Umsóknarfrestur er til 1. júní nk. Umsóknum skal skila til forstöðumanns á Suðurlandsbraut 32 á sérstökum eyðublöð- um, sem liggja frammi á hverfaskrifstofunni og á aðalskrifstofu Félagsmálastofnunar í Síðumúla 39. Pizza 67 í Kaupmannahöfn Vegna fyrirhugaðra opnunar á Pizza 67 veit- ingahúsi í Kaupmannahöfn eru eftirtaldar stöður lausar til umsóknar: • Veitingastjóri. • Starfsfólk í eldhús. • Starfsfólk í veitingasal. Nánari upplýsingar eru veittar á öllum veitingastöðum Pizza 67. Kennarar Kennara vantar við Kirkjubæjarskóla á Síðu tímabilið 1. sept. - 1. mars nk. Helstu kennslugreinar fslenska og samfélagsfræði. Einnig vantar skólann kennara í handmennt. Skólinn býður góðan aðbúnað til starfa, þar er unnið metnaðarfullt starf, samfélagið er jákvætt og nemendur agaðir. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri, Hanna Hjartardóttir, í síma 487 4633 eða 487 4635 (hs). Hrútafjörður Skólabúðirnar að Reykjum og Barnaskóli Staðarhrepps; auglýsa eftirfarandi stöður lausartil umsóknar: Við Skólabúðirnarer laus staða íþróttakennara. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 451 0001 heima eða 451-0000. Við Barnaskóla Staðarhrepps er laus 11/2 staða kennara. Um er að ræða kennslu í 1.-7. bekk og er þeim skipt í tvær deildir, eldri og yngri. Eru 10-12 nemendur í hvorri deild. Um er að ræða bæði almenna kennslu og kennslu í verkgreinum. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 451 0030 heima, eða 451 0025. Rafvirkjar Orkuveita Húsavíkur óskar eftir að ráða raf- virkja til starfa. Starfið fest í rekstri rafdreifikerfis Orkuveit- unnar á Húsavík, þ.m.t. vinna við háspennu- búnað, spenna, jarðstrengi, heimtaugar, götulýsingu og gæðahandbækur. Hæfniskröfur eru: Rafvirkjameistari eða raf- magnsiðnfræðingur með reynslu af vinnu við rafdreifikerfi. Reynsla af háspennuvinnu er æskileg. Umsóknarfrestur er til og með 15. júní. Nánari upplýsingar veitir bæjarverkfræðing- ur í síma 464 1222. AKUREYRARBÆR Amtsbókasafnið á Akureyri Staða amtsbókavarðar (forstöðumanns) Amtsbókasafnsins á Akureyri, er laus til umsóknar. Umsækjendur þurfa að hafa menntun í bóka- safnsfræði eða hliðstæða menntun og reynslu af stjórnunarstörfum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launa- nefndar sveitarfélaga og STAK. Upplýsingar um starfið veita amtsbókavörð- ur í síma 462 4141, skrifstofa menningar- mála í síma 460 1461 og starfsmannastjóri í síma 462 1000. Umsóknarfrestur er til 8. júní nk. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9. Starfsmannastjóri. Fjármálastjóri - aðstoðar- framkvæmdastjóri Skrifstofumaður óskast í fyrirtæki á Vestur- landi. Þarf að geta unnið sjálfstætt. Húsnæði fyrir hendi. Skriflegar umsóknir, með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störí, sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 1. júní, merktar: „F - 16185“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.