Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 30
30 B SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ HVER svosem uppgötv- aði Sumarmyndir hitti naglann á höfuðið. Það er eitthvert best heppnaða markaðsá- tak sem fundið hefur verið upp í Hollywood, kannski að frátöldum Óskarnum. Sumarmynd- ir eru flugmóðurskip stóru kvik- myndaveranna og kosta jafnmikið í framleiðslu. Þær eru júmbómynd- irnar sem lenda um allan heim og næra heimsbyggðina á sama af- þreyingarefninu frá Tókýó til Timbuktú og frá íslandi til Ástral- íu. Sumarmyndir eru græna doll- aramerkið í augum Hollywoodmóg- úlanna. Sumarið er tími skemmtimynd- anna og allt getur gerst og gerist í ævintýraheimi þeirra. Fólk streymir í frí og hvílir sig á amstri hversdagsins og Hollywood gerir sitt besta svo sumarmyndir megi verða besta leið þess á veruleika- flóttanum. í bíó geturðu falið þig með Arnold Schwarzenegger og fylgst með honum þurrka út óvinina í „Eraser" eða þú getur horft á gereyðingu mannkyns úr öruggri fjarlægð þegar geimverur ráðast á jörðina í „Independence Day“ og flúið í skjól undan fellibyl sem has- arleikstjórinn Jan De Bont myndar í „Twister". Sumarmyndimar 1996 líta nokkuð vel út sem ýmist stór- slysamyndir eða spennutryllar. Við höfum fengið sýnishornin úr þeim í kvikmyndahúsunum. Það vekur athygli að í ár er varla framhalds- mynd að finna í öllum sumarmynda- pakkanum, sem gerir hann enn kræsilegri en hann hefur verið mörg undangengin ár. Það sýnir sig að þegar Hollywood hættir að hugsa um þessar eilífu endurtekn- ingar verða til spennandi bíómyndir þar á bæ. Hér er stutt yfirlit yfir Holly- woodmyndirnar sem sýndar verða á íslandi í sumar, um hvað þær flalla, hveijir leikstýra þeim og hveijir leika í þeim, hvenær þær koma og hvar þær verða sýndar. Sýningartíminn sem nefndur er með myndunum er áætlun sem getur tekið breytingum. Sumarmynda- tíminn hefst nokkru fyrr í ár en oft áður og ættu menn sérstaklega að taka frá bíótíma í ágúst því þá koma stórmyndimar í kippum. Þjóðhátíðardagurinn Geimvísindatryllinum „Independ- ence Day“ eða Þjóðhátíðardeginum er spáð góðu gengi í miðasölunni í sumar. Hún verður frumsýnd í Bandaríkjunum um þjóðhátíðar- helgina, þann 3. júlí, og kemur hingað i Regnbogann (og að líkind- um víðar þótt ekki sé ákveðið hvert) seinnipartinn í ágúst. Leikstjóri er Roland Emmerich en myndin er lauslega byggð á sögu H.G. Wells, Innrásinni frá Mars, og segir frá því þegar risastór geimskipafloti umkringir jörðina og tekur að leggja heimsbyggðina í eyði. Aug- lýsingamennskan í kringum mynd- ina er gríðarleg enda hefur toppun- um hjá Fox kvikmyndaverinu litist vel á hana frá því þeir keyptu hand- rítið af Emmerich og félaga hans, Dean Devlin, og hröðuðu framleiðsl- unni til að ná að frumsýna myndina í sumar. Emmerich er þýskur að uppruna og hefur ekki gert tutlu af viti allan sinn leikstjórnarferil en komst næst því að gera góða mynd með Stjörnuhliði (áður hafði hann klambrað saman „Universal Soldiers" með Dolph Lundgren og Jean Claude van Damme). Ef geim- vísindatryllirinn hans er eins góður og sýnishomið, sem sýnt hefur ver- ið undanfarnar vikur, verður hann eftirsóttasti leikstjórinn í Hollywood síðan Steven Spielberg gerði Okind- ina. Á það ber hins vegar að líta að geimvísindamyndir hafa hingað til ekki slegið nein aðsóknarmet að undanskildum Stjömustríðsbálkin- um, sem var af talsvert öðrum toga því hann var fyrir alla ijölskylduna. En Þjóðhátíðardagurinn sameinar stórslysamyndir og geimhrollvekjur Enn ein sendiför; Cruise: Impossible' Stóru sumarmyndimar frá Hollywood koma brátt í kvikmyndahúsin og kennir þar margra grasa. Sumarmyndahetjur eins og Schwarz- enegger og Jim Carrey bregða á leik, hvirfil- bylur geisar og innrás verður gerð á jörð- ina. Amaldur Indriðason kynnti sér skemmtimyndimar sem í boði verða í kvik- myndahúsunum í sumar. og það er blanda sem fellur í kram- ið. Bendir allt til þess að myndin slái rækilega i gegn og sigli eins og óvinageimfar í efstu sætin. Fellibylurinn Rithöfundurinn Michael Crichton er ástríðufullur sumarmyndamaður (Júragarðurinn, Kongó) og skrifaði í félagi við eiginkonu sína handrit spennutryllisins „Twister“, sem frumsýnd verður í Háskólabíói og Sambióunum þann 19. júlí. Eins og í öðrum Crichtonmyndum er áhersl- an fremur á tæknibrellur og áhættuatriði en stórstjörnur og seg- ir myndin af heljarinnar fellibyl er brýtur sér leið í gegnum miðríki Bandaríkjanna en Bill Paxton og Helen Hunt leika náttúruvísinda- Óþolandi gestur; Carrey í „Cable Guy“. menn sem fylgjast með ferðum hans. Hollenski leikstjórinn Jan De Bont, sem áður gerði „Speed“, stýr- ir fellibylnum og reynir eflaust að halda honum á yfír 80 kílómetra hraða á klukkustund. Steven Spiel- berg er einn af framleiðendum myndarinnar og tryggir að allt það nýjasta og besta sem tæknibrellurn- ar hafa að bjóða fái notið sín en Flóttinn mikli; Russell í Flóttanum frá Los Angeles. sýnishornið lofar mjög góðu. Með De Bont undir stýri stefndi „Twist- er“ í að verða hinn svokallaði óvænti smellur sumarins og það rættist. Fyrstu sýningarhelgina græddi hún rúma 40 milljónir dollara. Schwarzenegger Ókrýndur konungur sumarmynd- anna heitir Arnold Schwarzenegger eins og kunnugt er og toppspennu- hasarmyndin hans þetta sumar er „Eraser“, sem frumsýnd verður í Sambíóunum seinnipartinn í ágúst. Síðasta sumarmynd Schwarzen- eggers var Sannar lygar og honum brást ekki bogalistin undir stjórn James Camerons. Leikstjóri Grím- unnar, Chuck Russell, stýrir honum í „Eraser“ sem fjallar um lögreglu- foringja er lendir í vondum málum þegar hann tekur þátt í vitnavernd FBI. Allir búast við miklu af sumar- myndakónginum og hann er ekki farinn að sýna nein þreytumerki ennþá, ber höfuð og herðar yfir kappa eins og Sly Stallone svo ekki sé minnst á van Damme. „Eraser“ er mynd sem treystir á stórstjörn- una og tæknibrellurnar og það eru allar líkur á að kóngurinn blandi sér enn sem fyrr í efstu sæti met- sölulistans. Það er líka eins gott. Myndin kostaði á endanum 100 milljónir dollara og er dýrasta sum- armyndin í ár. Tom Cruise Önnur hasarmynd blandar saman tæknibrellum og stórstjörnum en það er „Mission: Impossible" með Tom Cruise undir leikstjórn Brians De Palma. Hún verður frumsýnd í Sambíóunum og Háskólabíói þann 2. ágúst og er gerð eftir samnefnd- um spennumyndaþáttum ameríska sjónvarpsins, sem kannski eru frægastir fyrir stef sitt. De Palma gerði áður Hina vammlausu uppúr öðrum frægum sjónvarpsþáttum og tókst frábærlega vel upp og búast má við miklum hasar og sprenging- um en passað hefur verið uppá að ekki leki út um hvað spennan snýst. Með önnur hlutverk fara franska leikkonan Emmanuelle Béart, Jon Voight, sem gengur nú í endurnýjun lífdaga á hvíta tjaldinu, Emilio Estevez, Ving Rhames og Kristin Scott-Thomas. Cruise er einhver öruggasta tekjulind kvikmynda- borgarinnar og tryggði m.a. „The Firm“ góða aðsókn þótt myndin sjálf væri slöpp. Og ef De Palma á góðan dag standast honum fáir snúning. Jim Carrey Enn ein sumarstjarnan er Jim Carrey. Nýjasta gamanmynd hans, „Cable Guy“, verður frumsýnd i Stjörnubíói og Sambíóunum annað hvort 5. eða 12. júlí. Mótleikarar hans eru Matthew Broderick og Leslie Mann en Carrey leikur mann sem sér um kapaltengingar í sjón- vörp og gerist ansi þaulsetinn hvar sem hann kemur. Ben Stiller („Real- ity Bites") leikstýrir og mun stefnan sú að draga úr fíflalátunum sem einkennt hafa Ace Ventura myndir leikarans. Carrey hefur sem kunn- ugt er flogið á toppinn á ótrúlega stuttum tíma og orðið launahæsti og eftirsóttasti gamanleikarinn í Hollywood. Menn bíða í eftirvænt- ingu þess að mynd með honum skelli en það gerist bara ekki. Eða hvað? Kletturinn Kletturinn („The Rock“), sem sýnd verður í Sambíóunum í júlí, er spennutryllir með Sean Connery. Framleiðendur eru Don Simpson (sem er nýlátinn langt um aldur fram) og Jerry Bruckheimer sem stóðu að baki einu alvöru spennu- myndarinnar í fyrra, Ógnum í und- irdjúpunum eða „Crimson Tide“. Nicholas Cage leikur á móti Conn- ery í myndinni. Hún segir af sam- starfi vopnasérfræðings og eina mannsins sem sloppið hefur frá Alcatraz en þeir eru sendir til gömlu fangaeyjarinnar að fást við hryðju-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.