Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 31
H MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAI 1996 B 31 TÖLVUTEIKNUÐ drekamynd; Quaid og drekinn í „Dragonheart". STÓRAR hetjur, stórar byssur; Schwarzenegger í „Eraser". sýnd verður í Sambíóunum í sept- ember, var fyrsta og að sumra mati besta bókin hans og honum var umhugað um að kvikmynda- gerðin heppnaðist vel svo hann valdi persónulega leikara og leikstjóra myndarinnar. Joel Schumacher varð fyrir valinu sem leikstjóri og Grisham valdi ungan og óþekktan leikara í aðalhlutverkið, Matthew McConaughey. Hann fer með hlut- verk ungs lögfræðings sem, ásamt Söndru Bullock, tekur að sér mál svertingja í smábæ en sá er ákærð- ur fyrir morðið á nauðgara dóttur sinnar. Samuel L. Jackson leikur sakborninginn. Grisham-myndirnar hafa yfirleitt verið síðri bókunum að Skjólstæðingnum frátöldum en Schumacher er traustur fagmaður og leikaraliðið gott. Fatafellan Demi Moore fækkar fötum í „Striptease", fyrstu bíómyndinni sem gerð er eftir gamanspennusög- um Miamirithöfundarins Carl Hia- asens. Hún verður sýnd í Regnbog- anum í lok september og segir frá einstæðri móður sem tekur að sér fatafellustörf til að borga lögfræði- kostnað í forræðisdeilu. Leikstjór- inn Andrew Bergman gerir frum- legri gamanmyndir í Hollywood en gengur og gerist („Honeymoon in Vegas") og Hiaasen skrifar skemmtilegri glæpasögur en aðrír. Ef þessir tveir ná saman getur út- koman orðið glæsilegt skop. Aðrir leikarar eru Armand Assante, Ving Rhames og Burt Reynolds, gler- sköllóttur. Menn spá í hvort „Strip- tease" geri það sama fyrir hann og Reyfari gerði fyrir John Travolta. Burt Reynoldsmyndir aftur í tísku? Erfitt. Flóttinn frá L.A. Eina stóra framhaidsmyndin í sumar verður Flóttinn frá Los Ang- eles með Kurt Russell, sem að lík- indum verður sýnd í Laugarásbíói í endaðan september. Hún er fram- hald Flóttans frá New York sem John Carpenter gerði fyrir réttum 15 árum. Síðan hefur Carpenter ekki átt sjö dagana sæla en ætlar sér stóra hluti með Flóttanum. Myndin er framtíðartryllir sem ger- ist árið 2013. Heljarinnar jarð- skjálfti hefur riðið yfir Los Angeles og ekki aðeins lagt borgina í rúst heldur gert eyju úr borgarstæðinu. Þar ríkir skálmöld hin mesta og þarf Snake Plissken (eineygður Russell) enn að taka á honum stóra sínum ef hann á að komast af. Með önnur hlutverk fara Stacy Keach, Steve Buscemi, Peter Fonda og síð- ast en ekki síst Cliff Robertson. Og fleiri og fleiri... Aðrar myndir, sem sýndar verða í sumar eru m.a. „Spy Hard" með Leslie Nielsen, „Nick of Time" með Johnny Depp, „Cutthroat Island" eftir Renny Harlin, „City Hall" með Al Pacino, „Screamers" með Peter Weller, „Girl 6" eftir Spike Lee, „The Great White Hope" með Samuel L. Jackson,„The Truth Abo- ut Cats and Dogs" með Uma Thur- man, „Flipper" með Paul Hogan, „Diabolique" með Sharon Stone, „Down Periscope" með Kelsey Grammer, Disneyteiknimyndin um Goofy, „Primal Fear" með Richard Gere, „Up Close and Personal" með Michelle Pfeiffer og Robert Redford og „The Nutty Professor" með' Eddie Murphy. Fylgstu með í Kaupmannahöfn MorgunblaMb fæst á Kastrup tlugvclli og Kátihúst orginu -kjarni niálsins! Fellibylur; Paxton og Helen Hunt í „Twister". i verkamann, sem er þar að bauka með efnavopn. Connery og Cage mynda athyglisverðan dúett (Ed Harris er einnig í myndinni) og nýlegar myndir Simpson/Bruck- heimers hafa verið taugastrekkj- andi. Leikstjóri er Michael Bay, sem síðast gerði „Bad Boys". Drekahjarta Connery er í annarri sumarmynd og talsvert ólíkri. Hann kemur ekki fram í henni í eigin persónu heldur talar fyrir tölvuteiknaðan, eldspú- andi dreka, sem er besti vinur ridd- arans Dennis Quaids. Myndin heitir Drekahjarta eða „Dragonheart" og verður sýnd í september í Háskóla- bíói. Leikstjóri er Rob Coen en tök- um lauk fyrir tveimur árum og hefur tíminn síðan farið í tölvu- vinnslu vegna drekans. Gerist sag- an á elleftu öld og sameinast riddar- inn og drekinn gegn ógnvaldinum David Thewlis en Pete Postlethwa- ite fer einnig með hlutverk í mynd- inni. Hér fær maður þjóðsöguna um Artúr kóng og Júragarðinn í sömu myndinni og ætti ekki að leiðast. Fjölfaldaður í „Multiplicity" eða Fjölföldun, sem sýnd verður í Stjörnubíói um mánaðamótin ágúst, september, leikur Michael Keaton mann sem hefur svo mikið að gera að hann býr til annað eintak af sjálfum sér með einræktun. Allt að fjórir Keat- onar leika á móti hverjum öðrum í sama atriðinu og eru slíkir galdrar hannaðir með hjálp tölvutækninnar, hvað annað? Leikstjóri er Harold Ramis sem segir að Keaton hafi haft einstaklega gaman af því að leika á móti sjálfum sér; „það var eins og hann væri að leika á móti uppáhalds leikaranum sínum". Andie MacDowell leikur á móti Keatonunum. Nú þegar Keaton hefur misst Batmanrulluna ætlar hann að hefna sín margfaldlega. Dauðasök Ólíkt Michael Crichton skrifar bandaríski metsöluhöfundurinn John Grisham ekki með tæknibrell- ur í huga heldur lagakróka. „A Time to Kill" eða Dauðasök, sem Verðstgr. Þvottavél Lavamat 9205 Vinduhraoi 700/1000 + áfanga -vindingu,tekur 5 kg., 1 sér hitavalrofi, sérstök ullarforskrift, orku -sparnaðar forskrift, UKS kerfi (jafnar tau í tromlu f/rir vindingu) sér hnappur fyrir viðbótar- skolun, orku: notkun 2,0 kwst • ¦ r. ábm& á iillum a lengsta kem jy?(j ÞVOTTAVÉLUM BRÆÐURNIR ao^issoíí Lágmúla 8 • Sími 553 8820 Kæliskápur, KS.7231 Nettólítrar, kælir: 302 I, orkunotkun 0,6 kwst á 24 tímum hæo 155 sm breidd 60 sm dýpt 60 sm Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirötnga, Borgamesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrímsson, Grundarflrði. Ásubúð.BúöardalVestflrölr: Geirseyrarbúöin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvfk.Straumur.lsafiröi. Norðurland: Kf. Steingrímsfjaröar.Hólmavfk. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkrókl. KEA bygglngavðrur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvik. KEA, Siglufiröl Kf. Þingeyinga, Húsavík.Urö, Raufarhðfn. Austurland: Svelnn Guðmundsson, Egilsstööum. Kf. Vopnfirðinga, Vopnaflrði. Stál, Seyðisfirði. Verslunin Vfk, Neskaupsstaö. Kf. Fáskrúðsfirðlnga, Fáskrúðsfiröi. KASK, Höfn. Suðurland: Mosfell. Heliu. Árvlrkinn, Selfossí. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Kirk)ubaejarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavik. Rafborg, Grindavfk, E w <o o -Q E z>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.