Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 1
Lægsta verð á bílaleigubílum hverff sem ferðinni er heiffio Hringdu i okkur og f óðu sendcm sumarbœldinainn s: SS8 35 35 Þrír starfsmenn Hafrannsóknar- stofnunar hjóluðu Kjalaveg sér til skemmtunar og heilsubótar. HJOLAÐ YFIR KJOL CLERVAUX Pltr0msMisitóKlljan3 SUNNUDAGUR 26. MAI1996 BLAÐ C Danmörk Ódýrir bflaleigubílar fyrir íslendinga Tveggja vikna gjald: Opel Corsa, dkr. 2.995 Opel Astra, dkr. 3.590 Opel Astra st., dkr. 3.990 Opel Vectra, dkr. 4.390 Innif. ótakm. akstur og tryggingar, Fáið nánari verðtilboð. Nýkominn sumarhúsalisti sendist ókeypis fjölbreytt úrval sumarhúsa um alia Danmörk., Intemational Car Rental ApS. Uppl. á íslandi síml 456-3745. Flestir sðlarlandafarþegar leggja leið sína til Benidorm á Spóni Rúm 26 þúsund sæti í boði í sólina með leiguf lugi TALSMONNUM ferðaskrifstofa, sem selja hópferðir til sólarlanda, ber saman um að fjöldi farþega verði mun meiri næstu fjóra mánuði en í fyrra. Ástæðuna telja þeir hag- kvæmara verð og góða reynslu land- ans af þeim stöðum, sem boðið er upp á. Spánarferðir eru vinsælastar og fara langflestir til Benidorm. Aðrir helstu áfangastaðir íslenskra ferðaskrifstofa í beinu leiguflugi eru Mallorca, Costa del Sol og Costa Brava á Spáni og Algarve í Portúgal. ^Samvinnuferðir/Landsýn. Sætaframboð Samvinnuferða/Land- sýnar til Benidorm og Mallorca er samtals 8.700 sæti, sem er nánast tvöfalt meira en í fyrra. Helgi Jó- hannsson, framkvæmdastjóri, segir að þegar sé búið að bóka 90% og því uppbókað í margar ferðir. „Við erum með þrisvar sinnum fleiri far- þega til Benidorm en Mallorca, sem helgast að nokkru leyti af því að framboð á gistirými er ekki nægjan- legt á Mallorca. Fólk virðist taka hópferðir fram yfír ferðir á eigin vegum vegna þess að þannig ferða- máti er mun ódýrari," segir Helgi, sem jafnframt býst við að um 1300 manns dvelji í sumarhúsum í Hol- landi og Bretlandi á vegum ferða- skrifstofunnar. ? Heimsferdir. Andri Már Ingólfs- son, framkvæmdastjóri Heimsferða, segir að búið sé að bóka um 2.200 sæti af 3.600 til Benidorm og Costa del Sol. „Þetta er um 30% aukning miðað við sama tíma í fyrra. Til Costa del Sol er uppselt í júní, örfá sæti laus til Benidorm í lok mánaðarins og uppselt í einstaka ferðir í júlí og ágúst til beggja staðanna. Ennfrem- ur eru 400 manns búnir að bóka far til Cancun í Mexíkó." ?Úrval/Útsýn. „Við bjððum upp á 3.000 sæti til Mallorca og 4.000 til Algarve í Portúgal. Þegar er búið að bóka 80% sætanna til beggja staðanna og ég á ekki von á öðru en að sætanýting fari yfir 90%," segir Hörður Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri, sem segir sætafram- boð og bókanir 20% meiri en í fyrra. ? Ferðaskrifstofa Reykjavíkur. Að sögn Helga Daníelssonar hjá Ferðaskrifstofu Reykjavíkur er sætaframboð svipað og í fyrra en bókanir ívið fleiri. „Ég geri ráð fyrir að um 1.200 manns fari á okkar vegum til Benidorm og um 300 til Costa Brava. íslendingar virðast vilja fara á sama staðinn aftur og aftur ef þeim líkar vel," segir Helgi. ? Ratvís. „Við erum með næstum fullbókað í fyrstu tvær ferðirnar til Algarve í Portúgal í júní og þeg- ar er búið að bóka miícið í júlí og ágúst. Við bjóðum 2.880 sæti og mér virðist eftispurnin slík að þau verði nánast fullbókuð," segir Þor- grímur Þorgrímsson. ?Plúsferölr. Sætaframboð Plús- ferða til Mallorca og Algarve er 1.300 sæti á hvorn stað. Að sögn Laufeyjar Jóhannsdóttur, fram- kvæmdastjóra, er búið að bóka um 75% og þar af uppselt í júní og júlí. Hún segir ennfremur að um 1.800 íslendingar verði á vegum ferða- skrifstofunnar í Billund á Jótlandi í sumar. Morgunblaðið/vþj Á Benidorm. Samkvæmt framangreindu sækja allmargir íslendingar í sólina í sum- ar og þá eru ótaldir þeir sem fara á eigin vegum, t.d. til Flórída eða Barcelona. Að sögn Dóru Magnús- dóttur, deildarstjóra í upplýsinga- deild Flugleiða, er mikil ásókn í flug til Barcelona og hafí margir farþeg- ar í hyggju að sameina þannig borg- arferð og sólarferð. ¦ ÍSÁTTVIÐ UMHVERFIÐ ?FERÐAÞJÓNUSTA í sátt við umhverfið er yfirskrift ráð- stefnu sem umhverfisráðuneytið og Ferðamálasamtök íslands standa fyrir í sal 3 í Háskólabíói miðvikudaginn 29. maí. Fjallað verður um tengsl um- hverfismála og ferðaþjónustu og verða stjórnarformaður og aðal- framkvæmdastjóri skosku umhverfisverndarsamtakanna Scottish Natural Heritage sér- stakir gestir. Sá fyrrnefndi er íslandsvinurinn Magnús Magn- ússon, sem flytur erindið Ber er hverað baki, sem fjailar m.a. um hvernig Skotar og íslending- ar geti unnið saman að fram- gangi ferðaþjónustu og bættri umhverfisvernd. Aðalframkvæmdastjórinn, Roger Crofts, fjallar um svokall- aða jákvæða stjóruun ferða- manna og lýsir hvernig skosku umhverfisverndarsamtökin hafa með samvinnu við ýmis félög og stofnanir fengið iniklu áorkað. Guðmundur Bjarnason, umhverfisráðherra, áyarpar ráðstefnugesti, fjórir íslending- ar flytja erindi og að lokum verða pallborðsumræður. ¦ landi Valin hotel a na ^ OKKar sambönd Stóra Austurlandaferðin, 5. okt. 3 vikur Perlur Austurlanda í einni ferð: Draumaeyjan BALI, viðskiptaundriö SINGAPORE, brennipunktur Austurlanda HONG KONG á tímamótum, besti verslunar- og skemmtistaður Austurlanda BANGKOK, á ótrúlegum kjörum. Fá sæti laus. Ferð ársins „TÖFRAR 1001 nætur" 17. okt. 3 vikur. Sérkennilegur, heillandi heimur Austurlanda. Ótrúleg fegurð á frábæru verði. Örfá sæti laus. - þinn hagur FERÐASKRIFSTOFAN HEIMSKLUBBUR 1NCX3LFS Austurstræti 17,4. hæð 101 Reykjavík, sími 56 20 400, fax 562 6564 Sigling á Karíbahafi eða sæluvika á draumaeynni Dominikana Siglingar á nýjustu skemmtiskipum heimsins. Enn nokkrir klefar lausir á tilboði 2 fyrir 1. Umboð á Islandi: CARNIVAL CRUISE LINES. Dvöl á fegurstu eyju Karíbahafs með öllu inniföldu á PUERTO PLATA VILLAGE NÝTUR SÍUKINNA VINSÆLDA. Spennandi valkostur á verði Evrópuferðar. Ferðir allt árið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.