Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 3
2 C SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 C 3 FERÐALÖG Bergmál frá hjólum I bergmólsmælingaleiðangri á síld í nóvember 1994 afréðu þrír starfs- menn Hafrannsóknastofnunar, þeir Gísli Ólafsson, Sveinn Svein- björnsson og Páll Reynisson, að hjóla Kjalveg sér til skemmtunar og heilsubótar sumarið 1995. Aðdragandi í SÍLDARLEIÐANGRI Haf- rannsóknastofnunar á rs. Arna Friðrikssyni, veturinn 1993- 1994, sagði Sveinn Sveinbjörns- son frá því að ein af hans heit- ustu óskum væri að hjóla Kjal- veg sér til skemmtunar og heilsubótar. Þótt bæði Gísli 01- afsson og Páll Reynisson væru um borð, fékk þetta ekki þann hljómgrunn sem dygði til fram- kvæmda. Svo er það í nóvember 1994 er undirritaðir eru aftur saman komnir í bergmálsmæl- ingaleiðangri á síld á sama skipi, að Sveinn fer enn að impra á því að hjóla Kjöl, og nú fara hjólin að snúast. Skotið er á fundi þar sem sú hugmynd er reifuð að Gísli og Palli fari með Sveini þennan vegarspotta næsta sumar. Þarf ekki að orð- lengja það frekar að þetta er afráðið. Var Gísli settur leið- angursstjóri. Tók hann starfið strax föstum tökum, þannig að fáeinum dögum seinna leit dags- ins ljós nákvæm ferðaáætlun, þar sem skipulögð var hver dagleið og gististaðir ákveðnir. Ingvi stýrimaður á Arna tók að sér að tölvuvæða og mynd- skreyta ferðaáætlunina. Sáu nú allir að alvara var á ferðum og var um fátt meira skrafað og skeggrætt en fyrirhugaða ferð það sem eftir Iifði síldarrann- sókna. Það hefur þó vonandi ekki haft áhrif á bergmálsmæl- ingarnar, en þær misheppnuð- ust alveg. Er líða tók á vor drógu menn fram stálfáka sína og hófu undirbúning, þar sem vissara FERÐAÁÆTLUN Hjólhestafferó yfir Kjöl í júlí 1995 1. dagur Rútuferð frá Reykjavík að vegamótum 4-5 tímar. Vegamót - Blöndulón 39 km, 5 tímar. 2. dagur Blönduvirkjun - Hveravellir 37 km, 5 tímar. 3. dagur Hveravellir - Kerlingafjöll. 38 km, 5'/2 tími. 4. dagur Kerlingafjöll - Hvítárnes. 31/43 km, 4-6 tímar. 5. dagur Hvítárnes - Geysir. 51 km, 7>/2 tími. Vegalengd alls = 196-208 km. Gísli Ólafsson, leiðangursstjóri, Sveinn Svein- bjömsson, Páll Reynisson. þótti að vera sæmilega vel á sig kominn fyrir slíka svaðilför. Einnig þurfti að dytta að farartækjunum, bæta við bögglaberum, töskum og sitt hvað fleiru smálegu. Leiðangursstjóri sá um að bóka gist- ingu, þannig að ekki yrði komið að full- setnum skálum. Einnig fékk leiðangur- inn nafn, „Bergmál frá hjólum“, en það þótti Gísla við hæfi þar sem hann var afráðinn og skipulagður í bergmálsmæl- ingaleiðangri eins og fyrr segir. Svo rennur upp brottfarardagur, 16. júlí, bjartur og fagur. Útlit var fyrir þokka- legasta veður næstu daga og okkur því ekkert að vanbúnaði að leggja upp í þessa frægðarför. Hér á eftir fer dagbókarbrot það sem skráð var samviskusam- lega af leiðangursmönnum að kveldi á hvetjum áfanga- stað. Dagbók leiðangursins „Kjölur 1995, Bergmál frá hjólum“. Upphaf- lega færð í stílabók af Gísla Olafs- syni, Páli Reynissyni og Sveini Sveinbjörnssyni. Ýmsar upplýsingar um þyngd (kg) einstakra leiðangursmanna og farangurs. skyldi kosta 2.700 kr. á mann og 1.000 kr. að auki fyrir hvert hjól. En Gísli sjarmeraði bílfreyjuna svo, að hún sleppti okkur við að greiða flutningskostnaðinn á reiðhjólunum. í upphafi ferðar deildi Gísli út barmmerki, sérstaklega útbúnu í tilefni þessa leiðangurs. Komið að vegamótum við Svartá, 25 km SA við Blönduós, kl. 13.00, en þar fórum við af. Kom þá í ljós að pumpan hans Svenna hafði hrokkið af hjólinu á leiðinni, en hjól Gísli Páll Sveinn Ólafsson Reynisson Sveinbjörnsson Knapi í fullum skrúða 83 86 68 Hjðl 16 15 13 Farangur/allur 21 25 25 Farangur/framan 11 Farangur/aftan 9 Annað 1 Samtals 120 126 106 Sunnudagur 16. júlí. Farið var frá Umferðarmiðstöðinni ------- kl. 8.01 með Norðurleið- 1. DAGUR arrútunni áleiðis norður. Bílstjóri: Svanur. Gísli og Sveinn hjóluðu niður á Umferðarmiðstöð og voru mættir tímanlega, en Páll kom um borð í Mosfellsbæ. Farið Gísla og Svenna voru hengd upp á þar til gerða grind framan á rút- unni. Töskur, pokar og ýmsir skjatt- ar voru nú festir tryggilega á hjólin. Var síðan lagt af stað kl. 13.30 og haldið suður á Kjalveg í áttina að Afangafelli, sem er fyrsti áfanga- staður í þessari hjólaferð. Komið að skálanum við Áfanga- fell kl. 19.10, eða eftir 5 klst. og 40 mín. frá Svartá. Vegalengd 52 km. Áætlun 39 km á 5 klst., en sæluhúsið við Áfangafell var ekki á þeim kortum sem við höfðum undir höndum þegar ferðaáætlunin var gerð. Vegurinn var einstaklega góður alla leiðina og leiði gott, hvöss norð- anátt og kalt. Útsýnisskífa er á Áfangafelli í 579 m hæð yfir sjávar- máli. Skálinn er sunnan til í Áfanga- felli og er með vistlega borðstofu og eldhús í vesturenda og átta fjög- urra manna herbergjum í austur- enda. Gisting kostar 1.150 kr. fyrir manninn. Kaffi, kökur og brauð er til sölu. Húsráðendur eru hjónin Kristín Marteinsdóttir og Hannes Sigur- geirsson, sími 854 5412. Mánudagur 17. júlí. Fórum frá Áfangafelli kl. 9.40 eftir góðan svefn í litlu svefherbergi. Skemmtileg hjólaleið á Hveravelli, mis- hæðótt en þvottabretti hér I og þar. Nokkuð kalt í veðri, N-átt og skýjað, en menn á hjólum finna ekki fyrir því. Stoppuðum smástund í neyðarskýli Slysavarnafélagsins rétt við Sand- 2. DAGUR eftir 7 klst. og 25 mín. Var þá búið að hjóla 75 km frá því um morguninn. Það bergmálaði svo sannarlega frá hjólunum frá Árbúðum að Gullfossi, því hraðinn fór iðulega yfir 50 km/klst. á þeirri leið. Gott útsýni var og fögur fjallasýn á Bláfellshálsi. Komum að Geysi kl. 19.00 og var þá dagleiðin orðin 85 km (áætlun 82 km). Fengum gistingu hjá Þóri, en hann rekur nýlegt gistiheimili (Gisti- heimilið Geysir) með svefnpokaplássi í húsnæði steinsnar austan við hótelið. Er þar allt til fyrirmyndar. Gisting á manninn var 1.000 kr. Fórum í sturtu og höfðum fataskipti. Síðan á BAR Hótelið á Geysi og fengum okkur að borða og drekka. Vorum sólarhring á undan áætlun, en við fórum hljótt með það. Við vildum njóta góða veðursins og léttra veitinga og hvílast eftir góða ferð. Að lokum GÍSLI Ólafsson (f. 1937) bendir á happatöluna sína, 37. Páll til hægri. DAGUR NÚ skal halda í Kerlingafjallafjörið. Sveinn t.v. og Páll t.h. ÞÆR voru þungstígar brekkurnar í áttina að skíðasvæðinu. Fimmtudagur 20. júlí Vöknuðum seinna en venjulega eftir góðan svefn. Bjart yfir og 5j sólskin, en norðan strekking- „ | ur. Fórum upp í Haukadal og hjóluðum þar í fögru umhverfi og miklum trjá- gróðri, alls 11 km. Eftir þetta lá leið okkar í sundlaug hótelsins. Svo var kominn tími til að pakka niður og vorum við mættir tímanlega á BAR Hótel- ið Geysi kl. 15.30. Þar sátum við í góðu yfir- læti og biðum móttöku- nefndarinnar með bjór oss við hlið. Frú Guðrún kom með fyrra fallinu, en frú Sigríður og fylgdarlið mætti stund- víslega kl. 17.00. Eftir mikla fagnaðarfundi stormuðum við nú ak- andi með hjólin ýmist á bíltoppnum eða í far- angursrýminu í sumar- búðir Siggu og Gísla á Spóastöðum. Var slotið og umhverfi þess skoðað hátt og lágt með „Lapin Kulta“ í hönd. Að lokum urðu Palli og Svenni að hverfa til síns heima, og voru þeir leystir út með,papriku. Hér lýkur að segja frá þessari ánægjulegu ferð okkar þre- menninganna. Alls voru hjólaðir um 240 km, sem er heldur lengra en upphaflega var gert ráð fyrir. Þrátt fyrir það vorum við einum sólarhring á undan áætlun á Geysi. Mikið var búið að bollaleggja allt sem varðaði þessa ferð bæði í bak og fyrir. Má segja að hluti þessarar ferðar hafi verið tilhlökkunin og undirbúningurinn. Ekki spillti svo fyrir að er á hólminn var komið reyndust veðurguðir okkur í flestu tilliti ákaflega vel. Einnig vorum við mjög ánægðir með aðstæður á áfangastöðum og fóru þær fram úr okkar vonum, sérstaklega í Áfangafelli. Einnig var afar ánægjuleg gistingin við Geysi. Aftur á móti vorum við ekki alveg sáttir við móttökurnar í Kerlingaijöllum. Við erum á eitt sáttir með það að svona ferð verður ekki farin aftur!! Þetta ber ekki að skilja í eiginlegri merkingu, því alltaf er hægt að skipuleggja svipaða ferð á ný. Við viljum meina að ferðin hafi í öllu tilliti tekist svo frábærlega að ekki verði um bætt. Leggst þar allt á eitt; þetta er fyrsta langa hjólaferðin okkar allra, veður var gott en þó ekki einsleitt og leiðin skemmtileg. En hver veit nema eitthvað þessu líkt eigi þó eftir að endurtaka sig. Maður getur alltaf lifað í voninni. Við viljum hvetja landa okkar, bæði unga sem aldna, til hjólreiða um okkar fagra land. Slík ferð verður mönnum minnisstæð meðan þeir lifa. Ekki er ástæða til þess að láta sér vaxa í augum að takast á hendur ferðalag sem þetta þótt viðkomandi hafi ekki stundað fjallamennsku og líkamsrækt. Það nægir að vera þokkalega vel á sig kominn og ætla sér ekki um of. Þetta sannaðist á okkur þremenningunum síðastliðið sumar. KOMNIR að skíðasvæðinu. Páll t.v. og Gísli t.h. Fjallið Loðmundur í baksýn. KVEÐJUSTUND við hótelið á Geysi eftir vel heppnaðan hjólatúr. kúlufell, þar sem nokkrir dropar féllu, og fengum okkur kakó og harðfisk a la Sveinn. Komum á Hveravelli kl. 14.40 eða eftir 5 klst. Vegalengd 40 km. Veður: N-átt og skýjað. Áætlun 37 km á 5 klst. Þarna eru komin töluverð frávik frá upphaflegri áætl- un. Frá Svartá að Hveravöllum eru 92 km, en áætlun Gísla hljóðaði upp á 76 km. Hann getur þó huggað sig við að tímaáætlun stóðst. Fórum fljótlega í laugina eftir að við komum á Hveravelli og síðan á rölt um svæðið. Fórum aftur í laug- ina fyrir svefninn. Gistum við í gamla Hveravallaskálanum á há- loftinu nýuppgerðu. Höfðum við það alveg út af fyrir okkur. Gisting kost- aði 1.150 kr. fyrir manninn. Mikill mannfjöldi kom á Hveravelli í stór- um rútum og hafði skamma við- dvöl, en aðrir sem komu og gistu í skálum og tjöldum voru ýmist gang- andi, hjólandi eða á bílum. Þriðjudagur 18. júlí Fórum frá Hveravöllum kl. 9.40 í kalsaveðri og regni. Um 3. nóttina hafði gránað í fjöll í og næsta nágrenni. Eftir ■ 1 um klst. hjólreið stytti upp og skömmu síðar rofaði * DAGUR til, sólin fór að skína og skyggnið batnaði með hverri mínútunni sem leið. Fögur fjallsýn. Vegurinn var góður á köflum en lausagrjót og þvottabretti á milli. Kerlingafjallaafleggjarinn var frek- ar erfiður á köflum, nokkrir brattir hálsar sem þurfti að yfirstíga og fallvötn sem stikla þurfti yfir, vaða eða brenna yfir með stæl. Komum í Kerlingafjöll kl. 16.00 eða eftir 6 klst. og 20 mín., vegalengd 42 km áætlun 38 km á 5,5 klst. Þar báðuin við um kaffi og var það sjálfsagt. En er til kom voru allir brúsar tóm- ir og þótti ekki ástæða til að hella upp á fyrir þijá hjólakalla. Við fengum bústað við veginn sem liggur upp að skíðasvæðinu, og er ofan við aðalgistiskála svæðis- ins. Þar skildum við farangurinn eftir og hjóluðum upp að skíðasvæð- inu sem er í um 1.300 m hæð, rétt undir Loðmundi. Vegalengd frá skála er 5,8 km. Dagleiðin varð því samtals 54 km. Þessi síðasti sprett- ur dagsins var brattur og erfiður, en veður var gott, sólskin og frá- bært útsýni. Fórum í sturtu í skíða- skálanum, en heiti potturinn var aðeins fyrir starfsfólk á þessum tíma, þ.e. eftir kl. 7 á kvöldin. Gest- um var hann heimill einungis milli DAGUR 5 og 7. Mættum á hina hefðbundnu kvöldvöku hjá Valdimari Örnólfs- syni og félögum. Fólkið í Kerlinga- fjöllum var á öllum aldri og víðsveg- ar að úr heiminum. Gisting m/morg- unverði kostaði 1.800 kr. Miðvikudagur 19. júlí Fórum frá Kerlingafjöllum kl. 10.20 í góðu veðri. Komum til gam- ans við hjá virkjuninni sem 4j er í grennd við skálann. , j Þaðan bröltum við svo með hjólin yfir snjóskafl (jökul) er lá þar í brattri hlíðinni. Ferðin gekk vel niður að vegamótum, enda talsvert undan fæti. Eftir um 15 km hjólreið á Kjal- vegi áðum við í gróðurvin skammt utan við veginn. Um það leyti fór að vinda af norðri. Þegar við komum í Árbúðir, sæluhús í eigu Biskupst- ungnamanna, var hann kominn í norðan 6-7 vindstig og moldarský allmikið mátti líta í áttina að Hvítár- vatni. Skálinn í Árbúðum var nán- ast fullbókaður af Ishestafólki, sem var væntanlegt á hverri stundu, og óspennandi að halda til í Hvítárnesi í moldviðrinu. Við afréðum því að halda áfram að Geysi og nýta okkur meðbyrinn. Komum að Gullfossi kl. 17.45 FERÐALÖG____________________________________ Norður-Lúxemborg er sveit sem geymir falleg þorp É Morgunblaðið/Gunnar Hersveinn SEÐ yfir Clervaux í norður Lúxemborg. Clervaux og Kiljan CLERVAUX í Lúxemborgar Ardennes hefur sérstaka merkingu í hugum Islendinga, því í klaustr- -inu Saint Maurice de Clervaux var Laxness skírður hinn 6. janúar 1923 nafninu Halldór Kiljan Lax- ness. Ég hef lesið bók Halldórs „Dag- ar hjá múnkum," og var því nokk- uð spenntur að heimsækja klaustur munkanna af reglu heilags Bene- dikts. Halldór skrifaði þarna hand- rit að bók sinni „Undir Helga- hnjúki,“ og hefur sagt að vistin hafi orðið aflvaki „Vefarans mikla frá Kasmír“. Clervaux er um sjö hundruð manna bær í fallegum dal í norður Lúxemborg og stendur klaustrið í hlíð ofan við bæinn. Klaustrið lítur út fyrir að vera frá liðnum öldum en í raun var það byggt i byijun þessarar aldar. Ég opna dyrnar að kirkjubyggingu klaustursins og stíg inn. Á vinstri hönd er Maríulíkneski og kerti til að kveikja á með bæn á vör. Munkarnir ganga nú inn, skipta sér í tvo hópa og setjast hvor mót öðrum innst undir hvelf- ingunni. Brátt hefst gregorískur söngur. Nokkrar konur sitja á kirkju- bekkjum og hlýða á fallegan söng- inn. Þær spenna greipar og fara með bænir. Messan stendur ekki lengi en er áhrifamikil. Munkarnir ganga svo hljóðlega út. Það eru ekki nema um þrjátíu munkar í klaustrinu núna og eng- inn frá Lúxemborg. Sagt er að ungur Dani sé í hópnum. Klaustrið er mikil bygging og margar vistarverur og í einni þeirra er lítil búð. Fullorðinn munkur afgreiðir ýmiskonar helgi- gripi eins og talnabönd, styttur og íkon. Rekki í búðinni með bíómynd- um frá Hollywood á myndböndum stingur í stúf. Heimurinn lætur ekki að sér hæða og tekst að troða sér inn í andlegar hallir. Augu ungra kvenna Ég sný frá munkaklaustrinu og ætla aftur í þorpið. Ungur munkur leggur líka af stað og virðist ætla að spássera niður í þorpið. Hvaða freistingar munu bíða hans á leið- inni? Munu augu fagurra kvenna leita á hann og vekja syndina innra með honum eins og þær reyndu gagnvart Halldóri? Kiljan segir frá gögutúrum sín- um i dagbókinni hjá munkum og hvernig fallegar konur horfðu á EIGENDUR du Park, Cox og Kampke. TURNINN á munkaklaustrinu Saint Maurice de Clervaux, sem Kiljan dvaldi í. hann. Hér er dæmi: „Tók mér gaungutúr eftir mál- tíð. Hinumegin við þorpið er hús og þar situr stúlka við glugga, og þessi stúlka reynir alt sem hún getur til að kókettera við mig er ég fer þar framhjá, en ég gæti þess að líta ekki upp nema leiftur- snögt. Hún er mjög comme il faut, lángleit brúnetta með ofurlitla dökka ló á efri vörinni. Kemur stundum til kirkju og hefur einu sinni truflað mig er ég fór út frá guðsþjónustu." (HKL, Dagar hjá múnkum, bls. 74, Vaka-Helgafell 1987. Ljósmyndasýning og hótel byggt úr kastala Tvennt gerði ég til viðbótar í Clervaux. 1 hvítmáluðum kastala þorpsins frá 12. öld er merkileg ljósmyndasýning kennd við Lúx- emborgarann Edward Steichen sem var yfirmaður ljósmyndadeild- ar nýlistasafnsins í New York. Sýningin er í mörgum kastalaher- bergjum og myndirnar eftir þekkta ljósmyndara víða úr heiminum. Þær eru svart/hvítar og lýsa í heild sinni yfirskrift sýningarinnar: „The Family of Man,“ eða mannin- um sem fjölskyldu. Ljósmyndasýningin var sett upp í tilefni af því að Lúxemborg var menningarborg Evrópu árið 1995, og ákveðið hefur verið að hún hverfi með kastalanum; verði þar til frambúðar. Áður en ég kvaddi hina fámennu Clervaux, fékk ég að snæða í hundrað ára byggingu sem heitir Hótel du Parc sem ung hjón, Gert Cox og Kristín Kámpke, eiga og reka. Aðeins eru sjö herbergi á hótelinu og þar af leiðandi fá að- eins heppnir herbergi, sem kostar ekki nema um 4.700 krónur fyrir tvo með morgunverði. Matsalurinn og setustofan eru mjög heillandi. Feikilega hátt til lofts og stíllinn í gamla dúrnum, en hótelið var að mestu leyti reist með efni úr kast- ala Clervaux. ■ Gunnar Hersveinn 4-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.