Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 FERÐALÖG MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þorsteinn 1 BÁTSFERÐUM Eyjaferða er ferðalöngum boðið upp á hörpudisk og annað góðgæti ferskt af hafbotni. FJÖLMARGIR reyna krafta sína á aflrauna- steinunum fjórum á Djúpalónssandi. Hér er glímt við Hálfsterkan. Mikil óhersla lögð á uppbyggingu í ferömannaþjónustu ó Snæfellsnesi * „Island í hnotskurn" SNÆFELLSNES hefur löngum verið rómað fyrir fjölbreytta og fagra náttúru, enda er þar að finna flest það sem fyrir augu ber í ís- lenskri náttúru á nokkuð litlu svæði. I markaðssetningu Nessins sem ferðamannastaðar er líka lögð áhersla á þennan íjölbreytileika og svæðið markaðssett undir kjörorð- inu „ísland í bnotskurn". Valgarð Halldórsson, atvinnufull- trúi á Snæfellsnesi, segir að einna mest áhersla hafi verið lögð á ferða- þjónustu í nýsköpun í atvinnulífinu á svæðinu. Einna helst hafi verið reynt að skapa ferðamönnum næga afþreyingu á meðan þeir væru þar staddir og hafi það gengið ágæt- lega. Þá séu ýmis önnur áform uppi, t.d. hvað varði bætta aðstöðu fyrir útivistarfólk og fleira. Hann segir hins vegar engar nákvæmar upplýs- ingar liggja fyrir um hver þróunin hafi verið í ferðamannafjölda á Snæfellsnesi en ætlunin sé að reyna að bæta úr því nú í sumar. 100 þúsund ferðalangar með Eyjaferðum Eyjaferðir í Stykkishólmi hafa boðið ferðalöngum í bátsferð um hinar óteljandi mörgu Breiðaijarða reyjar sl. 11 ár. Hægt er að velja á milli mislangra ferða og fylgir ágæt lýsing á því sem fyrir augu ber ásamt nokkrum molum úr sögu eyjanna. Að sögn Péturs Agústsson- ar, sem rekur Eyjaferðir ásamt eiginkonu sinni, Svanborgu Sig- geirsdóttur, hefur tímabilið sem hægt er að halda þessum ferðum úti alltaf verið að lengjast og nú sé siglt frá því í mars og fram í október. Hins vegar séu ferðirnar á fyrri og síðari hluta tímabilsins sér- pantaðar fyrir hópa. Hann segir hins vegar að frá byrjun maímánaðar og fram til loka Ferðaþjónusta skipar nú stóran sess í atvinnuuppbygging á Snæfellsnesi. Mest er lagt upp úr því að bjóða upp á meiri afþreyingu fyrir ferðamenn, eins og Þorsteinn Víg- lundsson komst að er hann sótti nesið heim. september séu sigldar allt upp í 6 ferðir á dag samkvæmt áætlun og hafí nýting þessara ferða alltaf ver- ið að batna. Árlegur farþegafjöldi hafi verið um 10 þúsund undanfar- in ár og gert sé ráð fyrir því að siglt verði með farþega númer 100 þúsund nú í sumar. Valgarð segir að þeim aðilum sem bjóði slíkar skoðunarferðir hafi líka verið að fjölga að undanfömu. Í Ólafsvík sé nú t.d. boðið í slíkar skoðunarferðir auk sjóstangaveiði og á Arnarstapa sé einnig boðið í skoðunarferðir með bát um strand- lengjuna þar. Jökullinn heillar Snæfellsjökull er án efa helsta prýði Snæfellsness og heillar flesta sem þangað koma. Ferðalöngum býðst að skoða jökulinn í návígi í skipulögðum ferðum, ýmist gang- andi, á skíðum, eða þeysandi um á vélsleðum. Að sögn Valgarðs hefur verið rætt um það upp á síðkastið að skipta jöklinum niður í svæði eftir því hvaða ferðalangar séu á ferð- inni. Vélsleðafólkið geti þá haft afmarkað svæði undir sig og skíða- fólkið og göngufólkið sömuleiðis. Þannig verði þeir sem kjósi kyrrlát- ari ferðamáta um jökulinn ekki fyr- ir ónæði af hinum hraðskreiðari farartækjum. Þjóðgarður undir jökli Fjölmargt fleira er í boði ferða- mönnum til dundurs á Snæfells- nesi. Margt er t.d. að sjá á leiðinni fyrir jökul. Strandlengjan í kringum Árnarstapa og víðar á þessu svæði er mjög falleg og fjölmargt sem þar ber fyrir augu. Margir hafa einnig gaman af því að sanna mátt sinn og megin með því að lyfta aflraunasteinunum íjór- um, Fullsterkum, Hálfsterkum, Hálfdrættingi og Ámlóða, en þá er að fínna fyrir neðan Gatklett á Djúpalónssandi. Hótel Búðir standa í miðju Búða- hrauni sem þykir náttúruperla, en þar er hægt að fara í hestaferðir og hestaleigur er einnig að finna á fjölmörgum bæjum á nesinu. Að sögn Valgarðs líta menn einn- ig til þess að næsti þjóðgarður sem komið verði upp á landinu verði undir jökli og nú sé verið að vinna mikið í þeim málum. Gert er ráð fyrir því að þama verði skipulagt mjög skemmtilegt útivistarsvæði og áhersla verði lögð á að merkja helstu ferðamannastaði auk ýmissa gönguleiða á þessu svæði. Valgarð segir að þegar hafi talsvert verk verið unnið í þeim málum. „Við sjáum þetta sem mjög gott tækifæri til þess að markaðssetja Snæfellsnesið sem ferðamanna- svæði. Það gerir svona svæði sterk- ara í markaðssetningunni að íslend- ingar hafi útnefnt það sem sérstaka perlu í náttúru sinni með þessum hætti.“ Sjóarinn síkóti FRÁ saltfiskvinnslu í Grindavík. SJÓARINN síkáti, sjómanna og saltfiskævintýri nefnist ferða- mannahátíð, sem haldin verður í Grindavík sjómannadagshelgina 29. maí-2. júní. Ferðamönnum gefst kostur á að kynnast fiskvinnslunni í bænum, skoða báta við höfnina, fara í skemmtisiglingu, hlýða á tónleika, skoða málverkasýningu og sitt- hvað fleira. Hátíðin verður sett miðviku- dagskvöldið 29. maí og lýkur með sjómannadagshófi í Festi á sunnu- dagskvöldið, en þar verður boðið upp á mat, skemmtiatriði og dans- leik. The New York Times Magazine The Sophisticated Traveler Fjallað um ísland af virðingu og aðdáun LAND álfa, trölla og fallegra smá- hesta, heitir grein sem birtist í The Sophisticated Traveler, einu af fylgiritum The New York Times Magazine, nú um miðjan maí. Greinin Ijallar vitanlega um ísland og er umfjöllunin öll hin jákvæð- asta. Greinilegt er að blaðakon- an sem skrifar greinina hefur heillast af land- inu, sögu þess, náttúru og menningu. Blaðakonan, Angeline Gore- au, var ekki al- veg ókunnug landinu þegar hún ákvað að taka fjölskyld- una með sér til íslands í nóv- ember síðastl- iðnum en hún hafði sótt land- ið heim áður að sumri til auk þess sem hún virðist hafa les- ið sér töluvert til. Hún gerir birtuna að umtalsefni og segir hana skerpa alla liti og landslag og að ekki dugi annað en að skoða landið á þess eigin forsendum án allra fyrirfram mótaðra hug- mynda. Þá segir hún að á íslandi rigni úr öllum áttum, meira að segja lárrétt, stundum snjói á sumrin en veturnir séu mildir. Bananar og auðugt mennlngarlíf íslenski hesturinn vekur aðdáun hennar og ungrar dóttur hennar, ekki síst fyrir töltið, sem hún seg- ir að sé líkast því að hesturinn hlaupi en gangi þó. Saga þjóðar- innar og menningararfur er henni einnig hugleikinn og hún hvetur ferðamenn til að fara bæði á Þjóð- minjasafnið og Árnastofnun til að komast í návígi við hvorutveggja. Þá mælir hún með ferð til Þing- valla þar sem elsta lýðræði í heim- inum var stofnað. Gullfoss í klaka- böndum, heitir hverir og banana- rækt í gróðurhúsi, hávaðasamt brimið í svartri fjöru Eyrarbakka og auðugt menningarlíf höfuð- borgarinnar fá einnig jákvæða umfjöllun og þá hefur matarmenn- ing íslendinga ekki hvað síst vak- ið athygli hennar. Segir hún reyndar í greininni að vinur sinn hafi sagt sér að það sé þess virði að fara til íslands fyrir það eitt að fá sér að borða. Einkennist greinin af virðingu fyrir landinu, þjóðinni sem það byggir og menningu hennar og er hún meðal annars greinilega skrif- uð í þeim tilgangi að fá ferðamenn til að staldra við í þessu dularfulla landi lengur en rétt á meðan fyllt er á eldsneytistanka flugvélarinnar sem þeir keyptu sér far með. PWMI /»»>• ScTO KRiHf. UOfMHVI: iMm'iin' Xfti-fteiJkt .<* ll>f ))<•>•,n: kki: tbt <•/?■ tW mA<a ik o l (Mnr .<'•■{.< pná/wul Gljl .<«/:'* /á>:.Wiii. a <utJ jrf gtllcy HV AKf.f.UNf CiOUCAU The uxatbo rfiattget contUntty: it tan ittoXv in snmmer. hul ■unntcrs .trr %urptcii»g!\ mild ICEI.,AND » ’.KBxJo: ao*w <kk< kaL IWr *bm yy* nwrijb <*s»t io r, Kw-fl* >:iy*Kd< m iktvÁm u J «*<*•. t4nl U rú: iVlUn* «íbc wjy Inojf o: <Kr Aiok 6ir<X)i rxlcc Ktiiixi ilt t)i(0x:Tr;>If <1 >h» ksowti xcftl hmuwif asi(n< pU« iwriri*<w4<M Artiv»> >-»x*bcr«ix. A-ijkAw *y A SU.7IW M/MH' A <iwr: *f pw '* f« '** bitnKl j»: v«r h>v< * fttxl <ie>5 c: <« do ”b:t* xtyni koísc i*> ' jw< Itittufc Kv! ■lcir.uMl ixiltj mi<m>ii((hr fwi:ixili» <«l l*.»i<«l: <U<«t voctmrx.j i!» *«.« <«rv.(ii< <r. i!»a (b« jou k*»< Iwra ut I«Im4. iIkvc »-Jf K futxbff r<J*'0Kt*rf M do. |b»t |KM « *wli b< iook ! In Ixt yoo m»> fn.S du*.«<■. »op*>í‘tv« m itnrwi Itotb fiplwnayi Iw'UtliMt atnw t>k) i<n AjJiI'Ík 4. IrrtuxImtVra iic*to:l< <•* IV aa<$ir«aiKlVic n s nnuliUj :•<!: Lkwj n/ oH’ixf k*w. :wi n»i *r<l r -xirr.x o m air.Ki Hfjtlj.HcrKr m<ÍkUkii >x [.y:>ir»'i:, xo l mu<«. w* tt<tt:i.<mri AUw* ícctol luamunt .ÍMaKluM ■> iina U‘( <xCv i jVjas lugrwkai u ujr *,»« thor •< kuHL j M o< lacmtW tka: i» mKm :!« (r FALLEGAR myndir prýða íslandsgreinina. DANMÖRK KAUPMANNAHÖFN TAKMARKAÐUR SÆTAFJÖLDI 9.900 hvora leið með flugvallarskatti Sala: Wihlborg Rejser, Danmörku, Sími: 0045 3888 4214 Fax: 0045 3888 4215

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.