Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 D 3 SKODA Felicia Fun, tveggja sæta pallbill. Japanskir sjö ára bílar bestir JAPANSKIR bílaframleiðendur geta unað glaðir við sitt því í niður- stöðum athugunar þýsku bílarann- sóknastofnunarinnar TUV kemur fram að japanskir bílar skipa sjö efstu sætin yfir bilanafríustu not- uðu bílana sem eru allt að sjö ára gamlir. TUV skoðar árlega níu milljónir bíla í Þýskalandi og gerir rannsóknir á gæðum og öryggis- stöðlum i þeim. í niðurstöðum TÚV er greint frá hlutfallslegri bilanatiðni í þriggja, fimm, sjö, níu og ellefu ára bílum en hér á eftir er bílum upp að sjö ára aldri slegið saman í einn lista. Erfitt er að sundurgreina hvaða gallar eða bilanir eru frá verksmiðj- unni og hveijir eru vegna meðferð- ar eigenda bílanna. I listanum er bílunum raðað eftir hlutfallslegri bilana/gallatíðni þannig að bestu bílarnir koma fýrst og þeir lökustu síðastir. Gallarnir sem hér um ræð- ir eru einvörðungu af alvarlegum toga sem snerta öryggi bifreiðar- innar. Þarna kemur m.a. fram að bilanafríustu bílarnir í þessum ald- ursflokki eru Toyota Starlet en gallar fundust í næstum þriðja hveijum Citroén 2 CV, svonefndum bröggum. ■ BILANATÍÐNI I BILUM YNGRI EN 7 ARA [ Röð: Tegund: Hlutf.: I Röð: Teqund: Hlutf.: Röð: Tegund: Hlutf.: 1. Toyota Starlet 3,6% 24. Saab 9000 7,3% 47. Mitsubishi Pajero 10,6% 2. Toyota Carina 4,3% 25. Opel Omega 7,4% 48. Cltrobn BX 10,9% 3. Subaru Justy 4,4% 26. Mitsubishi L300 7,4% 49. VW Scirocco 11,2% 4. Mazda 121 4,6% 27. VW Miníbus 7,6% 50. Fiat Panda 11,6% 5. Toyota Corolla 4,7% 28. Ford Scorpio 8,1% 51. Ford Escort/Orion 11,7% 6. Toyota Camry 4,9% 29. Opel Kadett 8,3% 52. Suzuki Alto 11,9% 7. Mitsubishi Colt 5,1% 30. FiatTipo 8,4% 53. Renaultð 12,2% 8. Opel Senator 5,7% 31. Honda Civic 8,5% 54. Renault 9/11 12,2% 9. Mercedes-Benz 124 6,1% 32. Daihats Charade 8,5% 55. Lancia Y10 12,3% 10. Mazda 626 6,2% 33. Opel Corsa 8,5% 56. Suzuki Vitara 12,5% 11. Mercedes-Benz 201 6,3% 34. BMW 5 8,6% 57. Fiat Uno 13,0% 12. Nissan Sunny 6,3% 35. Mazda 323 8,7% 58. Renault Espace 13,1% 13. Nissan Micra 6,7% 36.BMW3 8,9% 59. Citroen AX 13,2% 14. Daihatsu Cuore 6,7% 37. Audi 80 8,9% 60. Renault 21 13,5% 15. Suzuki Swifl 6,9% 38. VW Golf 9,0% 61. Opel Rekord 13,7% 16. Mitsubishl Galant 6,9% 39.Honda Accord 9,1% 62. Peugeot 205 14,0% 17. Nissan Bluebird 7,0% 40. Suzuki SJ 9,1% 63. Nissan Patrol 14,5% 18. Opel Ascona 7,1% 41. Porsche 911 9,1% 64. Renault 25 14,6% 19. VW Polo 7,1% 42. Audi 100/200 9,4% 65. Fiat Croma 14,6% 20. Mercedes-Benz S 7,1% 43. BMW 7 9,9% 66. Lada Samara 16,4% 21. Volvo 700 7,2% 44.Peugeot 309 9,9% 67. Seat Marbella 18,6% 22. VW Passat 7,3% 45. Ford Transit 10,0% 68. Seat Iblza 20,0% 23. Ford Sierra 7,3% 46. Ford Fiesta 10,5% 69. Citroen 2 CV 27,6% Skoda pallbíll í haust SKODA hefur ákveðið að hefja framleiðslu á pallbílnum Felicia Fun Pickup sem sýndur var sem hug- myndabíll á bílasýningunni í Genf í mars. Framleiðsla hefst á bílnum í október. Bíllinn er afar óvenjulegur í út- liti og vakti mikla athygli í Genf. Hægt er að taka afturrúðuna úr þessum tveggja sæta bíl með einu handtaki og eru þá komin tvö auka- sæti til viðbótar, þótt lítil séu. Engu að síður er enn pláss fyrir farangur á pallinum og auk þess er að hægt að koma ýmsum stærri hlutum, eins og íjallahjóli eða brimbretti, fyrir á toppi bílsins. Felicia Fun er fyrsta dæmi þess að VW noti dótturfyrirtæki sitt, Skoda, sem útungunarstöð fyrir jaðarbíla en bíllinn var engu að síð- ur að öllu leyti hannaður í hönnun- arstöð Skoda í Mlada Boleslav. Bíllinn verður með 1,6 lítra, 75 hestafla VW vél. Talið er að hann muni kosta nálægt 900 þúsund krónum á meginlandi Evrópu. VW á 75% hlut í Skoda. ■ CORVETTE Official Pace Car er einn magnaðasti bíllinn í bílabæn- um Selfossi, og þótt víðar væri leit- að, en eigandi bílsins er hinn átján ára gamli Árni Hilmar Birgisson. Corvettan var fyrsti bíllinn sem Árni eignaðist. Bíllinn kom hingað til lands 1987 en Árni eignaðist hann 1994. Faðir hans, Birgir Ásgeirsson, bílamálari og þúsundþjalasmiður hjá Bílverk B Á á Selfossi, hafði þá átt hann í tvö ár. Hann sprautaði bílinn. Cor- vettan var í toppstandi þegar Árni eignaðist hann. Fágætur bíll Official Pace Car er bíll sem er idekk Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Hummer jeppa, m.a. þennan björgunar- tur á 44 tommu dekk. Hann rúmar 12 t sjúkrabörum. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson ÁRNI Hilmar Birgisson á CBR 600 vélhjóli sínu við hiiðina á Corvettunni. Myndin er tekin á eftir- lætisstað selfysskra bílaáhugamanna, á bökkum Ölfusár. Corvette Official Pace Car valinn til þess að aka nokkra hringi á keppnisbrautinni í Indianapolis í Bandaríkjunum áður en keppnin sjálf hefst. Corvettan var valin 1978. Það ár voru því smíðaðar tvær útfærslur af bílnum, venjuleg- ur bíll og Official Pace Car sem er helmingi dýrari bíll enda smíðaður í aðeins 5.300 eintökum. Bíllinn er með silfurlitaðri inn- réttingu, þ.e. mælaborði og sætum, og með annan topp, glertopp, en almenni bíllinn. Vélin er 350 L82, um 320 hestöfl. Coi-vettunni hefur verið ekið um 120 þúsund km. Árni keppti á bílnum í fyrsta skipti í kvartmílu í síðustu viku og náði tímanum 14,55 sekúndur. „Ég á að ná betri tíma en ég er ekki al- veg búinn að átta mig á ljósunum," sagði Árni. Hann segir að bíllinn sé 5,28 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða. Árni segist lítið hafa lagt í bílinn. Búið er að endurnýja allt í honum nema sætisáklæði. Ekkert hefur þó verið átt við vélina. Árni segir að Corvettan sé til sölu á 1,8 milljón kr. Árni er líka mikill áhugamaður um vélhjól og á sjálfur CBR 600 árgerð 1988. „Ég er meira á því en bílnum. Það mikill áhugi á hjól- um hér á Selfossi og 25 stór hjól eru hér á svæðinu,“ sagði Árni. Óli H. Þórðarson hjá umferðar- ráði segir að formenn og fram- kvæmdastjórar norrænu umferðar- ráðanna hafi beint tilmælum til Norðurlandaráðs um bann við notk- un farsíma í akstri og handfríir sím- ar komi í staðinn. Umferðarráð hafi í þessu sambandi oft vitnað í grein umferðarlaganna þar sem segir að menn megi ekki gera neitt sem trufli þá við akstur. „Það er hvergi bein skírskotun til þess að þú megir ekki aka bíl ef þú ert að tala í síma. Við höfum oft tjáð okkur um þetta og erum að sjálfsögðu þeirrar skoðunar að það þurfi að taka á þessu máli en það er við ramman reip að draga þar sem margir af okkar ágætu þingmönnum eru mjög duglegir bílsímanotendur. Ég veit að þeim þykir óskaplega mikil þægindi af þessu. En mér finnst farsíma- Á SPÁNI er bannað að tala í bílsíma við akstur og í Þýskalandi, Italíu, Lúxem- borg og Sviss er aðeins leyfi- legt að tala í bílsíma sem ekki þarf að halda á meðan talað er. Fleiri lönd hyggjast banna notkun bílsíma við akstur. Hér á landi gilda eng- ar reglur um notkun bílsíma. Það er mjög algeng sjón að ökumenn haldi uppi hrókasamræðum í bílsíma við akstur og ósjálfrátt eru margir aðrir ökumenn farnir að taka sérstakt tillit til þeirra með því að halda sig í hæfilegri fjarlægð. Sam- kvæmt umferðarkönnun var farsími í liðlega fimmta hveijum bíl hér á landi, 21,3%, árið 1995. Dæmi eru um misnotkun á farsímum, eða allt upp 15 persónuleg símtöl bílstjóra hópferðabifreiðar á 200 km leið. Þingmenn mlkllr farsímanotendur Morgunblaðið/Ámi Sæberg HÉR á landi gilda engar reglur um notkun bílsíma. notkun við akstur vissulega ógna umferðaröryggi og það eru dæmi um að óhöpp hafi orðið þegar meB eru að tala í bílsíma," sagði Óli. ...orðaou það við Falkann Þekking Reynsla Þjónusta SUOUBUKOÍÍRAUT 8,1M REVKJ»*lK, SÍMI: 5S1 «78, FAK. SÍ1 38B7 Bílsími í liólega fimmta hverjum bíl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.