Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 4
4 D SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Röskur Chrysler Voyager með ýms- um þægindum VEL er fyrir öllu séð í mælaborði og í stýri eru rofar fyrir hraðafestingu sem er mjög skemmtilegur kostur í ferðabil. CHRYSLER Voyager, fjöl- notabíllinn frá Bandaríkjun- um heldur sínu striki hvað varðar vinsældir á flestum eða öllum mörkuðum þar sem hann er fáanlegur. Voyager er samt enginn stórsölubíll hérlendis, talsmenn umboðs- ins búast við 15 til 20 bíla sölu í ár, en það má teljast allgott fyrir bíl sem kostar kringum þtjár milljónir. Voyager var fyrsti fjölda- framleiddi bíllinn af þessu tagi, þ.e. rúmgóður sjö manna ferða- og fjölskyldubíll og náði hann strax vinsældum í heimalandinu en ekki síður t.d. í Evrópu. Á þeim tólf árum sem Voyager hefur verið fá- anlegur hafa verksmiðjurnar selt alls um fimm milljónir slíkra bfla. Hér verður til umfjöllunar fram- drifinn Voyager með 2,4 lítra bens- ínvél sem er talsvert ódýrari kostur en Voyager með dísilvél sem kynnt- ur var hér fyrir nokkru. Þessi nýja gerð af Voyager er rennilegur og straumlínulagaður bfll. Framendinn er nokkuð voldug- ur og breiðleitur, stuðari stór, að- alluktir mjóar og fíniegar, vatns- kassahlífin gapandi og vélarhlífin hallandi upp að framrúðu. Framr- úðan er einnig mjög hallandi og stór og hliðarrúður eru sömuleiðis ágætlega stórar. Þaklínan er örlítið bogadregin og sveigist niður á við og afturendinn er sömuleiðis örlítið kúptur en ekki alveg þverskorinn. Er óhætt að segja að Voyager sé sérlega vel lagaður og áferðarfall- egur vagn. Rúmgóöur Að innan er Voyager fyrst og fremst rúmgóður og þægilegur í umgengni. Tveir stólar eru fremst og má stilla ökumannssætið á flesta enda og kanta. Miðjubekkur- inn er tveggja sæta til að hægt sé að komast í aftasta þriggja manna bekkinn og þannig er Voyager sem sagt sjö manna bíll. Til er einnig lengri gerð sem er þá einum 30 cm lengri en sú stækkun bætir ekki við farþegum, aðeins far- angri. Gott er að sjá út frá öllum sætum. Dálítið farangursrými er síðan aftast. Þurfí menn að auka það er næsta einfalt að leggja aft- asta bekkinn saman eða hreinlega svipta honum úr ef menn vilja enn meira rými. Til að nýta sætisbekk- ina enn betur má einnig skipta á miðjubekknum og þeim aftasta til að fá góðan fimm manna ferðabíl með yfirdrifnu farangursrými. Vélin er viljug 2,4 lítra, fjögurra strokka og 151 hestafls bensínvél en fáanleg er einnig sex strokka vél sem er jafn öflug í hestöflum en með heldur meira rúmtaki eða 3,3 lítra. Þessi vél er ágætlega hljóðlát og hún vinnur vel bæði í viðbragði og virðist ekki þurfa að skipta sér alltof ótt og títt þótt vegur sé á fótinn. Togið er 229 Nm við 3.900 snúninga. Eyðslan er vel skapleg, kringum 14 lítrar í þéttbýli og fer niður í um 11 á jöfnum þjóðvegahraða. Llpur og rásfastur í þéttbýlisakstri er Chrysler Voyager mun liprari en ætla mætti af lögun og stærð - en athuga ber að einmit stærðin er ekki svo ógur- leg, lengdin er rétt rúmlega 4,7 metrar sem er mjög svipað og á meðalstórum fjölskyldubíl. Voya- ger er lipur í snúningum, leggur Vinnsla Rásfnstur Lipur Morgunblaðið/jt VOYAGER er ásjálegur og laglegur ferða- og fjölskyldubíll. Framdrifinn - átta manna. Vökva- og veltistýri. Líknarbelgir fyrir ökumann og farþega í framsæti. Hemlalæsivörn. Samlæsingar. Rafstýrðar speglastillingar. Skriðstilling. Ljós í vélarhúsi. Geymsluhólf undir fram- sæti. Hæðarstilling á öryggis- beltum. Toppgrind. Lengd: 4, 77 m. Breidd: 1,95 m. Hæð: 1,79 m. Hjólhaf: 2,88 m. Beygjuþvermál: 11,5 m. Þyngd: 1.600 kg. Bensíneyðsla: rúml. 14 I í þéttbýli, 11 I á þjóðvegi. Staðgreiðsluverð kr.: 2.890.000. Umboð: Jöfur, Kópavogi. ÞÓTT Voyager sé fullskipaður fólki er samt sem áður nokkurt rými fyrir farangur. ÁGÆTT er að umgangast aftari sætin en miðjubekkurinn er tveggja manna og sá aft- asti þriggja manna. Vegahljóö Chrysler Voyagerí hnotskurn vól: 2,4 litrar, 4 strokkar 151 hestafl. vel á og þægilegt er að koma hon- um í stæði. Helst þurfa menn æf- ingu í að bakka í þrengslum eða til að bakka inn í stutt stæði, það getur þurft nokkrar æfingar áður en ökumaður fær örugga tilfinn- ingu fyrir lengdinni. En gott út- sýni, góðir speglar, létt og þægi- legt stýrið og sjálfskiptingin gera alla meðferð lipra og fljótlega, Voyager er eiginlega merkilega snaggaralegur þrátt fyrir stærðina. Þá er ekki síður ánægjulegt að meðhöndla Voyager á þjóðvegi enda gefur nafn hans það til kynna og notagildi bílsins er öðrum þræði ætlað til að kanna þjóðvegi lands- ins. Hann er mjúkur og rásfastur á malarvegi og á auðvelt með að vinna létt á hólum og hæðum. Það sem helst er hægt að finna að vega- hljóð heyrist fullmikið inn og mætti eflaust ráða bót á því með meiri mottum en úr því dregur einnig þegar bíllinn er þéttar setinn og hlaðinn en hann var í akstri á þjóð- vegi að þessu sinni. Það sem er ekki síst skemmtilegt við búnaðinn í Voyager er skriðstillirinn en rofar hans eru í stýrinu. Er sérlega þægi- legt í jöfnum þjóðvegaakstri að geta stillt á ferðahraða og hvflt bensínfótinn á gólfinu. Má einnig breyta hraðanum og stilla með rof- unum í stýrinu en um leið og hemla þarf eða ef komið er við bensíngjöf- ina verður hraðafestingin óvirk og er því engin hætta á að bíllinn taki völdin af ökumanni. Eldist vel Verðið á Chrysler Voyager með bensínvélinni er kr. 2.890.000. Þetta er vitanlega talsverð fjárfest- ing og ljóst að hvorki ráða allir sem vildu við hana né kjósa allir að veija svo miklum fjármunum til bílakaupa. En fyrir þetta verð fæst fjöhæfur og duglegur vagn. Voya- ger er rúmgóður, lipur í þéttbýli, þýður og viljugur á þjóðvegi og hann er vel búinn öryggisbúnaði og þægindum. Hann getur bæði hentað sem venjulegur fjölskyldu- blll, er góður til ferðalaga og hann hæfír einnig fyrirtækjum sem bæði þurfa að snúast með fólk og varn- ing. Því þótt þægindin, skemmtileg hönnun og öflug vél séu kannski það sem mesta athygli vekur er Voyager einnig þannig úr garði gerður að það má leggja ýmislegt á hann og traustvekjandi og líkleg- ur til að endast og eldast vel. Eins og áður er nefnt er einnig til nokkru lengri útgáfa og Voya- ger er einnig í boði með aldrifi. Þá verður að taka hann með enn stærri bensínvélum, 3,3 eða 3,8 lítra og verðið þá ekki langt frá fjórðu milljóninni. ■ Jóhannes Tómasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.